Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik og Uhlmann tryggđu sigur "Handanna"

Friđrik teflir viđ HavlíkováÍ keppni sem vakti talsverđa athygli hér á landi og fram fór í Poderbrady í Tékklandi milli „Gamalla handa" og „Snjóflygsna" áttu sér stađ mögnuđ umskipti í seinni hálfleik. Lengst af benti flest til ţess ađ ţarna myndi enn eitt karlavígiđ falla. „Snjóflygsurnar", ţ.e. rússnesku skákkonurnar Valentina Gunina og Alina Kashlinskaya, tékkneska skákkonan Kristína Havlikova og indverska skákdrottning Tania Sachdev, tefldu af miklum styrk, einkum ţó hin undurfagra Tania sem náđi besta vinningshlutfalli keppenda, sex vinningum úr átta skákum og árangri upp á 2643 elo-stig.

Wolfgang Uhlmann og Friđrik Ólafsson, sem tefldu fyrir „Hendurnar" ásamt Vlastimil Hort og Oleg Romanishin, byrjuđu báđir illa og um tíma virtist mega afskrifa gamla Austur-Ţjóđverjann. Einhvers stađar úr blámóđu fjarskans heyrđist ţó hvíslađ ađ gamlir gćđingar fćru stundum hćgt af stađ. Í hálfleik var stađan 10:6 „Snjóflygsunum" vil og allt eins líklegt ađ ţćr ykju forskotiđ í seinni helmingi keppninnar. En viti menn: „Hendurnar" unnu nćstu viđureignir og söxuđu á forskotiđ. Fyrir lokaumferđina var svo jafnt, 14:14. „Snjóflygsurnar" stóđu ţó betur ađ vígi ţví ţćr höfđu hvítt í öllum skákum lokaumferđarinnar. Hafi ţađ ţađ veriđ taktík ţeirra ađ semja jafntefli gegn Hort og Romanisin og reyna síđan ađ vinna Friđrik og/eđa Uhlmann ţá mistókst ţađ hrapallega: Friđrik og Uhlmann unnu báđir og tryggđu sigur „Handanna" eđa góđborgaranna eins og einhver vildi kalla liđiđ, lokaniđurstađan 17:15. Hort og Romanishin fengu 4 ˝ v. af átta en Friđrik og Uhlmann 4 vinninga hvor. Félagar Friđriks í liđinu hafa allir teflt á Íslandi, Uhlmann á Fiske-mótinu 1968, Hort á Reykjavíkurskákmótinu 1972 og oft eftir ţađ en Romanishin var međ á Reykjavíkurmótinu áriđ 2004.

Ţrjár sigurskákir Friđriks í ţessari keppni voru vel tefldar. Í lokaumferđinni virtist stađan í jafnvćgi ţegar andstćđingi hans varđ á meinleg yfirsjón og Friđrik lét ekki tćkifćriđ sér úr greipum ganga:

Kristina Havlikova - Friđrik Ólafsson

Sikileyjarvörn - Alapin

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d5 4. e5 c5 5. h3 Rc6 6. Rf3 Bf5 7. Be2 cxd4 8. cxd4 Bxb1!?

Óvćntur leikur. Friđrik lćtur biskupapariđ af hendi og reynir ađ byggja upp trausta stöđu fyrir riddarana.

9. Hxb1 e6

Alls ekki 9. .... Da5+ 10. b4! Dxa2 11. Hb2 og drottningin hefur ratađ í mikil vandrćđi.

10. h4 h5 11. O-O

Hér var upplagt ađ leika 11. b4 ásamt b5 viđ tćkifćri og koma biskupnum fyrir á a3.

11. ... Rh6 12. Bd3 O-O 13. Bg5 Db6 14. Dd2 Rg4 15. Be2 Hac8 16. Hbc1 Hfe8

Taflmennska hvíts hefur veriđ alltof bitlaus og Friđrik hefur náđ ađ jafna tafliđ.

17. Hc3 Ra5 18. Hfc1 Hxc3 19. Dc3 Rc6 20. Bf4 a6 21. Bd3 Bh6 22. Bxh6 Rxh6 23. a3 a5 24. Dd2 Rg4 25. Bb1 Kg7 26. Hc3 He7 27. b3 Hc7 28. Re1??

Hér er kominn tapleikurinn. Tékkneska skákkonan lagđi ţá spurningu fyrir Friđrik hvort peđiđ á d4 vćri „eitrađ" eđur ei. Eftir dálitla umhugsun komst Friđrik ađ réttri niđurstöđu.

gguq3eqc.jpg28. ... Rxd4! 29. Hxc7 Dxc7 30. f3

Nú rann upp fyrir henni ljós ađ 30. Dxd4 er svarađ međ 30. ... Dc1! og vinnur manninn til baka. Ţessi leikur breytir engu.

30. ... Rxb3! 31. Dc2 Dxe5!

Ţar féll ţriđja peđiđ og fleiri eru á leiđinni. Hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. desember 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 40
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 8764052

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband