Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Benedikt Ernir, Jón Hreiđar og Guđmundur sigurvegarar Barnaskákmóts Víkings

Barnaskákmót VíkingsBarnaskákmót Víking fór fram í húsakynnum Knattspyrnufélags Víkings í Víkinni 24. apríl. Tefldar voru 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Góđ ţátttaka var í mótinu, sem fór vel fram. Veitt voru verđlaun fyrir besta árangur í stráka og stelpnaflokki auk ţess sem veitt voru verđlaun fyrir besta árangur krakka fćdda 2004 og síđar.  

Ţrír urđu efstir og jafnir, ţeir Benedikt Ernir Magnússon, Jón Hreiđar Rúnarsson og Guđmundur Grímsson.  Benedikt tefldi viđ sterkustu andstćđingana og varđ efstur á stigum. Jón Hreiđar varđ efstur barna fćdd 2004 og síđar (1-3 bekk).  Íris Dađadóttir varđ efst stúlkna eftir stigaútreikning. Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson, en Vigfús Óđinn Vigfússon Helli veitti einnig ómetanlega ađstođ viđ skákstjórn.


Úrslit


 1-3 Benedikt Ernir Magnússon                     4         9.5  15.5   14.0
        Jón Hreiđar Rúnarsson                          4         9.0  15.0   13.0
        Guđmundur Grímsson                           4         7.0  12.0   12.0
  4    Jóhann Ţor Vilhjálmsson                      3         7.0  12.0    8.0
5-9   Stefán Björn Stepensen                         2         8.0  13.0    7.0
        Einar Örn Sigurđsson                             2         7.0  13.0    7.0
        Íris Dađadóttir                                       2         6.0  11.0    3.5
        Sigrún Ásta Jónsdóttir                          2         6.0   9.0    3.5
        Arnór  Tjörvi Ţórsson (tefldi. 3. umf.)   2         1.5   6.5    3.0
 10-11 Kristján Örn Sigurđsson                     1         7.5  13.5    4.0
            Sigurđur Rúnar Gunnarsson               1         8.0  14.0    8.0


Skákţáttur Morgunblađsins: Gamall og góđur kani

Robert Byrne í Reykjavíkurskákmótinu 1984Robert Byrne sem lést ţann 12. apríl sl. 84 ára ađ aldri var íslenskum skákáhugamönnum ađ góđu kunnur. Hann kom hingađ til lands á Fiske-mótiđ 1968 og tefldi á fjölmörgum Reykjavíkurskákmótum eftir ţađ. Á međan einvígi aldarinnar stóđ sumariđ 1972 sat hann međ ritvél úti í horni í blađamannaherbergi Laugardalshallar og lét ţar stundum til sín taka á sinn hógvćra hátt. „Fischer-sprengjan" í Bandaríkjunum hafđi skapađ fremstu meisturunum ný tćkifćri og Byrne hóf ađ skrifa um skák fyrir „The New York Times". Um líkt leyti sagđi hann stöđu sinni lausri sem prófessor í heimspeki viđ háskólann í Indiana og gerđist atvinnumađur, kominn vel á fimmtugsaldur. Byrne hafđi náđ góđum árangri á Aljékín-mótinu í Moskvu í árslok 1971 en sitt frćgasta afrek vann hann voriđ 1973 er hann hlaut 12 ˝ vinninga af 17 mögulegum á millisvćđamótinu í Leningrad og varđ í 3. sćti á eftir Karpov og Kortsnoj, tefldi síđan viđ Spasskí í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar en tapađi 1˝ : 4˝ . Ţeir skákbrćđur Robert og Donald Byrne gengu í „Erasmus High" í Brooklyn, sama skóla og Bobby Fischer, og tefldu viđ hann ţrjár af hans frćgustu skákum. Rakiđ er í „My 60 Memorable Games" er Robert Byrne gafst upp eftir 21. leik á bandaríska meistaramótinu 1963-64, og sumir áhorfendur héldu ađ Fischer vćri međ tapađ tafl. Fćrri vita ađ Fischer tapađi fyrir Robert Byrne á sama meistaramóti tveim árum síđar og var einungis vinningi yfir í tíu viđureignum. Skáklíf ţessara ára hverfđist ađ miklu leyti um Fischer og Robert Byrne var heillađur af öllu sem ţessi gođsögn tók sér fyrir hendur, tefldi sömu byrjanir og dugđi vel í Leningrad ´73. Ţar var ađstođarmađur hans Bernard Zuckerman, gangandi alfrćđibók, kallađur „Zook the book". Á millisvćđamótinu í Biel áriđ 1976 keyrđi Byrne enn á sama „repertoire", varđ í 5.-7. sćti og rétt missti af sćti í áskorendakeppninni. Hinn bandaríski keppandinn á ţví móti er í dag frćgur hagfrćđingur, Kenneth Rogoff. Á Ólympíumótinu í Haifa í Ísrael áriđ 1976 tefldi Robert Byrne á 1. borđi og Bandaríkjamenn unnu gullverđlaun. Ţá voru sovéskir „ útlagar" einn af öđrum ađ tínast til Bandaríkjanna og áttu eftir ađ gerbreyta landslagi skákarinnar. Lubomir Kavalek, sem var međ Byrne í Haifa birti grein í Huffington Post á dögunum og dró ţar fram eftirfarandi viđureign sem Byrne tefldi viđ viđ einn af ţessum gömlu góđu Könum sem einnig var í ţessari sigursveit:

Bandaríska meistaramótiđ 1965:

Robert Byrne - Larry Evans

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bc4 Bb4 13. Hb3 Da5 14. O-O O-O 15. Bf6!?

Í árdaga „eitrađa peđs" afbrigđisins vissu menn ekki ađ svartur getur varist ţessari atlögu međ 15. ... Rxf6 16. exf6 Hd8 17. Hxb4 Dxb4 18. Dg5 g6 o.s.frv.

15. ... gxf6? 16. Dh6 Dxe5 17. Rf5! exf5 18. Re4!

Hver ţrumuleikurinn á fćtur öđrum. Riddarinn opnar leiđ fyrir hrókinn á b3.

g89qk90u.jpg-sjá stöđumynd-

18. ... Bd2 19. Rxd2 Dd4+ 20. Kh1 Re5 21. Hg3 Rg4 22. h3 De5 23. Hf4 De1 24. Rf1 Dxg3 25. Hxg4+ Dxg4 26. hxg4Rd7 27. Rg3 Kh8 28. Bd3 Hg8 29. Bxf5 Hg6 30. Bxg6 fxg6 31. Re4 b5 32. g5 Bb7 33. Rxf6 Rf8 34. Dh2 Bc8 35. De5 Re6 36. Rd7+

- og Evans gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Vignir vann í dag

Vignir Vatnar ađ tafli í Iasi

Vignir Vatnar Stefánsson (1678) vann í dag í 7. umferđ HM áhugamanna moldóvískan skákmann (1926). Í gćr tapađi hann hins vegar fyrir rúmenskum skákmanni (1883). Vignir hefur 4˝ vinning og er í 36.-51. sćti.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ rúmenskan skákmann (1976).

Alls taka 207 skákmenn ţátt í mótinu sem fram fer í Iasi í Rúmeníu frá 37 löndum en hámarksstig til ađ mega taka ţátt eru 2000 skákstig. Vignir er nr. 132 í stigaröđ keppenda.Rúnar öruggur sigurvegari minningarmóts um Jón Ingimarsson

Áskell, Rúnar og FriđrikMótinu sem haldiđ er í aldarminningu Jóns Ingimarssonar, skákmeistara og verkalýđsfrömuđar, lauk í Alţýđuhúsinu á Akureyri nú fyrir stundu. Í dag voru tefldar lokaumferđirnar sex og mćttust forystusauđirnir Rúnar og Áskell strax í fyrstu umferđinni í morgun. Fyrir skákina skildi 1/2 vinningur ţá ađ, en međ sigri í skákinni náđi Rúnar forystu sem ekki varđ brúuđ. Hann leyfđi ađeins eitt jafntefli í síđustu skákunum og kom í mark einum vinningi á undan Áskatli. Lokastađan var annars ţessi:

 

Rúnar Sigurpálsson19,5
Áskell Örn Kárason      18,5
Friđrik Ólafsson (GM)15,5
Smári Rafn Teitsson15
Oliver Aron Jóhannesson14
Sigurđur Eiríksson13,5
Smári Ólafsson13,5
Jón Kristinn Ţorgeirsson12,5
Sigurđur Arnarson12
Stefán Bergsson12
Haraldur Haraldsson12
Ţór Valtýsson11
Ingimar Jónsson10,5
Guđfinnur Kjartansson        8
Haki Jóhannesson              8
Hjörleifur Halldórsson7,5
Kristófer Ómarsson 7,5
Símon Ţórhallsson 7
Eymundur L. Eymundsson5
Rúnar Ísleifsson 4,5
Logi Rúnar Jónsson 4
Sindri Snćr Kristófersson 0

Auk ţeirra Rúnars, Áskels og Friđriks, sem lentu í ţremur efstu sćtunum, hreppti Sigurđur Eiríksson öldungaverđlaun og ţeir Guđfinnur Kjartansson og Haki Jóhannesson skiptu međ sér verđlaunum í flokki skákmanna undir 1800 stigum.

Mótinu lauk međ glćsilegu tertubođi og var slitiđ af dr. Ingimar Jónssyni, syni Jóns og frumkvöđli ađ móthaldinu.


Rúnar efstur á minningarmóti Jóns Ingimarssonar

Rúnar SigurpálssonÍ gćr voru tefldar 10 umferđir á minningarmóti Jóns Ingimarssonar í Alţýđuhúsinu á Akureyri. Mjög góđ stemmning er á mótinu og slćđingur af áhorfendum. Einn af ţeim sem lét sjá sig var fráfarandi atvinnuvega- og nýsköpunarráđherra Steingrímur J. Sigfússon sem fylgdist međ skákunum af athygli. Steingrímur, sem er fyrrverandi skákmeistari Laugaskóla, lét ţess getiđ ađ mjög hefđi dregiđ úr skákiđkun á ţingi og ţótti miđur. Lítiđ er vitađ um skákkunnáttu ţeirra ţingmannsefna sem nú reyna ađ fá náđ fyrir augum kjósenda, en frést hefur ađ Stefán Bergsson og Skákakademían muni fúslega kenna ţeim sem vilja undirstöđuatriđin í manntafli. Refskák ţurfa ţeir víst ekki ađ lćra.

Ţađ sást til Steingríms krćkja í tvö eđa ţrjú atkvćđi á skákstađ međ neftóbaksdós ađ vopni.  Fórst honum ţađ vel úr hendi.

Ţađ var líflegt viđ skákborđiđ í dag og ber ekki á öđru en glíman um efsta sćtiđ standi einkum milli Rúnars Sigurpálssonar og Áskels Arnar Kárasonar. Rúnar hefur unniđ allar skákir sínar utan ţá sem hann tapađi fyrir Friđrik í morgun. Áskell er enn taplaus en hefur gert jafntefli viđ Friđrik, Ingimar og Oliver.  Ţeir forystusauđir eigast svo viđ í fyrstu umferđinni í fyrramáliđ. Hún hófst kl. 11, korteri fyrir stjórnarmyndunarviđrćđur.

Stađan ađ loknum 15 umferđum af 21 er annars ţessi:

 

Rúnar Sigurpálsson14
Áskell Örn Kárason13,5
Friđrik Ólafsson (GM)10,5
Smári Rafn Teitsson10,5
Oliver Aron Jóhannesson10
Sigurđur Eiríksson9,5
Smári Ólafsson9,5
Ingimar Jónsson9
Sigurđur Arnarson9
Jón Kristinn Ţorgeirsson8,5
Guđfinnur Kjartansson8
Stefán Bergsson7,5
Haraldur Haraldsson7
Ţór Valtýsson7
Haki Jóhannesson6,5
Hjörleifur Halldórsson6,5
Kristófer Ómarsson5
Eymundur L. Eymundsson4,5
Símon Ţórhallsson4,5
Rúnar Ísleifsson2,5
Logi Rúnar Jónsson2
Sindri Snćr Kristófersson0


Riddarinn - Sá hlćr best sem síđast hlćr

Sigurđur E. KristjánssonSvo mćlti  Sigurđur E. Kristjánsson (77) hinn hćgláti höbbđingi og hló viđ fót ţegar hann mátađi Jón Ţ. Ţór međ hrók og biskupi á móti hróki á lokasekúndunni í snarpri viđureign ţeirra á ćfingamóti Riddarans á miđvikudaginn var.  SEK  sem ţekktur er fyrir orđtćkiđ „og hótar" og fleiri gamansamar kveđjur til mótherja sinna er ekki allur ţar sem hann er séđur viđ skákborđiđ. Hinn fyrrv. Kópavogsmeistari er afar drjúgur skákmađur og  einkar „ţrautgóđur á raunastund". Hann hefur unniđ ófáar skákir sínar í endatafli af stakri snilld, jafnvel ţegar öll sund virtust lokuđ,  međ sinni alkunnu rósemi og yfirvegun.

Segja má ađ hann hafi beitt „magnţrunginni íhlutun" ađ hćtti stjórnmálamanna á taflborđinu ađ undanförnu og  yfirspilađ andstćđinga sína međ góđum árangri án ţess ađ mikiđ bćri á.   Í vikunni sem leiđ vann hann ţađ sér til ágćtis ađ verđa einn efstur međ 9.5 vinning af 11 mögulegum á undan sigurvegara 2ja síđustu móta Guđfinni hinum grimma  „sem hvorki gefur griđ né friđ en geysist fram og heggur liđ", eins og segir í kvćđinu dýrtkveđna um hann.   Jón Ţ. Ţór mátti sćtta sig viđ ađ vera skör neđar á mótstöflunni ađ ţessu sinni ásamt Friđgeiri Hólm en allir uppskáru ţeir 8.5 vinning, sem margir hefđu veriđ sćlir međ.

Góđ frammistađa kappans Björns Víkings Ţórđarsonar, sem senn fyllir 82 ár, hefur vakiđ athygli. Björn VíkingurHinn aldni seggur hefur komiđ sterkur til leiks og komist á pall í hverju mótinu á fćtur öđru í vetur, ţó hann gangi ekki alveg heill til skógar.  Hinir gömlu meistarataktar eru sjaldan langt undan ţar sem Björn  er annars vegar.  „Hart er barist, hart er varist, hefur nokkurt liđ misfarist" gćti átt vel viđ hann enda ţótt ort hafi veriđ um annan minni spámann. „En hvađ er ţetta? Ţarna er veila! Um ţađ ţarf vart ađ brjóta heila!  Ţađ fer ekkert framhjá ţeim gamla - heill honum.    

Nánari úrslit tveggja síđustu móta má sjá á međf mótstöflum ásamt samsettum vettvangsmyndum:

 

riddarinn-motstafla_24_april_2013.jpg

 

 

skak-ridd-gall_ofl1.jpg

 

Ćfingamót aldrađra og aldurhniginna skákmanna á besta aldri í Riddaranum fellur niđur í nćstu viku ţar sem svo óheppilega vill til ađ skákdaginn ber upp á frídag verkalýđsins 1. maí -  /ESE


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á morgun

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram mánudaginn 29. apríl klukkan 17:00. Teflt verđur á sal Laugalćkjarskóla. Teflt verđur í yngri flokki 1.-7. bekk og eldri flokki 8.-10. bekk.

Tefldar verđa 7-9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Ekki er gert ráđ fyrir fleiri en 1-4 keppendum frá hverjum skóla í hvorn flokk og eiga skólameistarar og krakkar međ ELO-stig sjálfkrafa rétt til til ţátttöku. Skákkennarar og ađrir umsjónamenn međ skákkennslu í skólanum geta óskađ eftir fleiri sćtum á mótinu međ ţví ađ senda beiđni á. stefan@skakakademia.is.

Keppt verđur um sćti á Landsmóti sem fer fram á Patreksfirđi helgina 2.-5. maí.

Reykjavík á fjögur sćti í eldri flokki og eitt í yngri flokki.

Skráning á Skólaskákmótiđ fer fram á stefan@skakakademia.is og rennur fresturinn út á miđnćtti 28. apríl. Skráningu ţarf ađ fylgja fullt nafn, fćđingarár og skóli. Ekki verđur tekiđ viđ skráningum sem koma á sjálfan mótsdag.


Bréfskák: Íslenska landsliđiđ í úrslit Evrópumótsins

Nú stendur yfir gríđarlega spennandi lokasprettur í undanúrslitum Evrópumóts landsliđa í bréfskák. Íslenska landsliđiđ hefur lokiđ öllum sínum skákum, er efst í riđlinum og hefur ţegar tryggt sér sćti í úrslitamótinu sem er áćtlađ ađ hefjist á síđasta fjórđungi ársins.

Stađan í riđlinum er ţessi:

1. Ísland 48˝ v.

2. Slóvakía 48˝ v.

3. Slóvenía 46˝ v. (+4 skákum ólokiđ)

4. Ţýskaland 46˝ v. (+3 skákum ólokiđ)

5. Króatía 38˝ v. (+6 skákum ólokiđ)

6. Svíţjóđ 36 v., 7.-8. Eistland, Tyrkland 34˝ v. (+2), 9. Noregur 33 v. (+1), 10. Búlgaría 31˝ v. (+1), 11. Danmörk 30 v. (+5)

Ţađ er ljóst ađ ýmis stórveldi í bréfskákinni verđa ađ horfa á eftir Íslandi í úrslitin. Ţótt Slóvakía sé jöfn Íslendingum ađ vinningum ţá er efsta sćtiđ Íslands, ţar sem innbyrđis viđureign liđanna lauk međ sigri okkar manna, 5-3. Ţessi sigur skiptir sköpum ţar sem ţrjú efstu liđin komast áfram og Slóvenía og Ţýskaland geta náđ Íslandi ađ vinningum. Ţótt sex skákum sé ólokiđ hjá Króatíu, ţá dugir jafnvel ekki sigur í ţeim öllum til ađ liđiđ komist áfram í úrslitakeppnina. Ţađ fer ţví eftir úrslitunum í síđustu skákunum hjá Slóveníu og Ţýskalandi hvort ţau ná bćđi í úrslitin ásamt Íslandi eđa annađ hvort ţeirra situr eftir međ sárt enniđ.

Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvort íslenska liđiđ standi uppi sem sigurvegar í ţessum riđli og setji ţannig punktinn yfir i-iđ á frábćrum árangri.

Til gamans má geta ţess, ađ elsti liđsmađur íslenska landsliđsins, Jón Adolf Pálsson, er á nírćđisaldri. Ţađ eru ekki margar keppnisgreinar sem státa af landsliđsmanni á svo virđulegum aldri!

Vigfús, Jón Trausti, Dagur og Dawid sigurvegarar Stigamóts Hellis

2013 04 25 17.09.43Vigfús Ó. Vigfússon (1994), Jón Trausti Harđarson (1762), Dagur Ragnarsson (2022) og Dawid Kolka (1640) urđu efstir og jafnir á Stigamóti Hellis međ 5,5 vinning en sjöunda og síđasta umferđ fór fram í gćrkveldi. Jón Trausti og Dagur gerđi jafntefli, Vigfús gerđi jafntefli viđ Felix Steinţórsson (1419) og Dawid vann Ţorstein Magnússon.

Heimir Páll Ragnarsson (1231) og Felix urđu svo í 3.-4. sćti međ 5 vinninga. 

Alls tóku 27 skákmenn ţátt í mótinu sem telst prýđileg ţátttaka. Ungir og efnilegir skákmenn, sérstaklega úr Kópavogi settu mark sig á mótiđ en eins og nafniđ kemur til kynna er mótinu ćtlađ ađ gefa mönnum tćkićrir ađ hćkka sig á stigum eđa krćkja sig sér í stig.

Hrađkvöld verđur hjá Helli mánudaginn 29. apríl.

 


Rúnar efstur á minningarmóti Jóns Ingimarssonar

Rúnar Sigurpálsson22 keppendur voru mćttir til leiks viđ setningu mótsins í kvöld. Ţar fluttu ávörp frá Ţorsteinn E. Arnórsson Einingu-Iđju, Friđrik Ólafsson stórmeistari og Áskell Örn Kárason formađur Skákfélags Akureyrar. Friđrik rifjađi m.a. upp kynni sín af Jóni og norđlenskum skákmönnum og fćrđi Skákfélaginu ađ gjöf skorblađ sitt frá keppni Reykvíkingar og Akureyringar ađ Reykjum í Hrútafirđi áriđ 1950 ţegar Friđrik var 15 ára. Ţar hafđi hann einnig skráđ úrslit í öllum skákum í viđureigninni sem lauk međ sigri sunnanmanna 9-6.

Hófst ţá tafliđ og voru tefldar fimm umferđir af 21. Ađ ţeim loknum er stađan ţessi:

 

Rúnar Sigurpálsson5
Smári Ólafsson4,5
Áskell Örn Kárason4
Haraldur Haraldsson3,5
Sigurđur Arnarson3,5
Smári Rafn Teitsson3,5
Haki Jóhannesson3
Stefán Bergsson3
Friđrik Ólafsson (GM)2,5
Guđfinnur Kjartansson2,5
Hjörleifur Halldórsson2,5
Ingimar Jónsson2,5
Kristófer Ómarsson2,5
Sigurđur Eiríksson2,5
Jón Kristinn Ţorgeirsson2
Oliver Aron Jóhannesson2
Rúnar Ísleifsson1,5
Símon Ţórhallsson1,5
Logi Rúnar Jónsson1
Ţór Valtýsson1
Eymundur L. Eymundsson0,5
Sindri Snćr Kristófersson0

Mótinu verđur fram haldiđ kl. 11 á morgun. Ţá verđa tefldar 10 umferđir nema annađ verđi ákveđiđ.

Heimasíđa SA


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.7.): 17
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 260
 • Frá upphafi: 8705414

Annađ

 • Innlit í dag: 13
 • Innlit sl. viku: 153
 • Gestir í dag: 13
 • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband