Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Oliver Aron jólasveinn TR

Oliver AronOliver Aron Jóhannesson vann Jólahrađskákmót TR sem fram fór í gćr. Oliver hlaut 12 vinninga í 14 skákum og var 1,5 vinningi fyrir ofan Magnús Pálma Örnólfsson sem varđ annar. Örn Leó Jóhannsson og Elsa María Kristínardóttur urđu í 3.-4. sćti. 28 skákmenn tóku ţátt.

Lokastađan:

Place Name                           Feder Rtg Loc Score M-Buch. Buch. Progr.

  1   Oliver Aron Jóhannesson,                     12       44.5  61.5   46.0
  2   Magnús P. Örnólfsson,                        10.5     43.0  60.0   44.5
 3-4  Örn Leó Jóhansson,                           9.5      41.5  57.5   35.5
      Elsa María Kristínardóttir,                  9.5      38.0  54.0   35.5
 5-7  Arnaldur Loftsson,                           9        39.5  56.5   36.0
      Jóhann Ingvarsson,                           9        39.0  52.0   38.0
      Dagur Kjartansson,                           9        35.5  49.5   37.5
  8   Eggert Ísólfsson,                            8.5      40.5  59.5   34.0
9-10  Páll Andrason,                               8        40.0  56.5   36.0
      Helgi Brynjarsson,                           8        39.5  55.0   33.0
 11   Magnús Nikulásson,                           7.5      34.5  48.5   29.5
12-17 Kristófer Ómarsson,                          7        40.0  55.5   36.0
      Gauti Páll Jónsson,                          7        37.0  52.5   26.5
      Birkir Karl Sigurđsson,                      7        35.0  49.5   26.0
      Halldór Pálsson,                             7        32.5  46.0   26.0
      Vigfús Ó. Vigfússon,                         7        32.0  46.0   26.5
      Björgvin Kristbergsson,                      7        30.5  39.0   23.0
 18   Kjartan Másson,                              6.5      37.5  55.5   29.5
19-22 Eiríkur K. Björnsson,                        6        38.5  53.5   29.5
      Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir,                6        35.0  49.5   27.0
      Hjálmar Sigurvaldason,                       6        31.5  41.5   21.0
      Bjarki Arnaldsson,                           6        26.0  33.5   20.0
23-25 Bárđur Örn Birkisson,                        5        33.5  43.0   24.5
      Björn H Birkisson,                           5        29.0  40.0   18.0
      Matthías Ćvar Magnússon,                     5        25.5  35.0   15.0
 26   Pétur Jóhannesson,                           4        32.5  45.5   17.0
 27   Benedikt Ernir Magnússon,                    3.5      29.0  38.5   12.0
 28   Ísak Logi Einarsson,                         0.5      27.0  37.5    1.0

 


Hjörvar og Guđmundur í beinni frá Hastings

Hjörvar Steinn eftir undirritunAlţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) taka ţátt í Hastings Chess Congress sem hófst í dag í ţessum fornfrćga skákbć. Skákir beggja eru í beinni útsendingu en umferđin hófst nú kl. 14:15.

Hjörvar teflir viđ rússneska FIDE-meistarann Boris Furman (2237) en Guđmundur viđ Fiona Steil-Antoni (2169), sem er alţjóđlegur meistari kvenna frá Lúxemborg.

85 keppendur taka ţátt og ţar af 12 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.

 

 


Atskákmót Skákklúbbs Icelandair - sveitakeppni byrjar á morgun

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair byrjar á morgun á Reykjavík Natura klukkan 13:00 og eru skákmenn vinsamlega beđnir ađ mćta tímanlega. Teflt verđur í Ţingsal 2. sem er á jarđhćđ.

18 sveitir eru skráđar til leiks og margir af sterkustu skákmönnum landsins eru á međal ţátttakenda ţ.a. 5 stórmeistarar, 4 alţjóđlegir meistarar og 11 FIDE meistarar.

Líkt og í fyrra hefur veriđ ákveđiđ ađ allir tefla viđ alla enda gefur ţađ hreinustu úrslitin, áćtlađ er ađ tefla 9 umferđir á morgun en 8 á sunnudaginn og reiknađ er međ ađ taflmennsku ljúki rúmlega sex á morgun en um 17:30 á sunnudeginum. Ţađ verđa gerđ stutt hlé eftir 5. og 13 umferđ.

Ţađ verđur einni viđureign s.s. fjórum borđum varpađ á sýningartjald í hverri umferđ og ţví gefst skákáhugamönnum tćkifćri til ađ mćta og fylgjast međ og upplifa mikla skákstemmingu.

Skákmenn og ađrir gestir geta keypt kaffi sem greiđist á veitingastađnum Satt sem kostar 500 kr. dagurinn eđa 1.000 kr. fyrir báđa dagana en kaffiđ verđur stađsett fyrir utan skáksalinn.

Ţátttökugjaldiđ er 16.000 kr. sem er hćgt ađ greiđa á stađnum eđa millifćra á 515-14-406597, kt: 561211-0860 og međ tilvísun í liđiđ.

Skráđ liđ hér.

Ađrar helstu upplýsingar:

  • 8.500 stig á sveitina í hverri umferđ.
  • Miđađ er viđ nóvember lista FIDE og september listann í íslensku stigunum
  • Stigalausir verđa skráđir međ 1.500 stig
  • 15 mínútur á mann,
  • Keppnisfyrirkomulagiđ er Round Robin (allir viđ alla)
  • Flestir vinningar gilda.

Verđlaun:*Sveitakeppni:

  • 1. sćti: 4x farmiđar fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair
  • 2. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo á veitingastađnum Satt
  • 3. sćti: 4x gjafabréf fyrir tvo í Fontana

Borđaverđlaun.


http://www.skak.blog.is/blog/skak/image/1180705/Borđaverđlaunin eru farmiđar innanlands fyrir tvo í bođi Flugfélags Íslands og Sagaklúbbs Icelandair og gisting í  2 nćtur fyrir tvo á Icelandair Hótelum  ásamt morgunverđarhlađborđi. Hćgt verđur ađ velja um gistingu á Hótel Akureyri eđa á Hótel Hérađi.

Óvćntasti sigurinn
Sá ađili sem vinnur óvćntasta sigurinn mun fá gjafabréf á veitingastađnum Satt sem gildir fyrir tvo. Miđađ er viđ stigamun, en hér er miđađ viđ nýjustu stig.

Besti varamađurinn
Besti varamađurinn fćr gjafabréf á veitingastađnum VOX fyrir tvo.

Útdráttarverđlaun - einvígi, teflt á međan er veriđ ađ taka saman lokaúrslit.

Einnig eru glćsileg útdráttarverđlaun en ţau eru hvorki meira né minna en farmiđar fyrir tvo til Bandaríkjanna međ Icelandair.

Tveir verđa dregnir út til ađ tefla hrađskák um ţessi verđlaun.10 mínútum verđa skipt á milli skákmannanna og verđur notast viđ ákveđna tímaforgjafarformúlu til ađ gefa ţeim stigalćgri meiri möguleika og auka spennuna. Tímaforgjafarformúlan verđur útskýrđ á skákstađ fyrir einvígiđ.

Sá sem er dreginn fyrr fćr hvítt.

Sá sem tapar fćr gjafabréf á veitingastađnum VOX fyrir tvo. Ef ţađ verđur jafntefli skipta skákmennirnir vinningunum á milli sín nema ađ ţađ sé áhugi hjá báđum ađilum ađ tefla bráđabanaskák međ sama fyrirkomulagi en međ minni tíma og öfugum litum. Ef ţađ verđur enn jafnt munu skákmennirnir skipta međ sér vinningunum.

Verđlaun fyrir veikari liđin.

Ef ţađ verđa fleiri en fimm liđ undir 8.000 stigum mun efsta liđiđ af ţessum liđum fá 4x gjafabréf fyrir tvo á VOX.

* ATH. Sami ađili getur ekki unniđ fleiri en einn ferđavinning, ef slíkt kemur upp mun viđkomandi ađili velja hvađa vinning hann vill, útfćrist nánar á skákstađ!

- Greiđa ţarf flugvallarskatta af öllum flugmiđum.

Frekari upplýsingar er hćgt ađ fá međ ţví ađ senda póst á Óskar Long; ole@icelandair.is.


Hverfakeppni SA: Brekkusniglar skriđu framúr og sigruđu.

Í hinni árlegu hverfakeppni SA sem fram fór í gćrkvöldi áttust viđ tvö liđ; annarsvegar skipađ ţeim sem búa á Brekkunni og í Innbćnum (suđurhluta bćjarins) og hinsvegar Ţorpurum og Eyrarpúkum, auk nokkurra vaskra félaga sem eiga lögheimili utan ţessara bćjarhluta. Liđssöfnun tókst vel og var teflt á 15 borđum. Fyrst var tefld ein 15 mínútna skák og urđu úrslit ţessi (sunnanmenn taldir á undan):

  • Rúnar Sigurpálsson-Ólafur Kristjánsson       1-0
  • Áskell Örn Kárason-Sigurđur Arnarson         1-0
  • Smári Rafn Teitsson-Sigurđur Eiríksson       1-0
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson-Smári Ólafsson      0-1
  • Sveinbjörn Sigurđsson-Hjörleifur Halldórsson 0-1
  • Haki Jóhannesson-Rúnar Ísleifsson            0-1
  • Atli Benediktsson-Einar Garđar Hjaltason     1-0
  • Pétur Gíslason-Eymundur Eymundsson           0-1
  • Karl Steingrímsson-Logi Rúnar Jónsson        1-0
  • Alex Cambray Orrason-Grétar Ţór Eyţórsson    1-0
  • Símon Ţórhallsson-Sveinn Torfi Pálsson       1-0
  • Andri Freyr Björgvinsson-Jón Magnússon       1-0
  • Einar Guđmundsson-Hjörtur Snćr Jónsson       0-1
  • Bragi Pálmason-Ari Friđfinnsson              0-1
  • Ađalsteinn Leifsson-Óskar Long Einarsson     0-1

Ţannig vann Brekkan nauman sigur, 8-7.

Eftir ţetta var tekin bćndaglíma í hrađskák og tefldi ţá hver liđsmađur eina skák viđ alla úr hinu liđinu, alls 15 skákir. Ţar tóku norđanmenn (ţ.e. Ţorparar & co) strax ákveđna forystu og horfđi lengi óvćnlega fyrir sveinum úr suđurhluta bćjarins. Ţannig höfđu hinir fyrrnefndu náđ 13 vinninga forystu 59-46 ađ loknum 7 umferđum, unniđ allar umferđir nema eina og ekkert útlit fyrir ađ sigurgöngunni vćri ađ linna. En skriđţungi brekkusnigla fór vaxandi ţegar á leiđ og ţeir náđu yfirhöndinni međ ótrúlegum 11-4 sigri í 13. umferđ og létu hana ekki af hendi eftir ţađ. Lokaúrslit 115.5-109.5.

Nokkrir sunnanmenn reyndust afar fengsćlir í hrađskákinni; Rúnar Sigurpálsson vann allar sínar skákir, 15 ađ tölu, Áskell Örn fékk 14.5 vinning, Smári Rafn og Jón Kristinn 14. Nćstur ţeim kom svo Andri Freyr međ 10 vinninga. Árangur í sveit norđanmanna var mun jafnari; ţar náđi Sigurđur Arnarson 10.5 vinningi í hús og nafni hans Eiríksson, Smári Ólafsson og Sveinn Torfi Pálsson 10 vinningum. Ţótti ţetta hin besta skemmtun og góđ upphitun fyrir lokamót ársins sem er Jólahrađskákmótiđ á sunnudaginn 30. desember.


Íslandsmótiđ í netskák fer fram á sunnudag

Íslandsmótiđ í netskák fer fram, sunnudaginn 30. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram á Skák.is.

Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 19:50.  Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 viđbótarsekúndur á hvern leik).     

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á Skák.is.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forrit (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher).  Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Davíđ Kjartansson er Íslandsmeistari í netskák

Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

Verđlaun:


1. kr. 10.000 
2. kr.   6.000 
3. kr.   4.000

 

Aukaverđlaun:

Undir 2100 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):

  • 1. Fjórir frímánuđir á ICC
  • 2. Tveir frímánuđir á ICC

Undir 1800 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):

  • 1. Fjórir frímánuđir á ICC
  • 2. Tveir frímánuđir á ICC
Stigalausir: 
  • 1. Fjórir frímánuđir á ICC
  • 2. Tveir frímánuđir á ICC

Unglingaverđlaun (15 ára og yngri):

  • 1. Fjórir frímánuđir á ICC
  • 2. Tveir frímánuđir á ICC

Kvennaverđlaun:

  • 1. Fjórir frímánuđir á ICC
  • 2. Tveir frímánuđir á ICC

 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Jólamót kvöldsins: Hellir, Víkingar og Húsvíkingar

christmaschess.jpg

Skákţyrstir geta sem fyrr fengiđ útrás fyrir skákiđkun í kvöld. Í dag rétt eins og í gćr, eru tvö mót hér í höfuđborginni en eitt mót fyrir Norđan heiđan. Hellir heldur Jólabikarmót félagsins, Víkingaklúbburinn heldur sitt árlega jólaskákmót og Hrađskákmót Gođans Máta verđur á Húsavík. 

Jólabikarmót Hellis fer fram í Hellisheimilinu og hefst kl. 19:30. Tefldar verđa hrađskákir međ 5 mínútna umhugsunartíma eftir Monrad-kerfi. Eftir 5 töp falla keppendur úr leik. Teflt er áfram ţar til einn keppandi stendur eftir.

Jólamót Víkingaklúbbsins, fer fram í Billiardbarnum, Faxafeni 12 (viđ hliđina á SÍ) og hefst eining kl. 19:30. Tefld verđur bćđi skák og Víkingaskák. Fyrst verđa tefldar 7 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma en en ţví loknu er skipt yfir í Víkingaskákina.

Hrađskákmót Gođans-Máta fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík og hefst kl. 20. Ţar verđa tefldar 11 umferđir međ Monrad-kerfi.

Yfirlit jólamóta:


Kosta Ríka - pistill Guđmundar Kjartanssonar

Guđmundur KjartanssonAllir styrkţegar Skáksambands Íslands ţurfa ađ skila af sér pistli um viđkomandi mót. Guđmundur Kjartansson hefur veriđ á miklu skákferđalagi í Suđur-Ameríku, sem lauk fyrir skemmstu međ móti í Kosta Ríka. Guđmundur teflir svo í Hastings-mótinu, sem hefst á morgun, ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Hér er pistill Guđmundar um mótiđ í Kosta Ríka:

Pistillinn:

Ţá er ég loksins kominn heim eftir tćplega 8 mánađa dvöl í Suđur-Ameríku. Ég tók saman stuttan pistil sem mun birtast á taflfelag.is ţar sem ég segi frá ţeim mótum sem ég tók ţátt í úti. En síđasta mótiđ sem ég tók ţátt í var Gran Torneo  Metropolitano sem var haldiđ í San José, höfuđborg Kosta Ríka. Ástćđan fyrir ţví ađ ég endađi í Kosta Ríka er sú ađ ţegar ég tók ţátt í Panama Open í lok nóvember kynntist ég félaga mínum frá Kosta Ríka sem var ađ vinna viđ mótshaldiđ og hann og pabbi hans sem sáu um mótiđ í Kosta Ríka ákváđu ađ bjóđa mér. Sem var mjög hentugt ţví ţá var ég allavega kominn ađeins nćr Bandaríkjunum og auđveldara ađ komast heim.

Ég fékk gistingu á hóteli uppi í fjöllunum rétt fyrir utan San José og dvaldist ţar međ nemanda mínum sem kom í rútu frá Panama og félaga mínum, alţjóđlegum meistara frá Gvatemala. Virkilega flottur stađur og flott útsýni. Mótiđ sjálft byrjađi 17.des og var ég orđinn frekar ţreyttur eftir mótiđ í Kólumbíu sem ég klárađi daginn áđur og öll ferđalögin svo ég tefldi frekar illa ađ mestu leyti. En ţađ gekk svo sem allt í lagi, vann fyrstu tvćr skákirnar án mikilla vandrćđa en í ţriđju umferđ nć ég ađ bjarga erfiđri stöđu í endatafl međ hrók og riddara gegn hróki og riddara og andstćđingurinn býđur jafntefli en ég segi Nei og tekst ađ vinna ađ lokum. Í fjórđu umferđ tefli ég aftur frekar illa og enda međ koltapađ tafl en tekst á einhvern ótrúlegan hátt ađ bjarga ţví í jafntefli. Svo vann ég í fimmtu umferđ og síđasta daginn minn vann ég tvo alţjóđlega meistara, seinni skákin var mjög spennandi. Hélt ađ ég vćri ađ hafa nokkuđ auđveldan sigur ţegar andstćđingi mínum tekst ađ flćkja málin ađeins fyrir mér en ég fann nokkra góđa leiki í tímahrakinu og vann ađ lokum. Svo ég endađi međ 6 og hálfan af 7 og var efstur. Mótiđ var hinsvegar 9.umferđir og ţurfti ég ţví miđur ađ sleppa tveimur síđustu skákunum til ađ ná flugi til New York til ađ komast heim fyrir jólin og endađi ég í fimmta sćti. Nú fer ég svo út í fyrramáliđ og tek ţátt í Hastings. Hér er síđasta skákin mín sem ég tefldi í Suđur-Ameríku í bili...

Guđmundur Kjartansson


Maurice Ashley um N1 Reykjavíkurskákmótiđ

Vladimir Baklan and Maurice AshleyMaurice Ashley fjallađi um N1 Reykjavíkurskákmótiđ í nýlegum útvarpsţćtti á Playchess. Umfjöllun um ţá má lesa á Chessbase.

Ţar fer hann fögrum orđum um N1 Reykjavíurskákmótiđ og er hćgt ađ hlusta á hljóđbút sem fylgir međ sem viđhengi.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Jólamót kvöldsins: TR, Gallerý Skák og SA

christmaschess.jpgSkákţyrstir geta fengiđ útrás í kvöld. TR er međ sitt árlega jólahrađskákmót, JólaStuđMót verđur í Gallerý Skák og Akureyringar verđa međ hina árlegu hverfakeppni félagsins.

Á Jólahrađskákmóti TR hefst taflmennskan kl. 19:30.Tefldar verđa 2x7 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. 

Hjá Gallerý Skák fer fram JólasStuđMót. Mótiđ hefst kl. 18. Ţar eru tefldar 11 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Hverfakeppni SA hefst kl. 20. Ţađ er sveitakeppni á milli bćjarhluta höfuđstađs Norđurlands.

Yfirlit jólamóta:

 


Riddarinn - Jólaskákmótiđ 2012

Ţór Valtýsson Hvađ sem öllu jólavafstri leiđ lét brattur hópur (h)eldri borgara ţađ ekki aftra sér frá ađ etja kappi eina ferđina enn og taka ţátt í Jólapakkamóti Riddarans, sem fram fór međ glćsibrag í höfuđstöđvum klúbbsins og AAA samtakanna ađ Strandbergi í Hafnarfirđi  fyrir viku síđan. (17. Des). 

Ţađ fer vel á ţví ađ ţessir tveir hópar - virkra skákmanna annars vegar og hins vegar óvirkra alkóhólista - deili međ sér salarkynnum í Vonarhöfn,  sem ber á vissan hátt táknrćnt heiti sniđiđ ađ  ţeirra ţörfum og háleitum markmiđum.   Báđir hópar eiga ţá einlćgu von í brjósti  ađ bera sigur úr bítum viđ „dragbíta" sína og kvilla.  Ţó hinni fyrri sé í raun ólćknandi og góđkynja skákdella er sá síđari öllu verri viđureignar, ţar sem baráttan snýst stöđugt um ţađ ađ halda sér ţurrum og  sífellt er veriđ ađ  kljást viđ sama óvininn Bakkus hinn blauta. Ţađ er mun betra ađ falla á tíma en ađ falla fyrir honum. 

Hvort sem menn mćta til tafls vegna tilfallandi skákóţols, krónískar skákáráttu eđa bara til njóta augnabliksins ađ hćtti upplifunarsamfélags nútímans eđa einfaldlega til ađ leita sér hvíldar frá daglegu amstri má einu gilda.   Ţó blundar eflaust í mörgum óseđjandi löngun til ađ bera sigurorđ af sem flestum andstćđingum á sem stystum tíma sem er líka gott og blessađ.  Góđur árangur viđ taflborđiđ eflir sjálfstraustiđ og gerir ellina innihaldsríkari og meira spennandi fyrir suma.

Menn takast á viđ sinn öldrunarvanda međ mismunandi hćtti. Mikilvćgt er ađ forđast félagslega einangrun og ađgerđaleysi. Ţó sundiđ og golfiđ sé af hinu góđa hreyfingarinnar vegna eru heilabrot ekki síđur mikilvćg heilsurćkt fyrir hugann og höfuđiđ sem allt annađ fellur og stendur međ ef menn vilja á annađ borđ njóta lífsins fram eftir ćvi, ţar til hvers vitjunartími kemur.

Ţađ var ekki laust viđ ađ minningin um miskumsama Samverjan hafi gert vart viđ sig á stađnum. Aldrei ţessu vant voru menn ekki eins harđir á ţví ađ snertir menn vćru fćrđir eins og jafnan ţegar harkan ein rćđur ríkjum. Ekki var heldur alveg laust viđ ađ menn vćru sáttfúsari en vanalega sem lýsti sér í óvenju mörgum jafnteflum. Svo var mótiđ líka óvenju jafnt ađ ţessu sinni.  Úrslitin réđust ekki fyrr en í lokaumferđinni og ţá á stigum. Ţrír frćknir kappar urđu efstir og jafnir međ 8.5 vinning af 11 mögulegum.  Ţetta voru ţeir Ţór Valtýsson, Sigurđur A. Herlufsen og Friđgeir K. Hólm, allt valinkunnir meistarar, sem vart mega vamm sitt vita. Miklir keppnismenn allir saman og drengir góđir og voru ţeir leystir út međ verđlaunum. Ađrir fengu jólapakka skv. happa og glappa ađferđinni.

Ţó ađalverđlaun féllu vissulega í verđugar hendur má segja  ađ nćstu fimm keppendur hefđu líka áttGussi   međ höfuđfat viđ hćfi ţađ skiliđ  ađ komast á pall.  Sérstaklega „Gussi" eđa Guđfinnur R. Kjartansson, fullu nafni, sem lćtur jafnan gamminn geysa og  „sem gefur hvorki griđ né friđ en geysist fram og heggur liđ" eins og segir í frćgri drápu um hann eftir Matthías Kristinsson, félaga hans ađ vestan. Guđfinni var sérstaklega ţakkađ í byrjun móts fyrir farsćla skákstjórn hans  í klúbbnum á annan áratug, fyrst handknúna en síđan međ hjálp fartölvu og Sviss Perfect mörg hin síđari árin. Honum var jafnframt hótađ meiri heiđri af ţví tilefni síđar, sem hann međtók af stakri stillingu.

Nánari úrslit skv. međf. mótstöflu og vettvangsmyndir má sjá í myndasafni. Vegna landlćgra hátíđarhalda falla tveir skákfundir niđur og  ţví verđur nćsta mót Riddarans ekki haldiđ fyrr en miđvikudaginn 9. janúar 2013. Vonandi reynist ártaliđ ţrettán skákmönnum happatala. 

 

2012 Riddarinn jólamót 19. des.

 

ESE- skákţankar 26.12.2012


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband