Leita í fréttum mbl.is

Smári Rafn: Pistill frá Pardubice

Smári Rafn TeitssonŢriđjudaginn 10. júlí 2012 héldu ţrír skákmenn af stađ í skákferđ til Pardubice í Tékklandi. Ţetta voru ţeir Smári Rafn Teitsson (2057), ţjálfari Íslandsmeistara barnaskólasveita (Álfhólsskóla), og tveir nemendur hans: Dawíd Kolka (1532) og Róbert Leó Jónsson (1203). Flogiđ var til Stuttgart og svo var tekin lest til Munchen ţar sem gist var á Siddiqi Pension lengst í útjađri borgarinnar (neđanjarđarlest á síđustu stoppistöđ og svo strćtó líka á síđustu stoppistöđ!). Gćđin á ţeim gististađ voru reyndar ekki meiri en svo ađ eftir ađ hafa sloppiđ ţađan heilu á höldnu gekk hann undir nafninu "Shit í kúk", en nóg um ţađ.

11. júlí tókum viđ svo lest til Prag og ţađan ađra á áfangastađinn Pardubice. Viđ fundum eftir talsverđa leit blokkina sem viđ búum í (blokk F, íbúđ 602), hún er stađsett um 1km frá skákhöllinni.

12. júlí byrjađi svo alvaran, fyrsta mótiđ af fimm sem drengirnir taka ţátt í og fyrsta af fjórum hjá undirrituđum (strákarnir sitja nú, 17. júlí, ađ tafli í parahrađskákmóti). Um sjö umferđa opna liđakeppni var ađ rćđa, fjórir í liđi (F-mótiđ). Viđ fundum unga ţýska stelpu til ađ tefla međ okkur sem fjórđa mann, og ţótt hún hafi ekki fengiđ vinning erum viđ henni ţakklátir ađ hafa gefiđ okkur möguleikann á ađ taka ţátt. Viđ kölluđum liđiđ okkar Iceland (og biđjum alla velvirđingar á ađ hafa endađ í 91. sćti af 103!) .Bćđi Dawíd og ég hćkkum á stigum, og Róbert Leó, sem er ekki međ alţjóđleg stig, sýndi frammistöđu upp á 1801 stig. Sannarlega glćsilegt hjá Róberti, sem er ađ tefla af meiri styrk en ég hef áđur séđ hjá honum. Róbert Leó vann góđan sigur á +1900 stiga manni í fyrstu umferđ og kom í veg fyrir ađ viđ töpuđum á núllinu (viđ töpuđum aldrei á núllinu í ţessu móti og vorum nokkuđ sáttir međ ţađ, enda sterkt mót). Róbert vann einnig +1700 stiga mann og gerđi traust jafntefli viđ +1800 stiga mann. Róbert Leó fékk 2,5 v. í sex tefldum skákum (viđ fengum skottu í 4. umferđ).

Hjá Dawíd vantađi oft herslumuninn, en ţessi ellefu ára strákur er hér ađ öđlast mikilvćga reynslu. Hann fékk 1,5 v. af sex og hćkkar ţó um 22 stig. Hann gerđi jafntefli viđ 1922 stiga mann í 5. umferđ og vann svo örugggan sigur á 1738 stiga manni í 7. og síđustu umferđ.

Eftir ađ hafa tapađ naumlega fyrir 2084 stiga manni í fyrstu umferđ hrökk Smári í gang og tapađi ekki skák eftir ţađ. Í 2. umferđ pressađi ég (Smári) stíft til vinnings međ hvítu gegn Markusi Bach (2060), sem varđist vel og á endanum tók ég jafnteflibođi nr. 2. Í nćstu tveimur skákum vann ég býsna örugga sigra gegn 1900 stiga mönnum og í 6. umferđ kom heltraust jafntefli međ svörtu á móti Karel Krondraf (2173).

7. umferđin er svo kapítuli út af fyrir sig. Í mínu tilviki fyrir ţađ ađ skákin tefldist svona: 1 e4: 1-0. Búiđ. Mér fannst skrýtiđ strax í upphafi umferđarinnar ađ liđ andstćđinganna samanstóđ af ţrem eldri mönnum sem settust á borđ 2-4. Í ljós kom ađ mađurinn á 2. borđi ţorđi einfaldlega ekki ađ tefla viđ mig og ákvađ ađ hann ćtti meiri séns á mót ellefu ára snáđa. Ég get ekki neitađ ţví ađ ţađ hlakkađi dálítiđ í mér ţegar Dawíd tók hann síđan gjörsamlega í bakaríiđ. Ţessi mađur hélt ţví fram viđ mig ađ e-r 2010 stiga mađur myndi kannski og kannski ekki mćta innan klukkutíma og tefla á fyrsta borđi. Lúalegt, ţví ţessir ţrír vissu allir ađ skráđi fyrsta borđs mađurinn myndi aldrei mćta, ţví ţegar ég fór og kvartađi til skákstjóranna kom í ljós ađ sá hafđi ekki teflt eina einustu skák í mótinu. Skákstjórarnir sögđust ţó ekkert geta gert í málinu, en ađ hert yrđi á reglunum fyrir nćsta mót (töluđu um sektir og jafnvel brottvísanir fyrir svona framkomu). Ţetta kostađi okkur ađ hugsanlega fyrsti (og eini) sigur okkar í mótinu var tekinn af okkur vegna ţessarar óíţróttamannslegu framkomu andstćđinganna. Ég og Dawíd unnum, en Róbert og Anushka töpuđu, en öll hefđu ţau átt međ réttu ađ fá léttari andstćđinga. Talandi um óíţróttamannslega framkomu ţá var reyndar mesta dramatíkin á fjórđa borđi, ţar sem andstćđingarnir pirruđu hina tólf ára gömlu Anushku međ ţví ađ vera oft ađ tala á međan umferđinni stóđ, og vildi hún meina ađ ţeir hafi veriđ ađ rćđa leiki í skák hennar. Á endanum varđ hún mjög reiđ og neitađi ađ tefla áfram, en pabbi hennar taldi hana á ađ halda áfram. Ţađ gneistađi milli hennar og andstćđingsins og ţurfti skákstjórinn ađ standa yfir ţeim. Hann bađ mig ađ segja henni eftir skákina ađ hún hefđi sýnt óíţróttamannslega hegđun međ ţví ađ gefa ekki fyrr (hún var vissuleg miklu liđi undir). Rök hans voru m.a. ţau ađ andstćđingurinn hefđi getađ fengiđ hjartaáfall og dáiđ. Ţrátt fyrir ađ ţađ sé vissulega alltaf möguleiki finnst mér vafasamt ađ ćtla ađ banna henni ađ tefla til enda. Ég sagđi honum ađ patt vćri alltaf möguleiki, ţví hlyti hún ađ mega lifa í voninni um ţađ.

Í gćr 16. júlí var svo parakeppni, Czech pairs rapid open, umhugsunartími 10-5. Ég og Dawíd tefldum saman og Róbert tefldi međ rússneskum skákmanni. Róbert hélt áfram ađ tefla vel og vann međal annars 2060 stiga mann. Viđ Dawíd mćttum í fyrstu umferđ Rússunum GM Ramil Hasangatin (2504) og IM Iulia Mashinskaya (2285). Dawíd var hársbreidd frá jafntefli, en ég gerđi hiđ óvćnta og vann stórmeistarann, slíkt hefur ekki gerst hjá mér áđur. Ţetta var greinilega minn dagur, ţví ég vann einnig Vaclav Svoboda (2386) og fleiri góđa, og endađi međ sex v. af sjö í nokkuđ sterku móti. Minn besti árangur á ferlinum held ég ađ ég geti fullyrt. Í lokin voru nokkur pör lesin upp og verđlaunuđ, og ţar á međal Teitsson-Kolka. Ég veit reyndar ekki nákvćmlega fyrir hvađ, en allavega fannst mér viđ alveg eiga skiliđ verđlaun! Viđ vorum jafntefliskóngarnir, međ fimm jafnteflisviđureignir (1-1), einn sigur )2-0) og eitt tap (0-2). Gerđum samt engin jafntefli í skákum okkar!

Í dag 17. júlí tefldu svo Róbert og Dawíd á Blitz pairs open (umhugsunartími: 5-0) og enduđu í 23. sćti af 26. Mótiđ var sterkt, og árangurinn ţví fullkomlega viđunandi. Vegna góđs gengis Róberts í liđakeppninni varđ úr ađ hann tefldi á fyrsta borđi og Dawíd og 2. Róbert fékk 2,5 v. af 11 og Dawíd 6/11.

Í ferđinni ţađ sem af er höfum viđ ţrátt fyrir allt náđ ađ gera sitthvađ fleira en ađ tefla, međal annars fariđ tvisvar í sundhöllina og tvisvar í bíó. Veđriđ hefur veriđ sćmilegt, ţó ekkert spes. Felix og pabbi hans koma í dag og brátt bćtast einnig Hannes Hlífar, Hjörvar og Siggi Eiríks í hópinn. Á morgun og hinn tefla Smári, Róbert, Dawíd og Felix í Czech Rapid Open, umhugsunartími 15-10. Skákhátíđin í Pardubice samanstendur af mörgum mótum, ađalmótiđ Czech Open byrjar 20. júlí.

Skrifađ í Pardubice 17. júlí 2012

Smári Rafn Teitsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hćhć

Skemmtileg ferđasaga! Gaman ađ sjá ađ ţiđ skemmtiđ ykkur vel og hversu vel hefur gengiđ ađ tefla. :)

Ţetta er greinilega mikil reynsla fyrir strákana!

Kv,

Katrín

Katrín Lilja Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 17.7.2012 kl. 22:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8765751

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband