Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: 11. júlí og frćgasti afleikur skáksögunnar

Hópurinn og Fischer-húsiđŢann 11. júlí sl., ţegar 40 ár voru liđin frá ţeirri frćgu stund ađ fyrsta einvígisskák Fischers og Spasskís var tefld, var efnt til samkomu á annarri hćđ í litlu timburhúsi gegnt hinu virđulega Landsbankahúsi á Selfossi. Ţar voru mćttir fyrir tilstuđlan Gunnars Finnlaugssonar forsvarsmenn Árborgar, Bjarni Harđarson bóksali, Kristinn Friđfinnsson prestur, Guđni Ágústsson, forsvarsmenn skákhreyfingarinnar, og fleiri góđir gestir ađ ógleymdum Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara sem lagt hefur til húsnćđiđ fyrir safn helgađ minningu Fischers og jafnframt ađstöđu fyrir skákiđkun Flóamanna. Selfyssingar hafa áţreifanlega orđiđ ţess varir ađ einn koldimman janúar-morgun fyrir meira en fjórum árum var Bobby Fischer ekiđ síđasta spölinn um ađalgötu bćjarins. Leiđi hans viđ Laugdćlakirkju er vinsćll viđkomustađur ferđalanga. Í tilefni dagsins hafđi hafđi Gunnar Finnlaugsson stillt upp ţessari stöđu:

gmfpbinm.jpg1. einvígisskák:

Spasskí - Fischer

Um áttaleytiđ ţann ţann 11. júlí lék Fischer 29. ... Bxh2 og er ţar kominn einn frćgasti „afleikur" skáksögunnar. Fischer var tvísaga um ástćđurnar - sjá bćkurnar Bobby Fischer vs. the rest of the World eftir Brad Darrach og No regrets eftir Yasser Seirawan - en taliđ er ađ eftir 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 h3 33. Kg4 Bg1 34. Kxh3 Bxf2 hafi hann misst af 35. Bd2! sem fangar biskupinn.

Framhaldiđ varđ: 30. g3 h5 31. Ke2 h4 32. Kf3 Ke7 33. Kg2 hxg3 34. fxg3 Bxg3 35. Kxg3 Kd6

Áhorfendum í Laugardalshöll var flestum ljóst ađ ţar sem a8-reiturinn var ekki á svćđi biskupsins, hlytu líkur á jafntefli ađ aukast verulega. Fjölskylduvinurinn Davíđ Davíđsson lćknir hélt yfir mér menntađan fyrirlestur um ađ hvítur mćtti aldrei leika peđinu til a5.

Spasskí lék nú 36. a4. Í bók sinni um einvígiđ fer Friđrik Ólafsson langt međ ađ sanna ađ 36. Kg4 sé nákvćmara og vinni. Athuganir Friđriks tók enski stórmeistarinn Jonathan Speelman síđar upp í bókinni Analysing the endgame og komst ađ ţví ađ svartur nćr jafntefli međ 36. ... Kd5! 37. Kh5 Ke4! 38. Kg6 e5! 39. Kxg7 f5. Ţetta verđur ekki hrakiđ, tölvuforritin stađfesta niđurstöđu Speelmans en vitanlega höfđu menn ekki slík tćki á dögum einvígisins.

Fischer lék 36. ... Kd5. Friđrik bendir á hversu rökréttur leikurinn sé, frá d5 getur kóngurinn haslađ sér völl á báđum vćngjum. 37. Ba3 Ke4. Friđrik og Speelman eru sammála um ađ 37. ... a6! sé best og svartur heldur jafntefli. Ein leiđin er 38. b6 Kc6 39. a5 Kd5 og eftir uppskipti á e-peđi hvíts heldur svarti kóngurinn til c8 og ţar sem peđiđ er komiđ til a5 getur hvítur ekki unniđ. 38. Bc5 a6 39. b6 f5? Ónákvćmur leikur. Eftir 39. ... e5! heldur svartur jafntefli. 40. Kh4! Smýgur inn fyrir varnargirđinguna. Eftir 40. ... f4 fór skákin í biđ og nákvćmar rannsóknir leiddu í ljós einfaldan vinning ţar sem leikţvingunum var óspart beitt: 41. exf4 Kxf4 42. Kh5 Kf5 43. Be3 Ke4 44. Bf2 Kf5 45. Bh4 e5 46. Bg5 e4 47. Be3 Kf6 48. Kg4 Ke5 49. Kg5 Kd5 50. Kf5 a5 51. Bf2 g5 52. Kxg5 Kc4 53. Kf5 Kb4 54. Kxe4 Kxa4 55. Kd5 Kb5 56. Kd6 - og Fischer gafst upp.

Hver er svo niđurstađan? Jú. Ţegar öll kurl eru komin til grafar ţá var frćgasti afleikur skáksögunnar, 29. ... Bxh2, ekki afleikur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. júlí 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 8765360

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband