Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kantpeđin ruddu brautina

Guđmundur ađ tafli í FinnlandiŢegar Bent Larsen var upp á sitt besta voru vćngtöfl ađalsmerki hans. Hann hóf oft tafliđ međ ţví ađ leika 1. g3 eđa 1. b3 og síđarnefndi leikurinn ber nafn hans - Larsens-byrjun. Vćngtöflin hafa á sér rólegt yfirbragđ en ţegar Larsen sat ađ tafli tókst honum oft ađ magna upp spennu međ ţví ađ senda kantpeđin af stađ. Í bók međ 50 völdum sigurskákum, sem kom út fyrir meira en 40 árum, skrifađi hann stoltur ađ í meira en helmingi skákanna hefđu a- og h-peđin veriđ í stóru hlutverki. Eitt sinn heyrđi ég hann útskýra galdurinn viđ framrás h-peđsins: „Ţegar riddarinn á f6 hverfur frá ţá er kominn tími til ađ ýta h-peđinu úr vör," sagđi hann og veifađi vísifingri. Hann virtist hafa óbilandi trú á ţessu leikbragđi. Auđvitađ hafđi hann ýmislegt til síns máls; meira ađ segja svo ábyrgur skákmađur sem Botvinnik vann frćga skák af Gligoric í vćngtafli ţar sem h-peđiđ ruddi brautina til sigurs.

Vangaveltur af ţessu tagi sóttu á mig ţegar ég skođađi skák sem hinn nýbakađi Íslandsmeistari Guđmundur Kjartansson tefldi á sterku lokuđu móti í Ellivuori í Finnlandi sem lauk 29. júní sl. Guđmundur hlaut ţar 3 ˝ vinning úr níu skákum og varđ í 7. sćti af 10 keppendum. Hann mćtti öflugum finnskum meistara meistara í 1. umferđ og vann glćsilegan sigur. Eins og hjá Larsen ruddi kantpeđiđ brautina. Áđur en varđi var Guđmundur búinn ađ ţrefalda á h-línunni. Ţađ hlaut eitthvađ undan ađ láta:

Guđmundur Kjartansson - Mikhael Agopov

Enskur leikur

1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 e6 6. d3 Rge7

Í bókaflokki sínum um Enska leikinn kallar rúmenski stórmeistarinn Marin ţetta „Fischer-afbrigđiđ" međ skírskotun til sigra Fischers á Tigran Petrosjan og Vasilí Smyslov áriđ 1970.

7. h4!?

Guđmundur hefst ţegar handa. Larsen var vanur ađ hrókera og leika biskupinum til f4 eđa g5. Nú er öruggast ađ leika 7. ... h6 ţó ađ hvítur eigi góđ fćri eftir 8. Bd2 og eftir t.d. 8. ... b6 9. h5 g5 má reyna 10. Rxg5!? hxg5 10. Bxg5 en ţannig tefldi Radjabov gegn Ivantsjúk ekki alls fyrir löngu - og vann!

7. ... d5 8. Bd2 b6 9. h5 Bb7 10. Da4 d4?!

Hćpiđ. Eftir 10. ... Dd7 má svartur vel viđ una.

11. Re4 O-O 12. hxg6 hxg6 13. O-O-O!

Ţađ gefur augaleiđ ađ sóknarmöguleikar hvíts á kóngsvćngnum er miklir og hljóta ađ hrekja svartan í grimma vörn.

13. ... f5 14. Reg5 Dd6 15. Hh7 e5 16. Hdh1 Rd8 17. Dd1!

Drottningin er á leiđ á h-línuna.

17. ... Df6 18. Dg1 e4 19. Dh2!

Hótar 20. Hh8+ Bxh8 21. Dh7 mát.

19. ... Hf7

Reynir ađ blíđka gođin međ ţví ađ láta skiptamun af hendi en 19. .... He8 leiđir til svipađrar niđurstöđu.

g19sl1gl.jpg20. Rxe4!

Ţessi fórn snýst um ađ hrekja vald drottningarinnar á h8-reitnum.

20. ... fxe4 21. Bg5!

Hörfi drottningin kemur 22. Hh8+ og mátar.

21. ... exf3 22. Bxf6 Hxf6

Ćskilegt vćri ađ skjóta inn 22. ... fxg2 en ţá kemur 23. Hh8+ og mátar.

23. Hxg7+! Kxg7 24. Dh8+ Kf7 25. Hh7+

Ţungu fallstykkin sjá um sitt!

25. ... Ke6 26. Bh3+ Hf5 27. De8 Rdc6 28. Bxf5+ Kxf5

Tćrt og skemmtilegt vćri: 28. ... gxf5 29. Hh6+ Ke5 30. exf3! Hxe8 31. f4 mát!

29. Dd7+ Kf6 30. Dd6+ Kf5 31. Hf7+

- og Agopov gafst upp. Hann er óverjandi mát, t.d. 31. Kg4 32. Df4+ Kh4 33. Hh7+ Kg2 34. Dxf3+ og 35. Hh1 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 5. júlí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband