Leita í fréttum mbl.is

Riddarinn - Jólaskákmótiđ 2012

Ţór Valtýsson Hvađ sem öllu jólavafstri leiđ lét brattur hópur (h)eldri borgara ţađ ekki aftra sér frá ađ etja kappi eina ferđina enn og taka ţátt í Jólapakkamóti Riddarans, sem fram fór međ glćsibrag í höfuđstöđvum klúbbsins og AAA samtakanna ađ Strandbergi í Hafnarfirđi  fyrir viku síđan. (17. Des). 

Ţađ fer vel á ţví ađ ţessir tveir hópar - virkra skákmanna annars vegar og hins vegar óvirkra alkóhólista - deili međ sér salarkynnum í Vonarhöfn,  sem ber á vissan hátt táknrćnt heiti sniđiđ ađ  ţeirra ţörfum og háleitum markmiđum.   Báđir hópar eiga ţá einlćgu von í brjósti  ađ bera sigur úr bítum viđ „dragbíta" sína og kvilla.  Ţó hinni fyrri sé í raun ólćknandi og góđkynja skákdella er sá síđari öllu verri viđureignar, ţar sem baráttan snýst stöđugt um ţađ ađ halda sér ţurrum og  sífellt er veriđ ađ  kljást viđ sama óvininn Bakkus hinn blauta. Ţađ er mun betra ađ falla á tíma en ađ falla fyrir honum. 

Hvort sem menn mćta til tafls vegna tilfallandi skákóţols, krónískar skákáráttu eđa bara til njóta augnabliksins ađ hćtti upplifunarsamfélags nútímans eđa einfaldlega til ađ leita sér hvíldar frá daglegu amstri má einu gilda.   Ţó blundar eflaust í mörgum óseđjandi löngun til ađ bera sigurorđ af sem flestum andstćđingum á sem stystum tíma sem er líka gott og blessađ.  Góđur árangur viđ taflborđiđ eflir sjálfstraustiđ og gerir ellina innihaldsríkari og meira spennandi fyrir suma.

Menn takast á viđ sinn öldrunarvanda međ mismunandi hćtti. Mikilvćgt er ađ forđast félagslega einangrun og ađgerđaleysi. Ţó sundiđ og golfiđ sé af hinu góđa hreyfingarinnar vegna eru heilabrot ekki síđur mikilvćg heilsurćkt fyrir hugann og höfuđiđ sem allt annađ fellur og stendur međ ef menn vilja á annađ borđ njóta lífsins fram eftir ćvi, ţar til hvers vitjunartími kemur.

Ţađ var ekki laust viđ ađ minningin um miskumsama Samverjan hafi gert vart viđ sig á stađnum. Aldrei ţessu vant voru menn ekki eins harđir á ţví ađ snertir menn vćru fćrđir eins og jafnan ţegar harkan ein rćđur ríkjum. Ekki var heldur alveg laust viđ ađ menn vćru sáttfúsari en vanalega sem lýsti sér í óvenju mörgum jafnteflum. Svo var mótiđ líka óvenju jafnt ađ ţessu sinni.  Úrslitin réđust ekki fyrr en í lokaumferđinni og ţá á stigum. Ţrír frćknir kappar urđu efstir og jafnir međ 8.5 vinning af 11 mögulegum.  Ţetta voru ţeir Ţór Valtýsson, Sigurđur A. Herlufsen og Friđgeir K. Hólm, allt valinkunnir meistarar, sem vart mega vamm sitt vita. Miklir keppnismenn allir saman og drengir góđir og voru ţeir leystir út međ verđlaunum. Ađrir fengu jólapakka skv. happa og glappa ađferđinni.

Ţó ađalverđlaun féllu vissulega í verđugar hendur má segja  ađ nćstu fimm keppendur hefđu líka áttGussi   međ höfuđfat viđ hćfi ţađ skiliđ  ađ komast á pall.  Sérstaklega „Gussi" eđa Guđfinnur R. Kjartansson, fullu nafni, sem lćtur jafnan gamminn geysa og  „sem gefur hvorki griđ né friđ en geysist fram og heggur liđ" eins og segir í frćgri drápu um hann eftir Matthías Kristinsson, félaga hans ađ vestan. Guđfinni var sérstaklega ţakkađ í byrjun móts fyrir farsćla skákstjórn hans  í klúbbnum á annan áratug, fyrst handknúna en síđan međ hjálp fartölvu og Sviss Perfect mörg hin síđari árin. Honum var jafnframt hótađ meiri heiđri af ţví tilefni síđar, sem hann međtók af stakri stillingu.

Nánari úrslit skv. međf. mótstöflu og vettvangsmyndir má sjá í myndasafni. Vegna landlćgra hátíđarhalda falla tveir skákfundir niđur og  ţví verđur nćsta mót Riddarans ekki haldiđ fyrr en miđvikudaginn 9. janúar 2013. Vonandi reynist ártaliđ ţrettán skákmönnum happatala. 

 

2012 Riddarinn jólamót 19. des.

 

ESE- skákţankar 26.12.2012


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 8764949

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband