Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Ivanchuk bestur í biđskákunum

IvanchukSíđustu daga hefur fariđ fram sérstakt skákmót í Amsterdam í Hollandi.  Ţar var notast viđ hin gömlu "klassísku" tímamörk, ţ.e. 2,5 klst. á 40 leiki og af ţví loknu fóru skákirnar í biđ.  Ţetta virtist henta Ivanchuk (2769) afar vel ţví hann sigrađi á mótinu, hlaut 5 vinninga í 6 skákum.  Annar varđ Kamsky (2744) međ 4,5 vinning og ţriđji varđ Sutovsky (2687) međ 3,5 vinning.

Mótiđ var ekki reiknađ til skákstiga.  

Lokastađan:

RankNameFed.RatingScore
1GM Ivanchuk, VassilyUKR27695,0
2GM Kamsky, GataUSA27444,5
3GM Sutovsky, EmilISR26873,5
4GM Le Quang, LiemVIE26933.0
5GM Muzychuk, AnnaSLO26063,0
6GM Sasikiran, KrishnanIND27071,5
7GM Jobava, BaadurGEO27300.5

 

Heimasíđa mótsins


Pardubice: Hjörvar vann - Hannes međ jafntefli

photo 5Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) vann rússneska alţjóđlega meistarann Konstantin Rjabzev (2279) í 2. umferđ ađalmóts Czech Open sem fram fór í Pardubice í gćr.  Hannes Hlífar Stefánsson (2515) gerđi jafntefli viđ tékkneska FIDE-meistarann Jan Suran (2363).   Báđir hafa ţeir 1,5 vinning og eru í 32.-90. sćti.  

Í 3. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hannes viđ slóvenska FIDE-meistarann Aljosa Tomazini (2340) og Hjörvar viđ ţýska FIDE-meistarann Thomas Michalczak (2364). 

Í b-flokki vann Smári Rafn Teitsson (2057) en Sigurđur Eiríksson (1959) tapađi.  Smári hefur 1 vinning en Sigurđur hefur 0,5 vinning.

D- og E-flokkar hófust svo í gćr. 

Dawid Kolka  (1532) og Felix Steinţórsson (1329) tefla í d-flokki.  Felix vann stigaháan andstćđing (1828) en Dawid tapađi.

Róbert Leó Jónsson (1203) og Steinţór Baldursson, fađir Felix, tefla í e-flokki.  Róbert Leó vann en Steinţór tapađi.

259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki.  Ţar af eru 48 stórmeistarar.  Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31.  

 



Gawain Jones stafnbúi Gođans!

Gawain Jones and Fabiano CaruanaÍ fornum ritum íslenskum er stafnbúa víđa getiđ og ţótti sćmdarheiti. Stafnbúar voru vígamenn er stóđu í stafni herskipa og var ţeim falinn sá virđingarstarfi ađ aflífa sem flesta úr framvarđarsveit andstćđinganna. Hiđ rammíslenska skákfélag Gođinn hefur nú valiđ sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins. Sá er enskur og heitir Gawain Jones. Stafnbúanum er ađ fornum siđ treyst til ađ ţjarma ađ andstćđingum sínum á 1. borđi Gođans á Íslandsmóti skákfélaga.

Gawain (2655) er einn af öflugustu skákmönnum Englendinga um ţessar mundir ţó ađ hann sé ađeins 24 ára ađ aldri. Ferill hans hefur veriđ afar farsćll. Hann ávann sér fyrst lýđhylli ţegar hann lagđi alţjóđlegan skákmeistara ađ velli, ađeins níu vetra. Nafnbótina stórmeistari hlaut hann svo áratug síđar. Gawain hefur vegnađ vel á alţjóđlegum mótum, deildi m.a. fyrsta sćti á London Classic Open 2010 og sigrađi á Breska samveldismótinu 2011. Leiktíđina 2011-2012 tefldi hann fyrir hiđ ágćta skákfélag Máta í fyrstu deild Íslandsmótsins og hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Í kjölfariđ tók hann ţátt í Alţjóđlega  Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu ţar sem hann hafnađi í 2.- 8. sćti. 

Gawain er mađur víđförull og langförull eins og stafnbúa sćmir. Hann fćddist í Jórvíkurskíri en hefur búiđ á Ítalíu, Írlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann er fjölhćfur íţróttamađur, leikur tennis, hleypur vasklega og er vel liđtćkur glímumađur. Ţađ verđur Gođanum ţví  ánćgjuefni ađ efna til móts í íslenskri glímu, Gawain til heiđurs, ţegar hann sćkir Ţingeyjarsýslurnar heim í haust og fróđlegt ađ sjá hvernig honum vegnar á ţeim vettvangi. Einnig kemur til greina ađ Gawain tefli fjöltefli á vegum Gođans á Húsavík.

Í för međ Gawain verđur eiginkona hans, Sue Maroroa Jones. Sú mćta kona er nýsjálensk ađ uppruna og er ágćt skákona međ 2035 elóstig. Sue mun án efa styrkja B-sveit Gođans međ kunnáttu sinni og reynslu. 

Gođinn býđur Sue og Gawain hjartanlega velkomin í rađir félagsins og vćntir mikils af atfylgi ţessara góđu gesta.


Pardubice: Hannes vann í fyrstu umferđ - Hjörvar međ jafntefli

photo 4Ađalmótiđ á skákhátíđinni Pardubice í Tékklandi, Czech Open, hófst í dag.   Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2515) vann Rússann Vladimir Zahhartsov (2271) en alţjóđlegi meistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) gerđi jafntefli viđ Constantin Goebel (2266).   

Í dag hófst einnig keppni í b-flokki.  Ţar gerđi Sigurđur Eiríksson (1959) jafntefli en Smári Rafn Teitsson (2057) tapađi.  Keppni í neđri flokkum hefst á morgun en í neđri flokkunum tefla 4 Íslendingar til viđbótar.  

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ tékkneska FIDE-meistarann Jan Suran (2363) en Hjörvar viđ alţjóđlega meistarann Konstantin Rjabzev (2279).


Prýđisárangur í Pardubice

Róbert Leó Jónsson og Dawid Kolka í PardubiceSmári Rafn Teitsson (2057) náđi góđum árangri í efsta flokki atskákmóts í Pardubice sem fram fór í gćr og í dag.  Smári hlaut 4,5 vinning í 9 skákum og endađi í 69.-96. sćti en fyrirfram var honum rađađ í 128. sćti á stigum.  Frammistađa Smára samsvarađi 2194 skákstigum.  

Fjórir íslenskir skákmenn tóku í c-flokki, skákmanna međ minni en 1800 skákstig.  Dawid Kolka (1532) stóđ sig ţar afar vel, endađi í 10.-19. sćti, međ 5,5 vinning í 9 skákum, en honum var fyrirfram rađađ í 30. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 1885 skákstigum.  

Felix Steinţórsson (1329) stóđ einnig mjög vel en hann hlaut 5 vinninga og endađi í 20.-35. sćti en honum var fyrirfram rađađ í 36. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 1833 skákstigum.  

Steinţór Baldursson, fađir Felix, hlaut 3 vinninga og endađi í 81.-93. sćti en Róbert Leó Jónsson hlaut 2 vinninga og endađi í 101.-108. sćti.   

Á morgun hefst ađalmótiđ og ţá mćta landsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson (2515) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) međal annars til leiks.

Mynd af Facebook-síđu Smára Rafns


Hrađskákmót í Sumarskákhöllinni í hádeginu á föstudag

DSC 3235Skákakademían býđur til fjórđa hrađskákmótsins í Sumarskákhöllinni, Ţingholtsstrćti, gegnt breska og ţýska sendiráđinu, í hádeginu á föstudag. Hrađskákmótin í Sumarskákhöllinni hafa veriđ ćsispennandi og skemmtileg.

Mótin eru opin skákáhugamönnum á öllum aldri og ţátttaka er ókeypis. Tafliđ hefst klukkan 12.05 og verđa tefldar 6 umferđir. Verđlaun eru veitt fyrir sigur á mótinu, bestan árangur barna á grunnskólaaldri og bestan árangur kvenna.

 


Einvígiđ á Borgarbókasafninu

Einvígiđ á BorgarbókasafninuÍ ađalsafni Borgarbókasafnsins má nú finna rekka tengdan einvígi aldarinnar.   Ţađ er gert í tilefni 40 afmćlis einvígisins.  Ţađ er Saga Kjartansdóttir, formađur Skákfélagsins ÓSK, sem vinnur í safninu, sem stendur fyrir ţessu framtaki, en hugmyndin er Ađalsteins Thorarensen.

Vel til fundiđ og tilvaliđ fyrir skákákhugamenn ađ lesa sér til um ţennan stórmerkilega atburđ.  Nánar má lesa um framtak Borgarbókasafnsins á Einvígiđ á BorgarbókasafninuSkákhorninu.  

Myndir (Ađalsteinn Thorarensen)


Íslendingar ađ tafli í Pardubice

Felix og SteinţórFimm Íslendingar sitja nú ađ tafli í Pardubice í Tékklandi ţar sem fram fer skákhátíđin Czech Open.  Ađalmótin hefjast 20. júlí, en ţá bćtast fleiri viđ, en ţessa dagana eru í gangi styttri mót.  Í dag hófust atskákmót sem lýkur á morgun.  

Smári Rafn Teitsson (2057) tekur ţátt í efsta flokki (G1).  Hann er nr. 128 af 164 keppendum.  Eftir 3 umferđir af 9 hefur Smári hlotiđ 1 vinning.  Hann hefur gert jafntefli viđ stigaháa andstćđinga (2366-2395).

Fjórir Íslendingar taka ţátt í flokki skákmanna međ minna en 1800 skákstig (G3).  Dawid Kolka (1532) og Felix Steinţórsson (2329) hafa 2 vinninga en Steinţór Baldursson, fađir Felix, og Róbert Leó Jónsson hafa 1 vinning. 

Ţađ er nokkuđ merkileg tilviljun ađ í fyrst umferđ mćtust feđgarnir Steinţór og Felix!


Ponomariov, Karjakin og Kramnik efstir í Dortmund

PonomariovPonomariov (2726), Karjakin (2779) og Kramnik (2799) eru efstir međ 3,5 vinning ađ loknum fimm umferđum á Dortmund Sparkasen-mótinu sem nú er í fullum gangi. 

Átta skákmenn taka ţátt í mótinu sem fram fer í 13.-22. júlí.  Međalstig eru 2711 skákstig.  Í tilefni afmćlis Hannesar Hlífars Stefánssonar, Jóns Viktors Gunnarssonar og Sćvars Bjarnasonar verđur frídagur á morgun, 18. júlí.   

Smári Rafn: Pistill frá Pardubice

Smári Rafn TeitssonŢriđjudaginn 10. júlí 2012 héldu ţrír skákmenn af stađ í skákferđ til Pardubice í Tékklandi. Ţetta voru ţeir Smári Rafn Teitsson (2057), ţjálfari Íslandsmeistara barnaskólasveita (Álfhólsskóla), og tveir nemendur hans: Dawíd Kolka (1532) og Róbert Leó Jónsson (1203). Flogiđ var til Stuttgart og svo var tekin lest til Munchen ţar sem gist var á Siddiqi Pension lengst í útjađri borgarinnar (neđanjarđarlest á síđustu stoppistöđ og svo strćtó líka á síđustu stoppistöđ!). Gćđin á ţeim gististađ voru reyndar ekki meiri en svo ađ eftir ađ hafa sloppiđ ţađan heilu á höldnu gekk hann undir nafninu "Shit í kúk", en nóg um ţađ.

11. júlí tókum viđ svo lest til Prag og ţađan ađra á áfangastađinn Pardubice. Viđ fundum eftir talsverđa leit blokkina sem viđ búum í (blokk F, íbúđ 602), hún er stađsett um 1km frá skákhöllinni.

12. júlí byrjađi svo alvaran, fyrsta mótiđ af fimm sem drengirnir taka ţátt í og fyrsta af fjórum hjá undirrituđum (strákarnir sitja nú, 17. júlí, ađ tafli í parahrađskákmóti). Um sjö umferđa opna liđakeppni var ađ rćđa, fjórir í liđi (F-mótiđ). Viđ fundum unga ţýska stelpu til ađ tefla međ okkur sem fjórđa mann, og ţótt hún hafi ekki fengiđ vinning erum viđ henni ţakklátir ađ hafa gefiđ okkur möguleikann á ađ taka ţátt. Viđ kölluđum liđiđ okkar Iceland (og biđjum alla velvirđingar á ađ hafa endađ í 91. sćti af 103!) .Bćđi Dawíd og ég hćkkum á stigum, og Róbert Leó, sem er ekki međ alţjóđleg stig, sýndi frammistöđu upp á 1801 stig. Sannarlega glćsilegt hjá Róberti, sem er ađ tefla af meiri styrk en ég hef áđur séđ hjá honum. Róbert Leó vann góđan sigur á +1900 stiga manni í fyrstu umferđ og kom í veg fyrir ađ viđ töpuđum á núllinu (viđ töpuđum aldrei á núllinu í ţessu móti og vorum nokkuđ sáttir međ ţađ, enda sterkt mót). Róbert vann einnig +1700 stiga mann og gerđi traust jafntefli viđ +1800 stiga mann. Róbert Leó fékk 2,5 v. í sex tefldum skákum (viđ fengum skottu í 4. umferđ).

Hjá Dawíd vantađi oft herslumuninn, en ţessi ellefu ára strákur er hér ađ öđlast mikilvćga reynslu. Hann fékk 1,5 v. af sex og hćkkar ţó um 22 stig. Hann gerđi jafntefli viđ 1922 stiga mann í 5. umferđ og vann svo örugggan sigur á 1738 stiga manni í 7. og síđustu umferđ.

Eftir ađ hafa tapađ naumlega fyrir 2084 stiga manni í fyrstu umferđ hrökk Smári í gang og tapađi ekki skák eftir ţađ. Í 2. umferđ pressađi ég (Smári) stíft til vinnings međ hvítu gegn Markusi Bach (2060), sem varđist vel og á endanum tók ég jafnteflibođi nr. 2. Í nćstu tveimur skákum vann ég býsna örugga sigra gegn 1900 stiga mönnum og í 6. umferđ kom heltraust jafntefli međ svörtu á móti Karel Krondraf (2173).

7. umferđin er svo kapítuli út af fyrir sig. Í mínu tilviki fyrir ţađ ađ skákin tefldist svona: 1 e4: 1-0. Búiđ. Mér fannst skrýtiđ strax í upphafi umferđarinnar ađ liđ andstćđinganna samanstóđ af ţrem eldri mönnum sem settust á borđ 2-4. Í ljós kom ađ mađurinn á 2. borđi ţorđi einfaldlega ekki ađ tefla viđ mig og ákvađ ađ hann ćtti meiri séns á mót ellefu ára snáđa. Ég get ekki neitađ ţví ađ ţađ hlakkađi dálítiđ í mér ţegar Dawíd tók hann síđan gjörsamlega í bakaríiđ. Ţessi mađur hélt ţví fram viđ mig ađ e-r 2010 stiga mađur myndi kannski og kannski ekki mćta innan klukkutíma og tefla á fyrsta borđi. Lúalegt, ţví ţessir ţrír vissu allir ađ skráđi fyrsta borđs mađurinn myndi aldrei mćta, ţví ţegar ég fór og kvartađi til skákstjóranna kom í ljós ađ sá hafđi ekki teflt eina einustu skák í mótinu. Skákstjórarnir sögđust ţó ekkert geta gert í málinu, en ađ hert yrđi á reglunum fyrir nćsta mót (töluđu um sektir og jafnvel brottvísanir fyrir svona framkomu). Ţetta kostađi okkur ađ hugsanlega fyrsti (og eini) sigur okkar í mótinu var tekinn af okkur vegna ţessarar óíţróttamannslegu framkomu andstćđinganna. Ég og Dawíd unnum, en Róbert og Anushka töpuđu, en öll hefđu ţau átt međ réttu ađ fá léttari andstćđinga. Talandi um óíţróttamannslega framkomu ţá var reyndar mesta dramatíkin á fjórđa borđi, ţar sem andstćđingarnir pirruđu hina tólf ára gömlu Anushku međ ţví ađ vera oft ađ tala á međan umferđinni stóđ, og vildi hún meina ađ ţeir hafi veriđ ađ rćđa leiki í skák hennar. Á endanum varđ hún mjög reiđ og neitađi ađ tefla áfram, en pabbi hennar taldi hana á ađ halda áfram. Ţađ gneistađi milli hennar og andstćđingsins og ţurfti skákstjórinn ađ standa yfir ţeim. Hann bađ mig ađ segja henni eftir skákina ađ hún hefđi sýnt óíţróttamannslega hegđun međ ţví ađ gefa ekki fyrr (hún var vissuleg miklu liđi undir). Rök hans voru m.a. ţau ađ andstćđingurinn hefđi getađ fengiđ hjartaáfall og dáiđ. Ţrátt fyrir ađ ţađ sé vissulega alltaf möguleiki finnst mér vafasamt ađ ćtla ađ banna henni ađ tefla til enda. Ég sagđi honum ađ patt vćri alltaf möguleiki, ţví hlyti hún ađ mega lifa í voninni um ţađ.

Í gćr 16. júlí var svo parakeppni, Czech pairs rapid open, umhugsunartími 10-5. Ég og Dawíd tefldum saman og Róbert tefldi međ rússneskum skákmanni. Róbert hélt áfram ađ tefla vel og vann međal annars 2060 stiga mann. Viđ Dawíd mćttum í fyrstu umferđ Rússunum GM Ramil Hasangatin (2504) og IM Iulia Mashinskaya (2285). Dawíd var hársbreidd frá jafntefli, en ég gerđi hiđ óvćnta og vann stórmeistarann, slíkt hefur ekki gerst hjá mér áđur. Ţetta var greinilega minn dagur, ţví ég vann einnig Vaclav Svoboda (2386) og fleiri góđa, og endađi međ sex v. af sjö í nokkuđ sterku móti. Minn besti árangur á ferlinum held ég ađ ég geti fullyrt. Í lokin voru nokkur pör lesin upp og verđlaunuđ, og ţar á međal Teitsson-Kolka. Ég veit reyndar ekki nákvćmlega fyrir hvađ, en allavega fannst mér viđ alveg eiga skiliđ verđlaun! Viđ vorum jafntefliskóngarnir, međ fimm jafnteflisviđureignir (1-1), einn sigur )2-0) og eitt tap (0-2). Gerđum samt engin jafntefli í skákum okkar!

Í dag 17. júlí tefldu svo Róbert og Dawíd á Blitz pairs open (umhugsunartími: 5-0) og enduđu í 23. sćti af 26. Mótiđ var sterkt, og árangurinn ţví fullkomlega viđunandi. Vegna góđs gengis Róberts í liđakeppninni varđ úr ađ hann tefldi á fyrsta borđi og Dawíd og 2. Róbert fékk 2,5 v. af 11 og Dawíd 6/11.

Í ferđinni ţađ sem af er höfum viđ ţrátt fyrir allt náđ ađ gera sitthvađ fleira en ađ tefla, međal annars fariđ tvisvar í sundhöllina og tvisvar í bíó. Veđriđ hefur veriđ sćmilegt, ţó ekkert spes. Felix og pabbi hans koma í dag og brátt bćtast einnig Hannes Hlífar, Hjörvar og Siggi Eiríks í hópinn. Á morgun og hinn tefla Smári, Róbert, Dawíd og Felix í Czech Rapid Open, umhugsunartími 15-10. Skákhátíđin í Pardubice samanstendur af mörgum mótum, ađalmótiđ Czech Open byrjar 20. júlí.

Skrifađ í Pardubice 17. júlí 2012

Smári Rafn Teitsson


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765348

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband