Fćrsluflokkur: Spil og leikir
30.12.2012 | 20:42
Héđinn fékk 4 vinninga í 6 skákum í bandarísku háskólakeppninni
Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2560) tók ţátt í bandarísku háskólakeppninni á milli jóla og nýárs sem fram fór í Princeton í New Jersey. Ţar tefldi hann á fyrsta borđi fyrir háskólann Texas Tech ţar sem hann stundar MBA-nám.
Héđinn hlaut 4 vinning í 6 skákum. Áđur hefur komiđ fram hér á Skák.is hvernig honum gekk í fyrstu fjórum umferđum. Í 5. umferđ vann hann Haizhou Zu (2370) en í sjöttu og síđustu umferđ gerđi hann jafntefli viđ stórmeistarann Margvelashvili (2607).
Sveit Héđins varđ í sjöunda sćti af 44 sveitum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2012 | 20:06
Öruggur sigur Hadda Bé
Í dag fór fram jólahrađskákmót Skákfélags Akureyrar og mćttu 13 skákmenn til leiks ţrátt fyrir hvimleitt veđur. Halldór Brynjar Halldórsson fór á kostum og sigrađi nokkuđ örugglega. Hann og lagđi alla andstćđinga sína í dag nema Sigurđ Arnarson sem lenti í öđru sćti tveimur vinningum á eftir Hadda Bé. Jón Kristinn Ţorgeirsson og Sigurđur Eiríksson urđu jafnir í 3.-4. sćti og Smári Ólafsson í ţví fimmta. Ţessir keppendur skáru sig nokkuđ úr í vinningafjölda.
Lokastađan varđ eftirfarandi:
- Halldór Brynjar 11 vinningar af 12
- Ziggi A (Eins og Spice Girls nefndu hann forđum) 9 vinningar
- Jón Kristinn og Sigurđur E 8,5 vinningar
- Smári Ólafs 8 vinningar
- Símon og Einar G 5,5 vinningar
- Haki og Sveinbjörn 5 vinningar
- Andri Freyr 4 vinningar
- Eymundur og Logi 3 vinninga
- Ađalsteinn 2 vinningar
Frásögn tekin af heimasíđu Skákfélags Akureyrar.
30.12.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik og Uhlmann tryggđu sigur "Handanna"
Í keppni sem vakti talsverđa athygli hér á landi og fram fór í Poderbrady í Tékklandi milli Gamalla handa" og Snjóflygsna" áttu sér stađ mögnuđ umskipti í seinni hálfleik. Lengst af benti flest til ţess ađ ţarna myndi enn eitt karlavígiđ falla. Snjóflygsurnar", ţ.e. rússnesku skákkonurnar Valentina Gunina og Alina Kashlinskaya, tékkneska skákkonan Kristína Havlikova og indverska skákdrottning Tania Sachdev, tefldu af miklum styrk, einkum ţó hin undurfagra Tania sem náđi besta vinningshlutfalli keppenda, sex vinningum úr átta skákum og árangri upp á 2643 elo-stig.
Wolfgang Uhlmann og Friđrik Ólafsson, sem tefldu fyrir Hendurnar" ásamt Vlastimil Hort og Oleg Romanishin, byrjuđu báđir illa og um tíma virtist mega afskrifa gamla Austur-Ţjóđverjann. Einhvers stađar úr blámóđu fjarskans heyrđist ţó hvíslađ ađ gamlir gćđingar fćru stundum hćgt af stađ. Í hálfleik var stađan 10:6 Snjóflygsunum" vil og allt eins líklegt ađ ţćr ykju forskotiđ í seinni helmingi keppninnar. En viti menn: Hendurnar" unnu nćstu viđureignir og söxuđu á forskotiđ. Fyrir lokaumferđina var svo jafnt, 14:14. Snjóflygsurnar" stóđu ţó betur ađ vígi ţví ţćr höfđu hvítt í öllum skákum lokaumferđarinnar. Hafi ţađ ţađ veriđ taktík ţeirra ađ semja jafntefli gegn Hort og Romanisin og reyna síđan ađ vinna Friđrik og/eđa Uhlmann ţá mistókst ţađ hrapallega: Friđrik og Uhlmann unnu báđir og tryggđu sigur Handanna" eđa góđborgaranna eins og einhver vildi kalla liđiđ, lokaniđurstađan 17:15. Hort og Romanishin fengu 4 ˝ v. af átta en Friđrik og Uhlmann 4 vinninga hvor. Félagar Friđriks í liđinu hafa allir teflt á Íslandi, Uhlmann á Fiske-mótinu 1968, Hort á Reykjavíkurskákmótinu 1972 og oft eftir ţađ en Romanishin var međ á Reykjavíkurmótinu áriđ 2004.
Ţrjár sigurskákir Friđriks í ţessari keppni voru vel tefldar. Í lokaumferđinni virtist stađan í jafnvćgi ţegar andstćđingi hans varđ á meinleg yfirsjón og Friđrik lét ekki tćkifćriđ sér úr greipum ganga:
Kristina Havlikova - Friđrik Ólafsson
Sikileyjarvörn - Alapin
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d5 4. e5 c5 5. h3 Rc6 6. Rf3 Bf5 7. Be2 cxd4 8. cxd4 Bxb1!?
Óvćntur leikur. Friđrik lćtur biskupapariđ af hendi og reynir ađ byggja upp trausta stöđu fyrir riddarana.
9. Hxb1 e6
Alls ekki 9. .... Da5+ 10. b4! Dxa2 11. Hb2 og drottningin hefur ratađ í mikil vandrćđi.
10. h4 h5 11. O-O
Hér var upplagt ađ leika 11. b4 ásamt b5 viđ tćkifćri og koma biskupnum fyrir á a3.
11. ... Rh6 12. Bd3 O-O 13. Bg5 Db6 14. Dd2 Rg4 15. Be2 Hac8 16. Hbc1 Hfe8
Taflmennska hvíts hefur veriđ alltof bitlaus og Friđrik hefur náđ ađ jafna tafliđ.
17. Hc3 Ra5 18. Hfc1 Hxc3 19. Dc3 Rc6 20. Bf4 a6 21. Bd3 Bh6 22. Bxh6 Rxh6 23. a3 a5 24. Dd2 Rg4 25. Bb1 Kg7 26. Hc3 He7 27. b3 Hc7 28. Re1??
Hér er kominn tapleikurinn. Tékkneska skákkonan lagđi ţá spurningu fyrir Friđrik hvort peđiđ á d4 vćri eitrađ" eđur ei. Eftir dálitla umhugsun komst Friđrik ađ réttri niđurstöđu.
28. ... Rxd4! 29. Hxc7 Dxc7 30. f3
Nú rann upp fyrir henni ljós ađ 30. Dxd4 er svarađ međ 30. ... Dc1! og vinnur manninn til baka. Ţessi leikur breytir engu.
30. ... Rxb3! 31. Dc2 Dxe5!
Ţar féll ţriđja peđiđ og fleiri eru á leiđinni. Hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. desember 2012
Spil og leikir | Breytt 22.12.2012 kl. 19:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2012 | 12:11
Guđmundur Gíslason er jólasveinn Hellis
Guđmundur Gíslason sigrađi á jólabikarmóti Hellis sem fram fór 28. desember sl. Guđmundur fékk 12,5v í 15 skákum og missti ađeins 2v niđur. Ţessir vinningar fóru í fyrri hluta mótsins. fyrst međ tapi fyrir Hallgerđi í 2. umferđ og svo međ jafnteflum í 5. og 6. umferđ gegn Erni Leó og Lenku. Eftir ţađ var Guđmundur alveg óstöđvandi og náđi forystunni eftir 9. umferđ af Stefáni Bergssyni sem sigrađi á mótinu á síđasta ári. Ađ lokum stóđu bara Guđmundur og Lenka Ptácniková eftir en stađ Guđmundar var betri međ eitt tap og tvö jafntefli en Lenka međ 3 töp og tvö jafntefli. Ţetta gaf Guđmundi fćri á ţví ađ afgreiđa málin strax sem hann gerđi međ ţví ađ vinna Lenku í lokaskák mótsins. Á međan tefldu Páll Andrason og Örn Leó Jóhannsson úrslitaskák um ţriđja sćtiđ og hefđi ţar Páll betur.
Lokastađan
- 1. Guđmundur Gíslason 12,5v/15
- 2. Lenka Ptácniková 10v/15
- 3. Páll Andrason 9,5v/15
- 4. Örn Leó Jóhannsson 8,5v/15
- 5. Oliver Aron Jóhannesson 7,5v/13
- 6. Jón Trausti Harđarson 7,5v/13
- 7. Stefán Bergsson 7v/12
- 8. Vignir Vatnar Stefánsson 6,5v/12
- 9. Stefán Már Pétursson 6,5v/12
- 10. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 5,5v/11
- 11. Vigfús Ó. Vigfússon 5,5v/11
- 12. Hjálmar Sigurvaldason 5v/10
- 13. Elsa María Kristínardóttir 4,5v/10
- 14. Birkir Karl Sigurđsson 4v/9
- 15. Kristófer Jóel Jóhannesson 4v/9
- 16. Eggert Ísólfsson 4v/9
- 17. Andri Steinn Hilmarsson 3v/8
- 18. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2v/7
- 19. Björgvin Kristbergsson 2v/7
- 20. Hörđur Jónasson 2v/7
- 21. Arnar Ingi Pálsson 1v/7
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2012 | 22:21
Guđmundur og Hjörvar unnu í 2. umferđ - Guđmundur vann sterkan stórmeistara
Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) unnu báđir í annarri umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur vann úkraínska stórmeistarann Andrey Sumets (2638), sem er nćststigahćstur keppenda en Hjörvar vann enska FIDE-meistarann Adam Ashton (2366). Ţeir hafa báđir fullt hús og eru efstir ásamt fjórum öđrum.
Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ enska stórmeistarann Keith Arkell (2470) en Hjörvar viđ enska alţjóđlega meistarann Jonathan Hawkins (2507).
92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14:15)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2012 | 21:52
Mikill Ţungi á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair
Skáksveitin "Ţunginn" er efst á Atskákmóti Skákklúbbs Icelandair ađ loknum fyrri degi mótsins sem fram fór í Hótel Natura (Loftleiđum) sem fram fór í dag. Berserkir koma í öđru sćti og Ísland er í 3. sćti. Mikil spenna er á mótinu en segja má ađ a.m.k. átta sveitir geti blandađ sér í toppbaráttuna.
Mótinu verđur framhaldiđ međ umferđum 10-17 á morgun.
Rk. | Team | TB1 | TB2 |
1 | Ţunginn | 27 | 15 |
2 | Berserkir | 25,5 | 15 |
3 | Ísland | 24,5 | 14 |
4 | Computer says no | 23,5 | 12 |
5 | Nansý og strákarnir | 23 | 13 |
6 | Lagerman og lćrisveinarnir | 22 | 12 |
7 | Vegheflar réttlćtisins | 22 | 10 |
8 | Nemandinn og kennararnir ţrír | 22 | 8 |
9 | Felix og sveinar hans | 20,5 | 12 |
10 | Lightweight | 19,5 | 10 |
11 | Díonýsus | 18,5 | 9 |
12 | Bolvíkingar | 15,5 | 9 |
13 | Kvennaliđ | 15 | 8 |
14 | Zugzwang | 13,5 | 5 |
15 | Icelandair | 12 | 5 |
16 | KR sveitin | 10,5 | 3 |
17 | Bjartasta Vonin | 6 | 2 |
18 | Unglingasveitin | 3,5 | 0 |
Davíđ Kjartansson sigrađi á Jólaskákmóti Víkingaklúbbsins sem fram fór í Billiard-barnum í gćr. Tómas Björnsson og Páll Agnar Ţórarinsson urđu í 2.-3. sćti. Sveinn Ingi Sveinsson vann svo Jólamótiđ í Víkingaskákinni.
Jólamót Víkingaklúbbsins
Place Name Feder Rtg Loc Score M-Buch. Buch. Progr.
1 Davíđ Kjartansson 7.5 31.0 37.5 39.0
2-3 Tómas Björnsson 6.5 31.0 38.5 34.0
Páll Thórarainsson 6.5 31.0 38.5 33.5
4 Gunnar Rúnarsson 6 31.5 39.0 30.0
5 Ólafur Thorsson 5.5 32.0 39.5 25.5
6 Róbert Lagerman 5 32.5 40.0 22.0
7 Stefán Sigurjónsson 4 33.5 41.0 20.0
8-9 Jón Árni Halldórsson 2 35.5 43.0 12.0
Sturla Thórđarsson 2 35.5 43.0 9.0
10 Lárus Knútsson 0 35.5 45.0 0.0
29.12.2012 | 20:21
Héđinn teflir í bandarísku háskólakeppninni
Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2560) teflir um helgina í bandarískri háskólakeppni sem fram fer um helgina í Princeton í New Jersey. Eftir 4 skákir hefur Héđinn hlotiđ 2,5 vinning.
Í 1. og 2. umferđ vann hann Paul Brooks (2222) og Aura Cris Salazar (2225). Í 3. umferđ gerđi hann jafntefli viđ Priyadh Kannappan (2497) en í fjórđu umferđ tapađi hann fyrir stórmeistaranum Wesley So (2711).
Tvćr umferđir eru eftir á mótinu. Önnur fer fram í kvöld og hefst kl. 22 en sú síđari fer fram á morgun og hefst kl. 14 á morgun. Hćgt er ađ fylgjast međ skákum Héđins beint.
Héđinn teflir á fyrsta borđi fyrir Texas Tech-háskólann. Sveitin er ein fjögurra sveit sem hafđi fullt hús eftir 3 umferđir en alls taka 44 sveitir ţátt.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2012 | 10:31
Hastings: Hjörvar og Guđmundur unnu í fyrstu umferđ
Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Guđmundur Kjartansson (2404) unnu báđir í fyrstu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í gćr. Hjörvar vann rússneska FIDE-meistarann Boris Furman (2237) en Guđmundur vann Íslandsvinkonuna Fiona Steil-Antoni (2169), sem er alţjóđlegur meistari kvenna frá Lúxemborg.
Í 2. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hjörvar viđ enska FIDE-meistarann Adam Ashton (2366) en Guđmundur viđ úkraínska stórmeistarann Andrey Sumets (2638), sem er nćststigahćstur keppenda. Skákir beggja verđa sýndar beint en umferđin hefst kl. 14:15.
92 keppendur taka ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 19.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14:15)
29.12.2012 | 10:18
Smári hrađskákmeistari Gođans-Máta
Smári Sigurđsson varđ í kvöld hrađskákmeistari Gođans-Máta međ öruggum hćtti ţegar hann vann alla sína andstćđinga 8 ađ tölu. Jakob Sćvar Sigurđsson varđ annar međ 7 vinninga og Heimir Bessason varđ í ţriđja sćti međ 5 vinninga. Hlynur Snćr Viđarsson vann sigur í yngri flokki međ 5 vinninga, Jón Ađalsteinn Hermannsson varđ í öđru sćti međ 2 vinninga og Bjarni Jón Kristjánsson, sem einnig fékk tvo vinninga, varđ í ţriđja sćti örlítiđ lćgri á stigum en Jón.
1. Smári Sigurđsson 8 af 8
2. Jakob Sćvar Sigurđsson 7
3-4. Heimir Bessason 5
3-4. Hlynur Snćr Viđarsson 5
5. Hermann Ađalsteinsson 3
6-8. Ćvar Ákason 2
6-8. Jón Ađalsteinn Hermannsson 2
6-8. Bjarni Jón Kristjánsson 2
9. Sighvatur Karlsson 1
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 126
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar