Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen efstur á sterkasta opna móti ársins

G5I11RCDBÁ Mön fer fram ţess dagana fram sterkasta opna mót ársins og ţar sem efsti flokkurinn er opinn skákmönnum sem eru međ 2.100-elo stig og meira fannst mér alveg tilvaliđ ađ Skákskóli Íslands byđi nokkrum nemendum sínum upp á ferđ á ţetta mót ţar sem ţátt taka margir af snjöllustu skákmönnum heims međ heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar.

Svo skemmtilega vildi til ađ Bárđur Örn Birkisson dróst á móti heimsmeistaranum í fyrstu umferđ en í ţeirri umferđ var sú undantekning gerđ frá viđurkenndri „pörn“ ađ parađ var óháđ elo-stigum samkvćmt slembireglu og ţannig vildi til ađ Kramnik og Caruana mćttust og lauk viđureigninni međ sigri ţess síđarnefnda og Kramnik tapađi svo aftur í 3. umferđ fyrir 65 gömlum Bandaríkjamanni, James Tarjan. Í höfuđstađnum Douglas ţar sem mótiđ fer fram er teflt í gömlu leikhúsi og ţar eru ađstćđur međ besta móti, hátt til lofts og vítt til veggja. Íslensku skákmennirnir eru ellefu talsins, átta í efsta flokki og ţrír í neđri flokkunum. Ađ tefla í slíku móti er mikil reynsla og mörg góđ úrslit geta fengist.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er vitanlega miđpunktur athyglinnar en framganga og taflmennska ljómar bókstaflega af sjálfstrausti og sigurvilja. Hann gerir sér fara um ađ sneiđa hjá ţekktum byrjunarleiđum, í skákum hans á Mön sjást byrjunarleikir međ svörtu eins 1. e4 g6 , 1. e4 Rc6 eđa 1. Rf3 b6. Nú er ţađ ekkert nýtt ađ skákmenn vilji koma andstćđingnum „út út teóríunni,“ eins og ţađ er stundum orđađ en Magnús fćrir ţessa stefnu upp á allt annađ plan. Pavel Eljanov er einn sterkasti skákmađur heims, 1. borđsmađur Úkraínu á stundum og hann tapar yfirleitt ekki oft međ hvítu. Hann virtist sleginn út af laginu ţegar Magnús dró upp úr hattinum byrjun sem sjaldan sést tefld. Eftir 29 leiki var hann búinn ađ fá nóg og gafst upp. Viđ ţađ komst norski heimsmeistarinn einn í efsta sćtiđ og teflir nćst viđ lítt ţekktan en geysiöflugan indverskan skákmann, Vidit:

Pavel Eljanov – Magnús Carlsen

Owens-byrjun

1. Rf3 b6 2. e4 Bb7 3. Rc3

Ţađ er taliđ heppilegra fyrir hvítan ađ hafa riddarann á d2 í ţessu afbrigđi en ţađ var ekki svo auđvelt ađ koma ţví viđ.

3.... e6 4. d4 Bb4 5. Bd3 Rf6 6. De2 d5 7. exd5 Dxd5 8. 0-0 Bxc3 9. bxc3 Rbd7 10. c4 Dh5 11. Bf4 Hc8 12. a4 a5 13. Hab1 0-0 14. Hb5 c5 15. dxc5?

Ţessi uppskipti veikja stöđu hvíts. Eftir 15. c3 er stađan í jafnvćgi en sennilega hefur Eljanov ekki viljađ sćtta sig viđ ađ tefla stöđuna peđi undir eftir 15.... Bc6 16. Hb1 Bxa4 o.s.frv. )

15.... Hxc5 16. Bd6 Hxb5 17. cxb5 Hc8 18. c4 Rc5 19. Bc2 Rce4!

Eins og hendi séđ veifađ hefur Eljanov ratađ í nćr óyfirstíganlega erfiđleika.

20. Bf4 Rc3 21. Dd3 Dg4!

Hótar biskupinum og hefur c4-peđiđ í skotmáli, 22. Dxc3 hefđi veriđ svarađ međ 22.... Rd5 o.s.frv.

G5I11RAP1( STÖĐUMYND )

22. Be5 Dxc4 23. Dxc4 Hxc4 24. Bd3 Hc8 25. Ha1 Rfd5 26. Rd2 f6 27. Bd6 Rb4 28. Bc4 Bd5 29. Bf1 Rba2

– og Eljanov gafst upp. Hann tapar a-peđinu til viđbótar og eftir ţađ er frekari barátta vonlaus.

Stađan efstu mann ţegar ţrjár umferđir eru eftir: 1. Magnús Carlsen 5˝ v. (af 6) 2. Vidit 5 v.

Síđan kom 15 skákmenn međ 4˝ vinning ţar af nokkur kunnugleg nöfn Anand, Caruana, og Nakamura. Mótinu lýkur á morgun sunnudag.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.3.): 428
 • Sl. sólarhring: 1028
 • Sl. viku: 10531
 • Frá upphafi: 8546347

Annađ

 • Innlit í dag: 280
 • Innlit sl. viku: 6040
 • Gestir í dag: 236
 • IP-tölur í dag: 226

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband