Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gamall og góđur kani

Robert Byrne í Reykjavíkurskákmótinu 1984Robert Byrne sem lést ţann 12. apríl sl. 84 ára ađ aldri var íslenskum skákáhugamönnum ađ góđu kunnur. Hann kom hingađ til lands á Fiske-mótiđ 1968 og tefldi á fjölmörgum Reykjavíkurskákmótum eftir ţađ. Á međan einvígi aldarinnar stóđ sumariđ 1972 sat hann međ ritvél úti í horni í blađamannaherbergi Laugardalshallar og lét ţar stundum til sín taka á sinn hógvćra hátt. „Fischer-sprengjan" í Bandaríkjunum hafđi skapađ fremstu meisturunum ný tćkifćri og Byrne hóf ađ skrifa um skák fyrir „The New York Times". Um líkt leyti sagđi hann stöđu sinni lausri sem prófessor í heimspeki viđ háskólann í Indiana og gerđist atvinnumađur, kominn vel á fimmtugsaldur. Byrne hafđi náđ góđum árangri á Aljékín-mótinu í Moskvu í árslok 1971 en sitt frćgasta afrek vann hann voriđ 1973 er hann hlaut 12 ˝ vinninga af 17 mögulegum á millisvćđamótinu í Leningrad og varđ í 3. sćti á eftir Karpov og Kortsnoj, tefldi síđan viđ Spasskí í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar en tapađi 1˝ : 4˝ . Ţeir skákbrćđur Robert og Donald Byrne gengu í „Erasmus High" í Brooklyn, sama skóla og Bobby Fischer, og tefldu viđ hann ţrjár af hans frćgustu skákum. Rakiđ er í „My 60 Memorable Games" er Robert Byrne gafst upp eftir 21. leik á bandaríska meistaramótinu 1963-64, og sumir áhorfendur héldu ađ Fischer vćri međ tapađ tafl. Fćrri vita ađ Fischer tapađi fyrir Robert Byrne á sama meistaramóti tveim árum síđar og var einungis vinningi yfir í tíu viđureignum. Skáklíf ţessara ára hverfđist ađ miklu leyti um Fischer og Robert Byrne var heillađur af öllu sem ţessi gođsögn tók sér fyrir hendur, tefldi sömu byrjanir og dugđi vel í Leningrad ´73. Ţar var ađstođarmađur hans Bernard Zuckerman, gangandi alfrćđibók, kallađur „Zook the book". Á millisvćđamótinu í Biel áriđ 1976 keyrđi Byrne enn á sama „repertoire", varđ í 5.-7. sćti og rétt missti af sćti í áskorendakeppninni. Hinn bandaríski keppandinn á ţví móti er í dag frćgur hagfrćđingur, Kenneth Rogoff. Á Ólympíumótinu í Haifa í Ísrael áriđ 1976 tefldi Robert Byrne á 1. borđi og Bandaríkjamenn unnu gullverđlaun. Ţá voru sovéskir „ útlagar" einn af öđrum ađ tínast til Bandaríkjanna og áttu eftir ađ gerbreyta landslagi skákarinnar. Lubomir Kavalek, sem var međ Byrne í Haifa birti grein í Huffington Post á dögunum og dró ţar fram eftirfarandi viđureign sem Byrne tefldi viđ viđ einn af ţessum gömlu góđu Könum sem einnig var í ţessari sigursveit:

Bandaríska meistaramótiđ 1965:

Robert Byrne - Larry Evans

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bc4 Bb4 13. Hb3 Da5 14. O-O O-O 15. Bf6!?

Í árdaga „eitrađa peđs" afbrigđisins vissu menn ekki ađ svartur getur varist ţessari atlögu međ 15. ... Rxf6 16. exf6 Hd8 17. Hxb4 Dxb4 18. Dg5 g6 o.s.frv.

15. ... gxf6? 16. Dh6 Dxe5 17. Rf5! exf5 18. Re4!

Hver ţrumuleikurinn á fćtur öđrum. Riddarinn opnar leiđ fyrir hrókinn á b3.

g89qk90u.jpg-sjá stöđumynd-

18. ... Bd2 19. Rxd2 Dd4+ 20. Kh1 Re5 21. Hg3 Rg4 22. h3 De5 23. Hf4 De1 24. Rf1 Dxg3 25. Hxg4+ Dxg4 26. hxg4Rd7 27. Rg3 Kh8 28. Bd3 Hg8 29. Bxf5 Hg6 30. Bxg6 fxg6 31. Re4 b5 32. g5 Bb7 33. Rxf6 Rf8 34. Dh2 Bc8 35. De5 Re6 36. Rd7+

- og Evans gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.8.): 23
 • Sl. sólarhring: 53
 • Sl. viku: 278
 • Frá upphafi: 8706216

Annađ

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband