Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Góður sigur Víkingaklúbbsins - Fjölnismenn og Óskar töpuðu

Víkingaklúbburinn vann mjög góðan 4-2 sigur á írsku sveitinni, Gonzaga, í þriðju umferð EM taflfélaga í dag. Páll Agnar Þórainrsson (2273), Gunnar Freyr Rúnarsson (1957) og Halldór Pálsson (2019) unnu sínar skákir. Sá síðastnefndi eftir að hafa mátað andstæðinginn laglega í tímahraki. Fjölnismenn sóttu ekki gull í greipar ísraelska klúbbsins, Beer Sheva Chess Club, og töpuðu 0-6.

Óskar Bjarnason (2245) sem teflir með Club Gambit Bonnevoie tapaði í dag og er enn ekki kominn á blaðið góða.

Úrslit dagsins

Clipboard01

Clipboard02

 

Fjórða umfeðrð hefst kl. 12 á morgun. Fjölnir teflir þá við enska klúbbinn Hvítu rósina (White Rose) en Víkingar við finnsku sveitina Etelä-Vantaan Shakki.

Umferð dagsins hefst kl. 12. Hægt er að fylgjast með báðum íslensku sveitunum í beinni.

 


Alþjóða geðheilbrigðismótið fer fram á fimmtudaginn

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hefst taflið klukkan 19.30.

Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða yngri. Allir verðlaunahafar verða leystir út með verðlaunapeningi og bókaglaðningi. Sigurvegari mótsins fær jafnframt bikar að launum. Sigurvegari mótsins í fyrra varð Vignir Vatnar Stefánsson.

Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur en félögin hafa átt afar ánægjulegt og gott samstarf undanfarin ár.

Öllum skákáhugamönnum er velkomið að tefla með í þessu skemmtilega móti. Þátttökugjöld eru engin. Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má í gula kassanum á skak.is.


EM taflfélaga: Stórsigur gegn Kósóvo í gær

2017-10-09 15.05.33

Skáksveit Fjölnis vann mjög öruggan sigur 5½-½ á skákklúbbnum Hasan Pristina í 2. umferð EM taflfélaga sem fram fór í gær. Þótt Fjölnismenn væru fyrirfram mun sigurstranglegri var þessi stórsigur framar öllum vonum.

2017-10-09 15.02.49

 

Víkingar töpuðu hins vegar 1½-4½ gegn enskri sveit. Björn Þorfinnsson vann sína skák á efsta borði. Þriðja umferð fer fram í dag. Fjölnir teflir við mjög sterka ísraelska sveit en Víkingaklúbburinn við írska sveit sem er áþekk Víkingum að styrkleika.

2017-10-09 15.04.43

Óskar Bjarnason, sem teflir með sveit frá Lúxemborg, tapaði í gær. 

Úrslit gærdagsins:

Clipboard02

 

Clipboard01

 

Mikil stemming var í íslenska hópnum í gær og söfnuðust menn saman í herbergi 2124 og horfðu á leikinn saman. Var Huh-ið auðvitað tekið!

Umferð dagsins hefst kl. 12. Hægt er að fylgjast með báðum íslensku sveitunum í beinni.

 


Hraðskákmót Hugins fer fram á mánudaginn

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 16. október nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Tefldar verða 7 umferðir tvöföld með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000.

Núverandi hraðskákmeistari Hugins er Hjörvar Steinn Grétarsson. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem mótið fer fram. Björn Þorfinnsson, Davíð Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum. Verðlaunaafhending vegna Meistaramóts Hugins (suðursvæði) sem lauk í síðustu viku verður í lok hraðskákmótsins.

Verðlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.


Skákþing Garðabæjar hefst á föstudaginn

Skákþing Garðabæjar hefst föstudaginn 13. október 2017. (Ath. breyting frá upphaflegu plani) Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði.

Umferðatafla:
1. umf. Föstudag 13. okt. kl :19:30
2. umf. Mánudag 16. okt. kl. 19:30
3. umf. Mánudag 30. okt kl. 19:30
4. umf. Föstudag 3. nóv. kl. 19:30
5. umf. Mánudag 6. nóv. kl: 19:30
6. umf. Föstudag 10. nóv kl. 19:30
7. umf. Mánudag 13. nóv. kl. 19:30

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar mánudaginn 27. Nóvember kl 20:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik.

Mótið er opið öllum.
Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka einu sinni hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir. 0 vinningar reiknast í tiebreak fyrir slíka hjásetu.

Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 60% af aðgangseyri í hvorum flokki skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun eru 20.000 fyrir þessi sæti.

Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Aukaverðlaun verða fyrir þann skákmann sem nær flestum samanlögðum vinningum úr bæði Skákþingi Garðabæjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögð Buchholz stig ráða ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-
Efsti skákmaður í ca. hverjum 10 manna stigaflokki mv. fide stig (ísl til vara) fær 5000 króna aukaverðlaun. Stigalausir telja ekki. þe. ef 30 keppendur verða tvenn slík verðlaun.

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:
Félagsmenn. Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Utanfélagsmenn. Fullorðnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

Skráning í mótið fer fram á heimasíðu TG. www.tgchessclub.com og á skak.is

Skákmeistari Garðabæjar 2016 var Páll Sigurðsson.

Hér er hægt að skoða hverjir eru skráðir
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1sCf0mBXdAk3y4IUj4Z_AFnDficJtrzH97JQk5feiyhM/edit?usp=sharing


EM taflfélaga: Óskar Bjarnason tapaði

36858993274_3d06114b6d_o

Fyrsta umferð EM taflfélaga fór fram í dag í Antalaya í Tyrklandi. Íslendingurinn Óskar Bjarnason (2245) sem teflir með skáklúbbi frá Lúxumborg tapaði sinn skák fyrir Viktor Erdos (2624). Ekki gekk öðrum Íslendum vel því allar aðrar skákir töpuðu. Það var aðeins Tómas Björnsson, varamaður Fjölnis, sem ekki tapaði,  enda tefldi hann ekki. Niðurstaðan í dag var því frekar döpur eða 0-13. Andstæðingarnir voru þó í öllum tilfellum mun stigahærri. 

37579717261_a94dcf353e_k

Forseti Skáksamband Evrópu, Zurab Azmaiparashvili með hjálp forsta tyrkneska skáksambandsins, Gulkis Tulay, leik fyrsta leik mótsin, fyrir Sergey Karjakin gegn Oliveri Aroni Jóhannsssyni, Skákdeild Fjölnis, á öðru borði í viðureign við rússneska ofursveit. Upphaflega ætlaði Azmaiparashvili að leika fyrsta leikinn fyrir Héðin Steingrímsson gegn Mamedyarov en Héðin var örlítið of seinn á skákstað því varð annað borðið fyrir valinu. 

36908550443_2fd44f520b_o

Afar góður aðstæður eru á mótinu. Samhliða mótinu fer fram FIDE-þing. Spennan fyrir það er töluverð enda gert ráð fyrir áttakafundi á föstudaginn. 

Önnur umferð fer er fram á morgun. Fjölnir teflir við klúbb frá Kósóvo og Víkingaklúbbuirnn við enskan klúbb.

Úrslit dagsins

Clipboard01

 

Clipboard02

 

 


Hjörvar Steinn sigraði á Meistaramóti Hugins

Meistaramóti Hugins lauk í síðustu viku með sjöundu og síðustu umferð. Á efsta borði mættust Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson í hreinni úrslitaskák um sigurinn í mótinu. Vignir Vatnar stýrði hvítu mönnunum og fékk snemma tvípeð á drottingarvæng sem eitt og sér skipti ekki öllu máli. Framhaldinu var Vignir Vatnar full ákafur í að skipta upp í endatafl og eftir að hann gaf peð fyrir skammvinnt spil í endtaflinu þá voru úrslitin ráðin og Hjörvar landaði sigrinum skákinni og mótinu þar með í leiðinni. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur móttið og eins og þá varð Hjörvar einnig skákmeistari Hugins.

Á öðru borði mætttust Björn Þorfinnsson og Sigurður Daði Sigfússon. Björn gat lent í skiptu 1. sæti ef svo færi að Hjörvar ynni ekki á fyrsta borði. Tefld var kóngsindversk vörn og fékk Björn sem hafði hvítt meira rými í byrjuninni eins og oft vill verða og fljótlega betri stöðu án þess þó að hafa beinlínis neitt naglfast í stöðunni. Hann rataði ekki alltaf á besta framhaldi og Sigurður Daði náði að jafna taflið. Svo stóð fram í 30. leik þegar Sigurður Daði uggði ekki að sér og skildi kónsvænginn eftir varnarlítinn. Björn lét þetta happ ekki úr hendi sleppa og fórnaði riddaranum á g6 og stýrði liði sínu til sigurs í nokkrum leikjum. Björn tryggði sér þar með 2. sætið í mótinu.

Á fjórða borði veiddi Loftur Baldvinsson Vigfús Ó. Vigfússon í þekkta byrjanagildru í sikileyjarvörn og úrslitin þar með ráðin þrátt fyrir að Vigfús brölti eitthvað áfram. Þar með var orðið ljóst að Loftur var búinn að tryggja sér þriðju verðlaun og eina spurningin hvor einhver væri þar með honum.

Á þriðja borði sótti Björgvin Víglundsson fast að Ólafi Guðmarssyni sem hafði í nógu að snúast við að verjast atlögum hans. Það dugði samt ekki til þótt Ólafur berðist til þrautar og þurfti hann að leggja niður vopn um síðir. Björgvin og Loftur voru þar með jafnir með 5v en Loftur náði þriðja sætinu á stigum.

Á fimmta borði gerðu Snorri Þór Sigurðsson og Óskar Víkingur Davíðsson jafntefli og var það eina jafntefli umferðarinnar. Óskar hefði samt á að láta reyna á Snorra með gegnumbrotinu d4 í þrítugasta leik í stað þess að loka stöðunni með c4. Með báða hrókana á d-línunni er svarta staðan vænleg þótt ekki sé einfalt mál að vinna úr henni vegna þess hve staðan er lokuð.

Sákfélagið Huginn vill þakka keppendum fyrir þátttökuna og drengilega keppni. Það var alls ekki auðvelt að koma þessu móti fyrir þar mótadagskrá Íslenskra skákmann var afar þétt á þessu hausti og var því horft til aðstæðna við niðurröðun og framkvæmd mótsins.

Eftir er að finna út aukaverðlaunahafa en frétt um þá kemur fljótlega ásamt sameinaðri skrá með skákum 1.-7. umferðar. Verðlaunaafhending verður á hraðskákmóti Hugins (suður) sem haldið verður 16. september nk.

Lokastöðu mótsins má nálgast á Chess-Results

Búið er að slá inn skákir 7. umferðar í Meistaramóti Hugins. Fyrir ofan stöðumyndina er flettigluggi þar sem hægt er að velja skákir til skoðunar.

Nánar á heimasíðu Hugins. 


Fjölnir mætir rússneskri ofursveit

EM taflfélaga hefst í dag í Antalya í Tyrklandi. Tvö íslensk taflfélög taka þátt. Annars vegar skákdeild Fjölnis og hins vegar Víkingklúbburinn. Fjölnismenn mæta rússnesku ofursveitinni Globus í dag. Víkingar tefla við makedónísku sveitina Gambit Asseco See.

Pörun dagsins

Rússarnir hvíla Kramnik og Grischuk (!) sem eru engu að síður dúndursterkir. Héðinn teflir við Mamedyarov (2791), Oliver við Karjakin (2765) og er væntanlega fyrsti Íslendingur sem teflir við hann. Sigurbjörn mætir Anish Giri og Davíð sest á móti Nepo.

Clipboard01


Víkingar mæta sterkri makadónískri sveit

Clipboard02

 

Umferðin hefst kl. 12 í dag. 


U-2000 mót TR hefst á miðvikudagskvöldið

Hið sívinsæla U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 11. október.

Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga og verða allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2016 var Haraldur Baldursson.

DagskráTaflfélag Reykjavíkur1. umferð: 11. október kl. 19.30
2. umferð: 18. október kl. 19.30
3. umferð: 25. október kl. 19.30
4. umferð: 1. nóvember kl.19.30
5. umferð: 8. nóvember kl. 19.30
—————-HLÉ——————
6. umferð: 22. nóvember kl. 19.30
7. umferð: 29. nóvember kl. 19.30

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Tímamörk: 90 mín á alla skákina + 30 sek viðbót eftir hvern leik

Verðlaun: 1. sæti kr. 30.000, 2. sæti kr. 20.000, 3. sæti kr. 10.000. Hort-kerfi gildir.

Röð mótsstiga (tiebreaks): 1. Innbyrðis viðureign 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz

Þátttökugjöld: 18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR. 17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR.

Skráning í mótið

Skráðir keppendur

 


Skákþáttur Morgunblaðsins: Magnús Carlsen efstur á sterkasta opna móti ársins

G5I11RCDBÁ Mön fer fram þess dagana fram sterkasta opna mót ársins og þar sem efsti flokkurinn er opinn skákmönnum sem eru með 2.100-elo stig og meira fannst mér alveg tilvalið að Skákskóli Íslands byði nokkrum nemendum sínum upp á ferð á þetta mót þar sem þátt taka margir af snjöllustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar.

Svo skemmtilega vildi til að Bárður Örn Birkisson dróst á móti heimsmeistaranum í fyrstu umferð en í þeirri umferð var sú undantekning gerð frá viðurkenndri „pörn“ að parað var óháð elo-stigum samkvæmt slembireglu og þannig vildi til að Kramnik og Caruana mættust og lauk viðureigninni með sigri þess síðarnefnda og Kramnik tapaði svo aftur í 3. umferð fyrir 65 gömlum Bandaríkjamanni, James Tarjan. Í höfuðstaðnum Douglas þar sem mótið fer fram er teflt í gömlu leikhúsi og þar eru aðstæður með besta móti, hátt til lofts og vítt til veggja. Íslensku skákmennirnir eru ellefu talsins, átta í efsta flokki og þrír í neðri flokkunum. Að tefla í slíku móti er mikil reynsla og mörg góð úrslit geta fengist.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er vitanlega miðpunktur athyglinnar en framganga og taflmennska ljómar bókstaflega af sjálfstrausti og sigurvilja. Hann gerir sér fara um að sneiða hjá þekktum byrjunarleiðum, í skákum hans á Mön sjást byrjunarleikir með svörtu eins 1. e4 g6 , 1. e4 Rc6 eða 1. Rf3 b6. Nú er það ekkert nýtt að skákmenn vilji koma andstæðingnum „út út teóríunni,“ eins og það er stundum orðað en Magnús færir þessa stefnu upp á allt annað plan. Pavel Eljanov er einn sterkasti skákmaður heims, 1. borðsmaður Úkraínu á stundum og hann tapar yfirleitt ekki oft með hvítu. Hann virtist sleginn út af laginu þegar Magnús dró upp úr hattinum byrjun sem sjaldan sést tefld. Eftir 29 leiki var hann búinn að fá nóg og gafst upp. Við það komst norski heimsmeistarinn einn í efsta sætið og teflir næst við lítt þekktan en geysiöflugan indverskan skákmann, Vidit:

Pavel Eljanov – Magnús Carlsen

Owens-byrjun

1. Rf3 b6 2. e4 Bb7 3. Rc3

Það er talið heppilegra fyrir hvítan að hafa riddarann á d2 í þessu afbrigði en það var ekki svo auðvelt að koma því við.

3.... e6 4. d4 Bb4 5. Bd3 Rf6 6. De2 d5 7. exd5 Dxd5 8. 0-0 Bxc3 9. bxc3 Rbd7 10. c4 Dh5 11. Bf4 Hc8 12. a4 a5 13. Hab1 0-0 14. Hb5 c5 15. dxc5?

Þessi uppskipti veikja stöðu hvíts. Eftir 15. c3 er staðan í jafnvægi en sennilega hefur Eljanov ekki viljað sætta sig við að tefla stöðuna peði undir eftir 15.... Bc6 16. Hb1 Bxa4 o.s.frv. )

15.... Hxc5 16. Bd6 Hxb5 17. cxb5 Hc8 18. c4 Rc5 19. Bc2 Rce4!

Eins og hendi séð veifað hefur Eljanov ratað í nær óyfirstíganlega erfiðleika.

20. Bf4 Rc3 21. Dd3 Dg4!

Hótar biskupinum og hefur c4-peðið í skotmáli, 22. Dxc3 hefði verið svarað með 22.... Rd5 o.s.frv.

G5I11RAP1( STÖÐUMYND )

22. Be5 Dxc4 23. Dxc4 Hxc4 24. Bd3 Hc8 25. Ha1 Rfd5 26. Rd2 f6 27. Bd6 Rb4 28. Bc4 Bd5 29. Bf1 Rba2

– og Eljanov gafst upp. Hann tapar a-peðinu til viðbótar og eftir það er frekari barátta vonlaus.

Staðan efstu mann þegar þrjár umferðir eru eftir: 1. Magnús Carlsen 5½ v. (af 6) 2. Vidit 5 v.

Síðan kom 15 skákmenn með 4½ vinning þar af nokkur kunnugleg nöfn Anand, Caruana, og Nakamura. Mótinu lýkur á morgun sunnudag.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 30. september 2017

Skákþættir Morgunblaðsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8778927

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband