Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Startmót SA á sunnudaginn

Skákmenn eru nú óđum ađ draga fram töflin eftir sumariđ og ađ venju klingjum viđ Skákfélagsmenn klukkunum á hinu árlega Startmóti sem hefst nú á sunnudag, 2. september kl. 13.00. Vonandi sjáum viđ góđa mćtingu ungra og aldinna og leggjum ţar međ grunn ađ öflugu starfi í vetur.  Ef mćting gefur tilefni til efnum viđ til stutts fundar í upphafi ţar sem m.a. verđur fjallađ um ţátttökuna á Íslandsmóti skákfélaga 5-7. október nk. og vetrardagskráin kynnt í stórum dráttum.

Stefnt er ađ ţví ađ hefja haustmótiđ ađ áliđnum september og ađalfundur félagsins er einnig fyrirhugađur undir lok ţess mánađar.

Mćtum sterkir á Startmótiđ!


Argentína og Ísrael á morgun

Bćđi íslensku liđin tefla viđ sterka andstćđinga á morgun.  Liđiđ í opnum flokki teflir viđ sveit Argentínu (Ř-2589), sem er sú 29. sterkasta.  Liđiđ í kvennaflokki mćtir sveit Ísrael (Ř-2270) sem er sú 25. sterkasta.  Bćđi liđin eru ţví ađ tefla töluvert upp fyrir sig.

Liđ Argentínu:

29. Argentina (RtgAvg:2589 / TB1: 2 / TB2: 0)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1GMPeralta Fernando2606ARG0.01.00
2GMFlores Diego2589ARG1.01.00
3GMFelgaer Ruben2570ARG0.00.00
4GMMareco Sandro2589ARG1.01.00
5 Lorenzini Martin2482ARG1.01.00


Liđ Ísrael:

25. Israel (RtgAvg:2270 / TB1: 2 / TB2: 0)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1WIMPorat Maya2295ISR1.01.00
2WIMEfroimski Marsel2174ISR0.00.00
3IMKlinova Masha2317ISR1.01.00
4IMBorsuk Angela2266ISR1.01.00
5WFMShvayger Yuliya2202ISR1.01.00


158 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 49. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 128 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 63. sterkasta.

Umferđin hefst kl. 12 og eru allar viđureignirnar sýndar beint.


Tveir stórsigrar í dag!

dsc00332.jpgBáđar viđureignir dagsins á ólympíuskákmótinu lauk međ stórsigri íslensku liđanna.  Í opnum flokki vannst 4-0 sigur á liđi Hong Kong og í kvennaflokki var sveit Namibíu lögđ međ sama mun.  

158 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ taliđ ţađ 49. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 128 og er Ísland taliđ ţađ 63. sterkasta.

Ekki liggur fyrir hverjir andstćđingarnir eru á morgun en ţađ er á hreinu ađ ţeir verđa sterkir.  

 


Ól-pistill nr. 2 - Veislan er hafin

Dagur ArngrímssonÓlympíuskákmótiđ hófst í dag kl. 12 á íslenskum tíma (kl. 15).  Ýmis ljón urđu á veginum fyrir undritađan sem fékk ekki ađ ganga inn í keppnissalinn og náđi ţar međ ekki ađ taka myndir af íslenskum viđureignunum. Eitthvađ sem ég ţarf ađ reyna ađ kippa í liđinn fyrir 2. umferđ.  Dagur mćtti á svćđiđ í dag og er hinn hressasti.  Kom fljúgandi frá Búdapst.

Mjög strangar reglur eru á skákstađ.  Hvorki má fara inn međ GSM-síma né ferđatölvu.  Hćgt er hins vegar ađ setja gemsa í geymslu og borga fyrir ţađ 1 evru en ekki er hćgt ađ geyma ferđatölvuna. Ólympíuliđ kvenna Ég er búinn ađ leysa máliđ ţannig ađ ég fć ađ geyma ţetta í norska básnum en ţeir eru ađ kynna Ólympíuskákmótiđ í Tromsö hér. 

Beinar útsendingar virđast einnig vera í lamasessi eins og notendur heima á Íslandi hafa sjálfsagt kynnst.   Dagur nćr ţó ađ skođa ţetta í símanum sínum en ég nć ekki skođa ţetta í tölvunni minni!  Ég vona ađ ţađ séu byrjunarvandamál.  Skipulagsmál eru einfaldlega ekki í jafngóđu lagi hér og ţau voru í Khanty 2010 en ţar voru ţau reyndar framúrskarandi góđ samkvćmt reynsluboltanum Helga Ólafssyni. 

Ţannig ađ ég hef engar fréttir af skák-fréttir í bili!

Gunnar Björnsson


Ólympíuliđ Íslands

Eins og kunnugt er urđu breytingar á íslenska ólympíuliđinu á síđustu stundu. Héđinn Steingrímsson fór úr liđinu og viđ sćti hans tók Dagur Arngrímsson.

Ástćđa ţessarar breytingar er sú ađ upp var kominn ósćttanlegur ágreiningur innan íslenska liđsins sem ekki reyndist unnt ađ leysa međ svo skömmum fyrirvara.

Ţađ var sameiginleg niđurstađa landsliđsţjáfara og landsliđsnefndar ađ ţetta vćri besta mögulega ákvörđun međ hliđsjón af hagsmunum íslenska ólympíuliđsins í opnum flokki.

Nú ţegar á hólminn er komiđ er ţess óskađ ađ íslensku ólympíuliđin fái fullan friđ til ađ einbeita sér ađ taflmennsku á međan mótiđ er í gangi.

Héđni er ţökkuđ ţátttaka hans í sameiginlegum undirbúningi íslenska ólympíuliđsins.

Međ skákkveđju,

Gunnar Björnsson, forseti SÍ 

Jón Gunnar Jónsson, formađur landsliđsnefndar SÍ


Hong Kong og Namibía í fyrstu umferđ

Ţá liggur fyrir röđun í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins.  Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Hong Kong en stelpurnar mćta sveit Namibíu.   Dagur hvílir í opnum flokki enda enn ekki kominn á mótsstađ, kemur síđar í dag.  Lenka Ptácníková hvílir hjá kvennaliđinu.  Ţetta er í fyrsta skipti sem hún hvílir á Ólympíumóti síđan í Tórinó 2006!

Viđureignir dagsins eru sem hér segir:

Bo.129  Hong KongRtg-51  IcelandRtg0 : 0
49.1 Tsang, Hon Ki2084-GMStefansson, Hannes2515 
49.2 Lee, Bryan Tsz Ho2016-GMDanielsen, Henrik2511 
49.3 Qian, Arthas Kun1983-IMGretarsson, Hjorvar Steinn2506 
49.4 Scott, Ian1725-GMThorhallsson, Throstur2426

 


Bo.62  IcelandRtg-128  NamibiaRtg0 : 0
59.1 Thorsteinsdottir, Hallgerdur H1957- Tjaronda, Nicola0 
59.2 Johannsdottir, Johanna B1886- Nepando, Jolly0 
59.3 Finnbogadottir, Tinna K1832- Mentile, Lishen0 
59.4 Kristinardottir, Elsa M1737- Shipindo, Rauha0

Sigurbjörn efstur á Meistaramóti Hellis

Sigurbjörn BjörnssonSigurbjörn Björnsson er efstur međ fullt hús ađ lokinni fjórđu umferđ Meistaramóts Hellis sem fram fór í kvöld.  Í uppgjöri efstu manna vann Sigurbjörn Sćvar Bjarnason í fjörugri skák. Jafnir í 2.-7. sćti eru Sćvar Bjarnason, Ţorvarđ F. Ólafsson,  Nökkvi Sverrisson, Davíđ Kjartansson, Mikael Jóhann Karlsson og Atli Jóhann Leósson međ 3 vinninga.

Nćsta umferđ verđur tefld í kvöld og hefst kl. 19:30.

Úrslit 3. umferđar má nálgast hér

Stöđu mótsins má nálgast hér.

Pörun 4. umferđar sem fram fer á mánudag má nálgast hér.

Skákir 3. umferđar, innslegnar af Paul Frigge, fylgja međ.


Dregiđ í undanúrslit í Hrađskákkeppni taflfélaga

Tvćr síđari viđureignirnar í 8 liđa úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga 2012 fóru fram í gćr. Garđbćingar lögđu Bridsara 42-30 og Gođar unnu Akureyringa 47-25 eins og kemur fram í fréttum hér ađ neđan.

Ţegar úrslit lágu fyrir í viđureignum kvöldsins var dregiđ 4-liđa úrslit. keppninnar. Eftirvćntingin leyndi sér ekki međal viđstaddra enda er Hrađskákkeppni taflfélaga sérlega spennandi viđburđur í íslensku skáklífi. Niđurstađan varđ ţessi:

Taflfélag Garđarbćjar - Gođinn

Hellir - Víkingaklúbburinn

Óvenju fagmannlegur blćr var yfir drćttinum enda brá hérađsdómslögmađurinn Halldór Brynjar Halldórsson sér í gervi fulltrúa sýslumanns viđ góđar undirtektir viđstaddra. Hann dró liđin úr hattinum einbeittur á svip í viđurvist annars lagaspekings, Helga Áss Grétarssonar, sem vottađi ađ drátturinn hefđi fariđ heiđarlega en ţó umfram allt siđsamlega fram.

 Víst er ađ hart verđur barist í undanúrslitunum en stefnt er ađ ţví ađ úrslitin sjálf fari svo fram međ pompi og prakt á skákhátíđ í Laugarsalshöll 15. sept. nk.


Öruggur sigur Gođans á SA

Gođinn lagđi Skákfélag Akureyringa í 2. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga í gćrkvöld. Akureyringar börđust hetjulega en Gođar neyttu aflsmunar og ţví fór sem fór. Lokatölur urđu 47-25 Gođum í vil sem höfđu betur í 9 umferđum af tólf en ţremur lauk međ jafntefli.

Hćsta vinningshlutfall Gođa hafđi Helgi Áss 83%, Ásgeir 70% og Hlíđar 67%. Sprćkastur Akureyringa var Halldór Brynjar međ 75% vinningshlufall, Mikael Jóhann hafđi 43% og öđlingurinn Jón Ţ. Ţór 38%.

Árangur Gođa

 

  • Helgi Áss Grétarsson 10,0 v./12
  • Ásgeir P. Ásbjörnsson 7,0 v./10
  • Hlíđar Ţór Hreinsson 8,0 v./12
  • Sigurđur Dađi Sigfússon 7,0 v./11
  • Tómas Björnsson 4,5 v./7
  • Kristján Eđvarđsson 6,5 v./12
  • Einar Hjalti Jensson 4,0 v./8

Árangur Akureyringa

  • Halldór Brynjar Halldórsson 9,0 v./12
  • Mikael Jóhann Karlsson 3,0 v./7
  • Jón Ţ. Ţór 4,5 v./12
  • Stefán Bergsson 4,0 v./12
  • Gylfi Ţórhallsson 3,5 v./12
  • Ţór Valtýsson 1,0 v./6
  • Óskar Long 0,0 v./11

Teflt var í húsakynnum Skáksambands Íslands og eru forvígismönnum SÍ ţökkuđ afnotin af ađstöđunni. Gođar ţakka međbrćđrum sínum ađ norđan drengilega viđureign og óska ţeim velfarnađar á hvítum reitum og svörtum.

Heimasíđa mótsins


Garđbćingar lögđu Briddsara

TG sigrađi Briddsfjelagiđ nokkuđ örugglega í 8 liđa úrslitum sem fram fór í húsnćđi Skáksambands Íslands í kvöld. TG hafđi hreinlega meiri breidd í liđinu og ţví fór sem fór. Stađan í hálfleik var 22-14 í vil og lokastađan varđ 42 vinningar gegn 30. 

Međ ţessum sigri komst liđiđ í undanúrslit mótsins og mun mćta Gođanum á heimavelli líklega ţann 6. sept nćstkomandi. 

Árangur TG manna: Leifur I Vilmundar 8,5 v. en hann sigrađi 6 fyrstu skákirnar en slakađi svo á í seinni hlutanum. Jóhann H Ragnarsson 8 v. (11 skákir), Björn Jónsson 8. vinningar, Jóhann Helgi Sigurđsson 6 v. (9 skákir) Jón Ţór Bergţórsson 5 v. Páll Sig 5 v. (11 skákir) og Sindri Guđjóns 1,5 v. (5 skákir)

Árangur Briddsfjelagsins. 
Sigurđur Páll Steindórsson 8 v. Stefán Freyr Guđmundsson, 7 v. Sveinn Eiríksson 6,5 vinningar, Sigurđur Sverrisson 6 vinningar. Gísli Hrafnkelsson 2,5 vinning og ţeir Ragnar (10 skákir) og Gunnar B (2 skákir) náđu ekki punkti.

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 8764869

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband