Fćrsluflokkur: Spil og leikir
24.2.2013 | 15:48
Chessbase um N1 Reykjavíkurskákmótiđ
Einn keppandi á mótinu, Alina L´Ami skrifar fyrir Chessbase. Eftir ţriđju umferđ skrifađi hún litríka grein um mótiđ á Chessbase međ fullt af myndum.
Greinina má nálgast á Chessbase.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjöunda umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hófst kl. 13 í dag. Margar spennandi skákir eru í gangi. Stigahćsti keppandi mótsins, Hollendingurinn Anish Giri, teflir viđ efsta mann mótsins, Úkraínumanninn Pavel Eljanov.
Okkar fyrsti stórmeistari, Friđrik Ólafsson, teflir viđ bandaríska FIDE-meistarinn Jayakumar, sem hefur aldeilis komiđ á óvart og hefur unniđ bćđi Ivan Sokolov og Íslandsmeistarann Ţröst Ţórhallsson.
Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahćsti íslenski keppandinn, teflir viđ úkraínska stórmeistarann Yuiry Kuzubov, sem er tvöfaldur sigurvegari á mótinu.
Henrik Danielsen teflir viđ egypska stórmeistarann Bassem Amin og Dagur Arngrímsson teflir viđ pólska stórmeistarann Marcin Dziuba.
Skákskýringar hefjast kl. 14:30 og eru í umsjón Jón L. Árnasonar.
Minnt er á ađ Tímaritiđ Skák er hćgt ađ nálgast á skákstađ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 18:33
N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Hjörvar, Dagur og Henrik efstir Íslendinga
Frábćr tilţrif sáust í 6. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í dag. Mikil spenna er á toppnum og ljóst ađ lokaumferđirnar verđa ćsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu.
Alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara međ 4,5 vinning. Hjörvar gerđi öruggt jafntefli viđ hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerđi jafntefli viđ sćnska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson.
Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur međ 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Ţar á međal eru ţrír stigahćstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína.
Mikiđ var um ađ vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hrađskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafđi ţar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síđasta árs, í úrslitaeinvígi.Einnig fór fram skáknámskeiđ fyrir stúlkur ţar sem um 60-70 stelpur tóku ţátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnađ var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiđinu verđur framhaldiđ á morgun og ţá verđur hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands.
Í kvöld fer svo forgjafarskákmót ţar sem hinir stigalćgri fá meira tíma gegn ţeim stigahćrri.
Sjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţá verđur Jón L. Árnason, stórmeistari, međ skákskýringar.
23.2.2013 | 18:12
Skáktúristar á Íslandi
Peter Doggers heldur áfram ađ skrifa á N1 Reykjavíkurskákmótiđ á vef mótsins sem og á Chessvibes. Í grein dagsins fjallar hann um 4. og 5. umferđ sem og skáktúrisma en í fyrradag fóru fjöldi erlendu keppendanna í hinn svokallađa gullna hring (Golden Circle) um Suđurlandiđ. Ţeirra á međal var stigahćsti keppandi Anish Giri, sem ákvađ ađ nota tćkifćriđ til ađ skođa landiđ.
Pistilinn má finna í heild sinni hér.
Fyrri pistla Doggers um N1 Reykjavíkurskákmótiđ má finna hér:
23.2.2013 | 12:43
N1 Reykjavíkurskákmótiđ: 6. umferđ ađ hefjast -- mikil spenna á toppnum
Sjötta umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst klukkan 13 og eru margar spennandi viđureignir í uppsiglingu. Tveir stigahćstu skákmenn heims undir 20 ára mćtast, Yu frá Kína og Giri frá Hollandi. Ţá glíma franski ofurstórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave og hinn ungi Wesley So frá Filippseyjum.
Íslensku meistararnir sem eru í toppbaráttunni fá verđug verkefni. Hannes Hlífar Stefánsson teflir viđ enska stórmeistarann Gawain Jones, Hjörvar Steinn Grétarsson mćtir Baklan, sem hefur 2609 skákstig, og Friđrik Ólafsson hefur svart gegn Kjartani Mack.
Björn Ţorfinnsson mćtir heimsmeistara 20 ára og yngri, Alexander Ipatov, og Henrik Danielsen hefur svart gegn hinum sćnska Grandelius. Stefán Kristjánsson stórmeistari teflir viđ alţjóđlega meistarann Dag Arngrímsson.
Sjö skákmenn eru efstir og jafnir á N1 Reykjavíkurmótinu, međ 4,5 eftir fimm umferđir. Ţrír íslenskir meistarar eru skammt undan međ 4 vinninga, ţeir Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn og Henrik.
Segja má ađ seinni hálfleikur N1 Reykjavíkurmótsins sé nú ađ hefjast. Fimm umferđir af 10 eru ađ baki og spennan magnast.
Skákskýringar hefjast um kl. 14:30. Áskrifendur geta einnig nálgast eintak af Tímaritinu Skák á skákstađ sem einnig er selt í lausasölu.
Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir í Hörpu!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 22:04
Hjörvar, Hannes og Henrik hćstir heimamanna í Hörpu
Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli viđ hinn sterka enska stórmeistarann Gawain Jones í fimmtu umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld. Ţetta er í ţriđja skipti í röđ sem ţeir gera jafntefli. Hjörvar er efstur Íslendinga međ 4 vinninga ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni, sem vann austurríska FIDE-meistarann Lukas Handler í fórnarskák.
Sjö stórmeistarar frá jafn mörgum löndum eru efstir og jafnir međ 4,5 vinning. Ţeir skákmenn sem hafa fullt hús eru: Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, Ivan Cheparinov, Búlgaríu, Yu Yangyi, Kína, Gajewski, Póllandi, Vachier-Lagrave, Frakklandi, og Eljanov, Úkraínu.
Friđrik Ólafsson varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli eftir ađ hafa sótt fast ađ hinum unga og efnilega Dađa Ómarssyni.
Giri, sem vann heimsmeistara 20 ára og yngri, Alexander Ipatov, hefndi ţar međ kćrustu sinnar, Sopiko Guramishvili, sem Ipatov vann umferđinni áđur.
Nansý Davíđsdóttir, 11 ára, vann kanadísku landsliđskonuna Lizu Orlova, sem er 500 stigum hćrri á stigum.
Sjötta umferđ fer fram á morgun. Helgarumferđir hefjast fyrr en ađrar umferđir eđa kl. 13. . Skákskýringar í umsjón Helga Ólafssonar hefjast kl. 14:30.
Pörun sjöttu umferđar liggur ekki fyrir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 21:49
Skákstelpur á öllum aldri: Komiđ fagnandi í Hörpu um helgina -- Stelpuskákdagurinn á sunnudag!
Skákstelpur á öllum aldri eru bođnar hjartanlega velkomnar í Hörpu um helgina. Skákakademían efnir til skáknámskeiđs á morgun, laugardag, klukkan 11 fyrir áhugasamar stelpur og konur. Leiđbeinendur verđa úr röđum Skákakademíunnar og kvennalandsliđsins og verđur vel tekiđ á móti öllum.
Um 40 stúlkur eru ţegar skráđar til leiks á skáknámskeiđiđ á laugardag, ađ sögn Stefáns Bergssonar, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar.
Á sunnudaginn er svo komiđ ađ einum af hápunktum skákársins, Stelpuskákdeginum, sem fyrst var haldinn hátíđlegur í fyrra. Dagskrá verđur í Hörpu milli klukkan 11 og 12.30 og ţangađ verđur íslenskum landsliđskonum fyrr og nú bođiđ sem heiđursgestum.
Komiđ fagnandi í Hörpu -- skák er skemmtileg!
22.2.2013 | 19:44
Peter Doggers skrifar um N1 Reykjavíkurskákmótiđ
Ýmsa umfjöllun má finna um N1 Reykjavíkurskákmótiđ í erlendum skákmiđlum. Međal gesta á mótinu er Peter Doggers, sem rekur einn allra besta skákfréttavef heims, Chessvibes. Hann hefur fjallađ um mótiđ í tveimur pistlum og mun skrifa daglega um mótiđ á heimasíđu ţess.
Pistla Doggers um N1 Reykjavíkurskákmótiđ má finna hér:
22.2.2013 | 16:16
Fimmta umferđ N1 Reykjavíkurmótsins ađ hefjast: Jóhann Hjartarson međ skákskýringar kl. 18
Fimmta umferđ N1 Reykjavíkurmótsins hefst klukkan 16.30 í Hörpu. Í 5. umferđ mćtast međal annars Stefán Kristjánsson og Ivan Cheparinov og Hjörvar Steinn og enski stórmeistarinn Jones. Hannes Hlífar mćtir stigalágum keppanda og Friđrik Ólafsson glímir viđ hinn unga og stórefnilega Dađa Ómarsson.
Ţeir skákmenn sem hafa fullt hús eru: Yu Yangyi, Kína, sem stóđ sig svo eftirminnilega vel í landskeppninni viđ Íslendinga, Gajewski, Póllandi, og Vachier-Lagrave, Frakklandi, og Eljanov, Úkraínu. Međal ţeirra sem hafa 3,5 vinning er hinn 13 ára Wei Yi, sem freistar ţess ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli.
Jóhann Hjartarson verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 15:35
Jóhann Arnar sigrađi á fjölmennu Vetrarleyfisskákmóti Fjölnis
Rúmlega 30 ţátttakendur mćttu á Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar sem fram fór viđ hinar bestu ađstćđur í Hlöđunni Gufunesbć í Grafarvogi. Mótiđ var ćtlađ grunnskólanemendum í 1. - 7. bekk. Tefldar voru 6 umferđir og hart barist um 17 glćsilega vinninga sem í bođi voru.
Ţađ var Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla sem stóđ uppi sem sigurvegari. Jóhann fékk 5,5 vinninga, gerđi eitt jafntefli en vann ađrar.
Í öđru sćti varđ Nansý Davíđsdóttir í Rimaskóla međ 5 vinninga. Í 3. - 5. sćti međ 4,5 vinninga urđu brćđurnir snjöllu úr Smáraskóla, Björn Hólm og Bárđur Örn, ásamt Joshua Davíđssyni í Rimaskóla. Ađrir í verđlaunasćtum urđu ţeir Sigurđur Bjarki (4) Kelduskóla, Kristófer Halldór (4) Rimaskóla, Hilmir Hrafnsson (4) Kelduskóla, Róbert Orri (4) Rimaskóla, Alex Ţór (3,5) Foldaskóla, Birgir Logi (3,5) Ölduselsskóla, Arnar Gauti (3,5) Vćttaskóla, Guđríđur Halima (3,5) Vćttaskóla, Sindri Snćr (3) Salaskóla, Andri Gylfason (3) Kelduskóla, Jón Hreiđar (3) Ingunnarskóla), Stefán Karl (Norđlingaskóla), Styrmir Rafn (3) Kelduskóla, Ćgir Ţór (3) Vćttaskóla og Kristján Dagur (3) Langholtsskóla.
Eins og sjá má af úrslitunum ţá var mótiđ afar jafnt og hver vinningur dýrmćtur. Krakkarnir voru mjög ánćgđ međ mótiđ og ađstćđur í Hlöđunni viđ Gufunesbć eru eins góđar og hugsast getur. Skákstjórar voru ţeir Helgi Árnason og Davíđ Hallsson frá skákdeild Fjölnis í frábćru samstarfi viđ Hafstein Hrafn Grétarsson frá Tígrisbć.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 5
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 8779283
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar