Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Carlsen og Karjakin efstir í Bazna - Carlsen sigurvegari á stigum og aftur stigahćsti skákmađur heims

Karjakin og CarlsenCarlsen (2815) og Karjakin (2776) gerđu jafntefli í lokaumferđ Bazna-mótsins sem lauk í Rúmeníu í dag.  Ţeir urđu ţar međ efstir og jafnir.   Ţeir voru á allt öđru leveli en ađrir keppendur.   Carlsen telst sigurvegari á stigum.  Međ sigrinum hćkkar Carlsen um 5 stig og endurheimtir efsta sćtiđ á skákstigalistanum af Anand.  Karjakin hćkkar um 12 stig, fer upp fyrir Kramnik, og er nú fjórđi stigahćsti skákmađur heims á eftir Carlsen, Anand og Aronian.   Ivanchuk vann Nakamura međ miklum stćl í lokaumferđinni.  

Lokastađan:
  • 1.-2. Carlsen (2815) og Karjakin (2776) 6˝ v. 
  • 3.-4. Nakamura (2774) og Radjabov (2744) 4˝ v.
  • 5.-6. Nisipeanu (2662) og Ivanchuk (2776) 4 v.

Heimasíđa mótsins


Myndir frá Trékyllisvík

Rúnar tekur viđ verđlaunum

Laugardaginn 18. júní var svo stór stund í samkomuhúsinu í Trékyllisvík ţegar 43 keppendur settust ađ tafli á sannkölluđu stórmóti. Međal keppenda voru fulltrúar úr öllum fjórđungum og börn settu sterkan svip á mótiđ. Teflt var um meistaratitil Trékyllisvík og styttu af Kýrusi Persakóngi, sem í eina tíđ stjórnađi víđlendasta ríki jarđarinnar. Rúnar Sigurpálsson sigrađi í Trékyllisvík, hlaut hvorki meira né minnna en 8,5 vinninga í  9 Róbert og Jóhannskákum. Nćstur varđ Jóhann Hjartarson, en bronsinu deildu Björn Ívar Karlsson, Róbert Lagerman og Ţorvarđur F. Ólafsson.

Fjölda mynda frá stórmótinu í Trékyllisvík, langflestar teknar af Hrafni Jökulssyni, má finna í myndaalbúmi mótsins.

Myndaalbúm frá Trékyllisvík


Róbert tefldi fjöltefli í Trékyllisvík á ţjóđhátíđardaginn

1Skákhátíđin á Ströndum hófst á föstudaginn, 17. júní, ţegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Meistarinn tefldi klukkufjöltefli á 9 borđum, og hafđi 20 mínútna umhugsunartíma. Róbert hafđi ţví í raun ađeins rúmlega tvćr mínútur ađ međaltali fyrir hverja skák, og varđ viđureignin ţví ćsispennandi. Leikar fóru svo ađ Róbert sigrađi í 8 skákum en gerđi jafntefli gegn Kristjáni Albertssyni,2 Melabónda, sem um langt skeiđ hefur veriđ međal sterkustu skákmanna á Ströndum.

Hrafn Jökulsson tók myndir frá fjölteflinu sem finna má í međfylgjandi myndaalbúmi.   Fleiri myndir frá skákhátíđinni á Ströndum eru vćntanlegar á nćstum dögum á Skák.is.

Myndir frá fjöltefli Róberts


Karjakin vann Ivanchuk í 22 leikjum - mćtir Carlsen í úrslitaskák á morgun

Karjakin (2776) vann Ivanchuk (2776) í ađeins 22 leikjum í 9. og nćstsíđustu umferđ Bazna-mótsins sem fram fór í dag.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Karjakin náđi ţar međ Carlsen (2815) ađ vinningum.  Ţeir mćtast í lokaumferđinni á morgun og ţar mun Nojarinn stýra hvítu köllunum.   Lokaumferđin hefst kl. 10:30 ađ íslenskum tíma og ef ţekkja má ungu mennina rétt verđur ekki samiđ stutt jafntefli heldur barist til ţrautar.  

Stađan:
  • 1. Carlsen (2815) og Karjakin (2776) 6 v.
  • 3. Nakamura (2774)  4˝ v.
  • 4. Radjabov (2744) 4 v.
  • 5. Nisipeanu (2662) 3˝ v.
  • 6. Ivanchuk (2776) 3 v.

Heimasíđa mótsins


Norđurfjarđarmeistarinn

Gunnar og HrafnGunnar Björnsson er Norđurfjarđarmeistari í skák en mótiđ fór fram í Kaffi Norđurfirđi í dag.  Gunnar hlaut 5˝ í sex skákum og bćtist í fríđan hóp Norđurfjarđarmeistara en fyrri Norđurfjarđarmeistarar eru Henrik Danielsen, Jóhann Hjartarson og Róbert Lagerman.  Jóhann varđ í 2.-4. sćti, hálfum vinningi á eftir Norđurfjarđarmeistaranum ásamt Rúnari Sigurpálssyni og Jóni Kristni Ţorgeirssyni.  Metţátttaka var á mótinu og var hvert einasta borđ setiđ.

Nánar um mótiđ og sjálfa skákhátíđinna síđar.  Myndir eru einnig vćntanlegar á vefinn á nćstum dögum.  Ţeir sem hafa góđir myndir frá Ströndum eru vinsamlegast beđnir um ađ senda ţćr á frettir@skaksamband.is.

 


Carlsen efstur í Bazna

Öllum skákum áttundu umferđar Kóngamótsins í Bazna lauk međ jafntefli í dag.  Carlsen (2815) hefur ţví sem fyrr hálfs vinnings forskot á Karjakin (2776).  Níunda og nćstsíđata umferđ fer fram á morgun.

Stađan:

  • 1. Carlsen (2815) 5˝ v.
  • 2. Karjakin (2776) 5 v4.
  • 3. Nakamura (2774)  v.
  • 4. Radjabov (2744) 3˝ v.
  • 5.-6. Ivanchuk (2776) og Nisipeanu (2662) 3 v.

Heimasíđa mótsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Anand ver heimsmeistaratitilinn gegn Gelfand á nćsta ári

Anand og GelfandÁskorendakeppninni sem hófst í byrjun maí í Kazan í Rússlandi lauk međ ţví ađ Ísraelsmanninum Boris Gelfand tókst ađ vinna síđustu einvígisskákina og ţar međ einvígiđ 3˝:2˝. Af 30 kappskákum sem tefldar voru í Kazan lauk 27 međ jafntefli. Ţótt keppnin hafi veriđ vel skipulögđ telst hún vart marktćk ţví ţarna vantađi meistara á borđ viđ Magnús Carlsen og Vasilí Ivantsjúk. Hjáseta Magnúsar olli vonbrigđum en hann telur heimsmeistarakeppnina ekki í takt viđ nútímann. Gagnstćtt sjónarmiđ heyrist oft; ađ ákveđin íhaldssemi sé ćskileg - ađ heimsmeistaratitillinn eigi ađ vinnast í einvígi.

Greinarhöfund rekur ekki minni til ađ í heimsmeistaraeinvígjunum, sem hófust í lok 19. aldar, hafi mótstöđumennirnir báđir veriđ komnir yfir fertugt, Anand fćddist 1969 og Gelfand 1968. Viktor Kortsnoj stóđ á fimmtugu ţegar hann tefldi viđ ţrítugan Karpov í Merano á Ítalíu 1981 og Botvinnik var 50 ára ţegar hann vann titilinn af 24 ára gömlum Mikhail Tal áriđ 1961.

Anand og Gelfand eru báđir af „gamla skólanum". Ţeir hlutu skákuppeldi sitt ţegar tímamörkin voru 2˝ klst. á 40 leiki, biđskákir voru viđ lýđi og menn roguđust međ 10-15 kíló af skákbókum og -blöđum á milli móta. Annađ nesti sem hefur enst ţeim býsna vel eru heimsmeistaraeinvígin fimm sem Kasparov og Karpov háđu árin 1984-'91.

Boris Gelfand tefldi á 1. borđi Sovétmanna á síđasta ólympíumóti gamla skákstórveldisins áriđ 1990 er ţrátt fyrir góđa frammistöđu á síđustu árum er hann ekki talinn eiga mikla möguleika gegn Anand sem er honum fremri á nćr öllum sviđum skákarinnar. Anand hafđi yfirburđi í sex skáka einvígi sem hann háđi viđ Alexei Shirov í Leon á Spáni á dögunum og vann 4˝:1˝. Shirov ratađi í mikil vandrćđi gegn CaroKannvörninni og tapađi tvisvar, fyrst í ađeins 17 leikjum og međ tilţrifum í ţeirri fimmtu:

Alexei Shirov - Wisvanathan Anand

Caro-Kannvörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. h4

Ţriđja skákin gekk ţannig fyrir sig: 4. g4 Bd7 5. c4 e6 6. Rc3 c5!? 7. cxd5 exd5 8. dxc5 Bxc5 9. Bg2 Re7 10. h3 Db6 11. De2 0-0O 12. Rf3 d4 13. Re4 Bb5! 14. Dd2 Rbc6 15. a3 Rg6 16. b4 Be7 17. Bb2 Hfd8 - og nú var Shirov búinn ađ fá nóg og gafst upp!

4.... h5 5. Bg5 Db6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Da6 8. Df3 e6 9. Re2 c5 10. c3 Rc6 11. Rd2 Rge7 12. Rb3 cxd4 13. cxd4 Rf5 14. 0-0 Be7 15. Bxe7 Rcxe7 16. g3 b6 17. Rf4 g6 18. Rh3 0-0 19. Df4 De2 20. Hfd1 Hac8 21. Hd2 Dg4 22. Dxg4 hxg4 23. Rg5 a5!

Svarta stađan er betri vegna ţess ađ peđastađa hans er mun heilsteyptari.

24. f3 Hc4 25. Kf2 Hfc8 26. fxg4 Rh6 27. Had1 a4 28. Ra1 Rxg4+ 29. Kf3 Rh6 30. Kf4

Annar möguleiki var 30. g4 a3! 31. bxa3 Hc3+ 32. Hd3 Hxd3+ 33. Hxd3 Hc1 34. Rb3 Hg1 o.s.frv.

30.... Ref5 31. Rf3 b5 32. Re1

Nú setur Anand af stađ magnađa atburđarás.

32.... f6! 33. exf6

ghdnjh5v.jpg- sjá stöđumynd-

33.... e5+! 34. Kxe5 Re3 35. Hb1 He8+ 36. Kf4 Hc6!

Allir menn svarts taka skyndilega ţátt í atlögu ađ hvíta kónginum.

37. Kg5 He4 38. Kxh6 Hg4?

Best var 38.... Rg4+ t.d. 39. Kxg6 Hxf6+ 40. Kg5 Kg7! međ óverjandi hótun: 41.... Hg6+ 42. Kf5 Rh6 mát. Nú getur Shirov bjargađ jafntefli međ 39. f7+! Kxf7 40. Kh7! en missir af tćkifćrinu.

39. Hf2? Rf5+ 40. Hxf5 gxf5 41. Kh5 Hc7!

- og Shirov gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. júní 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar Steinn tók 50 skákir a 17. júní

CIMG2089Skákakademíra Reykjavikur tefldi Hjörvari Steini Grétarssyni, nýkomnum frá Búdapest međ aáfanga ađ Alţjođlegum titli í vasanum, fram gegn ţeim sem ţorđu viđ útitafliđ ţann 17.júní.

Hundruđ manna kíktu a kappann ţar sem hann stođ i ströngu, enda ţorđu svo margir ađ biđröđ myndađist og ekki eitt autt borđ, af ţeim fjórtán sem voru i gangi i einu, í tvo og hálfan tíma. Fjörutíu og ţrír efnilegir eđa ţrćlsterkir skakmenn komust ađ og sumir voru ósáttir viđCIMG2071 ađ tapa í hörkuskákum og skoruđu umsvifalaust aftur a meistarann. Ţeirra a međal voru Vignir Vatnar Stefánsson, hinn smái en knái, sem sigrađi glćsilega og Kanadamađurinn David Mendelson sem nađi jöfnu og var himinlifandi. Ingvar Egill Vignisson náđi ađ landa sigri og Ađalsteinn Thorarensen og Leo Curtis, sex ára, gerđu jafntefli.

Ţegar taflmennsku atti ađ vera lokiđ, klukkan fjögur,  var enn biđröđ og nokkrir komust ađ ađur en borđin voru tekin sCIMG2075aman og siđasta skákin klarađist uppúr hálffimm. Ţa var Hjörvar búinn ađ ganga í hringi í tvo og hálfan tíma og hélt griđarlega góđum međalhrađa. Hann stóđ sig eins og sönn hetja.

Ţatttakendur komu m.a.  frá Ţýskalandi, Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi og Serbíu og voru hörkuskákmenn ţarna a međal.

Viđ útitafliđ var stanslaust teflt og naut viđburđurinn verđskuldrar athygli.

Umsjón viđburđarins var í öruggum höndum Arnars Valgeirssonar.

Fjöltefli Hjörvars

 


Rúnar sigurvegari í Trékyllisvík

Rúnar Sigurpálsson sigrađi á ađalmóti skákhátíđinnar á Ströndum sem fram fór í Trékyllisvík í gćr.  Rúnar hlaut 8,5 vinning í 9 skákum og sló ţar viđ engum öđrum en Jóhanni Hjartarsyni sem var annar međ 8 vinninga.  Björn Ívar Karlsson, Róbert Lagerman og Ţorvarđur F. Ólafsson urđu í 3.-5. sćti međ 6,5 vinning.

Óvćnt úrslit settu svip sinn á mótiđ og mátti margur góđur skákmađurinn lúta í gras fyrir ungum og efnilegum skákmönnum.  Engin nöfn verđa ţau nefnd í ţau sambandi á ţessu stigi.  43 skákmenn tóku ţátt.  

Eftir skákmótiđ og leikinn gegn Dönum var tekinn fótboltaleikur á milli Strandamanna og (Stranda)Glópa.  Glóparnir höfđu betur 7-5 í hörkuleik ţar sem einn Glópanna setti ţrennu.

Nánar verđur fjallađ um mótiđ síđar og myndir vćntanlegar.   Rétt er ţó geta ţess ađ Róbert Lagerman var valinn heiđursmađur mótsins og Heimir Páll Ragnarsson fékk verđlaun fyrir bestan klćđnađ.  

Á morgun verđur hrađskákmót á Kaffi Norđurfirđi ţar sem bestu hamborgarar landsins ku víst fást.

Heildarúrslit mótsins:

Place Name                           Score M-Buch. Buch. Progr.

  1   Rúnar Sigurpálsson             8.5      39.5  51.5   43.0
  2   Jóhann Hjartarson              8        43.0  55.0   40.0
 3-5  Björn Ívar Karlsson            6.5      42.5  55.5   35.5
      Róbert Lagerman                6.5      41.0  52.5   33.5
      Ţorvarđur Ólafsson             6.5      36.5  48.5   32.5
 6-9  Guđmundur Gíslason             6        39.5  52.0   34.0
      Eiríkur Björnsson              6        38.5  51.0   33.0
      Stefán Ţór Sigurjónsson        6        38.5  50.0   34.0
      Einar Valdimarsson             6        34.0  42.5   31.0
10-13 Vigfús Ó. Vigfússon            5.5      37.0  47.5   29.5
      Jón Kristinn Ţorgeirsson       5.5      36.5  46.5   34.0
      Csaba Daday                    5.5      34.5  44.0   26.5
      Jörundur Ţórđarsson            5.5      32.0  41.5   27.0
14-20 Stefán Bergsson                5        35.0  45.0   27.0
      Hrund Hauksdóttir              5        33.5  42.0   24.5
      Stefán Karlsson                5        33.0  44.5   24.0
      Hjörtur Jóhannson              5        32.0  39.5   23.0
      Jón Birgir Einarsson           5        31.5  40.5   23.0
      Gunnar Björnsson               5        30.5  38.5   23.0
      Heimir Páll Ragnarsson         5        28.0  36.5   22.0
21-23 Gunnar Nikulásson              4.5      35.0  44.0   26.0
      Böđvar Böđvarsson              4.5      34.0  42.0   22.5
      Óskar Long Einarsson           4.5      28.5  38.0   20.5
24-32 Magnús Gíslason                4        36.0  46.0   25.0
      Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4        34.0  44.5   23.5
      Haukur Halldórsson             4        32.0  42.0   20.0
      Guđmundur V. Guđmundsson       4        29.5  39.5   22.0
      Ţorgeir Smári Jónsson          4        27.5  35.5   20.0
      Björn Torfason                 4        26.5  36.5   17.0
      Ingólfur Benediktsson          4        26.5  35.0   20.0
      Donika Kolica                  4        25.0  32.5   17.0
      Skarphéđinn Jónsson            4        23.0  30.5   14.5
33-34 Gauti Páll Jónsson             3.5      34.0  41.5   20.5
      Birkir Karl Einarsson          3.5      25.0  33.0   10.0
35-40 Kristján Albertsson            3        29.5  37.5   18.0
      Númi Ingólfsson                3        28.0  36.0   13.0
      Guđmundur R. Guđmundsson       3        26.0  33.5   16.0
      Kristján Ingi Svafarsson       3        25.0  32.0   13.0
      Haukur Eiríksson               3        24.5  31.0   11.0
      Sigurlaug Jóhannsdóttir        3        24.0  31.0   14.0
 41   Ásta Ţorbjörg Ingólfssdóttir   2.5      22.5  30.0    8.5
42-43 Kári Ingvarsson                2        24.5  31.5    8.0
      Karitas Gyđa Sigurđardóttir    2        24.0  30.5   10.0
 


Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga 24.-26. júní

Landsmót UMFÍ 50 + verđur haldiđ á Hvammstanga helgina 24. - 26. júní. UMFÍ hefur haldiđ fjölmörg Landsmót í gegnum tíđina. Nú er kominn tími til ađ ţeir sem eru 50 ára og eldri fáiđ ađ njóta sín á Landsmóti. Aldrei áđur hefur veriđ haldiđ Landsmót fyrir 50 ára og eldri ţví er um stórviđburđ ađ rćđa.

Mótiđ er fjölskylduhátíđ međ fjölbreyttri dagskrá ađal áhersla er lögđ á gleđi og hafa gaman. Ásamt keppni í hinum ýmsu íţróttagreinum verđa fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga ađ finna eitthvađ viđ sitt hćfi ţessa helgi sem mótiđ fer fram. 

Framkvćmd mótsins verđur í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi viđ sveitarfélagiđ Húnaţing vestra. Ađrir samstarfsađilar ađ mótinu eru Félag áhuga fólks um íţróttir aldrađra og Landssamband eldri borgara. 

Keppnisgreinar á mótinu verđa : Línudans,Blak, Bridds, Boccia, Badminton, Frjálsar íţróttir, Fjallaskokk, Hestaíţróttir, Golf, Pútt, Skák, Sund, ţríţraut

Ađstađa á Hvammstanga til íţróttaiđkana er góđ.  Húnaţing vestra rekur íţróttamiđstöđ á Hvammstanga. Íţróttahús var byggt viđ búningsađstöđu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íţróttamiđstöđ Húnaţings vestra var svo formlega opnuđ ţann 4. september 2002. Ţá er ţar risin glćsileg reiđhöll.

Frekari upplýsingar um mótiđ er ađ finna á  www.landsmotumfi50.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband