Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Leiksýning í Árneshreppi 16. júní

Skákmönnum á leiđ á Strandir er bent á ađ fimmtudagskvöldiđ 16. júní kl 20 sýnir Leikfélag Hólmavíkur hinn sprellfjöruga gamanleik "Međ táning í tölvunni" í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.

Skákmenn eru sérstaklega bođnir velkomnir, enda verđur vonandi mikiđ af ţeim á svćđinu um ţetta leyti.  Miđaverđ er kr 2.200 fyrir fullorđna en 1.600 fyrir börn 6-16 ára.
Lofađ er góđri skemmtun!

 


Jón Árni sigrađi á skákmóti í Búlgaríu

Jón ÁrniJón Árni Halldórsson (2214) sigrađi á skákmóti í sem fram fór í Sofíu síđustu helgi.  Jón Árni sigrađi međ fullu húsi, vann alla sex andstćđinga sína.

Sigurđur Ingason (1924) sem einnig tók ţátt hafnađi í 6.-8. sćti međ 3,5 vinning.   Jón Árni hćkkar um 15 skákstig fyrir frammistöđu sína en hann var stigahćstur keppenda.  Sigurđur hćkkar um 4 stig.


Hjörvar međ jafntefli í lokaumferđinni

HjörvarHjörvar Steinn Grétarsson (2422) gerđi jafntefli viđ ungverska stórmeistarann Krisztian Szabo (2512) í níundu og síđustu umferđ SM-flokks First Saturday-mótsins sem fram fór í dag.  Hjörvar hlaut 6 vinninga í 9 skákum og endađi í 2. sćti í flokknum.  Frammistađa hans samsvarađi 2535 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana.  Dađi Ómarsson (2225) og Nökkvi Sverrisson (1881) ljúka hins vegar ekki lokiđ ţátttöku fyrr en á morgun.  Dađi tapađi í dag fyrir í dag bandaríska FIDE-meistaranum Erik Andew Kislik (2347) og Nökkvi vann í ótefldri skák.  Nökkvi hefur 6 vinninga í 10 skákum og Dađi hefur 3˝ vinning í jafn mörgum skákum.

Dađi er í 10.-11. sćti í AM-flokki en Nökkvi er í 3.-4. sćti í FM-flokki.

Í SM-flokki sem Hjörvar tefldi í voru međalstign 2412 skákstig.  Hjörvar var nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda.  Í AM-flokki, sem Dađi sem teflir í eru međalstigin 2247 skákstig.  Dađi er nr. 9 í stigaröđ 12 keppenda.  Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru međalstigin 2039 skákstig.  Nökkvi er stigalćgstur 12 keppenda.

 


So, Giri og Tikkanen sigurvegarar Sigeman-mótsins

Wesley So (2667) frá Filippseyjum, Hollendingurinn Anish Giri (2690) og Svíinn Hans Tikkanen (2541) urđu efstir og jafnir á 19. Sigeman & Co sem lauk í dag í Malmö í Svíţjóđ.  Sex skákmenn tóku ţátt og tefldu einfalda umferđ

Lokastađan:

1 - 3. GM Wesley So, GM Hans Tikkanen og GM Anish Giri 3 v.
4. GM Alexei Shirov 2˝
5. GM Nils Grandelius 2 v.
6. GM Jonny Hector 1˝ v.

Heimasíđa mótsins


Carlsen efstur í Bazna

Magnus Carlsen (2815) er efstur međ 2 vinninga ađ loknum ţremur umferđum á 5. Kónga-mótsins (Kings Tournament) en ţriđja umferđ fór fram í dag.   Nisipanu (2662) vann Ivanchuk (2776) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.   Mótiđ er sterkt en međalstigin eru 2757 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Stađan:

  • 1. Carlsen (2815)
  • 2.-5. Ivanchuk (2776), Karjakin (2776), Nakamura (2774) og Nisipeanu (2662) 2 v.
  • 6. Radjabov (2744)

Heimasíđa mótsins


Sigurđur Dađi gerist Gođi

Sigurđur Dađi kampakáturFide-meistarinn Sigurđur Dađi Sigfússon (2337) er genginn til liđs viđ Gođann frá SFÍ.
Hann gekk frá félagaskiptunum um helgina. Afar mikill fengur er af komu Sigurđar Dađa til liđs viđ Gođann, enda er hann stigahćsti félagsmađur Gođans og kemur til međ ađ styrkja A-liđ Gođans gríđarlega fyrir komandi átök í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga nćsta vetur.

Sigurđur Dađi Sigfússon hefur teflt opinberlega í rúm 30 ár og búinn ađ vera međ um og yfir 2300 stig í 20 ár. Sigurđur hefur náđ yfir 2400 á íslenskum stigum og hćst 2381 á FIDE stigum.  Sigurđur er Fide-meistari og er búinn ađ ná í einn IM áfanga.  Hann hefur orđiđ Skákmeistari Reykjavikur og Skákmeistari TR ásamt Norđulandameistaratitlum í sveitakeppni (grunnskóla og menntaskóla).  Besti árangur var sigur á alţjóđlegu móti KB banka áriđ 2006 og sigur á móti í Ungverjalandi 2001. Sigurđur vann Stigamót Hellis sem er fram fór nú nýlega.


Skákţáttur Morgunblađsins: Gylfi Ţórhallsson heiđursfélagi SÍ

three amigosGylfi Ţórhallsson, einn fremsti skákmađur Norđlendinga um áratuga skeiđ, var lýstur heiđursfélagi Skáksambands Íslands á ţingi SÍ sem haldiđ var um síđustu helgi. Allir fundargestir fögnuđu ţví ađ Gylfi skyldi vera heiđrađur međ ţessum hćtti. Gylfi hefur á löngum ferli unniđ Skákţing Norđlendinga átta sinnum og 14 sinnum hefur hann boriđ sćmdarheitiđ skákmeistari Akureyrar. Hann hefur setiđ í stjórn Skákfélags Akureyrar í 27 ár, ţar af 15 ár sem formađur og veriđ kjölfestan í öflugu barna- og unglingastarfi félagsins.

Um Gylfa má viđhafa sömu orđ og Helgi Sćmundsson hafđi um Jóhann Ţóri Jónsson; ađ í skákinni hafi hann fundiđ gullćđ í gráu bergi. Bestu skákir Gylfa snúast um dirfsku og glćsileg sóknartilţrif. Gylfi tók ţátt í fyrstu viđureign Íslandsmóts taflfélaga sem fram fór á Akureyri haustiđ 1974. Ţá mćttu TR-ingar til leiks međ Friđrik Ólafsson og Guđmund Sigurjónsson og nokkrar vonarstjörnur ađrar en ţađ var gamli skákkennari Gylfa, Júlíus Bogason, sem tók á móti TR-liđinu á Akureyrarflugvelli. Gylfi hefur síđan teflt sleitulaust í ţessari skemmtilegu flokkakeppni og ađeins misst úr ţrjár skákir.

Ţegar kemur ađ ţví ađ velja eina af mörgum snjöllum sóknarskákum Gylfa beinist athygli ađ sigurskák hans yfir sćnska stórmeistaranum Thomas Ernst. Skákin var tefldi á einu ţeirra móta sem Arnold Eikrem hélt í Gausdal í Noregi en ţangađ gerđu margir íslenskir skákmenn góđa ferđ á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Ernst var á ţessum árum ţekktur fyrir gríđarlega byrjanaţekkingu og ekki auđvelt ađ slá hann út af laginu á ţví sviđi. Ţađ tókst Gylfa samt sem áđur međ frekar óhefđbundinni uppbyggingu stöđu sinnar.

Gausdal 1992:

Gylfi Ţórhallsson – Thomas Ernst

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 g6 7. O-O Bg7 8. Be3 O-O 9. h3 Bd7 10. Dd2 He8 11. Hfe1 Hc8 12. Had1 Re5 13. f4 Rc6 14. Rf3 Dc7 15. a3 Hed8 16. Rg5!?

„Gylfaginning“. Svartur lćtur hjá líđa ađ hrekja ţennan riddara af höndum sér međ 16. ... h6 sennilega vegna ţess ađ ţađ veikir peđastöđuna örlítiđ kóngsmegin.

16. ... Ra5 17. Bd3 e6 18. Df2 b6 19. e5!

Hvítur hefur komiđ mönnum sínum haganlega fyrir. Ţessi peđaframrás á fullan rétt á sér. Ef 19. ... Re8 ţá kemur 20. f5! t.d. 20. .. gxf5 21. Bxf5! međ óstöđvandi sókn, t.d. 21. ... exf5 22. Rd5! Dxc2 23. Re7+! Kf8 24. Rxh7+! Kxe7 25. exd6+ Ke6 26. Bg5+ Be5 27. Rf8 mát!

19. ... dxe5 20. fxe5 Dxe5 21. Rxf7!

Glćsilega leikiđ.

21. ... Kxf7 22. Bd4 Dh5 23. He5!?

Einfaldara var 23. Bxf6 Bxf6 24. Re4 De5 25. Hf1 og vinnur.

23. ... g5 24. Hxa5! bxa5 25. Bxf6 Bxf6 26. Hf1 Dh6 27. Re4

Ef leiđin sem Gylfa valdi er borin saman viđ útreikninga öflugs forrits á borđ viđ „Rybku“ ţá er matiđ lengi ţannig ađ allt sé í himnalagi hjá Ernst ţar til 29. leikurinn birtist.

27. ... Ke7 28. Rxf6 Hf8

g66nihd7.jpg29. Rg8+!

Smiđshöggiđ.

29. ... Hxg8 30. Df7+ Kd6 31. Hd1 Hg7 32. Ba6+! Ke5 33. Df2!

Hótar 32. Dd4+ Kf5 33. Bd3 mát.

33. ... Dh4 34. g3 Hxc2 35. He1+ Kd5 36. Bb7+ Kd6 37. Df8+ Kc7 38. gxh4 Hg6 39. h5! Kxb7 40. hxg6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. júní 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar og Nökkvi međ jafntefli

Hjörvar Steinn Grétarsson (2422) og Nökkvi Sverrisson (1881) gerđu báđir jafntefli í skákum dagsins í Búdapest.  Hjörvar gerđi jafntefli viđ rúmenska stórmeistarann Levente Vajda (2510) en Nökkvi viđ Kínverjann Xu Fei (1951).  Dađi Ómarsson (2225) tapađi fyrir sćnska FIDE-meistaranum Peter Vas (2297).   Hjörvar er međ 5˝ vinning í 8 skákum, Dađi međ 5 vinninga í 9 skákum og Dađi međ 3˝ vinning í 9 skákum.  

Hjörvar er í 1.-2. sćti í SM-flokki, Dađi í 10. sćti í AM-flokki og Nökkvi í 3.-7. sćti í FM-flokki.  Mótinu lýkur hjá Hjörvari á morgun en ekki fyrr en ţriđjudag hjá Dađa og Nökkva.  

Í SM-flokki sem Hjörvar teflir í eru međalstign 2412 skákstig.  Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda.  Í AM-flokki, sem Dađi sem teflir í eru međalstigin 2247 skákstig.  Dađi er nr. 9 í stigaröđ 12 keppenda.  Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru međalstigin 2039 skákstig.  Nökkvi er stigalćgstur 12 keppenda.


 


Skákhátíđ á Ströndum fer í hönd: Skráiđ ykkur sem fyrst!

Skákhátíđ á StröndumFjöldi keppenda er skráđur til leiks á Skákhátíđ í Árneshreppi á Ströndum, 17. til 19. júní. Hátíđin hefst međ tvískákmóti í Djúpavík föstudagskvöldiđ 17. Júní, daginn eftir er komiđ ađ atskákmóti í Djúpavík og á sunnudaginn verđur ađ vanda hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi.

Keppendum er í sjálfsvald sett hvort ţeir taka ţátt í einum, tveimur eđa ţremur viđburđum. Ţátttaka er í öllum tilvikum ókeypis.

Verđlaunapottur er 100 ţúsund krónur, en fjöldi annarra glćsivinninga er í bođi, allt frá bókum og geisladiskum til dýrgripa frá Úsbekistan og Eţíópíu. Síđast en ekki síst geta heppnir keppendur nćlt sér í muni úr rekaviđi eđa hannyrđir heimamanna á Ströndum.

Sérstök athygli keppenda er vakin á tveimur verđlaunaflokkum, ţar sem allir eiga jafna möguleika: Verđlaun fyrir best klćdda keppandann og háttvísasta keppandann.

Akstur frá Reykjavík til Djúpavíkur tekur um eđa innan viđ fjórar klukkustundir. Best er ađ aka um Dalina (afleggjari skammt frá Bifröst) og yfir Gilsfjörđinn. Nokkrum kílómetrum frá Reykhólum er vegurinn um Arnkötludal (Ţröskuldar) og ţađan er skammt til Hólmavíkur. Vegurinn frá Reykjavík til Hólmavíkur er lagđur bundnu slitlagi. Frá Hólmavík er ekiđ á góđum malarvegi um 60 kílómetra til Djúpavíkur.

Nánast öll gisting í Djúpavík er nú fullpöntuđ, en ţar er hćgt ađ tjalda. Ţá er einnig hćgt ađ fá gistingu annarsstađar í Árneshreppi.

Gistiheimili Norđurfjarđar
Gistihús, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunarađstađa. Verslun á stađnum.
Sími: 554-4089Gistiheimili Norđurfjarđar.  Gisting, uppábúin rúm, svefnpokapláss og eldunarađstađa. Verslun og kaffihús á stađnum. Edda, sími 554-4089.

Gistiheimiliđ Bergistangi.  Svefnpokagisting í rúmum, eldunarađstađa. Verslun og kaffihús á stađnum. Margrét, sími 4514003.

Ferđaţjónustan Urđartindur, Norđurfirđi. Sumarhúsaleiga, 25m2 smáhýsi fyrir 2-4 hvert og stćrra sumarhús fyrir 6-8 manns og svefnpokagistingu.
Sími: 451 4017 - 843 8110Sumarhúsaleiga. 25 fermetra hús fyrir tvo til fjóra. Stćrra hús fyrir 6-8 og svefnpokagistingu. Sími 8438110.

Nýir keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst í hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com. Nánari upplýsingar veitir Hrafn í síma 6950205 eđa Róbert í 6969658.

Skráđir keppendur:

Ferđaţjónustan Urđartindur, Norđurfirđi
Sumarhúsaleiga, 25m2 smáhýsi fyrir 2-4 hvert og stćrra sumarhús fyrir 6-8 manns og svefnpokagistingu.
Sími: 451 4017 - 843 8110
Netfang: urdartindur@urdartindur.is
Vefur: www.urdartindur.is


Valgeirsstađir, Norđurfirđi
Skáli Ferđafélags Íslands. Svefnpokagisting í Ferđafélagshúsinu, eldunarađstađa, tjaldsvćđi.
Netfang: fi@fi.is
Vefur: www.fi.is
Opiđ yfir sumartímann.

Gistiheimili Norđurfjarđar
Gistihús, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunarađstađa. Verslun á stađnum.
Sími: 554-4089
Netfang: gulledda@simnet.is
Vefur: www.nordurfjordur.is/gisting

Gistiheimiliđ Bergistanga, Norđurfirđi
Svefnpokagisting í rúmum, eldunarađstađa, verslun á stađnum, góđar gönguleiđir.
Símar: 451-4003
Fax: 451-4000
Netfang: gunnsteinn@simnet.is
Vefur: www.nordurfjordur.is/gistingÁrný Björk Björnsdóttir

Skráđir keppendur:

  • Björn Ívar Karlsson
  • Csaba Daday
  • Donika Kolica
  • Eiríkur Brynjarsson
  • Eiríkur K. Björnsson
  • Gauti Páll Jónsson
  • Guđmundur Gíslason
  • Guđmundur Valdimar Guđmundsson
  • Gunnar Björnsson
  • Gunnar Nikulásson
  • Heimir Páll Ragnarsson
  • Hjálmar Blöndal
  • Hrafn Jökulsson
  • Hjörtur Ingvi Jóhannsson
  • Jakob Thorarensen
  • Jóhann Hjartarsson
  • Jón Birgir Einarsson
  • Jón Jónsson
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • Kári Ingvarsson
  • Magnús Gíslason
  • Omar Salama
  • Ólafur Thorarensen
  • Páll Snćdal Andrason
  • Róbert Lagerman
  • Rúnar Sigurpálsson
  • Stefán Bergsson
  • Sćvar Bjarnason
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir
  • Vigfús Vigfússon
  • Ţorgeir Smári Jónsson
  • Ţorvarđur Fannar Ólafsson
  • Örnólfur Hrafn Hrafnsson

Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga 24.-26. júní

Landsmót UMFÍ 50 + verđur haldiđ á Hvammstanga helgina 24. - 26. júní. UMFÍ hefur haldiđ fjölmörg Landsmót í gegnum tíđina. Nú er kominn tími til ađ ţeir sem eru 50 ára og eldri fáiđ ađ njóta sín á Landsmóti. Aldrei áđur hefur veriđ haldiđ Landsmót fyrir 50 ára og eldri ţví er um stórviđburđ ađ rćđa.

Mótiđ er fjölskylduhátíđ međ fjölbreyttri dagskrá ađal áhersla er lögđ á gleđi og hafa gaman. Ásamt keppni í hinum ýmsu íţróttagreinum verđa fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga ađ finna eitthvađ viđ sitt hćfi ţessa helgi sem mótiđ fer fram. 

Framkvćmd mótsins verđur í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi viđ sveitarfélagiđ Húnaţing vestra. Ađrir samstarfsađilar ađ mótinu eru Félag áhuga fólks um íţróttir aldrađra og Landssamband eldri borgara. 

Keppnisgreinar á mótinu verđa : Línudans,Blak, Bridds, Boccia, Badminton, Frjálsar íţróttir, Fjallaskokk, Hestaíţróttir, Golf, Pútt, Skák, Sund, ţríţraut

Ađstađa á Hvammstanga til íţróttaiđkana er góđ.  Húnaţing vestra rekur íţróttamiđstöđ á Hvammstanga. Íţróttahús var byggt viđ búningsađstöđu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íţróttamiđstöđ Húnaţings vestra var svo formlega opnuđ ţann 4. september 2002. Ţá er ţar risin glćsileg reiđhöll.

Frekari upplýsingar um mótiđ er ađ finna á  www.landsmotumfi50.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8765521

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband