Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

NM stúlkna - pistill ţriđju umferđar

Úrslit Íslensku stelpnanna í ţriđju umferđ:

A-flokkur
Monika Machlik (Noregur) – Hrund Hauksdóttir 1-0

Hrund tefldi ţunga skák gegn Moniku frá Noregi og eftir mikla og jafna stöđubaráttu skiptist upp í óhagstćtt endatafl sem tapađist.  Hrund er ađ tefla mjög vel á ţessu móti.

B-flokkur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir – Sóley Lind Pálsdóttir 0-1
Ásta Sóley Júlíusdóttir – Ingrid Andrea Greibrokk (Noregur) 0-1

Veronika fékk heldur betri stöđu og vann peđ í skák sinni á móti Sóleyju.  Sóley varđist mjög vel og náđi upp taktískri stöđu ţar sem hún náđi undirtökunum og ţjarmađi svo smátt og smátt ađ Veroniku og uppskar góđan sigur.  Ţćr stöllur eru ađ tefla mjög vel á mótinu en ađeins hefur vantađ upp á ađ Veronika klári skákirnar farsćllega.  Ásta Sóley fékk fína stöđu úr byrjuninni og var međ heldur betra tafl.  Hún lék svo af sér manni og stóđ uppi međ tapađa stöđu en vann sig smátt og smátt inn í skákina og var komin međ hartnćr unniđ međ tvö peđ fyrir mann.  Hún missti ţví miđur af vćnlegri leiđ og tapađi skákinni ađ lokum.  Ásta sýnir enn og aftur ađ hún á alveg ađ geta unniđ stelpurnar í ţessum flokki ţó ađ hún sé mikiđ stigalćgri en ţćr flestar.

C-flokkur
Nansý Davíđsdóttir – Amalie Isabel Merkesvik (Noregur) 1-0
Kajsa Nilson (Svíţjóđ) – Katla Torfadóttir 1-0
Freyja Birkisdóttir – Trino Paltzer (Svíţjóđ) 0-1
Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir – Heiđrún Anna Hauksdóttir 0-1

Heidrun

Nansý telfdi afar erfiđa skák ţar sem andstćđingurinn kom henni á óvart í byrjuninni.  Eftir mikla baráttu snéri Nansý andstćđinginn loks niđur í hróksendatafli.  Virkilega mikilvćgur sigur hjá henni.  Katla lenti í erfiđleikum á móti Kasju frá Svíţjóđ og ţrátt fyrir hetjulega baráttu tapađist skákin ađ lokum.  Freyja tefldi viđ Trino frá Svíţjóđ ţar sem hún varđ fyrir ţví ađ muna ekki alveg rétta leikjaröđ í byrjuninni og tapađi manni í stađ ţess ađ fá afar vćnlega stöđu.  Skákin tapađist svo á liđsmuninum ađ lokum.  Ylfa og Heiđrún tefldu mikla baráttuskák ţar sem Ylfa stóđ betur ađ byrjuninni lokinni en Heiđrún snéri á hana og klárađi skákina međ laglega útfćrđri mátsókn.

Heimasíđa mótsins
Bein útsending frá fjórđu umferđ
Chess-results (pörun og úrslit)

Davíđ Ólafsson


Björn Hólm skólameistari Kópavogs í eldri flokki

unglingakop_meistarar.jpgMeistaramót Kópavogs í skólaskák fyrir unglingastig var haldiđ í gćr föstudaginn 25. apríl í Salaskóla. Tefldar voru 7 umferđir skv. mondrad kerfi. Kópavogsmeistari í unglingadeild var ađ ţessu sinni Björn Hólm Birkisson úr Smáraskóla honum fylgdu síđan kapparnir Bárđur Birkisson úr Smáraskóla og Dawid Pawel Kolka úr Álfhólsskóla.

Sérstök verđlaun voru veitt fyrir bestan árangur stúlkna og keppnisfolk.jpgstóđ Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr Salaskóla sig best af stúlkunum, henni fylgdu síđan Erna Mist Pétursdóttir úr Vatnsendaskóla og Guđbjörg Lilja Svavarsdóttir úr Salaskóla.

Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Lenka Ptacniková.

Heildarúrslit urđu ţannig:

 

Röđ      Nafn                                          Vinn      Skóli

1          Björn Birkisson 8 GET                6,5        Smáraskóli

2          Bárđur Birkisson 8.-GET 6          Smáraskóli

3          Dawíd Pawel Kolka 8b                5,5        Álfhólsskóli

4..9       Jón Otti Sigurjónsson8.b 5          Salaskóli

4..9       Róbert Leó Jonsson 9.b              5          Álfhólsskóli

4..9       Hildur Berglind Jóhannsd. 9b.      5          Salaskóli

4..9       Viktor Andri Henriksen 8b           5          Kópavogsskóli

4..9       Johannes Guđmundsson 10b      5          Kársneskóli

4..9       Baldur Benediktsson 9.b.            5          Salaskóli

10..12   Oddur Ţór Unnsteinsson 8b        4,5        Álfhólsskóli

10..12   Ludvig Árni Guđmundsson 10b    4,5        Vatnsendaskóli

10..12   Ólafur Ingi Kárason 10b              4,5        Vatnsendaskóli

13..20   Róbert Sigurđarsson 8b              4          Álfhólsskóli

13..20   Atli Snćr Andrésson 10b            4          Vatnsendaskóli

13..20   Davíđ Rúnar Matthíasson 9b        4          Salaskóli

13..20   Alexander Giess 10 x                 4          Kópavogsskóli

13..20   Ágúst Pálmason Morthens 10 Y  4          Kópavogsskóli

13..20   Erna Mist Pétursdóttir 10b          4          Vatnsendaskóli

13..20   Andri Árnason 10b                     4          Vatnsendaskóli

13..20   Sindri Snćr Hjaltalín 10.b.          4          Salaskóli

21..24   Guđbjörg Lilja Svavarsd.              3,5        Salaskóli

21..24   Egill Ívarsson 9b             3,5        Kópavogsskóli

21..24   Andri Steinn Ragnarsson 9b        3,5        Salaskóli

21..24   Alexander Ragnarsson 8b           3,5        Álfhólsskóli

25..34   Sigurjón Ágústsson 9.-EBP        3          Smáraskóli

25..34   Anton Breki Bjarnţórsson 9.b.     3          Salaskóli

25..34   Skúli E Kristjánsson Sigurz 10    3          Salaskóli

25..34   Magnús Már Pálsson 10.b.         3          Salaskóli

25..34   Bjamar Waage 9b                      3          Salaskóli

25..34   Garđar Elí Jónasson 9.b.            3          Salaskóli

25..34   Nicola Colic 9.-EBP                   3          Smáraskóli

25..34   Gísli Freyr Stefánsson 9b           3          Salaskóli

25..34   Ari Hermannsson 9b                   3          Salaskóli

25..34   Flóki Larsen 10.b                       3          Kópavogsskóli

35..36   Ţorkell Ţorvaldsson 9. b             2,5        Salaskóli

35..36   Guđný Ósk Jónasdóttir 10.b        2,5        Salaskóli

37..41   Jón Smári Ólafsson 9.b              2          Salaskóli

37..41   Óđinn Ţorvaldsson 9. b.              2          Salaskóli

37..41   Arnar Geir Áskelsson 10.-MOS   2          Smáraskóli

37..41   Jón Ragnar Sigurđsson 10.b       2          Kópavogsskóli

37..41   Ţorsteinn Breki Eiríksson 8b       2          Salaskóli

42..45   Davíđ Ţór Baldursson 9.b.           1,5        Salaskóli

42..45   Nökkvi Nils 10b                          1,5        Kársneskóli

42..45   Markús Björnsson 10b                1,5        Kársneskóli

42..45   Andri Sveinn Ingólfsson 10b        1,5        Kársneskóli

 


Yfirlýsing frá Gunnari Finnlaugssyni varđandi Fischersetur á Selfossi

Skák.is hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Finnlaugssyni:

Fischersetur á Selfossi

Eins og flestir íslenskir skákunnendur vita var er nú komiđ upp Fischersetur á Selfossi. Ţađ var vígt sumariđ 2013 af menntamálaráđherra Illuga Gunnarssyni.

Hvađ varđar húsnćđi, sjálfbođavinnu, fjármagn og marga ómetanlega muni hafa margir lagt hönd á plóginn.

Trúlega hefđi ţetta veriđ hćgt nema á Selfossi ţar sem andi samvinnu og ungmennafélaga svífur yfir Ölfusánni.

Ţeir sem vilja vita meira er bent á heimasíđu Fischerseturs; http://www.fischersetur.is/index.cfm?lang=en&page=pages/start_is2

Ţađ virđast ţó ekki allir vera ánćgđir međ ţetta „frumhlaup" okkar Selfyssinga, ţví eftirfarandi „bođskapur" barst okkur síđastliđiđ haust.

„EFNI: Skákborđ Gunnars Magnússonar, Fischer-Spassky 1972

Til Myndstefs hafa leitađ Páll G. Jónsson, Sverrir Kristinsson og Gunnar Magnússon, arkitekt og höfundur, vegna meintrar ólögmćtrar eftirgerđar og opinberrar notkunar á skák-einvígsborđi, en borđiđ var hannađ og smíđađ fyrir einvígi Fischer-Spassky áriđ 1972, og er höfundur borđsins Gunnar Magnússon.

Höfundur hefur einkarétt til ađ heimila og banna hvers konar eftirgerđ, birtingu, sýningu og ađra notkun verka sinna. Ţessi einkaréttur helst í 70 ár frá láti höfundar. Í ţví felst ađ ef ađrir vilja gera eftirgerđ, eftirlíkingu eđa ađlögun á höfundavörđu verki ţarf ađ afla samţykki s/leyfs höfundar eđa höfundarétthafa. Ađ sama skapi ţarf einnig sérstakt leyfi ef birta eđa sýna á verk höfundar, og eins um alla ađra opinbera notkun, til dćmis á heimasíđu, í sýningarskrá, í bćkling, í bókverk osfrv. Um höfundarétt gilda lög nr. 73/1972. Um eftirgerđ og ađlögun er sérstaklega fjallađ í 5. gr. laganna.

Ofangreint skákborđ er höfundaréttavariđ verk. Ţví leitar Myndstef nú eftir ţví hvort leyfi hafi fengist frá höfundi eđa höfundarétthafa fyrir annars vegar eftirgerđ ţess, og hins vegar fyrir sýningu ţess í Fischersetrinu. Ekki skiptir hér máli ţó nýr höfundur ţess framleiđi sjálfstćtt verk - alltaf ţarf samţykki frumhöfundar. Ekki skiptir hér heldur máli ţó sýningarhaldari hafi veirđ í góđri trú - ţađ er ávallt á ábyrgđ sýningarhaldara ađ réttindi annarra höfunda séu fyllilega tćmd og tilskilin leyfi liggi fyrir, og höfundarétti sé sýnd virđing og fariđ sé eftir lögum. Ađ auki hefur Myndstef gögn ţess efnis ađ sýningarhaldari hafi veriđ látinn vita af meintu broti, en hafi ekkert ađhafst.

Myndstef vill einnig taka fram ađ um sérstakt brot á sćmdarrétti getur veriđ ađ rćđa, en hreinar eftirlíkingar hafa í dómaframkvćmd veriđ taldar vega afar nćrri sćmdarrétti frumhöfundar, og telst ţađ ţá sjálfstćtt brot.

Ef leyfi hefur ekki fengist fyrir eftirgerđ eđa birtingu, krefst Myndstef ţess ađ skákborđiđ verđi fjarlćgt tafarlaust úr sýningarsal setursins og ţví fargađ. Ađ auki krefst Myndstef höfundaréttargreiđslna fyrir opinbera notkun ţá sem ţegar hefur átt sér stađ á verki höfundar. Sýningin opnađi 11. júlí og hefur ţví stađiđ yfir í ca 45 daga. Samkvćmt venju og framkvćmd Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, hefur 12% af andvirđi verks veriđ talin eđlileg ţóknun vegna notkunar og sýningar (en ţó međ 500.000 kr ţaki.) Verđur viđ ţađ miđađ hér. Ađ auki hefur Myndstef heimild til ađ leggja 100% álag á ţóknunina vegna ólögmćtrar notkunar. Verđur sú heimild nýtt hér. Er ţví heildarhöfundaréttarţóknun vegna notanna 120.000 kr., ef miđađ er viđ ađ verkiđ verđi fjarlćgt af sýningunni tafarlaust. (Vinsamlegast leggiđ fram gögn ef reikningar skuli byggđir á öđrum forsendum, en sýningarhaldari ber sönnunarbyrđi fyrir ţví.)

Skorar Myndstef hér međ in solidum á Gunnar Finnlaugsson, framleiđanda eftirlíkingarinnar, og Magnús Matthíasson, framkvćmdastjóra Fischersetursins, ađ verđa viđ kröfum Myndstefs eđa setja sig í samband viđ Myndstef og semja um frekari leiđir, skilmála og greiđslufyrirkomulag, innan 6 daga frá dagsetningu ţessa bréfs.

Ef ekki verđur viđ kröfu ţessari og áskorun mun Myndstef leita réttar síns og höfundar fyrir dómstólum og senda reikning fyrir ofangreindri ţóknun og eftir atvikum fara ţćr refsileiđir sem höfundalög tiltaka, sbr. 54. gr. laganna.

Virđingarfyllst,

Harpa Fönn

Lögfrćđingur Myndstefs

(afrit af ţessu bréfi er sent í ábyrgđarpósti)"

Svo mörg voru ţau orđ. Ţađ ţarf duglegan lögfrćđing til ađ koma svo mörgum rangfćrslum og formgöllum fyrir í ekki lengri texta.

  • Páll G Jónsson hefur ađ okkur er sagt ekkert međ höfundarrétt borđs Gunnars Magnússonar ađ gera. Hins vegar hefur hann ađ sögn keypt tvćr eftirlíkingar af borđinu, sem hann og vopnabróđir hans hafa kallađ „match equipment from 1972".
  • Sverrir Kristinsson kannast ekki viđ ađ vera ađili ađ ţessu máli
  • Ţví miđur er heiđursmađurinn Gunnar Magnússon úr leik vegna veikinda. Ţrátt fyrir ítrekanir hefur Harpa Fönn hjá Myndstefi ekki getađ eđa viljađ sýna okkur fram á ađ Gunnar Magnússon sé ađili ađ ţessu máli.
  • Bréfiđ er ekki dagsett og Gunnar Finnlaugsson hefur ekki fengiđ neinn ábyrgđarpóst frá Myndstefi. Í einu plaggi sem borist hefur međ tölvupósti er Gunnar Finnlaugsson sagđur týndur. Hann hefur ţó haft sama heimilisfang og heimasíma í 33 ár. Hann bý ţó ekki lengur á Tryggvagötu 5 á Selfossi.

Er yfir mig hissa á ţessum Grýluleik. Fyrir nokkrum dögum kom fram ađ Björgólfur Guđmundsson hefđi farga nýjum bókum á Íslandi. Ţađ veit ekki á gott ef auđkólfar og gamlir viđskiptarefir geta sigađ lögfrćđingum á okkur sem erum ađ reyna ađ vinna ađ menningarmálum.

Og síđan ađ kjarna ţessarar ótrúlegu kröfu. Borđ sem hér um rćđir smíđađ í Svíţjóđ og er framleiđandinn Kasper Thulin. Borđiđ er stimplađ međ nafni hans. Fyrirmynd borđsins eru myndir af tveimur borđum. Annars vegar borđ Havanna 1966 og hins vegar Reykjavik 1972 Heiđursmađurinn Friđrik Ólafsson á borđ frá Havanna 1966. Hann hefur tjáđ okkur ađ Gunnar Magnússon hafi komiđ til hans til ađ skođa ţađ í ađdragandi einvígisins 1972. Samnefnari allra fjögurra borđanna eru púđarnir sem fyrst sáust á borđinu frá Havanna. 1966. Trúlega hefur Castro ekki veriđ spurđur 1972. Borđ Thulins er frábruđiđ borđunum Havanna 1966 og borđi Gunnars Magnússonar bćđi hvađ varđar stćrđ og efni. Sem sagt; ađaleinkenni borđs Gunnars Magnússonar er fengin ađ láni frá Castro. Veit hann af ţessu?

Gunnar Finnlaugsson


Björn Ólafur kjördćmismeistari Vesturlands

Kjördćmismót Vesturlands í skólaskák var haldiđ í gćr í Borgarnesi.  Enginn keppandi mćtti í eldri flokki. Í yngri flokki sigrađi Björn Ólafur Haraldsson Grunnskólanum í Borgarnesi međ 4 vinninga. Í öđru sćti varđ Ingibergur  Valgarđsson Grundaskóla og í ţriđja sćti varđ Arnór Mikael Arason Grunnskólanum í Borgarnesi.

Björn Ólafur hefur ţar međ unniđ sér inn keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer 1.-4. maí nk. í Reykjavík.


NM-stúlkna - pistill annarar umferđar

Úrslit Íslensku stelpnanna í annarri umferđ

A-flokkur
Hrund Hauksdóttir – Edit Machlik (Noregur) 
˝-˝

Fín skák ađ mörgu leiti hjá Hrund í dag.  Hrund fékk ţćgilegri stöđu út úr byrjuninni og andstćđingurinn gerđi lítiđ annađ en ađ ţráleika.  Ţegar tíminn fór ađ minnka lék Hrund af sér peđi og fékk heldur verri stöđu.  Hún blés ţá til sóknar og náđi ađ rugla andstćđinginn í ríminu og fékk unna stöđu í miklu tímahraki en missti af máti í tveimur leikjum í miklu tímahraki og niđurstađan varđ jafntefli í langri og strangri skák.

B-flokkur
Freja Vangsgaard (Danmörk) – Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1-0
Sóley Lind Pálsdóttir – Brandy Paltzer (Svíţjóđ) 1-0
Ásta Sóley Júlíusdóttir – Saida Mamadova (Svíţjóđ) 
˝-˝

Soley

Veronika tefldi ágćtis skák viđ Freju frá Danmörku.  Eftir smá ónákvćmni hjá Veroniku rćndi andstćđingurinn peđi á a7 en lokađi riddarann sinn inni og hefđi Veronika getađ unniđ mann međ nákvćmri taflmennsku en missti af ţví og tapađi öđru peđi og ađ lokum skákinni.  Ţessi skák hefđi mátt fara betur.  Sóley telfdi skák mótsins viđ Brandy frá Svíţjóđ.  Eftir óhefđbundna leikjaröđ, kom upp drekastađa ţar sem Sóley hrókađi langt.  

Asta

Skemst er frá ţví ađ segja ađ eftir mikla flugeldasýningu var Brandy mátuđ.  Verulega góđ skák hjá Sóley sem sýndi mikla útsjónarsemi viđ ađ leika nákvćmum leikjum og klárađi svo skákina međ laglegri fléttu.  Ásta telfdi viđ Saidu frá Svíţjóđ og telfdi skákina afar vel framan af og fékk mun betri stöđu.  Ásta reyndi síđan ađ plata andstćđinginn sem svarađi vel og allt í einu var stađa Ástu töpuđ.  Ásta gafst hins vegar ekki upp og náđi jafnteflisstöđu ţar sem ţráleikiđ var í eina 15 leiki, vegna ţess ađ Ásta sá enga ástćđu til ađ krefjast jafnteflis međ örugga stöđu á međan andstćđingurinn brenndi upp tímanum.  Betra ađ sjá bara til hvort andstćđingurinn félli nokkuđ á tíma!  Ađ lokum endađi svo skákin međ jafntefli.

C-flokkur
Lina Cao-Zhang (Svíţjóđ) - Nansý Davíđsdóttir ˝
-˝
Heiđrún Anna Hauksdóttir – Kajsa Nilsson (Svíţjóđ) 0-1
Trino Paltzer (Svíţjóđ) – Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir ˝
-˝
Katla Torfadóttir – Freyja Birkisdóttir 1-0

Ylfa

Nansý teflid viđ Línu frá Svíţjóđ og eftir ađ hafa telft byrjunina vel var hún peđi yfir og stóđ mun betur.  Nansý var svo of passíf í framhaldinu og andstćđingurinn komst inn í skákina og tefldi afar vel og fékk líklega heldur betri stöđu.  Nansý telfdi framhaldiđ hins vegar vel og skákin endađi međ jafntefli.  Heiđrún tefldi of hratt gegn Kajsa frá Svíţjóđ sem kostađi slćman afleik og skákina í framhaldinu.  Heiđrún ţarf ađ hćgja talsvert á sér ţví hún getur teflt mikiđ betur en hún hefur sýnt hingađ til.  Ylfa tefldi ágćtis skák gegn Trino frá Svíţjóđ og stóđ á tímabili til vinnings.  Spennan var hins vegar heldur mikil og í stađ ţess ađ nota tíman vel lék hún of hratt og andstćđingurinn náđi ađ jafna tafliđ.  Niđurstađan varđ svo jafntefli sem í sjálfu sér eru ágćtis úrslit en vinningur hefđi veriđ betri! 

Katla

Katla og Freyja lentu svo saman í ţessari umferđ sem endađi ađ lokum međ ţví ađ Katla vann eftir allt of hrađa skák fyrir minn smekk.  Stór hluti stúlknanna í C-flokki ţurfa ađ hćgja verulega á og nota tíman betur og ţá mun vinningunum fjölga ört ţví ţćr hafa svo sannarlega getuna til ţess en ţurfa bara ađ ná ađ venjast ţessu löngu tímamörkum.

Ţriđja umferđ hefst svo klukkan 10 í fyrramáliđ og ţá tefla Íslensku stelpurnar eftirfarandi skákir:

Monika Machlik (Noregur) – Hrund Hauksdóttir (í beinni útsendingu)
Veronika Steinunn Magnúsdóttir – Sóley Lind Pálsdóttir (í beinni útsendingu)
Ásta Sóley Júlíusdóttir – Ingrid Andrea Greibrokk (Noregur) (í beinni útsendingu)
Nansý Davíđsdóttir – Amalie Isabel Merkesvik (Noregur) (í beinni útsendingu)
Kajsa Nilson (Svíţjóđ) – Katla Torfadóttir
Freyja Birkisdóttir – Trino Paltzer (Svíţjóđ)
Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir – Heiđrún Anna Hauksdóttir

Heimasíđa mótsins
Bein útsending frá ţriđju umferđ
Chess-results (pörun og úrslit)

Davíđ Ólafsson

NM stúlkna: Pistill fyrstu umferđar

Í fyrstu umferđ norđulandamóts stúlkna sem hefst nú kl. 10 tefla Íslensku stelpurnar viđ eftirfarandi andstćđinga:

A-flokkur
Ellen Kalkulidis (Danmörk) – Hrund Hauksdóttir 0-1

Hrund

Skemmtileg skák hjá Hrund á mót Ellen frá Danmörku í dag.  Viđ ákváđum fyrir umferđina ađ halda spennunni í skákinni ţví ţađ sem viđ gátum séđ frá fyrri skákum Ellenar var ađ hún átti ţađ til ađ leika skákum niđur ţegar á leiđ, líklega í tímahraki.  Ţetta gekk eftir og Hrund vann fljótlega eftir ađ Ellen lenti í tímahraki.

B-flokkur
Elise Sjottem Jacobsen (Noregur) – Sóley Lind Pálsdóttir ˝-˝
Veronika Steinunn Magnúsdóttir – Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0

Sóley átti góđan dag gegn Elise frá Noregi sem er nćststigahćst í ţessum flokki.  Sóley jafnađi tafliđ auđveldlega og fékk síđan smávćgilegt frumkvćđi sem ekki dugđi til sigurs.  Fín skák hjá Sóley.  Ţćr stöllur Veronika og Ásta lentu saman í fyrstu umferđ.  Ásta var ekki nógu ákveđin í byrjuninni og tapađi fljótlega peđi.  Veronika ţjarmađi í framhaldinu ađ Ástu og uppskar góđan sigur.

C-flokkur
Nansý Davíđsdóttir – Trino Paltzer (Svíţjóđ) 1-0
Freyja Birkisdóttir – Amalie Isabel Merkesvik (Noregur) 0-1
Maria Nass (Noregur) – Heiđrún Anna Hauksdóttir 1-0
Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir – Lina Cao-Chang (Svíţjóđ) 0-1
Anna Hedelykke (Danmörk) – Katla Torfadóttir 1-0

Nansy

Í C-flokki tefldi Nansý viđ Trino frá Svíţjóđ og vann mjög öruggan sigur.  Nansý vann strax peđ út úr byrjuninni og vann síđan mikiđ liđ í miđtaflinu – fínn skák.  Freyja tefldi viđ Amalie frá Noregi.  Freyja lék slysalega af sér manni í byrjunni en tefldi skákina vel í framhaldinu og náđi sér í smá fćri fyrir manninn en ekki nóg til ađ fá eitthvađ út úr skákinni.  Hún sýndi samt ađ hún á í fullu tré viđ stelpurnar í ţessum flokki ţó ađ ţćr séu margar hverjar 4-5 árum eldri en hún.  Heiđrún tefldi viđ Mariu frá Noregi og lék fljótfćrnislega af sér manni sem kostađi skákina ţrátt fyrir góđa baráttu.  Heiđrún ţarf ađ hćgja ađeins á sér í byrjun skáka ţví um leiđ og hún fer ađ nota tímann ţá batnar taflmennskan verulega.  Ylfa tefldi viđ Línu frá Svíţjóđ.  Ylfa tefldi einnig full hratt og lék af sér liđi sem kostađi skákina.  Katla tefldi viđ Önnu frá Danmörku og tapađi ađ lokum eftir mikla baráttu.  Allar Íslensku stelpurnar í ţessum flokki eru ađ tefla á sínu fyrsta kappskákmóti og eru ađ lćra á ţessi tímamörk.  Ţćr hafa allar getu til ađ vinna hverja sem er í ţessum flokki svo lengi sem ţćr noti tímann skynsamlega.

Heimasíđa mótsins
Bein útsending frá annarri umferđ
Chess-results (pörun og úrslit)

Davíđ Ólafsson

Skákmót Vals - Minningarmót um Hermann Gunnarsson

2013 04 23 19.53.25Skákmót Vals, keppnin um VALS-Hrókinn fer fram í Valsheimilinu ađ Hlíđarenda miđvikudaginn 30. apríl og hefst kl. 18. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu og verđa tímamörkin 5 2, ţ.e. 5 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 2 sekúndum fyrir hvern leik. Keppt er um farandgripinn VALS-Hrókinn sem var gefinn af Jóhanni Eyjólfssyni fyrrverandi formanni Vals en gripurinn sem úr tré kom í leitirnar eigi alls fyrir löngu en fyrst var keppt um hann fyrir meira en 60 árum og međal sigurvegara á ţeim tíma voru Gunnar Gunnarsson og Björn Theódórsson.

Fjölmörg önnur verđlaun verđa veitt  m.a. varningur  frá HENSON fyrirtćki formanns skákdeildar Vals, Halldórs Einarsson. Allir skákunnendur er hvattir til ađ taka ţátt í mótinu og gamlir Valsmenn og konur eru alveg sérstaklega velkomin.

Mótiđ er helgađ minningu Hermanns Gunnarssonar sem féll frá í júní á síđasta ári. Hermann var 2013 04 23 19.17.32 međal ţátttakenda í keppninni um VALS-Hrókinn á síđasta ári en ţá bar Helgi Ólafsson sigur úr býtum. Hermann  var sjálfur hörku skákmađur og var á sínum tíma heiđrađur af Skáksambandi Íslands fyrir framlag sitt til eflingar skáklistarinnar en hann var stjórnandi fjölmargra skákmóta í sjónvarpi á árunum 1992- 2006.

Međal ţeirra sem hafa bođiđ komu sína nú eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason.

Mótiđ nú er haldiđ af Skákdeild Vals í samvinnu viđ Skáksamband Íslands.

Skráning fer fram á Skák.is og eru allir velkomnir, ekki síst ţeir sem vilja heiđra minningu Hemma Gunn.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Oliver Aron og Heimir Páll skólaskákmeistarar Reykjavíkur

Oliver AronSkólaskákmót Reykjavíkur fór fram fimmtudaginn 24. apríl í Rimaskóla. Sterkustu skákmenn reykvískra skóla voru mćttir til leiks og var yngri flokkurinn sérstaklega vel mannađur. Ţar var mikil baráttu um tvö efstu sćtin sem gáfu sćti á Landsmót í skólaskák sem fer fram um nćstu helgi í Skáksambandi Íslands.

Ein af úrslitaskákunum fór fram í fjórđu umferđ ţegar HeimirHeimir Páll Páll Ragnarsson Hólabrekkuskóla og Mykhaylo Kravchuk Ölduselsskóla mćttust. Úr varđ afar spennandi skák ţar sem Mykhaylo pressađi stíft í miđtaflinu en Heimir varđist vel og komst í unniđ endatafl sem hann klárađi af öryggi. Vel tefld skák hjá báđum. Í nćstu umferđ mćtti Heimir Óskari Víking Davíđssyni og sömdu ţeir jafntefli.  Óskar Víkingur hélt öđru sćtinu fram í sjöundu umferđ ţegar hann mćtti Mykhaylo sem lagđi Óskar ađ vell og komst ţví áfram ásamt Heimi Páli sem var öruggur sigurvegari.

Úrslit mótsins má finna á Chess-Results.

Í eldri flokki voru tíu keppendur sem tefldu allir viđ alla. Ţar kom lítiđ á óvart en baráttan var ţó mikil um ţriđja sćtiđ sem gaf ţátttökurétt á Landsmótinu. Fór svo ađ Jacob Alexander vann sér inn ţátttökuréttinn.

Úrslit mótsins má finna á Chess-Results.

Skákstjóri var Stefán Bergsson og honum til ađstođar Björn Ívar Karlsson, Helgi Árnason og Erla Hjálmarsdóttir.


Carlsen tapađi aftur - nú fyrir Radjabov

Ţađ er ekki algeng ađ Magnus Carlsen (2881) tapi skák - hvađ ţá tveimur í röđ en ţađ gerđist einmitt í gćr á minningarmótinu um Gashimov ţegar hann tapađi fyrir heimamanninum Teimor Radjabov (2713) sem er auk ţess stigalćstur keppenda. Magnus hefur nú 50% vinningshlutfall ađ loknum 5 umferđum en Radjbov er  efstur međ 3 vinninga.

Mamedyarov (2760) vann Caruana (2783) en er engu ađ síđur neđstur međ 2 vinninga. Allir ađrir en Aserarnir, ţ.e. Carlsen, Caruana, Karjakin (2772) og Nakamura (2772) hafa 2˝ vinning.

Frídagur er í dag - en mótinu verđur framhaldiđ á morgun. 

Frakkinn Etianne Bacrot (2722) efstur međ 4 vinning í b-flokki. Íslandvinurinn Pavel Eljanov (2732) er annar međ 3˝ vinning.

Heimasíđa mótsins - beinar útsendingar hefjast kl. 10.


NM stúlkna hafiđ

Norđurlandamót stúlkna er rétt nýhafiđ. Níu skákir eru sýndar frá mótinu eđa ţrjár í hverjum flokki. Alls taka 26 stúlkur ţátt frá fjórum Norđurlandanna en hvorki Finnar né Fćreyringar taka ţátt. Teflt er í ţremur flokkum og eru fulltrúar Íslands níu talsins. Fyrir hönd Íslands tefla:

A-flokkur (1994-97):

Hrund Hauksdóttir (1637)

Alls tefla sex stúlkur í a-flokki

B-flokkur (1998-2000):

Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1485)
Sóley Lind Pálsdóttir (1461)
Ásta Sóley Júlíusdóttir (1216)

Alls tefla átta stúlkur í b-flokki

C-flokkur (2001-)

Nansý Davíđsdóttir (1472)
Freyja Birkisdóttir
Heiđrún Anna Hauksdóttir
Katla Torfadóttir
Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir

Alls tefla 12 stúlkur í c-flokki. Ţar hefur Nansý Norđurlandameistaratitil ađ verja.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ sjö skákum beint í hverri umferđ auk ţess sem fylgst verđur međ mótinu afar vel á Skák.is og á Chess-Results.

Umferđartafla

1. umf: Föstud. kl. 10
2. umf: Föstud. kl. 16
3. umf: Laugard. kl. 10
4. umf: Laugard. kl. 16
5. umf: Sunnud. kl. 10


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 8764839

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband