Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Hrađskákkeppni taflfélaga 2012

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í átjánda sinn sem keppnin fer fram en Bolvíkingar eru núverandi meistarar.  Í fyrra var metţátttaka en ţá tóku 18 liđ ţátt í keppninni.  

Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.     

Dagskrá mótsins er sem hér segir:
  • 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 15. ágúst (hugsanleg forkeppni ef meira en 16 liđ taka ţátt)
  • 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 25. ágúst
  • 3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 5. september
  • 4. umferđ (úrslit): Um 15. september (líklegt ađ keppnin verđi sett á helgina 7.-9. september eđa 14-16. september.
Umsjónarađili getur heimilađ seinkanir viđ sérstakar ađstćđur.     

Skráning til ţátttöku rennur út 5. ágúst nk.   Forráđamenn taflfélaga eru vinsamlegast beđnir um ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa í síma 820 6533.
Tilkynna ţarf eftirfarandi:

Liđ
Liđsstjóri
Símanúmer liđsstjóra
Netfang liđsstjóra

Reglur keppninnar:
1.  Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
2.  Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.
3.  Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
4.  Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
5.  Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
6.  Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
7.  Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.
8.  Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
9.  Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
10.  Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
11.  Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.

Dagur međ góđan lokasprett í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2366) vann ungverska alţjóđlega meistarann Ervin Toth (2477) í 9. og síđsutu umferđ First Saturday-mótsins sem fór í dag.  Dagur vann ţví tvćr síđustu skákirnar.

Dagur hlaut 4,5 vinning og endađi í sjötta sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 2435 skákstigum og hćkkar hann um 9 stig fyrir hana.   

10 skákmenn tefldu í SM-flokki og var Dagur nćststigalćgstur keppenda.  Međalstig í flokknum voru 2428 skákstig.


Tikkanen sćnskur meistari (lagfćrt)

Hans Tikkanen (2573) varđ í dag sćnskur meistari skák í annađ skipti.  Fjórir keppendur urđu efstir og jafnir á sćnska meistaramótinu sem fram fór í Falun.   Ţađ var fullyrt hér í frétt á Skák.is í gćr ađ titilinn réđist á stigaútreikning.  Ţađ er ekki rétt heldur var haldin aukakeppni á milli efstu manna ţar sem hver keppandi hafđi 12 mínútur.  Ţar hafđi Tikkanen sigur en hann hlaut 2,5 vinning.

Lokastađan:
  • 1.-4. GM Hans Tikkanen (2573), GM Emanuel Berg (2573), IM Bengt Lindberg (2409) og IM Axel Smith (2491) 
  • 5.-6. GM Nils Grandelius (2570) og GM Pia Cramling (2489) 5 v.
  • 7. IM Erik Blomqvist (2457) 4,5 v.
  • 8. FM Erik Hedman (2381) 4 v.
  • 9. GM Jonny Hector (2530) 3,5 v.
  • 10. Eric Vaarala (2251) 1 v.

Heimasíđa mótsins

 


Álfhólsskólamenn tefldu í liđakeppni í Czech Open

Róbert LeóSkáksveit frá Íslandsmeisturum barnaskólasveita, Álfhólsskóli, tefldi í liđakeppni sem er hluti af skákhátíđinni Czech Open, sem fram fer í Pardubice í Tékklandi.  Í sveitinni tefldu Smári Rafn Teitsson (2057), liđsstjóri strákanna, Dawid Kolka (1532), Róbert Leó Jónsson og einn ungur Tékki til ađ fylla upp í skáksveitina.

Smári Rafn (2057), fékk 4 vinninga í 6 skákum, Dawid fékk 1,5 vinning og Róbert Leó fékk 2,5 vinning.  Dawid hćkkar um 22 stig en Smári Rafn um 5 stig. Róbert Leó hefur ekki alţjóđleg skákstig en frammistađa hans samsvarađi 1880 skákstigum.  

Ţeir munu tefla á atskákmóti sem fram fer nćstu daga en ađalkeppnin hefst ţann 20. júlí.  Ţar verđa landsliđsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjövar Steinn Grétarsson međal keppenda.  

 


Bragi einn sigurvegara á opna skoska meistaramótinu

 

Bragi Ţorfinnsson

Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2465) varđ einn sigurvegara á opna skoska meistaramótinu sem lauk í Glasgow í dag.  Bragi gerđi jafntefli viđ hvít-rússneska stórmeistarann Vitaly Teterev (2530) í lokaumferđinni.   Frammistađa Braga samsvararađi 2575 skákstigum og hćkkar hann um 15 stig fyrir hana.

Róbert Lagerman (2315) og Mikael Jóhann Karlsson (1929) unnu í lokaumferđinni.   Hjörvar Steinn Grétarsson (2507), Nökkvi Sverrisson (1973), Emil Sigurđarson (1808), Jón Trausti Harđarson (1774), Birkir Karl Sigurđsson (1709) og Óskar Long Einarsson (1571) gerđu jafntefli.

Jafnir Braga í efsta sćti urđu stórmeistararnir Momchil Nikolov (2556), Búlgaríu, Teterev, Jacob Aagaard (2506), Danmörku, og enski alţjóđlegi meistarinn Jonathan Hawkins (2499).

Lokastađa íslensku keppendanna:

  • 1.-5. Bragi Ţorfinnsson (2465) 7 v.
  • 11.-19. Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) 6 v.
  • 20.-32. Róbert Lagerman (2315) 5,5 v.
  • 33.-47. Nökkvi Sverrisson (1973) 5 v.
  • 48.-65. Mikael Jóhnn Karlsson (1929), Emil Sigurđarson (1808) og Jón Trausti Harđarson (1774) 4,5 v
  • 82.-93. Birkir Karl Sigurđsson (1709) 3,5 v.
  • 105.-108. Óskar Long Einarsson (1587) 2,5 v.

Sjö af níu íslensku keppenda hćkka á stigum fyrir frammistöđu sína.  Ţađ eru: Jón Trausti (39), Nökkvi (39), Emil (31), Óskar (23), Birkir (16), Bragi (15) og Mikael (4).  Ţađ voru ađeins Hjörvar (-1) og Róbert (-8) sem lćkka á stigum.  

116 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af voru 9 stórmeistarar og 13 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar var nr. 8 í stigaröđ keppenda, Bragi nr. 13 og Róbert nr. 25.

Hans Tikkanen sćnskur meistari í skák

Hans Tikkanen (2573) varđ í dag sćnskur meistari skák í annađ skipti.  Fjórir keppendur urđu efstir og jafnir á sćnska meistaramótinu sem fram fór í Falun.  En Svíarnir fara ađra leiđ en Íslendingar og Norđmenn, sem láta tefla um meistaratitilinn, en ţeir látu stigaútreikning ráđa.  Ţar varđ Tikkanen efstur fjögurra keppenda, á afar spennandi meistaramóti.  Berg (2573), Lindberg 2409) og Smith (2491) urđu jafnir Tikkanen ađ vinningum.

Lokastađan:

  • 1.-4. GM Hans Tikkanen (2573), GM Emanuel Berg (2573), IM Bengt Lindberg (2409) og IM Axel Smith (2491) 
  • 5.-6. GM Nils Grandelius (2570) og GM Pia Cramling (2489) 5 v.
  • 7. IM Erik Blomqvist (2457) 4,5 v.
  • 8. FM Erik Hedman (2381) 4 v.
  • 9. GM Jonny Hector (2530) 3,5 v.
  • 10. Eric Vaarala (2251) 1 v.

Heimasíđa mótsins

 


Dagur vann í nćstsíđustu umferđ

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2366) vann Ungverjann Gabor Balazs (2430) í áttundu og nćstsíđustu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag.  Dagur hefur 3,5 vinning og er í 7.-8. sćti.  Mótinu lýkur á morgun.

10 skákmenn tefla í SM-flokki og er Dagur nćststigalćgstur keppenda.  Međalstig í flokknum eru 2428 skákstig.


Skákţáttur Morgunblađsins: Spasskí var verđugur heimsmeistari

spassky2.jpgŢessa dagana er ţess minnst međ margvíslegum hćtti ađ 40 ár eru liđin síđan Fischer og Spasskí háđu einvígi sitt í Reykjavík. Á Ţjóđminjasafninu hefur síđan í mars stađiđ yfir sýning tengd einvíginu og Reykjavíkurborg mun í samvinnu viđ skákhreyfinguna minnast einvígisins međ afmćlisskákmóti í byrjun september nk. Ţađ er kannski ađ bera í bakkafullan lćkinn ađ falla um ţennan viđburđ en hin síđari ár hefur umfjöllun fjölmiđla ađ miklu leyti snúist um áskorandann „duttlungafulla" og kominn tími til ađ halda á lofti merki Spasskís. Ţó ađ hann hafi tapađ einvíginu vann hann samt hjörtu Íslendinga.

Ég er ekki viss um ađ margir hafi sett sig inn í afrekaskrá Spasskís ţegar einvígiđ hófst. Hann taldi síđar ađ árin frá 1964 til 1970 hefđu veriđ sín bestu og forvitnileg fannst mér sú stađhćfing hans ađ fáir hefđu stađist honum snúning í erfiđasta ţćtti skákarinnar, miđtöflunum.

Spasskí vann sex áskorendaeinvígi árin 1965 og ´68, gegn Keres, Geller (tvisvar), Tal, Larsen og Kortsnoj međ yfirburđum og í lokaeinvíginu gegn Kortsnoj ´68 sem fram fór í Kćnugarđi er hćgt ađ finna nokkur dćmi um hćfni Spasskís á sviđi miđtaflanna. Lítum á dćmi sem ratađi í bókina Hugsađu eins og stórmeistari:

7. einvígisskák:

ghtpar6c.jpg-Sjá stöđumynd 1-

Spasskí - Kortsnoj

Međ mikill hćgđ lék Spasskí óvćntan leik, 26. Db6. Ţegar mađur er í góđu formi ţá „koma svona leikir til manns," sagđi meistari nokkur. Spasskí vissi auđvitađ ađ stundum fyrirfinnst nokkuđ sem kalla má leikţröng í miđtafli. Ţađ var líka svolítill sálfrćđilegur undirtónn; Spasskí vildi bregđast viđ varnarhugmynd Kortsnojs, sem var ađ komast í tímahrakiđ sitt. Taldi sig geta svarađ í sömu mynt eftir hinn dularfulla leik, lék 26. ...Kg7 en ţá kom 27. Rd5! og Kortsnoj átti viđ óyfirstíganlega erfiđleika ađ etja og tapađi í 35 leikjum.

Spasskí vann lokaeinvígiđ viđ Kortsnoj áriđ 1968 6 ˝ : 3 ˝. Kortsnoj var ekkert blávatn, ţetta áriđ vann hann stórmótiđ í Wijk aan Zee međ 12 v. af 15 mögulegum og lagđi bćđi Reshevsky og Tal í áskorendaeinvígjunum. Kortsnoj reyndi ađ svara fyrir sig í nćstu skák:

8. einvígisskák:

Kortsnoj - Boris Spasskí

Vćngtafl

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. b3 b6 7. Bb2 Bb7 8. e3 c5 9. De2 Rc6 10. Hd1 Hc8 11. d3 Dc7 12. Rc3 Hfd8 13. Rh4 dxc4 14. bxc4 a6 15. Hab1 Ra7 16. Bxb7 Dxb7 17. Rf3 b5 18. Rd2 Dd7!

Byrjunin flokkast undir vćngtafl, ţessi leikur og 15. ... Ra7 eru eftirtektarverđir.

19. Rde4 b4! 20. Rxf6 Bxf6 21. Re4 Bxb2 22. Hxb2 f5 23. Rg5 Rc6 24. f4?

Hér missti Kortsnoj af besta leiknum, 24. d4! sem svartur getur svarađ međ 24. .. h6, ekki 24. ... cxd4 25. exd5 Rxd4? 26. Hxd4 Dxd4 27. Dxe6+ og vinnur.

24. ... e5 25. Dh5 h6 26. Rf3 De6 27. Rxe5 Rxe5 28. fxe5 Dxe5 29. He2 Hc6 30. Df3 Hcd6 31. Hed2 a5!

Möguleikar svarts eru betri vegna peđameirihlutans á a- og b-línunni.

32. Df4 De6 33. Kf2 a4 34. Ke2 g5 35. Df2 Kg7 36. h4 De5 37. Df3 He8 38. Kf2 gxh4 39. gxh4 Hg6 40. Hh1

ghtpar6g.jpg40. ... f4!

Gamalkunnugt ţema, leikur peđinu ofan í ţrćlvaldađan reit.

41. exf4 Dd4+ 42. Kf1 h5!

Rýmir h6-reitinn fyrir kónginn og hótar 43. ... He3. Kortsnoj gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. júlí 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Bragi efstur fyrir lokaumferđina - Hjörvar, Emil og Birkir unnu

Bragi ađ tafli á opna skoska

Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2465) gerđi jafntefli viđ jafntefli viđ búlgarska alţjóđlega meistarann Momchil Nikolov (2556) í áttundu og nćstsíđustu umferđ opna skoska meistaramótsins sem fór í gćr.  Bragi er í 1.-4. sćti fyrir lokaumferđina sem hefst nú kl. 12.  Ţá teflir Bragi sem fyrr á efsta borđi ađ ţessu sinni viđ hvít-rússneska stórmeistarann Vitaly Teterev.  

Jafnir Braga í efsta sćti eru Nikolov, Teterev og skoski FIDE-meistarinn Donald Holmes (2271).

Hjörvar Steinn Grétarsson (2505), Emil Sigurđarson (1808) og Birkir Karl Sigurđsson (1709) unnu allir í gćr.  Hjörvar vann Róbert Lagerman (2315) en bćđi Emil og Birkir Karl unnu töluvert stigahćrri andstćđinga.  Nökkvi Sverrisson (1973) gerđi einnig jafntefli viđ töluvert stigahćrri andstćđing.

Stađa íslensku keppendanna:
  • 1.-4. Bragi Ţorfinnsson (2465) 6,5 v.
  • 10.-19. Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) 5,5 v.
  • 31.-48. Róbert Lagerman (2315) og Nökkvi Sverrisson (1973) 4,5 v.
  • 49.-63. Emil Sigurđarson (1808) og Jón Trausti Harđarson (1774) 4 v.
  • 64.-80. Mikael Jóhann Karlsson (1929) 3,5 v.
  • 81.-98. Birkir Karl Sigurđsson (1709) 3 v.
  • 105.-110. Óskar Long Einarsson (1587) 2 v.

Skákir Braga og Hjörvars verđa sýndar beint á netinu kl. 12.  Bragi teflir á fyrsta borđi viđ Teterev eins og áđur hefur komiđ fram en Hjörvar viđ enska alţjóđlega meistarann Andrew Greet (2440)

116 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 9 stórmeistarar og 13 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 8 í stigaröđ keppenda, Bragi nr. 13 og Róbert nr. 25.


Búdapest: Dagur međ jafntefli í sjöundu umferđ

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2366) gerđi jafntefli viđ ungverska alţjóđlega meistarann Oliver Mihok (2443) í sjöundu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í gćr.  Dagur hefur 2,5 vinning og er í áttunda sćti.

10 skákmenn tefla í SM-flokki og er Dagur nćststigalćgstur keppenda.  Međalstig í flokknum eru 2428 skákstig.

Heimasíđa mótsins

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765568

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband