Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

Carlsen međ hálfsvinnings forskot fyrir lokaumferđina - Giri vann fjórđu skákina í röđ

Magnus Carlsen (2862) gerđi jafntefli viđ Kínverjann Ding Liren (2732) í tólftu og nćstsíđustu umferđ Tata Steel-mótsins í gćr. Anish Giri (2784) er kominn í mikiđ stuđ og er kominn í annađ sćtiđ eftir sigur á Wesley (2762) í maraţonskák í gćr. Fjórđa vinningsskákin í röđ. Lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 11.

Í lokaumferđinni teflir Carlsen viđ Saric (2666) en Giri viđ Wojtaszek (2744).

Stađa efstu manna:

  • 1. Magnus Carlsen (2862) 8˝ v.
  • 2. Anish Giri (2784) 8 v.
  • 3.-5. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Wesley So (2762) og Ding Liren (2732) 7˝ v
  • 6.-7. Vassily Ivanchuk (2715) og Fabiano Caruana (2820) 7 v.
  • 8. Teimor Radjabov (2734) 6 v.

Kínverjinn Wei Yi (2675) er efstur í b-flokki međ 10 vinninga. Hefur vinningssforskot á David Navara (2729) sem er annar.

 


Guđmundur efstur - ekur frá Ísafirđi til ađ tefla á skákţinginu

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason er efstur ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur og hefur unniđ allar skákir sínar. Í 2.-5. sćti koma svo Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Ţorvarđur Ólafsson og Dagur Arngrímsson međ 3 ˝ vinning.

Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á skákţinginu sem er vel skipađ. Guđmundur lćtur sig ekki muna um ađ aka eđa fljúga á milli Ísafjarđar og Reykjavíkur til ađ tefla skákir sínar og hann vann Sćvar Bjarnason á miđvikudagskvöldiđ og teflir viđ Dag Arngrímsson í fimmtu umferđ. Hann er einnig međ á Gestamóti Hugins ţar sem 68 skákmenn taka ţátt en ţar er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Kópavogsvelli. 

Ivantsjúk efstur í Wijk aan Zee

Fyrsta verkefni heimsmeistarans Magnúsar Carlsen eftir ađ hann varđi titil sinn á dögunum í Sochi viđ Svartahaf er ađ tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Magnús var ekki međ í fyrra en í ársbyrjun 2013 vann hann mótiđ međ fáheyrđum yfirburđum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum og jafnađi besta árangur Garrís Kasparovs frá 1999. Viđ komuna til Wijk hafđi Magnús orđ á ţví ađ ţađ vćri eins og ađ koma heim til sín; hann tefldi ţarna fyrst 13 ára gamall í C-flokki áriđ 2004 og vann međ glćsibrag, hlaut 10 ˝ vinninga af 13. Frá 2007 hefur hann teflt í A-flokknum sjö sinnum, deildi sigrinum međ Aronjan áriđ 2008 og vann mótin enn árin 2010 og 2013. Taflmennska hans í fyrstu ţrem umferđunum var daufleg en svo hrökk hann í gang, vann heimamanninn Van Wely, sem í umferđinni á undan gerđi sig ađ athlćgi sakir ömurlegrar međhöndlunar gjörunnins endtafls í skák viđ Pólverjann Wojtaszek sem hefur unniđ bćđi Carlsen og Caruana. En stađa efstu manna er ţessi: 1. Ivantsjúk 4 v. (af 5) 2-3. Ding, Wojtazek 3 ˝ v. 4. – 7. Carlsen, Giri, So og Caruana 3 v . 

Anish Giri er í dag fremsti skákmađur Hollendinga og hann ćtlar sér stóra hluti, vann sigur á Georgíumanninum Jobava á fimmtudaginn:

Wijk aan Zee; 5. umferđ:

Anish Giri – Baadur Jobava

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4

Afbrigđi sem dregur nafn sitt af byssusting. Hvítur gengur beint til verks og reynir ađ ryđjast inn drottningarmegin.

9. ... Rh5 10. He1 Rf4 11. Bf1 f5 12. a4 h6 13. Rd2 g5 14. Ha3 g4 15. a5 h5 16. c5 h4 17. Rc4 Reg6 18. cxd6 cxd6 19. Rb5 Hf6 20. g3 hxg3 21. hxg3 a6 22. Rc3 Rh4!

Georgíumađurinn er ţekktur fyrir mikla hugmyndaauđgi. Ţađ er stórhćttulegt ađ ţiggja manninn, t.d. 23. gxh4 Hh6! o.s.frv. eđa 23. gxf4 Rf3+! og vinnur.

23. Re2!

Best. Giri lćtur skiptamun af hendi fyrir gott spil.

23. ... Rf3+ 24. Hxf3 Rxe2 25. Bxe2 gxf3 26. Bxf3 Bh6 27. Rb6 Hb8 28. Kg2 Bxc1 29. Dxc1 f4 30. Hh1 Hg6 31. Hh5 Df8 32. Dh1 Df6 33. Dh2!?

Hafi ţessi rólegi leikur sem bćtir stöđu hvíts nánast ekki neitt veriđ byggđur á ţeirri vissu ađ svartur myndi vilja losa um mennina á drottningarvćng gengur hann fullkomlega upp. Jobava átti um 5 mínútur til ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik.

33. ... Bg4??

Gengur í gildruna.

34. Bxg4 Hxg4 35. Dh3! Dg6

Eđa 35. ... f3+ 36. Kh2 Dg7 37. Rd7! og vinnur.

36. Kf3!

– og Jobava sá sína sćng uppreidda og gaf skákina, 36. ... fxg3 37. Dxg4 Dxg4+ 38. Kxg4 gxf2 strandar á 39. Hg5+ og 40. Hf5 sem vinnur..

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Nćstsíđasta umferđin byrjuđ - Carlsen međ hálfs vinnings forskot á So

Magnus Carlsen (2862) gerđi jafntefli viđ Frakkann Maxime Vachier-Lagrave (2757) í elleftu umferđ Tata Steel-mótsins í gćr. Wesley So (2762) vann hins vegar Króatann Ivan Saric (2666) er ađeins hálfum vinningi á eftir heimsmeistaranum. Anish Giri (2784) og Ding Liren (2732) unnu báđir í gćr og eru hálfum vinningi ţar á eftir. 

Tólfta og nćstsíđasta umferđ er nýhafin. Ţar teflir Carlsen viđ Ding Liren og So teflir viđ Giri.

Stađa efstu manna:

  • 1. Magnus Carlsen (2862) 8 v.
  • 2. Wesley So (2762) 7˝ v
  • 3.-5. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Anish Giri (2784) Ding Liren (2732) 7 v.
  • 6.-7. Vassily Ivanchuk (2715) og Fabiano Caruana (2820) 6˝ v.

Kínverjinn Wei Yi (2675) er efstur í b-flokki međ 9 vinninga. 

 


Nóa Siríus mótiđ: Ţröstur efstur međ fullt hús - Mikiđ af óvćntum úrslitum

Ţađ var sannarlega nóg af flugeldasýningum í umferđinni og má sem dćmi nefna örfáar skákir:

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) vann glćsilegan sigur međ góđri riddarafléttu gegn Óliver Aroni Jóhannessyni (2170).

Skákkennarinn og höfundur Gulu bókarinnar,Siguringi Sigurjónsson (1969) átti magnađann sprett gegn IM Björgvin Jónssyni (2353) og vann örugglega!

Hallgerđur lagđi Óliver međ glćsilegri riddarafléttu!Hallgerđur lagđi Óliver međ glćsilegri riddarafléttu!

Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir ţétta sókn – en ţetta var í annađ skiptiđ sem ţeir tefla kappskák í vikunni!

IM Karl Ţorsteinsson (2456) blés í herlúđra og steinlímdi stöđu hvíts gegn Mikael Jóhanni Karlssyni (2077)
Mikael 0 – 1 Karl

Af öđrum úrslitum er meira en nóg ađ taka. Í ekki svo mörgum orđum voru úrslit umferđarinnar nokkuđ óvćnt; stigalćgri menn fóru mikinn og nokkrir eru nú í hópi efstu manna.

Stóru tíđindi Dagsins voru helst:

  • Trölliđ og Víkingurinn Gunnar Freyr Rúnarsson (2045) vann FM Halldór Grétar Einarsson(2187)
  • Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) lagđi Óliver Aron Jóhannesson (2170) međ glćsilegri riddarafléttu!
  • Skákkennarinn Siguringi Sigurjónsson (1969) vann IM Björgvin Jónsson (2353) međ talsverđum tilţrifum
  • Björn Hólm Birkisson (1911) vann Sverri Örn Björnsson (2117)
  • Gauti Páll Jónsson (1871) vann Helga Brynjarsson (1978)
  • Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir ţétta sókn.
  • Örn Leó Jóhannsson (2048) gerđi jafntefli viđ ísfirđinginn ískalda Guđmund St. Gísason(2315)

Sem sagt, allt ađ gerast í súkkulađiverksmiđjunni, Nói Siríus.

Pörun 4. umferđar verđur birt kl. 16 n.k. laugardag!

Efstu menn eftir ţrjár:

stadan


Tvö stúlknaskákmót fara fram um mánađarmótin

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 31. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 12  og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Veitt verđa sérstök verđlaun fyrir sveitir sem eingöngu hafa á skipa nemendum úr 1.-3. bekk. Mćti a.m.k. fjórar slíkar sveitir tefla ţćr í sér flokki.

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. per sveit en ţó ađ hámarki kr. 10.000 per skóla.  

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, sunnudaginn 1. febrúar, í Rimaskóla og hefst kl. 11.

Veitt verđa ţrenn verđlaun í öllum flokkum en teflt er fimm flokkum.

  • 8.-10. bekkur (1999-2001)
  • 5.-7. bekkur (2002-2004)
  • 3.-4. bekkur (2005-2006)
  • 1.-2. bekkur (2007-2008). (Jafnframt mega yngri stelpur tefla.)
  • Peđaskák (leikskólaaldur og fyrir ţćr sem ekki treysta sér ekki í hefđbundna skák)

Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.

Allir keppendur fá Prins Póló í lok mótsins!

Ţátttökugjöld eru 500 kr. á keppenda. Systur greiđa ţó ekki meira en 750 kr.

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.

Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 29. janúar nk.


Stórmeistari, alţjóđlegur meistari, FIDE-meistari og einn titillaus efstir á Skákţingi Reykjavíkur

P1030419Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćr. Ţađ er stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2492), alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2433), FIDE-meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) og hinn titillausi Oliver Aron Jóhannesson (2170). Dagurinn í gćr var ekki góđur dagur fyrir ţá Dag og Dag sem efstir voru fyrir umferđ gćrdagsins. P1030424

Í gćr unnu almennt hinir stigahćrri ţá stigalćgri á efri borđum mótsins og virđist kenningin "stig tefla" eiga ágćtlega viđ. Á ţessu voru ţó nokkrar undantekningar. Óvćntustu úrslitin gćrdagsins voru sigur Harđar Jónassonar (1541) á Lofti Baldvinssyni (1987) og Dawid Kolka (1829) á alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni (2114). Mikael Jóhann Karlsson (2077) gerđi sér svo lítiđ fyrir og vann Ţorvarđ F. Ólafsson (2245). 

P1030417Fimm skákmenn eru í 5.-9. sćti međ 4˝ vinning. Ţađ eru ţeir nafnar Dagur Arngrímsson (2368) og Ragnarsson (2059), Björn Ţorfinnsson (2373), Mikael Jóhann og Bjarni Sćmundsson (1895).

Sjöunda umferđ fer fram á sunnudag.


Magnus Carlsen ađeins međ jafntefli viđ Ivanchuk - hefur vinnings forskot

Sigurgöngu Magnusar Carlsen (2862) lauk í gćr ţegar hann gerđi jafntefli viđ Ivanchuk (2715) í níundu umferđ Tata Steel-mótsins í Sjávarvík. Áđur hafđi Norđmađurinn ungi unniđ sex skákir í röđ. Úkraínumađurinn tefldi stíft til jafnteflis međ hvítu mönnum og var ţráteflt snemma tafls. Mikiđ var um jafntefli í gćr og röđ efstu manna ađ mestu leyti óbreytt. Frídagur er í dag en lokaumferđirnar ţrjár verđa tefldar föstudag-sunnudag.

Stađa efstu manna:

  • 1. Carlsen (2862) 7˝ v.
  • 2.-3. Wesley So (2762) og Maxime Vachier-Lagrave (2757) 6˝ v.
  • 4.-7. Ivanchuk (2715), Giri (2784), Caruana (2820) og Ding Liren (2732) 6 v.

Wei Yi (2675) og David Navara (2729) eru eftir í b-flokki međ 8 vinninga. 

Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.

 


Carlsen međ sjöttu sigurskákina í röđ!

Magnus Carlsen (2862) heldur áfram ótrúlegu rönni á Tata Steel-mótinu sem er í gangi í Wijk aan Zee. Í níundu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann Radjabov (2731) og var ţađ sjötta vinningsskák hans í röđ. Á morgun mćtir hann Ivanchuk (2715). Vinnur hann ţá sjöundu skákina í röđ og endurtekur ţar međ ćvintýri Caruana frá Sinqenfeld Cup frá í haust?

Stađa efstu manna:

  • 1. Carlsen (2862) 7 v.
  • 2.-3. Wesley So (2762) og Maxime Vachier-Lagrave (2757) 6 v.
  • 4.-5. Ivanchuk (2715)og Ding Liren (2732) 5˝ v.
  • 6.-7. Giri (2784) og Caruana (2828) 5 v.

David Navara (2729), sem verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu er efstur í b-flokki međ 7˝ vinning.

Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.

 


Björgvin međ öruggan sigur í Stangarhyl.


Björgvin VíglundssonŢrjátíu kátir skákkarlar mćttu í Stangarhyl í dag og skemmtu sér viđ skák í ţrjá og hálfan tíma. Björgvin Víglundsson var öryggiđ uppmálađ eins og hann er oftast og varđ efstur međ 9˝ vinning. Stefán Ţormar var sá eini sem náđi jafntefli viđ hann í dag. Guđfinnur R Kjartansson og Ingimar Halldórsson urđu svo jafnir í öđru til ţriđja sćti međ 7 ˝ vinninga en Guđfinnur var hćrri á stigum.

Sćbjörn Larsen var einn í fjórđa sćti međ 6 ˝ vinning. Magnús V Pétursson sá óútreiknanlegi skákmađur blandađi sér í hóp efstu manna í dag og varđ í Clipboard01fimmta til áttunda  sćti međ 6 vinninga ásamt Stefáni Ţormar, Gunnari Finnssyni og Páli G. "Magggi er sterkur" eins og hann segir okkur sjálfur.

Viđ minnum á Toyotaskákmótiđ sem verđur haldiđ 30 janúar í söludeild Toyota. Viđ biđjum vćntanlega ţátttakendur ađ forskrá sig í netföngin finnur.kr@internet.is  og í rokk@internet.is eđa í síma 8931238  og 8984805

Ţađ eru nú ţegar 14 búnir ađ skrá sig til ţátttöku. Verđur auglýst nánar ţegar nćr dregur. 

Sjá nánari úrslit dagsins í töflu og myndum frá ESE

Clipboard02

 

 


Tvö stúlknaskákmót um mánađarmótin

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 31. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 12  og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Veitt verđa sérstök verđlaun fyrir sveitir sem eingöngu hafa á skipa nemendum úr 1.-3. bekk. Mćti a.m.k. fjórar slíkar sveitir tefla ţćr í sérflokki.

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. per sveit en ţó ađ hámarki kr. 10.000 per skóla.  

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, sunnudaginn 1. febrúar, í Rimaskóla og hefst kl. 11.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum.

Fćddar 1999-2001.

Fćddar 2002 og síđar.

Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.

Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 29. janúar nk. fyrir hádegi.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8765166

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband