Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Giri efstur í Biel - Morozevich hćttur á mótinu

Anish Giri

Hollenski stórmeistarinn Anish Giri (296) er efstur á ofurskákmótinu í Biel eftir sigur á Bacrot (2713) í dag.  Giri hefur 7 stig (2˝ vinning).  Kínverjinn Wang Hao (2739) er annar međ 6 stig (2 stig) en hann vann Nakamura (2778) í dag.   

Stćrstu fréttir dagsins eru hins vegar ađ Morozevich (2770) hćtti í dag á mótinu eftir töp í tveimur fyrstu umferđunum.  Framvísađi hans lćknisvottorđi en Móri átti ađ tefla viđ Carlsen (2837) í dag.   Móldóvinn Bologan tekur sćti hans og teflir viđ Carlsen á frídaginn.  Sigrar Giri og Bacrot gegn Morozevich standa.   Bologan hefur sćst á ađ tefla bara átta skákir.   

Ţess má geta ađ Giri virđist vera í feiknaformi ţessa dagana.  Hann varđ fyrir skemmstu hollensku meistari, hlaut 6 vinninga í 7 skákum.  Íslandsvinirnir Sokolov (2676) og Erwin L´ami (2615) urđu í 2.-3. sćti međ 5 vinninga.


Ísbílsmótiđ á föstudag!

Róbert bangsiGlatt var á hjalla í Sumarskákhöllinni síđastliđinn föstudag. Yfir 20 keppendur mćttu og sem fyrr var keppandalistinn afar fjölbreyttur. Í fyrstu umferđ mátti Róbert Lagerman ţakka fyrir sigur gegn Gauta Páli, sem hefur veriđ í mikilli framför ađ undanförnu. Eftir ţennan heppnissigur stöđvađi ekkert Róbert sem sigrađi á mótinu međ sex vinninga af sex mögulegum.

Enn og aftur hlaut Vignir Vatnar barna- og unglingaverđlaunin og Sóley Lind Pálsdóttir varđ efst stúlkna. Stefán Davíđsson, hinn ungi nemandi Ölduselsskóla var dreginn út í happdrćttinu. Fengu sigurvegararnir allir veglega bókavinninga frá Sögum útgáfa.
 
Á föstudaginn kemur, í hádeginu 12:00, fer fram Ísbílsmótiđ. Spáđ er Ísbíllinnsólríku veđri og um mitt mótiđ mun Ísbíllinn renna í hlađ í Ţingholtsstrćtinu og gefa öllum keppendum ís.
 
Skák, ís og sól:)
 
Allir velkomnir í Sumarskákhöllina ađ Ţingholtsstrćti 37.


Fjölgar hjá Víkingum

Félagaskipti Ţorvarđar innsigluđHinn öflugi skákmađur Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2202) gekk á ţriđjudagskvöld í rađir Víkingaklúbbsins. Ţorvarđur Fannar er góđur liđstyrkur fyrir Víkingaklúbbinn í baráttunni í deildarkeppninni í vetur, en Ţorvarđur var áđur félagi í Skákdeild Hauka. Ţorvarđur er einnig frábćr liđsmađur sem teflir allar skákir i liđakeppnum og er manna iđnastur viđ skákborđiđ, en hann varđ nýlega öđlingur í skákinni (fertugur) og hélt upp á ţađ međ ţví ađ vinna Öđlingamótiđ 2012.  Ţađ var vel viđ hćfi ađ Hafnfirđingurinn knái, vigđist í Víkingaklúbbinn á heimasvćđi Golfklúbbsins Keilis í Hafnafirđi. 

Skammt er stórra högga á milli, ţví fyrr í sumar gekk hinn ţétti skákmađur og norski víkingur Hrannar Baldursson (2137) í Víkingaklúbbinn en Hrannar  var áđur í Skákdeild KR og úr sjálfu Svíalandi eđa Svíaríki kemur sćnskur landi sjálfs Gláms, enginn annar en GM Emanuel Berg (2573), en hann gekk einnig í Víkingaklúbbinn í vikunni. 

sjá nánar á
http://vikingaklubburinn.blogspot.com/


Hjörvar vann - Hannes međ jafntefli

Hjörvar óstöđvandi á 1. borđi Verzló: Vann allar 7 skákirnarAlţjóđlegi meistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2507), vann tékkneska alţjóđlega meistarann Pavel Simacek (2478) í 5. umferđ Czech Open sem fram fór í dag.  Hannes Hlífar Stefánsson (2515) gerđi hins vegar jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Julian-Marcel Jorcik (2399).  Hjörvar hefur 4 vinninga og er í 4.-20. sćti en Hannes hefur 3,5 vinning og er í 21.-57. sćti.

Í 6. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ bandaríska stórmeistarann og Íslandsvininn Robert Hess (2639), sem er nćststigahćstur keppenda, en Hannes viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Stanislav Korotkjevich (2401).  Skák Hjörvars verđur sýnd beint og hefst skákin kl. 13

Ísraelski stórmeistarinn Tamir Nabity (2582) er efstur međ fullt hús.

Í b-flokki vann Smári Rafn Teitsson (2057) en Sigurđur Eiríksson (1959) tapađi.  Smári hefur 3,5 vinning en Sigurđur hefur 1,5 vinning.

Í d-flokki vann Felix Steinţórsson (1329) en Dawid Kolka (1532) tapađi.  Felix hefur 2,5 vinning en Dawid hefur 1,5 vinning.

Í e-flokki vann Róbert Leó Jónsson sína skák en Steinţór Baldursson tapađi.  Róbert Leó hefur 3 vinninga en Steinţór hefur 1,5 vinning.

259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki.  Ţar af eru 48 stórmeistarar.  Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31. 



Davíđ sigrađi á afmćlismóti Allan Beardsworth

Jane og AllanHingađ kom til leiks um helgina góđur gestur Allan Beardsworth frá Manchester í Englandi.  Allan ţessi átti nýlega 50 ára afmćli og bauđ konan hans honum til Íslands í tilefni ţess.   Allan, sem var m.a. liđsstjóri Englendinga á ólympíuskákmótunum 2004 og 2006, byrjađi einmitt ađ tefla áriđ 1972 ţegar Einvígi aldarinnar fór fram. 

Allan sendi fyrirspurn til SÍ og spurđi hvort eitthvađ Stórgóđ ađstađa var í Iđnóskákmót vćri í gangi ţessa helgi.  Ekki var svo.  SÍ og Skákakademían rigguđu hins vegar upp smá bođsmóti í tilefni af komu Allan, sem fram fór í gćr í Iđnó.  Međal keppenda voru flestir fulltrúar Íslands á EM ungmenna, landsliđskonur, stjórnarmenn SÍ ađ ógleymdum Helga Ólafssyni stórmeistara.  

Gunnar, Allan og Davíđ sigurvegari mótsinsAllan var afar ánćgđur međ framtćkiđ og gaf skákbók eftir Kasparov, ţar sem fjallađ er um fyrirrennara hans á heimsmeistarastóli, ţá Spassky og Fischer.  

Davíđ Ólafsson kom sá og sigrađi á mótinu, hlaut 6 vinninga, Helgi Ólafsson varđ annar međ 5,5 vinning og Gunnar Björnsson varđ ţriđji međ 5 vinninga.  Allan (2200), Róbert Lagerman (2315) og Björn Ívar Karlsson (2254) komu svo í humátt á eftir međ 4,5 vinning.

Lokastađan:

Rank NameRtgPts
1FMDavid Olafsson23216
2GMHelgi Olafsson2547
3 Gunnar Bjornsson21105
4FMRobert Lagerman2315
5 Bjorn-Ivar Karlsson2254
6 Allan Beardsworth2200
7 Stefan Bergsson21754
8 Dagur Ragnarsson19134
9 Hallgerdur Thorsteinsdottir19573
10 Oliver Johannesson20473
11FMHalldor Gretar Einarsson22243
12 Oskar Long Einarsson15713
13 Stefan Mar Petursson15003
14 Hrafn Jokulsson1695
15 Vignir Vatnar Stefansson1590
16 Johanna Bjorg Johannsdottir18862
17 Eirikur K Bjornsson1970
18 Hilmir Freyr Heimisson1720



Hannes vann - Hjörvar međ jafntefli viđ stórmeistara

Hannes Hlífar StefánssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2515) vann rússnesku skákkonuna Aleksandra Goryachkinka (2354), sem er stórmeistari kvenna, í 4. umferđ Czech Open sem fram fór í dag.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) gerđi jafntefli viđ tékkneska stórmeistarann Petr Velicka (2462).  Báđir hafa ţeir 3 vinninga og eru í 18.-51. sćti.

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ ţýska alţjóđlega meistarann Julian-Marcel Jorcik (2399) en Hjörvar viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Pavel Simacek (2478).  

Indverski alţjóđlegi meistarinn Srinath Narayanan (2399) og ísraelski stórmeistarinn Tamir Nabity (2582) eru efstir međ fullt hús.

Í b-flokki unnu bćđi Smári Rafn Teitsson (2057) og Sigurđur Eiríksson (1959) sínar skákir.  Smári hefur 2,5 vinning en Sigurđur hefur 1,5 vinning.

Í d-flokki voru tefldar 2 umferđir í dag og hafa nú veriđ tefldar jafn margar umferđir í öllum flokkum.  Dawid Kolka (1532) fékk einn vinning en Felix Steinţórsson (1329) engan.  Felix hefur 2 vinninga en Dawid hefur 1,5 vinning.

Í e-flokki voru einnig tefldar tvćr umferđir.  Steinţór hlaut 1,5 vinning en Róbert Leó 1 vinning.  Róbert hefur 2 vinninga en Steinţór hefur 1,5 vinning. 

259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki.  Ţar af eru 48 stórmeistarar.  Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31. 



Biel-mótiđ hófst í dag - Giri og Wang Hao unnu - Carlsen gerđi jafntefli viđ Nakamura

Anish GiriStórmótiđ í Biel hófst í dag.   Ţar tefla sex skákmenn tvöfalda umferđ en međal keppenda er stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen.  Sá norski gerđi jafntefli viđ Nakamura (2778).  Ţađ var eina jafntefli dagsins ţví Anish Giri (2696) vann Morozevich (2770) og Wang Hao (2739) lagđi Bacrot (2713).


Hjörvar vann - Hannes međ jafntefli

photo 5Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) vann ţýska FIDE-meistarann Thomas Michalczak (2364) í 3. umferđ Czech Open sem fram fór í dag.  Hannes Hlífar Stefánsson (2515) gerđi jafntefli viđ FIDE-meistarnn  Thomas Michalczak (2364).   Hjörvar hefur 2,5 vinning og er í 12.-41. sćti en Hannes hefur 2 vinninga og er í 42.-99. sćti.

Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ tékkneska stórmeistarann Petr Velicka (2462) en Hannes viđ rússnesku skákkonuna Aleksandra Goryachkinka (2354).

Í b-flokki gerđi Smári Rafn Teitsson (2057) jafntefli en Sigurđur Eiríksson (1959) tapađi.  Smári hefur 1,5 vinning en Sigurđur hefur 0,5 vinning.

Í d-flokki vann Felix Steinţórsson (1329) aftur stigaháan andstćđing (1855) en Dawid Kolka (1532)photo 5 gerđi jafntefli.  Felix hefur 2 vinninga en Dawid hefur 0,5 vinning.

Í flokki töpuđu Róbert Leó Jónsson (1203) og Steinţór Baldursson.  Róbert hefur 1 vinning en Steinţór er enn ekki kominn á blađ.

259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki.  Ţar af eru 48 stórmeistarar.  Hannes er nr. 28 í stigaröđ keppenda en Hjörvar er nr. 31.  

 



Skákţáttur Morgunblađsins: 11. júlí og frćgasti afleikur skáksögunnar

Hópurinn og Fischer-húsiđŢann 11. júlí sl., ţegar 40 ár voru liđin frá ţeirri frćgu stund ađ fyrsta einvígisskák Fischers og Spasskís var tefld, var efnt til samkomu á annarri hćđ í litlu timburhúsi gegnt hinu virđulega Landsbankahúsi á Selfossi. Ţar voru mćttir fyrir tilstuđlan Gunnars Finnlaugssonar forsvarsmenn Árborgar, Bjarni Harđarson bóksali, Kristinn Friđfinnsson prestur, Guđni Ágústsson, forsvarsmenn skákhreyfingarinnar, og fleiri góđir gestir ađ ógleymdum Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara sem lagt hefur til húsnćđiđ fyrir safn helgađ minningu Fischers og jafnframt ađstöđu fyrir skákiđkun Flóamanna. Selfyssingar hafa áţreifanlega orđiđ ţess varir ađ einn koldimman janúar-morgun fyrir meira en fjórum árum var Bobby Fischer ekiđ síđasta spölinn um ađalgötu bćjarins. Leiđi hans viđ Laugdćlakirkju er vinsćll viđkomustađur ferđalanga. Í tilefni dagsins hafđi hafđi Gunnar Finnlaugsson stillt upp ţessari stöđu:

gmfpbinm.jpg1. einvígisskák:

Spasskí - Fischer

Um áttaleytiđ ţann ţann 11. júlí lék Fischer 29. ... Bxh2 og er ţar kominn einn frćgasti „afleikur" skáksögunnar. Fischer var tvísaga um ástćđurnar - sjá bćkurnar Bobby Fischer vs. the rest of the World eftir Brad Darrach og No regrets eftir Yasser Seirawan - en taliđ er ađ eftir 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 h3 33. Kg4 Bg1 34. Kxh3 Bxf2 hafi hann misst af 35. Bd2! sem fangar biskupinn.

Framhaldiđ varđ: 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 Ke7 33. Kg2 hxg3 34. fxg3 Bxg3 35. Kxg3 Kd6

Áhorfendum í Laugardalshöll var flestum ljóst ađ ţar sem a8-reiturinn var ekki á svćđi biskupsins, hlytu líkur á jafntefli ađ aukast verulega. Fjölskylduvinurinn Davíđ Davíđsson lćknir hélt yfir mér menntađan fyrirlestur um ađ hvítur mćtti aldrei leika peđinu til a5.

Spasskí lék nú 36. a4. Í bók sinni um einvígiđ fer Friđrik Ólafsson langt međ ađ sanna ađ 36. Kg4 sé nákvćmara og vinni. Athuganir Friđriks tók enski stórmeistarinn Jonathan Speelman síđar upp í bókinni Analysing the endgame og komst ađ ţví ađ svartur nćr jafntefli međ 36. ... Kd5! 37. Kh5 Ke4! 38. Kg6 e5! 39. Kxg7 f5. Ţetta verđur ekki hrakiđ, tölvuforritin stađfesta niđurstöđu Speelmans en vitanlega höfđu menn ekki slík tćki á dögum einvígisins.

Fischer lék 36. ... Kd5. Friđrik bendir á hversu rökréttur leikurinn sé, frá d5 getur kóngurinn haslađ sér völl á báđum vćngjum. 37. Ba3 Ke4. Friđrik og Speelman eru sammála um ađ 37. ... a6! sé best og svartur heldur jafntefli. Ein leiđin er 38. b6 Kc6 39. a5 Kd5 og eftir uppskipti á e-peđi hvíts heldur svarti kóngurinn til c8 og ţar sem peđiđ er komiđ til a5 getur hvítur ekki unniđ. 38. Bc5 a6 39. b6 f5? Ónákvćmur leikur. Eftir 39. ... e5! heldur svartur jafntefli. 40. Kh4! Smýgur inn fyrir varnargirđinguna. Eftir 40. ... f4 fór skákin í biđ og nákvćmar rannsóknir leiddu í ljós einfaldan vinning ţar sem leikţvingunum var óspart beitt: 41. exf4 Kxf4 42. Kh5 Kf5 43. Be3 Ke4 44. Bf2 Kf5 45. Bh4 e5 46. Bg5 e4 47. Be3 Kf6 48. Kg4 Ke5 49. Kg5 Kd5 50. Kf5 a5 51. Bf2 g5 52. Kxg5 Kc4 53. Kf5 Kb4 54. Kxe4 Kxa4 55. Kd5 Kb5 56. Kd6 - og Fischer gafst upp.

Hver er svo niđurstađan? Jú. Ţegar öll kurl eru komin til grafar ţá var frćgasti afleikur skáksögunnar, 29. ... Bxh2, ekki afleikur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. júlí 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Caruana vann Dortmund-mótiđ

Fabiano CaruanaÍtalski stórmeistarinn Fabiano Caruana (2775) bćtti enn einni rós í hnappagatiđ í dag ţegar hann sigrađi á Dortmund-mótinu.  Caruna og Karjakin (2779) urđu efstir og jafnir međ 6 vinninga en Caruana telst sigurvegari mótsins ţar sem hann vann fleiri skákir en Karjakin.  Ponomariov (2726), Kramnik (2799), Naiditsch (2700) og Leko (2730) urđu í 3.-6. sćti međ 5,5 vinning.

 

Lokastađan: 

RangTeilnehmerTitelTWZLandPunkte
1.Caruana,FabianoGM2775ITA6.0
2.Karjakin,SergeyGM2779RUS6.0
3.Ponomariov,RuslanGM2726UKR5.5
4.Kramnik,VladimirGM2799RUS5.5
5.Naiditsch,ArkadijGM2700GER5.5
6.Leko,PeterGM2730HUN5.5
7.Meier,GeorgGM2644GER4.0
8.Fridman,DanielGM2655GER3.5
9.Bartel,MateuszGM2674POL2.0
10.Gustafsson,JanGM2629GER1.5


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 8764967

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband