Leita í fréttum mbl.is

Kosta Ríka - pistill Guđmundar Kjartanssonar

Guđmundur KjartanssonAllir styrkţegar Skáksambands Íslands ţurfa ađ skila af sér pistli um viđkomandi mót. Guđmundur Kjartansson hefur veriđ á miklu skákferđalagi í Suđur-Ameríku, sem lauk fyrir skemmstu međ móti í Kosta Ríka. Guđmundur teflir svo í Hastings-mótinu, sem hefst á morgun, ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Hér er pistill Guđmundar um mótiđ í Kosta Ríka:

Pistillinn:

Ţá er ég loksins kominn heim eftir tćplega 8 mánađa dvöl í Suđur-Ameríku. Ég tók saman stuttan pistil sem mun birtast á taflfelag.is ţar sem ég segi frá ţeim mótum sem ég tók ţátt í úti. En síđasta mótiđ sem ég tók ţátt í var Gran Torneo  Metropolitano sem var haldiđ í San José, höfuđborg Kosta Ríka. Ástćđan fyrir ţví ađ ég endađi í Kosta Ríka er sú ađ ţegar ég tók ţátt í Panama Open í lok nóvember kynntist ég félaga mínum frá Kosta Ríka sem var ađ vinna viđ mótshaldiđ og hann og pabbi hans sem sáu um mótiđ í Kosta Ríka ákváđu ađ bjóđa mér. Sem var mjög hentugt ţví ţá var ég allavega kominn ađeins nćr Bandaríkjunum og auđveldara ađ komast heim.

Ég fékk gistingu á hóteli uppi í fjöllunum rétt fyrir utan San José og dvaldist ţar međ nemanda mínum sem kom í rútu frá Panama og félaga mínum, alţjóđlegum meistara frá Gvatemala. Virkilega flottur stađur og flott útsýni. Mótiđ sjálft byrjađi 17.des og var ég orđinn frekar ţreyttur eftir mótiđ í Kólumbíu sem ég klárađi daginn áđur og öll ferđalögin svo ég tefldi frekar illa ađ mestu leyti. En ţađ gekk svo sem allt í lagi, vann fyrstu tvćr skákirnar án mikilla vandrćđa en í ţriđju umferđ nć ég ađ bjarga erfiđri stöđu í endatafl međ hrók og riddara gegn hróki og riddara og andstćđingurinn býđur jafntefli en ég segi Nei og tekst ađ vinna ađ lokum. Í fjórđu umferđ tefli ég aftur frekar illa og enda međ koltapađ tafl en tekst á einhvern ótrúlegan hátt ađ bjarga ţví í jafntefli. Svo vann ég í fimmtu umferđ og síđasta daginn minn vann ég tvo alţjóđlega meistara, seinni skákin var mjög spennandi. Hélt ađ ég vćri ađ hafa nokkuđ auđveldan sigur ţegar andstćđingi mínum tekst ađ flćkja málin ađeins fyrir mér en ég fann nokkra góđa leiki í tímahrakinu og vann ađ lokum. Svo ég endađi međ 6 og hálfan af 7 og var efstur. Mótiđ var hinsvegar 9.umferđir og ţurfti ég ţví miđur ađ sleppa tveimur síđustu skákunum til ađ ná flugi til New York til ađ komast heim fyrir jólin og endađi ég í fimmta sćti. Nú fer ég svo út í fyrramáliđ og tek ţátt í Hastings. Hér er síđasta skákin mín sem ég tefldi í Suđur-Ameríku í bili...

Guđmundur Kjartansson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband