Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Startmót SA á sunnudaginn

Skákmenn eru nú óðum að draga fram töflin eftir sumarið og að venju klingjum við Skákfélagsmenn klukkunum á hinu árlega Startmóti sem hefst nú á sunnudag, 2. september kl. 13.00. Vonandi sjáum við góða mætingu ungra og aldinna og leggjum þar með grunn að öflugu starfi í vetur.  Ef mæting gefur tilefni til efnum við til stutts fundar í upphafi þar sem m.a. verður fjallað um þátttökuna á Íslandsmóti skákfélaga 5-7. október nk. og vetrardagskráin kynnt í stórum dráttum.

Stefnt er að því að hefja haustmótið að áliðnum september og aðalfundur félagsins er einnig fyrirhugaður undir lok þess mánaðar.

Mætum sterkir á Startmótið!


Argentína og Ísrael á morgun

Bæði íslensku liðin tefla við sterka andstæðinga á morgun.  Liðið í opnum flokki teflir við sveit Argentínu (Ø-2589), sem er sú 29. sterkasta.  Liðið í kvennaflokki mætir sveit Ísrael (Ø-2270) sem er sú 25. sterkasta.  Bæði liðin eru því að tefla töluvert upp fyrir sig.

Lið Argentínu:

29. Argentina (RtgAvg:2589 / TB1: 2 / TB2: 0)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1GMPeralta Fernando2606ARG0.01.00
2GMFlores Diego2589ARG1.01.00
3GMFelgaer Ruben2570ARG0.00.00
4GMMareco Sandro2589ARG1.01.00
5 Lorenzini Martin2482ARG1.01.00


Lið Ísrael:

25. Israel (RtgAvg:2270 / TB1: 2 / TB2: 0)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1WIMPorat Maya2295ISR1.01.00
2WIMEfroimski Marsel2174ISR0.00.00
3IMKlinova Masha2317ISR1.01.00
4IMBorsuk Angela2266ISR1.01.00
5WFMShvayger Yuliya2202ISR1.01.00


158 lið taka þátt í opnum flokki er í íslenska liðið (Ø-2490) talið það 49. sterkasta miðað við meðalstig.  Í kvennaflokki eru þátttökuþjóðirnar 128 og er Ísland (Ø-1989) talið það 63. sterkasta.

Umferðin hefst kl. 12 og eru allar viðureignirnar sýndar beint.


Tveir stórsigrar í dag!

dsc00332.jpgBáðar viðureignir dagsins á ólympíuskákmótinu lauk með stórsigri íslensku liðanna.  Í opnum flokki vannst 4-0 sigur á liði Hong Kong og í kvennaflokki var sveit Namibíu lögð með sama mun.  

158 lið taka þátt í opnum flokki er í íslenska liðið talið það 49. sterkasta miðað við meðalstig.  Í kvennaflokki eru þátttökuþjóðirnar 128 og er Ísland talið það 63. sterkasta.

Ekki liggur fyrir hverjir andstæðingarnir eru á morgun en það er á hreinu að þeir verða sterkir.  

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Tsang, Hon Ki - Stefansson, Hannes
2084 - 2515
40th Olympiad Open, 2012.08.28

Tsang, Hon Ki - Stefansson, Hannes (PGN)

1. e4 c5 2. Nf3 e6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 a6 5. Nc3 b5 6. Bd3 d6 7. O-O Nf6 8. Re1 Bb7 9. a4 b4 10. Nd5 Nxd5 11. exd5 Bxd5 12. Qh5 e5 13. Bd2 Be7 14. Bxb4 g6 15. Qg4 Nd7 16. c4 Bb7 17. Nc2 O-O 18. Ne3 Nf6 19. Qg3 Nh5 20. Qg4 Nf4 21. Bc2 Rb8 22. Ba3 Kh8 23. Qd1 f5 24. b3 Qc7 25. Qd2 Ne6 26. Bb2 Bg5 27. Rad1 Rbd8 28. Qb4 Bxe3 29. Rxe3 Kg8 30. Bd3 f4 31. Ree1 Rb8 32. Qd2 Bc6 33. Bc2 Rfd8 34. b4 f3 35. b5 fxg2 36. Bc3 Bf3 37. Ba5 Qxc4 38. Qd3 Qg4 39. Bxd8 Rxd8 40. Bb3 d5 41. Rxe5 Nf4 0-1

Ól-pistill nr. 2 - Veislan er hafin

Dagur ArngrímssonÓlympíuskákmótið hófst í dag kl. 12 á íslenskum tíma (kl. 15).  Ýmis ljón urðu á veginum fyrir undritaðan sem fékk ekki að ganga inn í keppnissalinn og náði þar með ekki að taka myndir af íslenskum viðureignunum. Eitthvað sem ég þarf að reyna að kippa í liðinn fyrir 2. umferð.  Dagur mætti á svæðið í dag og er hinn hressasti.  Kom fljúgandi frá Búdapst.

Mjög strangar reglur eru á skákstað.  Hvorki má fara inn með GSM-síma né ferðatölvu.  Hægt er hins vegar að setja gemsa í geymslu og borga fyrir það 1 evru en ekki er hægt að geyma ferðatölvuna. Ólympíulið kvenna Ég er búinn að leysa málið þannig að ég fæ að geyma þetta í norska básnum en þeir eru að kynna Ólympíuskákmótið í Tromsö hér. 

Beinar útsendingar virðast einnig vera í lamasessi eins og notendur heima á Íslandi hafa sjálfsagt kynnst.   Dagur nær þó að skoða þetta í símanum sínum en ég næ ekki skoða þetta í tölvunni minni!  Ég vona að það séu byrjunarvandamál.  Skipulagsmál eru einfaldlega ekki í jafngóðu lagi hér og þau voru í Khanty 2010 en þar voru þau reyndar framúrskarandi góð samkvæmt reynsluboltanum Helga Ólafssyni. 

Þannig að ég hef engar fréttir af skák-fréttir í bili!

Gunnar Björnsson


Ólympíulið Íslands

Eins og kunnugt er urðu breytingar á íslenska ólympíuliðinu á síðustu stundu. Héðinn Steingrímsson fór úr liðinu og við sæti hans tók Dagur Arngrímsson.

Ástæða þessarar breytingar er sú að upp var kominn ósættanlegur ágreiningur innan íslenska liðsins sem ekki reyndist unnt að leysa með svo skömmum fyrirvara.

Það var sameiginleg niðurstaða landsliðsþjáfara og landsliðsnefndar að þetta væri besta mögulega ákvörðun með hliðsjón af hagsmunum íslenska ólympíuliðsins í opnum flokki.

Nú þegar á hólminn er komið er þess óskað að íslensku ólympíuliðin fái fullan frið til að einbeita sér að taflmennsku á meðan mótið er í gangi.

Héðni er þökkuð þátttaka hans í sameiginlegum undirbúningi íslenska ólympíuliðsins.

Með skákkveðju,

Gunnar Björnsson, forseti SÍ 

Jón Gunnar Jónsson, formaður landsliðsnefndar SÍ


Hong Kong og Namibía í fyrstu umferð

Þá liggur fyrir röðun í fyrstu umferð Ólympíuskákmótsins.  Liðið í opnum flokki mætir sveit Hong Kong en stelpurnar mæta sveit Namibíu.   Dagur hvílir í opnum flokki enda enn ekki kominn á mótsstað, kemur síðar í dag.  Lenka Ptácníková hvílir hjá kvennaliðinu.  Þetta er í fyrsta skipti sem hún hvílir á Ólympíumóti síðan í Tórinó 2006!

Viðureignir dagsins eru sem hér segir:

Bo.129  Hong KongRtg-51  IcelandRtg0 : 0
49.1 Tsang, Hon Ki2084-GMStefansson, Hannes2515 
49.2 Lee, Bryan Tsz Ho2016-GMDanielsen, Henrik2511 
49.3 Qian, Arthas Kun1983-IMGretarsson, Hjorvar Steinn2506 
49.4 Scott, Ian1725-GMThorhallsson, Throstur2426

 


Bo.62  IcelandRtg-128  NamibiaRtg0 : 0
59.1 Thorsteinsdottir, Hallgerdur H1957- Tjaronda, Nicola0 
59.2 Johannsdottir, Johanna B1886- Nepando, Jolly0 
59.3 Finnbogadottir, Tinna K1832- Mentile, Lishen0 
59.4 Kristinardottir, Elsa M1737- Shipindo, Rauha0

Sigurbjörn efstur á Meistaramóti Hellis

Sigurbjörn BjörnssonSigurbjörn Björnsson er efstur með fullt hús að lokinni fjórðu umferð Meistaramóts Hellis sem fram fór í kvöld.  Í uppgjöri efstu manna vann Sigurbjörn Sævar Bjarnason í fjörugri skák. Jafnir í 2.-7. sæti eru Sævar Bjarnason, Þorvarð F. Ólafsson,  Nökkvi Sverrisson, Davíð Kjartansson, Mikael Jóhann Karlsson og Atli Jóhann Leósson með 3 vinninga.

Næsta umferð verður tefld í kvöld og hefst kl. 19:30.

Úrslit 3. umferðar má nálgast hér

Stöðu mótsins má nálgast hér.

Pörun 4. umferðar sem fram fer á mánudag má nálgast hér.

Skákir 3. umferðar, innslegnar af Paul Frigge, fylgja með.


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Bjornsson, Sigurbjorn - Bjarnason, Saevar
2391 - 2090
Meistaramót hellis 2012, 2012.??.??

Bjornsson, Sigurbjorn - Bjarnason, Saevar (PGN)

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Nc3 dxe4 4. Nxe4 Nd7 5. Nf3 Ngf6 6. Nxf6+ Nxf6 7. Be3 Be7 8. Bd3 O-O 9. Qe2 b6 10. O-O-O Bb7 11. Kb1 Qc8 12. h4 c5 13. Rh3 Qc7 14. Ng5 Rac8 15. dxc5 Bxc5 16. Rg3 Rfd8 17. Nxh7 Nxh7 18. Bxh7+ Kxh7 19. Qh5+ Kg8 20. Rxg7+ Kxg7 21. Bh6+ Kh7 22. Rxd8 Rxd8 23. Bf4+ Kg7 24. Bxc7 Rd5 25. Be5+ f6 26. Qg5+ Kh7 27. Qh5+ Kg7 28. Qg4+ Kf7 29. Bc3 Bxf2 30. a3 Rf5 31. h5 1-0

Dregið í undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga

Tvær síðari viðureignirnar í 8 liða úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga 2012 fóru fram í gær. Garðbæingar lögðu Bridsara 42-30 og Goðar unnu Akureyringa 47-25 eins og kemur fram í fréttum hér að neðan.

Þegar úrslit lágu fyrir í viðureignum kvöldsins var dregið 4-liða úrslit. keppninnar. Eftirvæntingin leyndi sér ekki meðal viðstaddra enda er Hraðskákkeppni taflfélaga sérlega spennandi viðburður í íslensku skáklífi. Niðurstaðan varð þessi:

Taflfélag Garðarbæjar - Goðinn

Hellir - Víkingaklúbburinn

Óvenju fagmannlegur blær var yfir drættinum enda brá héraðsdómslögmaðurinn Halldór Brynjar Halldórsson sér í gervi fulltrúa sýslumanns við góðar undirtektir viðstaddra. Hann dró liðin úr hattinum einbeittur á svip í viðurvist annars lagaspekings, Helga Áss Grétarssonar, sem vottaði að drátturinn hefði farið heiðarlega en þó umfram allt siðsamlega fram.

 Víst er að hart verður barist í undanúrslitunum en stefnt er að því að úrslitin sjálf fari svo fram með pompi og prakt á skákhátíð í Laugarsalshöll 15. sept. nk.


Öruggur sigur Goðans á SA

Goðinn lagði Skákfélag Akureyringa í 2. umferð Hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöld. Akureyringar börðust hetjulega en Goðar neyttu aflsmunar og því fór sem fór. Lokatölur urðu 47-25 Goðum í vil sem höfðu betur í 9 umferðum af tólf en þremur lauk með jafntefli.

Hæsta vinningshlutfall Goða hafði Helgi Áss 83%, Ásgeir 70% og Hlíðar 67%. Sprækastur Akureyringa var Halldór Brynjar með 75% vinningshlufall, Mikael Jóhann hafði 43% og öðlingurinn Jón Þ. Þór 38%.

Árangur Goða

 

  • Helgi Áss Grétarsson 10,0 v./12
  • Ásgeir P. Ásbjörnsson 7,0 v./10
  • Hlíðar Þór Hreinsson 8,0 v./12
  • Sigurður Daði Sigfússon 7,0 v./11
  • Tómas Björnsson 4,5 v./7
  • Kristján Eðvarðsson 6,5 v./12
  • Einar Hjalti Jensson 4,0 v./8

Árangur Akureyringa

  • Halldór Brynjar Halldórsson 9,0 v./12
  • Mikael Jóhann Karlsson 3,0 v./7
  • Jón Þ. Þór 4,5 v./12
  • Stefán Bergsson 4,0 v./12
  • Gylfi Þórhallsson 3,5 v./12
  • Þór Valtýsson 1,0 v./6
  • Óskar Long 0,0 v./11

Teflt var í húsakynnum Skáksambands Íslands og eru forvígismönnum SÍ þökkuð afnotin af aðstöðunni. Goðar þakka meðbræðrum sínum að norðan drengilega viðureign og óska þeim velfarnaðar á hvítum reitum og svörtum.

Heimasíða mótsins


Garðbæingar lögðu Briddsara

TG sigraði Briddsfjelagið nokkuð örugglega í 8 liða úrslitum sem fram fór í húsnæði Skáksambands Íslands í kvöld. TG hafði hreinlega meiri breidd í liðinu og því fór sem fór. Staðan í hálfleik var 22-14 í vil og lokastaðan varð 42 vinningar gegn 30. 

Með þessum sigri komst liðið í undanúrslit mótsins og mun mæta Goðanum á heimavelli líklega þann 6. sept næstkomandi. 

Árangur TG manna: Leifur I Vilmundar 8,5 v. en hann sigraði 6 fyrstu skákirnar en slakaði svo á í seinni hlutanum. Jóhann H Ragnarsson 8 v. (11 skákir), Björn Jónsson 8. vinningar, Jóhann Helgi Sigurðsson 6 v. (9 skákir) Jón Þór Bergþórsson 5 v. Páll Sig 5 v. (11 skákir) og Sindri Guðjóns 1,5 v. (5 skákir)

Árangur Briddsfjelagsins. 
Sigurður Páll Steindórsson 8 v. Stefán Freyr Guðmundsson, 7 v. Sveinn Eiríksson 6,5 vinningar, Sigurður Sverrisson 6 vinningar. Gísli Hrafnkelsson 2,5 vinning og þeir Ragnar (10 skákir) og Gunnar B (2 skákir) náðu ekki punkti.

Heimasíða mótsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband