Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gylfi Ţórhallsson heiđursfélagi SÍ

three amigosGylfi Ţórhallsson, einn fremsti skákmađur Norđlendinga um áratuga skeiđ, var lýstur heiđursfélagi Skáksambands Íslands á ţingi SÍ sem haldiđ var um síđustu helgi. Allir fundargestir fögnuđu ţví ađ Gylfi skyldi vera heiđrađur međ ţessum hćtti. Gylfi hefur á löngum ferli unniđ Skákţing Norđlendinga átta sinnum og 14 sinnum hefur hann boriđ sćmdarheitiđ skákmeistari Akureyrar. Hann hefur setiđ í stjórn Skákfélags Akureyrar í 27 ár, ţar af 15 ár sem formađur og veriđ kjölfestan í öflugu barna- og unglingastarfi félagsins.

Um Gylfa má viđhafa sömu orđ og Helgi Sćmundsson hafđi um Jóhann Ţóri Jónsson; ađ í skákinni hafi hann fundiđ gullćđ í gráu bergi. Bestu skákir Gylfa snúast um dirfsku og glćsileg sóknartilţrif. Gylfi tók ţátt í fyrstu viđureign Íslandsmóts taflfélaga sem fram fór á Akureyri haustiđ 1974. Ţá mćttu TR-ingar til leiks međ Friđrik Ólafsson og Guđmund Sigurjónsson og nokkrar vonarstjörnur ađrar en ţađ var gamli skákkennari Gylfa, Júlíus Bogason, sem tók á móti TR-liđinu á Akureyrarflugvelli. Gylfi hefur síđan teflt sleitulaust í ţessari skemmtilegu flokkakeppni og ađeins misst úr ţrjár skákir.

Ţegar kemur ađ ţví ađ velja eina af mörgum snjöllum sóknarskákum Gylfa beinist athygli ađ sigurskák hans yfir sćnska stórmeistaranum Thomas Ernst. Skákin var tefldi á einu ţeirra móta sem Arnold Eikrem hélt í Gausdal í Noregi en ţangađ gerđu margir íslenskir skákmenn góđa ferđ á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Ernst var á ţessum árum ţekktur fyrir gríđarlega byrjanaţekkingu og ekki auđvelt ađ slá hann út af laginu á ţví sviđi. Ţađ tókst Gylfa samt sem áđur međ frekar óhefđbundinni uppbyggingu stöđu sinnar.

Gausdal 1992:

Gylfi Ţórhallsson – Thomas Ernst

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 g6 7. O-O Bg7 8. Be3 O-O 9. h3 Bd7 10. Dd2 He8 11. Hfe1 Hc8 12. Had1 Re5 13. f4 Rc6 14. Rf3 Dc7 15. a3 Hed8 16. Rg5!?

„Gylfaginning“. Svartur lćtur hjá líđa ađ hrekja ţennan riddara af höndum sér međ 16. ... h6 sennilega vegna ţess ađ ţađ veikir peđastöđuna örlítiđ kóngsmegin.

16. ... Ra5 17. Bd3 e6 18. Df2 b6 19. e5!

Hvítur hefur komiđ mönnum sínum haganlega fyrir. Ţessi peđaframrás á fullan rétt á sér. Ef 19. ... Re8 ţá kemur 20. f5! t.d. 20. .. gxf5 21. Bxf5! međ óstöđvandi sókn, t.d. 21. ... exf5 22. Rd5! Dxc2 23. Re7+! Kf8 24. Rxh7+! Kxe7 25. exd6+ Ke6 26. Bg5+ Be5 27. Rf8 mát!

19. ... dxe5 20. fxe5 Dxe5 21. Rxf7!

Glćsilega leikiđ.

21. ... Kxf7 22. Bd4 Dh5 23. He5!?

Einfaldara var 23. Bxf6 Bxf6 24. Re4 De5 25. Hf1 og vinnur.

23. ... g5 24. Hxa5! bxa5 25. Bxf6 Bxf6 26. Hf1 Dh6 27. Re4

Ef leiđin sem Gylfa valdi er borin saman viđ útreikninga öflugs forrits á borđ viđ „Rybku“ ţá er matiđ lengi ţannig ađ allt sé í himnalagi hjá Ernst ţar til 29. leikurinn birtist.

27. ... Ke7 28. Rxf6 Hf8

g66nihd7.jpg29. Rg8+!

Smiđshöggiđ.

29. ... Hxg8 30. Df7+ Kd6 31. Hd1 Hg7 32. Ba6+! Ke5 33. Df2!

Hótar 32. Dd4+ Kf5 33. Bd3 mát.

33. ... Dh4 34. g3 Hxc2 35. He1+ Kd5 36. Bb7+ Kd6 37. Df8+ Kc7 38. gxh4 Hg6 39. h5! Kxb7 40. hxg6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. júní 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 8765558

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband