Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Carlsen vann Ivanchuk og er efstur í Bazna

Magnus Carlsen (2815) vann Ivanchuk (2776) í 7. umferđ Kóngamótsins í Bazna sem fram fór í dag og er efstur međ 5 vinninga.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Karjakin (2776) er annar međ 4,5 vinning.

Stađan:


  • 1. Carlsen (2815) 5 v.
  • 2. Karjakin (2776) 4˝ v.
  • 3. Nakamura (2774) 3˝ v.
  • 4. Radjabov (2744) 3 v.
  • 5.-6. Ivanchuk (2776) og Nisipeanu (2662) 2˝

Heimasíđa mótsins

 

 


Mjóddarmót Hellis fer fram 25. júní

Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 25. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Síđasta ár sigrađi Arion banki en fyrir ţá tefldi Bragi Ţorfinnsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.isŢátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Forsetaliđiđ sigrađi í tvískákinni - ađalmótiđ hefst í dag

Forsetaliđiđ sigrađi í tvískákinni sem fram Djúpavík á Ströndum í ţćr.  Ţađ skipuđu Gunnar Björnsson, forseti Sí, og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, auk ţess sem varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman greip í eina skák sem varamađur ţegar mikiđ lá viđ.   Forsetarnir komu jafnir í mark međ 5 vinninga í sex mögulegum ásamt Birni Ívari Karlssyni og Jón Kristni Ţorgeirsson og Einari Valdimarssyni og Hrund Hauksdóttur en höfđu betur efstir stigaútreikning og fengu nýju plötuna hans Bubba í verđlaun.

Alls tóku 13 pör ţátt, sem er metţátttaka í tvískákinni.  Sama liđ sigrađi einnig í fyrra og Hrafn áriđ ţar áđur sem Jorge Fonseca svo Hrafn hefur veriđ ákaflega sigursćll í tvískákinni.

Í dag hefst svo hápunktur skákhátíđinnar međ 9 umferđa móti međ 10 mínútna umhugsunartíma. Stigahćstur keppenda er Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák en međal annarra keppenda má nefna áđurnefnand Róbert, Guđmund Gíslason, Ţorvarđ Fannar Ólafsson, Rúnar Sigurpálsson, Björn Ívar  Karlsson, Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.  

Ítarlegri fréttir og myndir vćntanlegar síđar. 


Carlsen og Karjakin efstir í Bazna

Jafnaldarnir Magnus Carlsen (2815) og Sergey Karjakin (2776) eru efstir og jafnir međ 4 vinninga ađ lokinni 6. umferđ Kóngamótsins sem fram fór í dag í Bazna í Rúmeníu.  Karjakin vann Niksipeanu (2662) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.  

 Stađan:


  • 1. Carlsen (2815) og Karjakin (2776)  4 v.
  • 3. Nakamura (2774) 3 v.
  • 4.-5. Radjabov (2744) og Ivanchuk (2776) 2˝
  • 6. Nisipeanu (2662) 2 v.

Heimasíđa mótsins


Hjörvar međ fjöltefli í dag

Skákakademía ReykjavíkurHjörvar Steinn Grétarsson er nýkominn frá Búdapest ţar sem hann náđi fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og gerđi jafnframt atlögu ađ sínum fyrsta stórmeistaraáfanga. Sannarlega glćsilegur Hjörvarárangur hjá Hjörvari sem hefur veriđ afar sigursćll á ţessu ári og nćgir ađ nefna sigur á atskákmóti Íslands. Á ţjóđhátíđardaginn mun Hjörvar tefla fjöltefli viđ gesti og gangandi. Fjöltefliđ mun fara fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu og hefst klukkan 14:00. Allir velkomnir.

Mótaţrenna á Ströndum: Teflt í Hótel Djúpavík, samkomuhúsinu Trékyllisvík og Kaffi Norđurfirđi

Skákhátíđ á Ströndum hefst međ tvískákmóti í Hótel Djúpavík, föstudaginn 17. júní klukkan 20. Daginn eftir klukkan 13 verđur hiđ árlega stórmót, sem stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson hafa unniđ síđustu árin. Ákveđiđ hefur veriđ ađ fćra mótiđ úr gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík í hiđ vistlega samkomuhús í Trékyllisvík. Ţar verđur keppt um 100 ţúsund króna verđlaunapott, auk glćsilegra vinninga frá 66 Norđur, Eddu, Forlaginu, Senu, Henson, Sögum útgáfu, UMF Leifi heppna o.fl.

Á laugardagskvöld fer fram ,,landsleikur" í fótbolta, ţar sem gestir hátíđarinnar keppa viđ knáa liđsmenn úr Ungmennafélaginu Leifi heppna. Áhugasamir liđsmenn eru ţví beđnir um ađ taka međ sér viđeigandi skó.

Á sunnudaginn klukkan 13 verđur svo glćsilegur lokapunktur settur á skákhátíđina međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.

Veđurspá fyrir helgina er ágćt, og ekki mun vćsa um keppendur á hlýlegum og skemmtilegum mótsstöđum. 

Allir eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis.


Carlsen efstur í hálfleik í Bazna

Magnus Carlsen (2815) er efstur í hálfleik í Bazna.  Carlsen vann í dag heimamanninn Nisipeanu (2662) og hefur 3,5 vinning eftir 5 umferđir.  Jafnaldri hans Karjakin (2776) er annar međ 3 vinninga eftir ađ hafa lagt Ivanchuk (2776).

Stađan:
  • 1. Carlsen (2815) 3˝ v.
  • 2. Karjakin (2776) 3 v.
  • 3.-4. Ivanchuk (2776) og Nakamura (2774) 2˝ v.
  • 5.-6. Nisipeanu (2662) og Radjabov (2744) 2 v.

Heimasíđa mótsins


Hjörvar Steinn međ fjöltefli ţann 17. júní

Skákakademía ReykjavíkurHjörvar Steinn Grétarsson er nýkominn frá Búdapest ţar sem hann náđi fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og gerđi jafnframt atlögu ađ sínum fyrsta stórmeistaraáfanga. Sannarlega glćsilegur Hjörvarárangur hjá Hjörvari sem hefur veriđ afar sigursćll á ţessu ári og nćgir ađ nefna sigur á atskákmóti Íslands. Á ţjóđhátíđardaginn mun Hjörvar tefla fjöltefli viđ gesti og gangandi. Fjöltefliđ mun fara fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu og hefst klukkan 14:00. Allir velkomnir.

NM öldunga - 50% afsláttur fyrir Íslendinga sem skrá sig fyrir 15. júlí

NM öldunga 2011Norđurlandamót öldunga fer fram í Reykjavík 10.-18. september nk.  Mótiđ er opiđ fyrir alla karla sem fćddir eru 1951 eđa fyrr og konur sem eru fćddar 1961 eđa fyrr.  Ţátttökugjöld eru kr. 10.000 kr. en SÍ hefur ákveđiđ ađ bjóđa 50% afslátt til ţeirra Íslendinga sem skrá fyrir 15. júlí, ţ.e. ţátttökugjöld verđi kr. 5.000 fyrir ţá.

Gera má ráđ fyrir ađ ýmsir af sterkustu skákmönnum Norđurlandanna taki ţátt og vill SÍ hvetja íslenska skákmenn til ađ láta ekki eftir sitt eftir liggja og fjölmenna á mótiđ!

Hćgt er ađ skrá sig hér:  https://chess-results.com/anmeldung.aspx?lan=1&ggid=47843

 

 


Dađi međ jafntefli í lokaumferđinni

Dađi Ómarsson í Búdapest 2010Dađi Ómarsson (2225) gerđi jafntefli viđ Bandaríkjamanninn Alexander Battey (2269) í lokaumferđ AM-flokks First Saturday-mótsins sem fram fór í dag.  Nökki Sverrisson (1881) sem teflir í FM-flokki tapađi hins vegar hins vegar fyrir Ungverjanum Dr. Gabor Ritter (2083).  Dađi hlaut 4 vinninga í 11 skákum og endađi í 10. sćti en Nökkvi hlaut 6 vinninga í jafn mörgum skákum og endađi í 5. sćti. 

Frammistađa Dađa samsvarađi 2147 skákstigum og lćkkar hann um 17 stig fyrir hana.  Frammistađa Nökkva samsvarađi hins vegar 2038 skákstigum og hćkkar hann um 31 stig fyrir hana.

Í AM-flokki, sem Dađi sem tefldi í voru međalstigin 2247 skákstig.  Dađi var nr. 9 í stigaröđ 12 keppenda.  Í FM-flokki sem Nökkvi tefldi í voru međalstigin 2039 skákstig.  Nökkvi var stigalćgstur 12 keppenda.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8765200

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband