Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Hjörvar međ AM-áfanga ţrátt fyrir ađ tvćr umferđir séu eftir

 

Hjörvar
Hjörvar Steinn Grétarsson (2422) náđi sínum fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli í dag í Búdapest.  Hjörvar gerđi jafntefli viđ ungverska alţjóđlega meistarann Oliver Mihok (2454) í dag og hefur hlotiđ 5 vinninga í 7 skákum ení áfangann ţarf 5 vinninga í 9 skákum.  Hjörvar hefur möguleika a ađ ná krćkja sér í stórmeistaraáfanga en til ţess ţarf hann ađ vinna báđar skákirnar sem eftir eru en hann á eftir ađ mćta tveimur stórmeisturum.  Dađi Ómarsson tapađi fyrir enska FIDE-meistaranum Mark Lyell (2171) en Nökkvi vann Ungverjann Gyula Lakat (1899).   Dađi hefur 3,5 vinning en Nökkvi hefur 4,5 vinning.  Ţeir hafa báđir teflt 8 skákir.  

 

Hjörvar er efstur í sínum flokki, Dađi er í 7.-10. sćti og Nökkvi er í 4.-5. sćti.

Í SM-flokki sem Hjörvar teflir í eru međalstign 2412 skákstig.  Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda.  Í AM-flokki, sem Dađi sem teflir í eru međalstigin 2247 skákstig.  Dađi er nr. 9 í stigaröđ 12 keppenda.  Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru međalstigin 2039 skákstig.  Nökkvi er stigalćgstur 12 keppenda.


 


Carlsen og Ivanchuk unnu í fyrstu umferđ í Bazna

Carlsen (2815) vann Nakamura og Ivanchuk (2776) lagđi Radjabov (2744) í fyrstu umferđ 5 Kónga-mótsins (Kings Tournament) sem hófst í Bazna í Rúmeníu í dag.   Karjakin (2776) og Nisipeanu (2659) gerđu jafntefli.  Mótiđ er sterkt en međalstigin eru 2757 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Heimasíđa mótsins


So, Giri og Tikkanen efstir á Sigeman-mótinu

Wesley So (2667) frá Filippseyjum, Hollendingurinn Anish Giri (2690) og Svíinn Hans Tikkanen (2541) er efstir međ 2 vinninga eftir 3 umferđir á 19. Sigeman & Co sem nú er í gangi í Malmö í Svíţjóđ.  Sex skákmenn taka ţátt og tefla einfalda umferđ

Stađan

1 - 3. GM Wesley So, GM Hans Tikkanen og GM Anish Giri 2
4. GM Alexei Shirov 1˝
5. GM Jonny Hector 1
6. GM Nils Grandelius ˝

Heimasíđa mótsins

Hjörvar og Dađi unnu í gćr í Búdapest - Hjörvar í 1.-2. sćti

HjörvarHjörvar Steinn Grétarsson (2422) og Dađi Ómarsson (2225) unnu báđir í Búdapest í gćr.  Hjörvar vann ítalska alţjóđlega meistarann Daniel Contin (2310) og Dađi vann ungverska alţjóđlega meistarann Bela Lengyel (2290).  Nökkvi Sverrisson (1881) tapađi fyrir Ţjóđveranum Hubertus Taube (2086).  Hjörvar hefur 4,5 vinning í 6 skákum en Dađi og Nökkvi hafa báđir 3,5 vinning í 7 skákum.  Hjörvar ţarf ađeins hálfan vinning í síđustu ţremur skákum til ađ tryggja sér sinn fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.  

Hjörvar er í 1.-2. sćti, Dađi í 5.-8. sćti og Nökkvi er í 5.-7. sćti.

Í SM-flokki sem Hjörvar teflir í eru međalstign 2412 skákstig.  Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ 10 keppenda.  Í AM-flokki, sem Dađi sem teflir í eru međalstigin 2247 skákstig.  Dađi er nr. 9 í stigaröđ 12 keppenda.  Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru međalstigin 2039 skákstig.  Nökkvi er stigalćgstur 12 keppenda.


 


Mjóddarmót Hellis fer fram 25. júní

Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 25. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Síđasta ár sigrađi Arion banki en fyrir ţá tefldi Bragi Ţorfinnsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis ţegar nćr dregur móti: http://hellir.blog.isŢátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Skák Ofsi (Chess Fury)

Skemmtileg stuttmynd (video) frá kappskák í KR-klúbbnum sl. vetur, ţar sem skákgleđin ein rćđur ríkjum, auk einbeitts sigurvilja, er komin á YouTube, ţar sem hćgt er ađ skođa hana í hárri upplausn og fullri skjástćrđ.  

chess_fury-1.jpgFjallađ var um Skákherdeild KR í síđasta hefti (3/2011) af „New in Chess",  einu vinsćlasta og útbreiddasta skáktímariti heims, í ítarlegri grein sem liđsmađur hennar Robert Hess, stórmeistari, skrifađi um ţátttöku sína í MP-Reykjavíkurskákmótinu og Íslandsmóti skákfélaga nú í vetur og reynslu sína af KR-ingum.

Í greinninni, sem ber fyrirsögnina „Not even the warm-up games are easy in Iceland" og ţekur einar 8 síđur í ritinu, fer Robert Hess fögrum orđum um land og ţjóđ, mótshaldiđ og hinn mikla skákáhuga hér. Hann lýsir m.a. heimsókn sinni á lögmannsstofu Kristjáns Stefánssonar í fylgd Einars Ess, sem lét ţessi orđ falla viđ hann, eftir ađ greinarhöfundur hafđi komist í hann krappan í tveimur hrađskákum viđ formanninn. chess_fury-3.jpg  Hess lýsir ţátttöku sinni í hrađskákmóti KR, sem mjög áhrifaríkri reynslu og einu ţví eftirminnilegasta sem fyrir hann hafi boriđ í ferđinni,  ţar sem hátt í 30 keppendur, margir á sjötugsaldri eđa eldri, létu sér ekki muna um ađ telfa 13 kappskákir  innbyrđis og viđ sér langtum yngri menn í yfir 3 tíma án ţess ađ blása úr nös.  

Dirk Jan ten Geusendam, ađalritstjóri NIC, hefur lýst yfir mikilli ánćgju sinni viđ undirritađarn yfir ţessari ágćtu grein í léttum dúr um skák á Íslandi, en henni fylgja margar myndir og skákskýringar.

Myndbandiđ  „Skák Ofsi",  sem  hér fylgir međ, er sett saman úr ljósmyndum frá 2 skákkvöldum í KR í mars. Ţađ lýsir mjög vel ţeirri miklu ákefđ sem fylgir taflmennsku sannra ástríđuskákmanna ţegar hinn einbeitti sigurvilji ber ţá allt ađ ţví ofurliđi og ánćgjunni yfir ţví ađ telfa skák halda engin bönd.

 Meira á :  www.kr.is (skák)


Smári Ólafsson bar sigur úr býtum á 10 mínútna móti

Í gćr fór fram 10 mínútna mót hjá félaginu. 13 skákmenn mćttu til leiks og tefldu einfalda umferđ, allir viđ alla.

Smári ÓlafssonSmári Ólafsson var hlutskarpastur keppenda og vann međ 10 vinninga af 12 mögulegum. Ólafur Kristjánsson kom nćstur međ 9 vinninga og ţrír keppendur deila 3.-5. sćtinu međ 8,5 vinninga hver.

Liđsauki barst úr ólíklegri átt, en Wylie Wilson sem er hér á landi í sumarfríi, heyrđi af mótinu í flugvél á leiđ sinni til Akureyrar í gćrmorgun og tók ađ sjálfsögđu stefnuna beint á félagsheimili SA.

 

Lokastađa efstu manna:

Smári Ólafsson                                  10 vinningar af 12
Ólafur Kristjánsson                            9
Jón Kristinn Ţorgeirsson                    8,5
Sigurđur Eiríksson                             8,5
Haki Jóhannesson                              8,5
Karl Steingrímsson                            8
Atli Benediktsson                              7

Heimasíđa SA


Bolvíkingar sigursćlir á keppnistímabilinu 2010-11

islandsmeistarar2010-11.jpgHalldór Grétar Einarsson hefur tekiđ saman árangur Bolvíkinga á keppnistímabilinu 2010-11 sem var stórgóđur.  Bćđi ţá árangur félagsins í keppnum og ekki síđur árangur félagsmanna á hinum ýmsum mótum. 

Pistilinn má finna á heimasíđu TB.


Einar Hjalti fer á kostum á Skemmtikvöldum Gođans

Einar Hjalti í ham á skemmtikvöldi GođansEinar Hjalti Jensson fór á kostum á skemmtikvöld Gođans ađ fram kemur í frásögn Jóns Ţorvaldssonar á heimasíđu Gođans.

Ţađ segir m.a.:

Einar Hjalti hefur lag á ađ hrífa félaga sína međ sér í krafti jákvćđni og félagsţroska. Sú lyndiseinkunn fellur vel ađ ţingeyskri hugmyndafrćđi Hermanns formanns og félaga sem leggja áherslu á glađvćrđ og skemmtilegt samneyti. Ţađ á alltaf ađ vera gaman í Gođanum -   ţar gildir einu hvort menn eru ađ spjalla saman í mesta bróđerni eđa berast á banaspjót á vígvelli skákborđsins. 

Frásögnina má finna í heild sinni á heimasíđu Gođans.


Vigfús sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Vigfús Ó. VigfússonVigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi Helli sem fram fór 6. júní sl. Vigfús fékk 6,5v í sjö skákum og leyfđi ađeins jafntefli í skákinni viđ Jón Úlfljótsson. Jón hlaut annađ sćtiđ međ 5,5v og ţriđji varđ Sigurđur Ingason međ 5v. Í lokin var svo Dagur Ragnarsson dreginn út og hlaut ađ launum pizzumiđa frá Dominos eins og sigurvegarinn.

 Lokastađan:

RöđNafnStigV.TB1TB2TB3
1Vigfusson Vigfus 20016,5282025,3
2Ulfljotsson Jon 18755,5282019,8
3Ingason Sigurdur 19245261915,5
4Kristinardottir Elsa Maria 17084312213,5
5Ragnarsson Dagur 17184282011,5
6Ragnarsson Hermann 0424167,5
7Sigurvaldason Hjalmar 0324176,5
8Hermannsson Ragnar 0322155
9Steinthorsson Felix 02,522153,75
10Kristbergsson Bjorgvin 0220144
11Bragason Gudmundur Agnar 01,521153,25
12Thoroddsen Bragi 0122161,5

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 17
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 8765870

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband