Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2014
15.7.2014 | 09:25
Lenka međ tap í gćr
Lenka Ptácníková (2310) frönsku landsliđskonuna Almira Skripchenko (2449) er alţjóđur meistari í áttundu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur 4 vinninga og er í 51.-69. sćti.
Í níundu umferđ, sem fram fer í dag, teflri Lenka viđ rússnesku skákkonuna Dinara Dordzhieva (2225) sem er FIDE-meistari kvenna.
Evrópumeistarinn frá 2012, rússneska skákkonan, Valentina Gunina (2501) hefur vinningsforskot á nćstu keppendur en hún hefur 7˝ vinning eftir sjö vinningsskákir í röđ! Georíska skákonan, Salome Melia (2454) er önnur međ 6˝ vinning.
Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa EM kvenna
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
14.7.2014 | 09:23
Ólympíufarinn 2014: Tinna Kristín Finnbogadóttir
Ólympíuskákmótiđ fer fram í Tromsö í Noregi dagana 1.-14. ágúst nk. Átján manna hópur fer frá Íslandi. 10 keppendur, 2 liđsstjórar, 5 skákstjórar auk fararstjóra sem jafnframt er FIDE-fulltrúi. Í dag og nćsta 17 daga verđa Ólympíufararnir kynntir einn á dag! Viđ byrjum á Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, sem teflir á ţriđja bođi í kvennaliđinu.
Nafn
Tinna Kristín Finnbogadóttir
Taflfélag
UMSB
Stađa
Ţriđja borđ í kvennaliđinu
Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?
Ég tók fyrst ţátt áriđ 2010 og svo áriđ 2012. Svo tvisvar.
Minnisstćđasta skák á Ólympíuskákmóti og ţá af hverju?
Á móti konunni frá Írak á Ólympíumótinu í Khanty, ég prófađi nýja byrjun og hún lék ónákvćmt snemma svo skákin klárađist fljótt og örugglega.
Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?
2012 Ţegar viđ teflum viđ Namibíu í fyrstu umferđ og stelpan sest á móti mér og segir: "I am black". Hún var samt ađ tala um ađ hún hefđi svart í skákinni.
Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?
Bjartsýnar.
Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?
Ađ ţeir verđi allir stutthćrđir í öđrum flokknum.
Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?
Ég hef mćtt á vikulegar ćfingar međ kvennalandsliđinu og hef annars veriđ ađ skođa nýjar byrjanir eitthvađ.
Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?
Nei, ţađ hef ég ekki.
Eitthvađ ađ lokum?
Áfram Ísland!
Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Kantpeđin ruddu brautina

Vangaveltur af ţessu tagi sóttu á mig ţegar ég skođađi skák sem hinn nýbakađi Íslandsmeistari Guđmundur Kjartansson tefldi á sterku lokuđu móti í Ellivuori í Finnlandi sem lauk 29. júní sl. Guđmundur hlaut ţar 3 ˝ vinning úr níu skákum og varđ í 7. sćti af 10 keppendum. Hann mćtti öflugum finnskum meistara meistara í 1. umferđ og vann glćsilegan sigur. Eins og hjá Larsen ruddi kantpeđiđ brautina. Áđur en varđi var Guđmundur búinn ađ ţrefalda á h-línunni. Ţađ hlaut eitthvađ undan ađ láta:
Guđmundur Kjartansson - Mikhael Agopov
Enskur leikur
1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 e6 6. d3 Rge7
Í bókaflokki sínum um Enska leikinn kallar rúmenski stórmeistarinn Marin ţetta Fischer-afbrigđiđ" međ skírskotun til sigra Fischers á Tigran Petrosjan og Vasilí Smyslov áriđ 1970.
7. h4!?
Guđmundur hefst ţegar handa. Larsen var vanur ađ hrókera og leika biskupinum til f4 eđa g5. Nú er öruggast ađ leika 7. ... h6 ţó ađ hvítur eigi góđ fćri eftir 8. Bd2 og eftir t.d. 8. ... b6 9. h5 g5 má reyna 10. Rxg5!? hxg5 10. Bxg5 en ţannig tefldi Radjabov gegn Ivantsjúk ekki alls fyrir löngu - og vann!
7. ... d5 8. Bd2 b6 9. h5 Bb7 10. Da4 d4?!
Hćpiđ. Eftir 10. ... Dd7 má svartur vel viđ una.
11. Re4 O-O 12. hxg6 hxg6 13. O-O-O!
Ţađ gefur augaleiđ ađ sóknarmöguleikar hvíts á kóngsvćngnum er miklir og hljóta ađ hrekja svartan í grimma vörn.
13. ... f5 14. Reg5 Dd6 15. Hh7 e5 16. Hdh1 Rd8 17. Dd1!
Drottningin er á leiđ á h-línuna.
17. ... Df6 18. Dg1 e4 19. Dh2!
Hótar 20. Hh8+ Bxh8 21. Dh7 mát.
19. ... Hf7
Reynir ađ blíđka gođin međ ţví ađ láta skiptamun af hendi en 19. .... He8 leiđir til svipađrar niđurstöđu.
Ţessi fórn snýst um ađ hrekja vald drottningarinnar á h8-reitnum.
20. ... fxe4 21. Bg5!
Hörfi drottningin kemur 22. Hh8+ og mátar.
21. ... exf3 22. Bxf6 Hxf6
Ćskilegt vćri ađ skjóta inn 22. ... fxg2 en ţá kemur 23. Hh8+ og mátar.
23. Hxg7+! Kxg7 24. Dh8+ Kf7 25. Hh7+
Ţungu fallstykkin sjá um sitt!
25. ... Ke6 26. Bh3+ Hf5 27. De8 Rdc6 28. Bxf5+ Kxf5
Tćrt og skemmtilegt vćri: 28. ... gxf5 29. Hh6+ Ke5 30. exf3! Hxe8 31. f4 mát!
29. Dd7+ Kf6 30. Dd6+ Kf5 31. Hf7+
- og Agopov gafst upp. Hann er óverjandi mát, t.d. 31. Kg4 32. Df4+ Kh4 33. Hh7+ Kg2 34. Dxf3+ og 35. Hh1 mát.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 5. júlí 2014
Spil og leikir | Breytt 6.7.2014 kl. 17:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2014 | 11:08
Dortmund-mótiđ hófst í gćr: Versta tap Kramniks á ferlinum?
Ţrjú skákmót af stćrri gerđinni hófust í gćr. Eitt ţeirra er haldiđ í Dortmund, annađ í Biel og ţađ ţriđja í Bergamo. Dortmund vekur óneitanlega mesta athygli en međal keppenda ţar eru Kramnik og Caruna. Í Biel eru Giri, Vachier-Lagrave og Hou Yifan međal keppenda en sjálft ađalmótiđ hefst ţar á morgun. Í Bergamo er Wesley So, sem nýlega tilkynnti flutning yfir á bandaríska skáksambandiđ stćrsta nafniđ.
Í Dortmund vakti Georgs Meier á Vladimir Kramnik óneitanlega mesta athygli en svo virđist sem Kramnik hafi haft tapađ tafl eftir um 12 leiki!
Spćnski alţjóđlegi meistarinn, David Martinez, sem skýrir skákina á Chess24, segir svo:
Unquestionably Kramnik's worst game in the last 25 years... and I'm only not adding more years because I don't remember seeing his junior games!
Ţess má geta ađ Kramnik er tífaldur (!!) sigurvegari Dortmund-mótsins.
Fabiano Caruana (2789) vann ţýska landsliđsmanninn David Baramidze (2616), sem fćddur er í Georgíu. Ţýska landsliđiđ í skák er líkt ţýska fótboltaliđinu ađ ţví leiti ađ ţar er mikiđ af innflytjendum! Ađeins Meier er ţýskur ađ uppruna.
Öđrum skákum mótsins lauk međ jafntefli.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2014 | 10:47
EM kvenna: Lenka tapađi í gćr
Lenka Ptácníková (2310) tapađi fyrir armensku skákkonunni Elina Danielian (2458) í sjöundu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur 4 vinninga og er í 31.-46. sćti.
Evrópumeistarinn frá 2012, rússneska skákkonan, Valentina Gunina (2501) er efst međ 6,5 vinning. Í öđru sćti međ 6 vinninga er georgíska skákkonan Lela Javakhishvili (2474).
Bent er á heimasíđu Hugins en Tómas Veigar Sigurđarson, vefstjóri síđunnar, hefur ţar safnađ saman skákum Lenku frá mótinu.Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa EM kvenna
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
12.7.2014 | 17:57
Skákstjóranámskeiđ fer fram 24.-27. júlí - nauđsynlegt fyrir ţá sem vilja dćma á EM
Skáksamband Íslands býđur upp á skákstjóra námskeiđ í lok júlí. Ţetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem bođiđ er upp á slíkt námskeiđ. Kennari á námskeiđinu verđur hinn virti egypski alţjóđlegi skákdómari Hassan Khalad en honum til ađstođar verđur Omar Salama.
Nauđsynlegt er ađ sćkja slík námskeiđ til ađ öđlast alţjóđlega dómaragráđu. Ţeim sem vilja vera međal skákdómara á EM landsliđa á nćsta ári eru sérstaklega hvattir til ađ taka ţátt í námskeiđinu.
Skráning fer fram í gegnum Omar Salama, omariscof@yahoo.com, 691 9804.
Ţátttökugjöld eru ađeins 10.000 kr. en til samanburđar er hefđbundiđ gjald á slík námskeiđ erlendis um 120.
Dagskrá námskeiđsins:
No | Day | Period | Articles | |
1 | Thursday | 24/7/2014 | 18:00 - 19:00 | Introduction - Arbiter´s Duties - Titles for Arbiters |
2 | 24/7/2014 | 19:00 - 19:45 | Organizng Tournaments - Tournament Rules - Time Systems | |
3 | 24/7/2014 | 19:45 - 20:00 | Rest | |
4 | 24/7/2014 | 20:00 - 21:00 | Tournaments´ formats - Round Robin - Swiss System | |
5 | 24/7/2014 | 21:00 - 22:00 | Tie break Systems - prizes and Hort | |
6 | Friday | 25/7/2014 | 18:00 - 19:00 | Rating System for Rated and Unrated players |
7 | 25/7/2014 | 19:00 - 19:45 | Players´ Titles - Chess Clocks - Equipments | |
8 | 25/7/2014 | 19:45 - 20:00 | Rest | |
9 | 25/7/2014 | 20:00 - 21:00 | Swiss Manager - Part 1 | |
10 | 25/7/2014 | 21:00 - 22:00 | Swiss Manager - Part 2 | |
11 | Saturday | 26/7/2014 | 13:00 - 14:00 | Laws of Chess - Part 1 |
12 | 26/7/2014 | 14:00 - 14:45 | Laws of Chess - Part 2 | |
13 | 26/7/2014 | 14:45 - 15:00 | Rest | |
14 | 26/7/2014 | 15:00 - 16:00 | Laws of Chess - Part 3 | |
15 | 26/7/2014 | 16:00 - 17:00 | Laws of Chess - Part 4 | |
16 | Sunday | 27/7/2014 | 13:00 - 17:00 | Laws of Chess - Part 5 |
17 | 27/7/2014 | 14:00 - 14:45 | Laws of Chess - Part 6 | |
18 | 27/7/2014 | 14:45 - 15:00 | Rest | |
19 | 27/7/2014 | 15:00 - 16:00 | Laws of Chess - Examples and Quistions - Part 1 | |
20 | 27/7/2014 | 16:00 - 17:00 | Laws of Chess - Examples and Quistions - Part 2 | |
21 | Monday | 28/7/2014 | 17:00 - 18:45 | Changes of Laws of Chess + what should professional players know |
22 | 28/7/2014 | 18:45 - 19:45 | Rest | |
23 | 28/7/2014 | 19:15 - 21:15 | Test | |
24 | 28/7/2014 | 21:15 | Closing Ceremony and Certificates |
12.7.2014 | 16:29
Mótaáćtlun SÍ starfsáriđ 2014-15
Mótaáćtlun fyrir starfsáriđ 2014-15 er nú ađgengileg. Hana má nálgast hér. Dagskráin er ađ mestu hefđbundin.
Ţó má vekja athygli á ţví ađ ekki er búiđ ađ setja inn áćtlunina Íslandsmótiđ í skák (landsliđsflokk og áskorendaflokk) né Íslandsmót kvenna á nćsta ári. Vonast er til ađ landsliđsflokkurinn fari fram á Blönduósi í tilefni 90 ára Skáksambandsins sem var stofnađ á Blönduósi 23. júní 1925. Ákvarđnir um Íslandsmót kvenna og áskorendaflokk verđa teknar ţegar ljóst verđur um stađsetningu og dagsetningu landsliđsflokks. Ţađ liggur ţó fyrir landsliđsflokkur og Íslandsmót kvenna fer ekki fram á sama tíma.
Ekki liggur heldur fyrir dagsetning á Íslandsmótinu í atskák í ár.
Í haust er stefnt ađ ţví ađ halda Íslandsmót öldunga í fyrsta skipi í mörg ár en Taflfélag Garđabćjar hélt mót undir ţessu heiti fyrir allmörgum árum. Eftir umrćđur undirbúningsnefndar liggja fyrir eftirfarandi drög ađ mótshaldinu.
- SÍ áskilur sér rétt til ađ fresta mótshaldinu alfariđ verđi ţátttaka mjög slök (undir 20).
- Sjö umferđir eftir svissneska kerfinu
- Teflt verđi í tveimur flokkum 50+ og 65+ (M.v. 1949 og 1964).
- SÍ áskilji sér rétt til ađ láta tefla í einum flokki verđi keppendur fćrri en 12 í öđrum öđrum hvorum flokki.
- Íslandsmeistaratitill verđi engu ađ síđur veittur í báđum aldursflokkum.
- Verđi menn jafnir verđi reiknuđ Buchols-stig (ekki aukakeppni)
- Fyrstu verđlaun verđi 50.000 ferđastyrkur á HM eđa EM öldunga í báđum flokkum - eđa á önnur mót komist menn ekki
- Veitt verđi 2. og 3. verđlaun í báđum flokkum (gripir) og sérstök aldursverđlaun (70+, 75+, 80+ o.ţ.h.) - einnig gripir.
- Ţátttökugjöld verđi kr. 5.000.
- Teflt verđi um tvćr langar helgar
- Dagsetningar 16. eđa 17. október -19. október (4 umferđir) og 14.-16. nóvember (3 umferđir)
- Stađsetning óákveđin
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2014 | 09:54
Lenka međ mjög góđan sigur í gćr
Lenka Ptácníková (2310) vann mjög góđan og sannfćrandi sigur á alţjóđlega meistarann Sopiko Guramishvili (2402) frá Georgíu í sjöttu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur 4 vinninga og er í 14.-25. sćti.
Eftir slaka byrjun hefur Lenka nú fengiđ 3,5 vinning í síđustu fjórum skákum.
Í dag mćtir hún armensku landsliđskonunni Elina Danielian (2458) sem er einn átta ţátttakenda sem ber hin hefđbundna stórmeistaratitil.
Skákin verđur í beinni á vefsíđu mótsins og hefst kl. 12.
Evrópumeistarinn frá 2012, rússneska skákkonan, Valentina Gunina (2501) er efst međ 5,5 vinning. Í 2.-3. sćti eru Natalia Zhukova (2451), Úkraínu, og Lela Javakhishvili (2474), Georgíu, međ 5 vinninga. Konur frá Austur-Evrópu hafa mikla yfirburđi á mótinu en fara ţarf niđur í sextánda sćti til finna vestur-evrópska skákkonu.
Bent er á heimasíđu Hugins en Tómas Veigar Sigurđarson, vefstjóri síđunnar, hefur ţar safnađ saman skákum Lenku frá mótinu.
Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa EM kvenna
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
11.7.2014 | 16:28
Kasparov međ undirtökin í Asíu
Baráttan um forsetastól FIDE stendur nú sem hćst en ţar berjast Kirsan Ilyumzhinov og Garry Kasparov hatrammlega um embćttiđ. Taktík stuđningsmanna Kirsans hefur veriđ sú ađ láta sem kosningarnar séu formsatriđi fyrir hann ađ vinna. Kasparov og félagar hafa veriđ í ţeirri varnarbaráttu ađ svo sé ekki og hafa nú síđustu vikur veriđ ađ birta tölur yfir raunverulegar tölur (real numbers) í Afríku og í dag í Asíu (ađ Eyjaálfu međtalinni). Tölurnar ţar segja ţeir vera 15-8 Kasparov í vil.
Međ ţessum ađgerđum hefur Kasparov sennilega tekist ţađ sem hann ćtlađi sér. Ţađ er trú á hans möguleika hefur aukist aftur. Sumir stuđningsmenn Kasparovs telja baráttuna vera jafna og ađ frammistađa frambjóđenda á FIDE-ţingingu muni ráđa úrslitum. Kosningarnar fara fram 11. ágúst.
Í viđtali viđ Skák.is í gćr, sagđist Kasparov vera bjartsýnn og var í ljómandi skapi. Tölurnar frá Asíu greinilega glöddu hann sem og ţađ tókst ađ ţađ hrekja ranga frétt ţess efnis ađ atkvćđi Nígeríu hafđi fariđ yfir á Kirsan. Kasparov er nú í fríi í "heimalandi sínu", Króatíu, ţar sem safnar kröftum fyrir lokaátökin fyrir Tromsö.
Baráttan er hörđ á Twitter en ţar takast George Mastrokoukos (@GMastrokoukos), útbreiđslufulltrúi FIDE, og Mig Greengard (@chessninja), fjölmiđlafulltrúi Kasparovs á ađ miklum krafti.
Stađa frambjóđenda er ójöfn. Kirsan ferđast nú um allan heim undir nafninu vinnuheimsóknir (working visits) sem ţýđir ađ FIDE greiđir allan ferđakostnađ. Á sama tíma ţarf heimsmeistarinn fyrrverandi ađ treysta á stuđning einkaađila.
En ţá aftur ađ Asíu. Í frétt á heimsíđu Kasparov segir međl annars:
As in Africa, some countries that nominated Ilyumzhinov have since published support for Garry Kasparov. This confirms what we said at the start, that Ilyumzhinov's campaign is based on false representation of support to scare federations into thinking he could never lose. That trick is over. There is nothing to be afraid of and it's time to join the winning team!
As always, our numbers are based on public record, such as official federation websites or letters of support such as those reproduced below. It is also notable how Ilyumzhinov's supporters, even official ones, never seem to include any reasons for why they support him...
Skipting landanna er ađ sögn Kasparovs sem hér segir (landaheiti á ensku)
KASPAROV 15: Afghanistan, Australia, Bhutan, Fiji, Guam, Hong Kong, Indonesia, Korea, Kyrgyzstan, Macau, Myanmar, New Zealand, Philippines, Papua New Guinea, Singapore
ILYUMZHINOV 8: Cambodia, India, Iran, Kazakhstan, Maldives, Nepal, Qatar, Uzbekistan
25 Asíuríki hafa ekki gefiđ sig upp. Athygli vekur ađ ţarna telur Kasparov Afganistan upp en fyrir skömmu var skipt ţar um forseta og skákforystu á heimasíđu FIDE eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is. Mögulega gćti stađan ţví veriđ 14-9. Ameríka er hins vegar vandamáliđ fyrir Kasparov en ţar eru yfirburđir Kirsans miklir. Stóra spurningin er hvort sigrar í Evrópu, Asíu og Afríku geti unniđ upp vondu stöđu í Ameríku.
Spil og leikir | Breytt 14.7.2014 kl. 09:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2014 | 07:50
Lenka međ jafntefli í gćr
Lenka Ptácníková (2310) gerđi jafntefli í gćr viđ frönsku landsliđskonuna og alţjóđlega meistarann Sophie Milliet (2406) í fimmtu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur 3 vinninga og er í 25.-47. sćti. Í sjöttu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Lenka viđ alţjóđlega meistarann Sopiko Guramishvili (2402) frá Georgíu. Skákin verđur í beinni á vefsíđu mótsins.
Ţrjár skákkonur eru efstar og jafnar međ 4,5 vinning. Ţađ eru Natalia Zhukova (2451), Úkraínu, Nana Dzagindze (2541), Georgíu, og Valentina Gunina (2501), Rússlandi, fyrrverandi Evrópumeistari kvenna.
Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa EM kvenna
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 233
- Frá upphafi: 8779637
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 165
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar