Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skáktímar hefjast aftur í Stúkunni á Kópavogsvelli

Stúkan á KópavogsvelliSamvinnuverkefni Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs fer aftur af stađ í Stúkunni á Kópavogsvell og verđur fyrsti tími nćsta föstudag ţann 28. september   kl. 14.30 og stendur til ađ verđa kl. 16.30. Sem fyrr verđur ţađ Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands sem hefur umsjón međ ţessum tímum.

Ćfingar Skákakademíu Kópavogs verđa framvegis á föstudögum milli kl 14:30 og 16:30.


Hjörvar sigrađi á hrađkvöldi Hellis

HjörvarŢađ var vel mćtt á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 24. október sl. og ţađ nokkuđ vel skipađ. Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi örugglega međ 7v í jafn mörgum skákum og kom ţađ lítt á óvart. Jöfn í öđru og ţriđja sćti voru Stefán Bergsson og Elsa María Kristínardóttir međ 5,5v. Ţau töpuđu fyrir Hjörvari en gerđu jafntefli ţegar ţau tefldu saman, í skák ţar sem reyndi á nýju reglurnar um uppvakningu drottningar. Hjörvar fékk svo ađ draga í happdrćttinu og dró ţá forsetann.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćst komandi mánudagskvöld 1. október kl. 20. Ţá verđur atkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                            Vinn.     M-Buch. Buch. Progr.

  1   Hjörvar Steinn Grétarsson,        7        20.5  29.0   28.0
 2-3  Stefán Bergsson,                  5.5      21.0  31.5   24.0
      Elsa María Kristínardóttir,       5.5      20.0  28.0   21.0
 4-6  Jón Úlfljótsson,                  4.5      18.0  26.5   18.5
      Dawid Kolka,                      4.5      17.0  23.5   14.5
      Hörđur Aron Hauksson,             4.5      15.5  20.0   14.5
 7-8  Gunnar Nikulásson,                4        18.0  25.0   16.0
      Felix Steinţórsson,               4        17.5  24.5   13.0
9-15  Gunnar Björnsson,                 3.5      23.0  33.5   19.5
      Eggert Ísólfsson,                 3.5      20.0  27.0   14.5
      Gunnar Friđrik Ingibergsson,      3.5      19.5  26.0   14.5
      Vigfús Ó. Vigfússon,              3.5      17.5  25.5   18.5
      Hilmir Freyr Heimisson,           3.5      17.0  25.0   14.0
      Jón Olav Fivelstad,               3.5      16.5  22.0   15.0
      Steinţór Baldursson,              3.5      16.5  22.0   12.5
16-17 Bjarni Ţór Guđmundsson,           3        18.0  24.0   11.0
      Kristján Hallberg,                3        16.0  24.5   12.0
18-19 Björgvin Kristbergsson,           2        16.5  22.0    6.0
      Leifur Eiríksson,                 2        16.5  22.0    5.0
20-21 Pétur Jóhannesson,                1.5      16.0  22.5    7.0
      Erik Daníel Jóhannesson,          1.5      15.5  21.0    9.0

Sćvar sigrađi í Vin: ,,Ţeir ćtla ađ drepa biskupinn!"

CIMG3922Sćvar Bjarnason alţjóđameistari sigrađi á spennandi og skemmtilegu haustmóti Skákfélags Vinjar, sem haldiđ var til heiđurs Finni Kr. Finnssyni mánudaginn 24. september. Sćvar, sem nýlega gekk til liđs viđ Skákfélag Vinjar, hlaut 4,5 vinning af 6 mögulegum, og kom í mark sjónarmun á undan kempunni Gylfa Ţórhallssyni og Róbert Lagerman sem nýveriđ tók viđ forsetaembćtti í kraftmikla skákfélaginu viđ Hverfisgötu.

CIMG3896Viđ upphaf mótsins var Finnur Kr. Finnsson heiđrađur fyrir frábćrt starf um árabil í ţágu yngri og eldri skákmanna. Hann hefur m.a. veriđ lykilmađur í kennslu barna í skákdeild Fjölnis í Grafarvogi, en ţar hefur sannkallađ skákćvintýri átt sér stađ undanfarin áratug. Ţá er Finnur burđarás í starfi Skákfélagsins Ćsir, sem er félag eldri borgara, sem hittist í Stangarhyl alla ţriđjudaga klukkan 13.

 Finnur hlaut ađ gjöf taflborđ, áritađ af sjálfum Gary Kasparov, og ţakkađi fyrir sig međ snjallri rćđu. Ţar rifjađi hann upp ađ skákáhuga hans mćtti rekja til afreka Friđriks Ólafssonar á sjötta áratug síđustu aldar, en ţeir Friđrik eru jafnaldrar. Friđrik tefldi ţá sögufrćg einvígi viđ Bent Larsen og voru skákirnar í beinni útsendingu í útvarpinu. Finnur kvađst ţá hafa búiđ í afskekktri sveit, ţar sem gamli sveitasíminn var enn viđ lýđi, en ţá gátu allir ,,legiđ á línunni" einsog ţađ var kallađ. Strákarnir í sveitinni hefđu oft teflt í gegnum símann, svo allir gátu hlustađ. Einhverntíma ţegar Finnur tilkynnti ađ hann ćtlađi ađ drepa biskup á e7 hefđi gömul kona hljóđađ í símann: ,,Ţeir ćtla ađ drepa biskupinn!"

CIMG3899Sćvar, Gylfi og Róbert hlutu allir 4,5 vinning, en nćstur kom Ingi Tandri Traustason, enn einn nýr liđsmađur Vinjar, međ 4 vinninga. Gunnar Björnsson og Hrafn Jökulsson hlutu 3,5 vinning, en ţau Jónas Jónasson, Elsa María Kristínardóttir, Sveinbjörn Jónsson og Haukur Halldórsson 3 vinninjga. Nćst komu Viđar Eiríksson, Einar Leó Erlingsson og Ađalgeir Jóhannsson.

Ćfingar eru í Vin alla mánudaga klukkan 13, undir stjórn Róberts, og eru allir hjartanlega velkomnir. Mánađarlega verđa haldin hrađskákmót og efnt verđur til fleiri viđburđa í vetur, auk ţess sem Skákfélagiđ Vin mun senda liđ til keppni í 3. og 4. deild á Íslandsmóti skákfélaga.

Myndaalbúm (HJ og VE)


Stefnumótunarvinna skákhreyfingarinnar hafin

Frá stefnumótunarfundi skákhreyfingarinnarStjórn Skáksambands Íslands hóf laugardaginn 22. september međ formlegum hćtti stefnumótunarvinnu en líkt og kynnt hefur veriđ hefur stjórnin sett sér ţađ markmiđ ađ leggja stefnumótunartillögu fyrir nćsta ađalfund sambandsins og forgangsröđuđum verkefnalistum til ađ styđja viđ ţá stefnumótun á nćstu árum.

Á fundinnvar bođiđ fulltrúum allra skákfélaga sem ađild eiga ađ Skáksambandi Íslands. Ţví miđur verđur ađ segja ađ mćting hefđi getađ veriđ betri en auk stjórnarinnar og fulltrúa nefnda og  Skákskólans mćtti ađeins tveir fulltrúar frá skákfélögunum, Sigurđur Ćgisson frá Skákfélagi Siglufjarđar og Kristján Örn Elíasson frá Sigurđur Ćgisson frá Skákfélagi SiglufjarđarSkákfélagi Íslands.

Á fundinum var fariđ yfir ítarlega stöđugreiningu sem unnin var í samvinnu viđ nefndir sambandsins og skákfélögin í landinu. Í framhaldinu voru skipađir 4 vinnuhópar á fundinum sem fengu tiltekin viđfangsefni til ađ greina og fjalla um en ţau viđfangsefni voru barna- og unglingastarf,  afreksstarf og alţjóđlegt samstarf, ţjónusta viđ félög og útbreiđsla og loks fjármál hreyfingarinnar. Hóparnir skiluđu í lok fundar samantekt og tillögum ađ áframhaldandi verkefnum og áherslum sem skođa ţarf betur.

Í framhaldinu mun stjórn SÍ halda áfram međ stefnumótunarvinnuna byggt á ţeim grunni sem lagđur var á fundinum. Í ţví efni verđur aftur leitađ til skákfélaganna varđandi afstöđu til tiltekinna viđfangsefna t.d. í tengslum viđ fjármál hreyfingarinnar, afreksstarfiđ, ţjónustu sambandsins eđa fyrirkomulag móta.

Ítrekađ skal ađ markmiđ stjórnarinnar er ađ leggja fram heilstćđa tillögu ađ stefnumörkun hreyfingarinnar á nćsta ađalafundi ţannig ađ ţađ verđur nćgur tími fyrir hreyfinguna til ađ rćđa og koma eđa úrvinnslu einstakra viđfangsefna. Međ ţađ markmiđ ađ sem breiđust samstađa verđi um mögulegar tillögur mun stjórnin tryggja umrćđur um einstök álitaefna bćđi međ umfjöllun á Skák.is, međ beinum samskiptum viđ félögin og mögulega međ öđrum stefnumótunardegi. Nánar um ţađ síđar. Ađ lokum er rétt ađ taka fram ađ vinnugögn frá stefnumótunarfundinum verđa viđ fyrsta tćkifćri gerđ ađgengileg á heimsíđu sambandsins.

026Ţröstur Olaf Sigurjónsson, lektor viđ HR, var hópnum til ađstođar.   Andrea Margrét Gunnarsdóttir, stjórnađi vinnuhópnum innan SÍ en međ henni í honum voru Stefán Bergsson, Steinţór Baldursson og Ţorsteinn Stefánsson.  

Viđ ţetta tilefni ákvađ stjórn SÍ jafnframt ađ heiđra Ásdísi Bragadóttir, sem á um ţessar mundir 25 ára starfsafmćli sem framkvćmdastjóri og henni fćrt gjöf.

Ţátttakendur:

  • Gunnar Björnsson, forseti SÍ
  • Andra Margrét Gunnarsdóttir, varaforseti SÍ
  • Helgi Árnason, gjaldkeri SÍ og formađur Fjölnis
  • Eiríkur Björnsson, ritari SÍ og varaformađur TR
  • Róbert Lagerman, skákritari SÍ og formađur Skákfélags Vinjar
  • Stefán Bergsson, ćskulýđsfulltrúi SÍ og framkvćmdastjóri Skákakademíunnar
  • Ingibjörg Edda Birgisdóttir, landsmótsstjóri SÍ
  • Ţorsteinn Stefánsson, varastjórn SÍ
  • Steinţór Baldursson, varastjórn SÍ
  • Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands
  • Kristján Örn Elíasson, formađur Skákfélags Íslands
  • Sigurđur Ćgisson, formađur Skákfélags Siglufjarđar 
  • Ásdís Bragadóttir, framkvćmdastjóri SÍ
  • Ţröstur Olaf Sigurjónsson, lektor viđ HR

Myndaalbúm (GB)


KR-Pistill: Skákáráttan er söm viđ sig

Frá KR-kvöldiHrađskákkvöldin í Vesturbćnum eru međ ţeim allra líflegustu í borginni og ţótt víđar vćri leitiđ enda orđin  víđfrćg.  Jafnan fjölgar í hópnum á haustin ţví alltaf eru einhverjir sem heltast úr lestinni yfir sumariđ til ađ spila golf, veiđa lax eđa reita arfa.  

Á ţriđja tug skákkappa, ţjakađir af „skákáráttupersónuleikastreyturöskun"  leita ţar líknar viđ áţján ţeirri sinni og  sem heltekur ţá í tíma og ótíma. Eftir ađ hafa teflt stíft í hátt fjóra tíma og 13 umferđir viđ eitilharđa og slynga andstćđinga ganga ţeir afslappađir á braut, ţrátt fyrir misjafnt gengi eins og gengur.  Ţađ ađ tefla sér til yndis og ánćgju gefur ţeim ţá nauđsynlegu slökun sem ţeir ţarfnast til ađ halda fullri geđheilsu og geđprýđi  í sínum annars hversdagslegu brauđstriti milli skákfunda.

Ţrír valinkunnir meistarar hafa tyllt sér ţar á toppinn síđasta mánuđinn ţó oft megi vart á milli sjá Ţrír góđirhver nćr ađ máta hvern og skipst á ađ rađa sér í efstu sćtin.  Ingimar Jónsson hefur unniđ 2 síđustu mót en Gunnar Birgisson og Gunnar Gunnarsson mótin ţar á undan, međ ţetta 11.5 v. til 10 v af 13.   Ađrir snillingar eins og Sigurđur Herlufsen, Stefán Ţormar Guđmundsson,  Guđfinnur Kjartansson og Vilhjálmur Guđjónsson, núna síđast, hafa fylgt ţeim fyrrnefndu eftir og velgt ţeim undir uggum.

Einar EssSíđast liđiđ vetur henti ţađ slys ađ A-skáksveit félagsins féll naumlega niđur um deild annađ áriđ í röđ og teflir nú í 3. deild ţar sem B-sveit ţess er fyrir.  Í ljósi ţess hve mikiđ liggur nú viđ fyrir Sd. KR ađ vinna sig upp um deild ađ nýju hefur Kristján Stefánsson, formađur hennar lagt hart ađ Einari Ess fyrrv. liđstjóra, sem sagđi af sér eftir ófarirnar, ađ snúa aftur og sagst vera „tilbúinn til ađ fyrirgefa honum ótímabćra afsögn hans"

Í ljósi ţess hversu mikilvćgt er  ađ ađalskáksveit KR nái vopnum sínum og stöđu ađ nýju og vegna fjölda áskorana hefur Einar međ nokkrum semingi fallast á ađ verđa viđ frómum óskum skákfélaga sinna hér um taka ađ sér liđstjórastarfiđ ađ nýju sem einvaldur.  Jafnframt um hann innan tíđar taka sćti í stjórn Skákdeildarinnar og stuđla ađ framgangi  og farsćld hennar eftir bestu getu.    

Meira á www.kr.is (skák)

Úrslit:

 

image1_1173614.jpg

 


Ćsir - öflug starfsemi skákfélags eldri borgara

Birgir SigurđssonĆsir, skákfélag eldri borgara í Reykjavík, heldur úti öflugu og skemmtilegu starfi og eru ţriđjudagsćfingar nú byrjađar af fullum krafti. Félagiđ hefur mjög góđa ađstöđu í Ásgarđi ađ Stangarhyl 4, og ţangađ mćttu um 60 skákmenn sl. vetur.

Skákfélagiđ Ćsir var stofnađ áriđ 1998 af Lárusi Johnsen, Heiđari Ţórđarsyni og Sigurđi Pálssyni. Sigurđur var formađur fyrstu tvö árin en ţá tók Birgir Sigurđsson viđ  og hefur gegnt embćttinu í 12 ár. Birgir lćtur af formennsku nú í haust, en hann hefur í áratugi veriđ međal burđarása í íslensku skáklífi.

Ćsir heldur mörg mót, sem hafa fest sig í sessi. Haustmót félagsins er ađ jafnađi haldiđ í október ogFinnur Kr. Finnsson í desember er haldiđ jólaskákmót. Einn hápunktur vetrarins er svo Toyota-skákmótiđ sem haldiđ er í lok janúar eđa byrjun febrúar. Toyota á Íslandi hefur um árabil veriđ ađalbakhjarl skákfélagsins, og fara mótin fram í höfuđstöđvum fyrirtćkisins sem leggur til vegleg verđlaun. Meistaramótiđ er svo ađ jafnađi haldiđ á vormánuđum.

Síđasta vetur var efnt til ţeirrar skemmtilegu nýbreytni ađ halda svokallađ Eđalskákmót, en ţar fá ţeir einir verđlaun sem orđnir eru 75 ára eđa eldri. Magnús V. Pétursson forstjóri Jóa Útherja er hugmyndasmiđur mótsins og gefur öll verđlaun.

Vertíđinni lýkur svo međ vorhrađskákmóti, og eru ţar veitt verđlaun fyrir samanlagđan árangur á öllum skákdögum vetrarins og fá ţrír efstu sćmdarheitiđ Vetrarhrókar.

Ćsir tefla auk ţess árlega liđakeppni viđ eldri skákkempur frá Skákfélagi Akureyrar og hafa liđin mćst í Vatnsdal síđustu árin og heppnast afar vel. Ţá fer og fram árleg keppni viđ Riddarana, sem eru eldri skákmenn í Hafnarfirđi.

Ćsir eru í Skáksambandi Íslands og hafa stundum sent liđ til keppni á Íslandsmóti skákfélaga.

Eldri borgarar, sem hafa gaman af ađ tefla, eru hvattir til ađ mćta á ţriđjudögum kl. 13 í Stangarhyl 4. Ţangađ eru allir hjartanlega velkomnir. Milli umferđa og í kaffihléinu eru málin rćdd og ráđiđ í lífsgátuna.

Finnur Kr. Finnsson

Ţorsteinn Guđlaugsson


Mót til heiđurs Finni Kr. í Vin í dag

Finnur Kr FinnssonHaustmót Skákfélags Vinjar, til heiđurs Finni Kr. Finnssyni, verđur haldiđ í dag, mánudag, og hefst klukkan 13. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Í leikhléi verđur bođiđ upp á kaffi og međlćti.

Međ mótinu vilja Vinjarmenn heiđra Finn Kr. Finnsson, sem um árabil hefur veriđ mjög virkur í félagsmálum skákmanna -- á öllum aldri. Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla og formađur skákdeildar Fjölnis hefur ţannig bent á ađ Finnur hefur leiđbeint ótal efnisbörnum í Grafarvogi, en hann er líka einn af burđarásum í starfi Skákfélagsins Ćsir, sem er skákfélag eldri borgara.

Skákfélag Vinjar er međ ćfingar alla mánudaga og í vetur verđa hrađskákmót haldin mánađarlega. Ţá mun félagiđ tefla fram sveitum í 3. og 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og efna til viđburđa af ýmsu tagi.

Allir eru velkomnir í Vin.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 24. september nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Haustmót SA hefst á föstudaginn

Haustmót Skákfélags Akureyrar verđur í ár međ nýju sniđi.  Mótiđ verđur teflt á tveimur helgum, dagana 28.-30. september og 13.-14. október. Tefldar verđa 7 umferđir. Tímasetningar umferđa og tímamörk eru sem hér segir:

  • 1.-2. umferđ föstudaginn 28. september kl. 20.00. Umhugsunartími 25 mín.
  • 3. umferđ laugardaginn 29. september kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
  • 4. umferđ sunnudaginn 30. september kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
  • 5. umferđ laugardaginn 13. október kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
  • 6. umferđ laugardaginn 13. október kl. 17.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
  • 7. umferđ sunnudaginn 14. október kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjald er kr. 3000 fyrir félagsmenn SA, en kr. 3.500 fyrir ađra. Unglingar fćddir 1996 og síđar greiđa kr. 1500, en ţeir sem greiđa ćfingajald fyrir haustmisseri greiđa ekkert aukalega fyrir ţátttöku í haustmótinu.

Arion banki er ađalstyrktarađili mótsins og verđa veitt peningaverđlaun sem hér segir:

  • 1. verđlaun kr. 20.000
  • 2. verđlaun kr. 10.000
  • 3. verđlaun kr. 6.000

Stigaverđlaun (1799 stig og lćgri) kr. 6.000

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Skákfélags Akureyrar". Mótiđ er öllum opiđ en ađeins félagsmađur í Skákfélaginu getur unniđ meistaratitilinn. Peningaverđlaun gilda fyrir alla án tillits til félagsađildar.

Skákir 3-7. umferđar verđa reiknađar til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga


Námskeiđ Skákskólans ađ hefjast

Skákskóli ÍslandsSkráning er hafin í byrjenda- og framhaldsflokka Skákskólans.  Skráning og fyrirspurnir sendast á netfangiđ skaknamskeid2012@gmail.com.

Námskeiđin hefjast laugardaginn 29. september og tímasetningar verđa ţannig:

 

 

 

 

  • Byrjendaflokkur I: Laugardaga kl. 10.30 - 11.30. 
  • Byrjendaflokkur II: Laugardaga kl. 11.30 - 12.30. 
  • Byrjendaflokkur III: Laugardaga kl. 16.00 - 17.00. 
  • Framhaldsflokkur: Laugardaga kl. 12.30 - 14.00 og ţriđjudaga kl. 15:30-17:00

Verđ:  Byrjendaflokkar kr. 14.000.- fyrir 10 vikur.  Framhaldsflokkar kr. 22.000.- fyrir 10 vikur.

Skráning hér á Skák.is

Nemendur fá tilkynningu um tímasetningar og hópaskiptingar ađ lokinni heildarskráningu, en kennt er í flestum flokkum á laugardögum.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8780468

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband