Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

110 ára afmćlismót TR - Haustmótiđ 2010 hófst í gćr

Ţađ bara strax til tíđinda í fyrstu umferđ.   Stórmeistarinnn Ţröstur Ţórhallsson gerđi ađeins jafntefi viđ Jón Árna Halldórsson og var reyndar sá eini af ţremur stigahćstum keppendum mótsins sem náđi punkt en Guđmundarnir Kjartansson og Gíslason töpuđu báđir.   Kjartansson fyrir Sigurbirni Björnssyn og Gíslason fyrir Dađa Ómarssyni.

Alls taka 64 skákmenn í ţótt sem er mjög góđ ţátttaka, teflt er í fjórum lokuđum og einum opnum flokki. 

Öllu úrslit gćrdagsins má nálgast á Chess-Results.  Skákir mótsins eru einnig ađgengilegar á hér á Skák.is og reyndar einnig á heimasíđu mótsins

Bendi hér einnig sérstaklega á pistil frá Ţóri Benedikssyni sem fylgir međ sem viđhengi (PDF) međ fréttinni.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Haustmót Skákfélags Akureyrar hófst í gćr

Haustmót Skákfélags Akureyrar hófst í dag. Tíu skákmenn taka ţátt ađ ţessu sinni; ţar á međal er siglfirđingurinn Jakob Sćvar Sigurđsson sem leggur á sig akstur frá Siglufirđi til Akureyrar í hverri umferđ !.

Svartur átti ekki góđan dag ţví allar nema ein skák unnust á hvítt; Jón Kristinn Ţorgeirsson, yngsti keppandinn var sá eini sem náđi sér í punkt međ svörtu mönnunum, hálfan ađ ţessu sinni.

Óvćntustu úrslitin urđu í skák Andra Freys (1260) viđ Hauk H. Jónsson (1460), en Andra tókst ađ vinna nokkuđ örugglega.  Af öđrum úrslitum er helst ađ nefna skák Tómasar (1825) viđ Sigurđ Arnarson (1890), en Tómas hafđi betur eftir ađ Sigurđur hafđi fórnađ manni fyrir of litlar bćtur.

 


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 27. september og hefst mótiđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Í tilefni af ţví ađ nú er uppskerutími í grćnmetisgörđum landsmanna og uppskeran í garđi formanns Hellis er međ afbrigđum góđ verđa dregin út tvenn aukaverđlaun úr garđinum.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Ól í skák - Pistill nr. 8

Bragi ađ tafliŢađ gekk mjög vel í gćr.  Góđur sigrar gegn Svisslendingum og Englendingum gladdi fararstjórann!  Bćđi íslensku liđin eru efst í "Norđurlandakeppninni"   Í gćr var svo Bermúda-partýiđ en íslenska karlaliđiđ sýndi algjöra fagmennsku og fór ekki.  Undirritađur fór á stađinn ásamt ţremur stúlkum undir tvítugu!  Í dag var frídagur og hann notađi hópurinn til ađ komast úr „Groundhog day" og fórum viđ hér skođunarferđ um Khanty Mansiysk međ sérstakri áherslu á Mammúta.    Spennan eykst fyrir kosningarnar og ţegar ég kom heim í kvöld (hér er komiđ kvöld) beiđ mín gjöf á rúminu frá Kirsan!

Fyrst um skákirnar og fyrst um stelpurnar sem náđu jafnvel besta árangri íslensks kvennaliđs á Ólympíuskákmóti!   Tinna var fyrst ađ klára, hún fékk góđa stöđu en var of bráđ og tapađi.  Hallgerđur vann mann hjá andstćđingi sínum og skákina.  Sigurlaug tefldi vel, vann skiptamun og svo skákina, sinn fyrsta sigur á mótinu og Lenka brillerađi sem fyrr og vann virkilegan góđur sigur á sterkri enski skákkonu, Jovanka Houska (2426).  Lenka hefur nú unniđ fjórar skákir í röđ! 

Lenka sagđi nafni Houska vera tékkneskt og kom í ljós ađ langafi ţeirra ensku var tékkneskur. Lenka og Houska  Frábćr úrslit og liđsstjórinn virkilega kátur međ stelpurnar sínar.  Davíđ hefur veriđ okkur innan handar og gefiđ stelpunum ráđ í gegnum Skype.  Nú hafa allar stelpurnar unniđ skák.  Allar stelpurnar eru ađ yfirperforma eins og stađan er nú.    Ég hef gefiđ ţađ út ađ ég ćtli ekki ađ raka fyrr en stelpurnar tapa.  

Héđinn fékk lítiđ út úr byrjuninni og hafđi sennilega verra ţegar hann bauđ jafntefli eftir 14 leika sem andstćđingurinn ţáđi.  Hannes náđi ađ jafna tafliđ á fyrsta borđi gegn Pellitier.  Guttarnir á 3. og 4. borđi áttu góđar skákir í gćr.  Bragi átti mjög góđa skák.   Úrvinnsla Hjörvars var einnig mjög góđ í gćr. 

Á morgun tefla strákarnir viđ Írana.  Međalstig sveitar ţeirra eru 2550 skákstig eđa 61 meira en okkar liđ og hafa 3 stórmeistara í sinni sveit.  Verđur erfiđ viđureign.  Stelpurnar tefla viđ Slóvakíu sem er um 400 stigum hćrri en viđ.  Getur orđiđ erfitt en erum bjartsýnar enda hafa allar stelpurnar okkar hafa unniđ a.m.k. einn stigahćrri andstćđing.   Lenka ţekkir vel til liđsins og hefur fylgst međ slóvakíska skákhorninu fyrir okkur.

Strákarnir ákváđu ađ sína algjöra fagmennsku og fóru ekki á Bermúda-partýiđ.  Ungu stelpurnar ţrjár vildu fara og fór ég ţeim.   Ég ţurfti ađ bíđa í röđ í nćstum klukkutíma á međan ţćr löbbuđu beint inn.   Nigel Freeman, forseti ţeirra og gjaldkeri FIDE, hefur haft ţađ mottó ađ í partýinu vćru allir á sama leveli (ţ.e. allir kallar - stelpurnar eru á sérdíl!) og ţurfti stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen, ađ bíđa rétt eins og viđ hin í klukkutíma. 

Í dag fór hópurinn í skemmtilega skođunarferđ, mun gera betur grein fyrir henni í pistli morgundagsins. 

Ivan og IvanchukIvan Sokolov fór niđur í logum í gćr gegn Ivanchuk.   Hann tapađi peđi međ hvítu eftir ađeins sjö leiki!   Ég sá Ivan eftir skákina og ćtlađi ađ heilsa honum en mađurinn var svo gjörsamlega niđurbrotinn ađ ég sleppti ţví.  Hann var of niđurbrotinn til ađ verđa reiđur og rauđur.

Svíinn Nils Grandelius hefur unniđ allar sínar fimm skákir.   Ég spjallađi töluvert viđ vini okkar Norđurlandabúanna í gćr.  Nýr forseti sćnska skáksambandsins er hér sem skákstjóri og hefur umbođ Dananna.  Einnig Fćreyingurinn Arild Rimestad.  Skákstjórar fá um 1.800 evrur í laun en ţurfa ađ greiđa ferđakostnađ sjálfur.  Arild segist koma út á sléttu.    Dönum hefur gengiđ illa og mćta blindum og sjónskertum í nćstu umferđ sem ég sá ađ var ekkert sérstakt tilhlökkunarefni hjá Sune Berg.

Spennan fyrir kosningarnar eykst dag frá degi.   Danilov gaf sig á tal viđ mig í gćr.  Hann gerđi sér grein fyrir ţví ađ ég myndi styđja Weizsäcker í fyrstu umferđ en var ađ falast eftir stuđningi í 2. umferđ.  Hann virtist teljast ađ ţýski forsetinn, Weizsäcker, hafi ekki séns, og svo telja margir. Danilov benti mér góđfúslega á ađ Ali, vćri tengdur Kirsan.  Ţađ hefur vakiđ mikla athygli ađ hann hefur ekki mćtt á stađinn og mönnum finnst ţađ ekki lýsa miklum áhuga á embćttinu. Jóhann Hjartarson kemur á stađinn á morgun og einnig skilst mér ađ forsetaframbjóđandinn ćtli ađ fara láta sig sig.  

Danilov sagđi mér athyglisverđa hluti varđandi Fischer.  Ţeir voru í sambandi varđandi einvígi á milli Topalov og Fischer.   Kröfur Fischer voru hins vegar ţannig ađ hann treysti sér ekki ađ verđa viđ ţeim.  Fischer fór fram 5 milljónir dollara..................í gulli!   Einnig stóđ mögulega til ađ Fischer kćmi á setningu á M-Tel Masters en treysti svo ekki ađ fara frá Íslandi vegna handtökuskipunar Bandaríkjamanna.

Ţegar ég kom á hér á herbergiđ í kvöld, beiđ mín gjöf frá Kirsan.  Sama gjöf og hefur veriđ á skákstađ, ţ.e. handtaska, úr og fleira.   Mér er svo bođiđ í bođ á vegum Kirsan, sem fer fram.............degi fyrir kosningar!   Finnbjörn, fulltrúi Fćreyinga, sem er í stuđningsliđi Karpovs, er bjartsýnn fyrir hönd Karpovs.   Ég átta mig ekki á stöđunni en spái sem fyrr sigri Kirsans, ţví miđur. 

Ekki síđri spenna fyrir ECU-kosningarnar.   Mjög óljóst hvernig ţćr fari.  Nánar um ţađ á morgun.

En nóg í bili, hef fullt af fleiri punktum en ţeir bíđa til morguns!

Gunnar Björnsson


Skákţáttur Morgunblađsins: Bent Larsen bar höfuđ og herđar yfir landa sína

Skákunnendur víđa um heim minnast Bent Larsens sem lést í Buenos Aires ţann 9. september sl. Larsen er eitt af hinum stóru nöfnum skáksögunnar, vann ţrjú millisvćđamót auk fjölda annarra móta og tefldi á 1. borđi fyrir heimsliđiđ gegn Sovétríkjunum áriđ 1970. Hann bar höfuđ og herđar yfir landa sína á skáksviđinu. Leikgleđi, sigurvilji og frumleiki - ţessir ţćttir voru ríkjandi í fari hans.

Skákáhugann fékk Larsen ţegar fjölskylda hans flutti til Holstebro og í húsinu fannst skákbók sem enginn vissi hvernig hafđi borist ţangađ. Mikil áhrif höfđu ţau orđ höfundar ađ kóngsbragđ vćri eins og óhaminn stormur sem malađi allt mélinu smćrra. Nútíma skákmenn vćru hinsvegar heybrćkur upp til hópa sem ekki ţyrđu ađ tefla ţessa frábćru byrjun.

Áriđ 1956 sló Larsen í gegn á alţjóđavísu ţegar hann náđi bestum árangri 1. borđs manna á Ólympíuskákmótinu í Moskvu og var sćmdur stórmeistaratitli: „Ţetta er sennilega í eina skipti sem ég náđi betri árangri en ég hafđi gert ráđ fyrir," skrifađi Larsen.

Nćsti stóri áfangi var sigurinn á millisvćđamótinu í Amsterdam 1964. Nćstu ár voru gjöful ţótt Tal og Spasskí hafi í einvígjum komiđ í veg fyrir ţví ađ heimsmeistaradraumurinn rćttist.

Ţeir sem minnast Larsens ţessa dagana virđast líta svo á ađ í Denver sumariđ 1971 hafi Larsen háđ sína „heljarslóđarorrustu". Ţađ má vel vera og hann var stöđugt minntur á einvígiđ viđ Fischer. Haustiđ 1983 varđ hann nćstur á eftir Kasparov á geysisterku móti í Niksic í gömlu Júgóslavíu. Ţađ ţótti gott afrek; ţátttakendur voru kallađir „sjúkradeild Garrís". Í mótslok sagđi Larsen hinsvegar glađur í bragđi: „Ég frábiđ mér allar hamingjuóskir međ annađ sćtiđ."

Samband Larsens viđ Íslendinga var gott. Viđ vorum ţó ekki alltaf ánćgđir međ ţađ sem hann lét hafa eftir sér eđa ţagđi um; kannski arfur ţess tíma ţegar danskir fjölmiđlar stunduđu kerfisbundna ţöggun á afrekum Íslendinga. Hann var í hópi danskra stúdenta sem andmćltu ţví Danir afhendu okkur handritin. Ţegar ţađ gerđist voriđ 1971 kom hann til landsins og háđi sex skáka einvígi viđ Friđrik Ólafsson í sjónvarpssal sem hann vann, 3˝ : 2˝.

Mótsnefnd Reykjavíkurmótsins 1978 ţóttu hugmyndir hans um komuţóknun nokkuđ stífar. Högni Torfason svarađi eftirminnilega: „.... en auđvitađ er okkur ljóst ađ snillingur hefur sitt verđ." Larsen vann afmćlismót SÍ áriđ 1985, tefldi á 2. borđi í liđi Norđurlanda gegn Bandaríkjunum í ársbyrjun 1986 og á Reykjavíkurmótinu ţar á eftir. Larsen var međ afmćlismóti Friđriks áriđ 1995 og ţeir háđu at-skákeinvígi áriđ 2003.

Haustiđ 1989 fékk Jóhann Ţórir Jónsson Larsen til ađ tefla á helgarmóti í Fellabć og kom einnig á klukkufjöltefli á gistiheimili Gunnars Gunnarssonar í Reykjavík ţar sem Larsen tefldi viđ 12 valinkunna einstaklinga. Skák úr fjölteflinu birtist í skákdálki „Ekstrablađsins". Andstćđingur Larsens var milliríkjadómarinn Magnús V. Pétursson.

Magnús V. Pétursson - Larsen

Magnús lék síđast 18. Dc2-d1. Nú hristi Larsen fram úr erminni laglega fléttu:

gs3md9i4_1029789.jpg18. ... Dxc3+!

- og Magnús gafst upp, 19. bxc3 er svarađ međ 19. ... Ba3 mát.

Magnús átti samt lokaorđiđ er hann eftir fjöltefliđ afhenti Larsen gullpening sem sleginn var vegna 50 mílna útfćrslu landhelginnar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 19. september 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Beinar útsendingar frá Haustmótinu

Ţröstur ŢórhallssonSkákáhugamenn ţurfa ekki ađ upplifa skákleiđa í dag ţrátt fyrir frídag á Ólympíuskákmótinu.  Í dag hófst Haustmót TR og eru skákir a-flokksins sýndar beint.  Međal keppenda á Haustmótinu, sem er eitt ţađ sterkasta í sögunni, eru stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartanssonuđm, Gundur Gíslason og Sigurbjörn Björnsson


Íslendingar efstir Norđurlanda í báđum flokkum - Íran og Slóvakía á morgun

Íslensku liđin er bćđi efst Norđurlanda ađ lokinni fimmtu umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fór í gćr.    Liđiđ í opnum flokki mćtir Íran og stelpurnar mćta mjög sterkri sveit Slóvakíu.

Í dag er frídagur og ćtlar íslenski hópurinn ađ fara í skođunarferđ og skođa slóđir Mammútanna.

Georgíumenn, Ungverjar og Armenar eru efstir međ 10 stig í opnum flokki.  Úkraínumenn og Rússar I eru efstir í kvennaflokki međ 10 stig.

Stađa Norđurlandanna í opnum flokki:

  • 22. Ísland, 7 stig
  • 25. Svíţjóđ, 7 stig
  • 30. Noregur, 7 stig
  • 35. Finnland, 7 stig
  • 62. Fćreyjar, 6 stig
  • 64. Danmörk, 5 stig

Stađa Norđurlandanna í kvennaflokki:

  • 47. Ísland, 6 stig
  • 60. Noregur, 5 stig
  • 69. Svíţjóđ, 4 stig
  • 78. Danmörk, 4 stig

110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010 hefst í dag

110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14.  Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt.

Mótiđ er öllum opiđ.

Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12, á miđvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góđ verđlaun í bođi í öllum flokkum. Alls verđa tefldar 9 skákir í hverjum flokki.  Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna  flokknum er tefldar níu umferđir eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu T.R., http://taflfelag.is/

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Athygli er vakin á ţví ađ skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 25. september kl. 18.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sigurđur Dađi Sigfússon.


Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 26. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 29. september kl.19.30

3. umferđ: Föstudag 1. október kl.19.30
4. umferđ: Sunnudag 3. október kl.14.00

5. umferđ: Mánudag 4. október kl.19.30
---Hlé vegna afmćlisbođs T.R. og íslandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 13. október kl.19.30
7. umferđ: Föstudag 15. október kl.19.30
8. umferđ: Sunnudag 17. október kl. 14.00
9. umferđ: Miđvikudag 20. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 180.000
2. sćti kr.   90.000
3. sćti kr.   40.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 25.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti  kr.  5.000
4. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti  kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Bćtist viđ fleiri flokkar verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjöld:

3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (3.500 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir ađra).


Mjög góđir sigrar í dag á Svisslendingum og Englendingum

Sigurlaug og Hallgerđur unnu báđarÍslensku liđin unnu frábćra sigra í 5. umferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Svisslendingar voru lagđir 3-1 í opnum flokki, og Englendingar voru lagđir í kvennaflokki međ sama mun.  Íslendingar voru stigalćgri í báđum flokkum -  sérstaklega í kvennaflokki og ţar er á ferđinni sennilega besti árangur íslenskrar kvennasveitar frá upphafi!GB og GK 027

Bragi Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson unnu en Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli.   Hjá stelpunum unnu Lenka Ptácníková, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir en Tinna Kristín Finnbogadóttir tapađi.

Frídagur er á morgun.   Sjötta umferđ fer fram á mánudag og hefst kl. 9

Sviss - Ísland 

24.1GMPelletier Yannick2592-GMStefansson Hannes25850,5
24.2GMGallagher Joseph G2517-GMSteingrimsson Hedinn25500,5
24.3IMEkstroem Roland2489-IMThorfinnsson Bragi24150-1
24.4IMBuss Ralph2433- Gretarsson Hjorvar Steinn23980-1

England - Ísland


24.1IMHouska Jovanka2426-WGMPtacnikova Lenka22820-1
24.2WIMLauterbach Ingrid2169- Thorsteinsdottir Hallgerdur19950-1
24.3 Bhatia Kanwal K2072- Fridthjofsdottir Sigurl Regin18120-1
24.4WFMHegarty Sarah N2084- Finnbogadottir Tinna Kristin17811-0


Haustmótiđ - skráning rennur út kl. 18!

Skráningarfrestur til ađ taka ţátt í Haustmóti TR rennur út kl. 18.    Skráning fer fram á heimasíđu TR.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8765277

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband