Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Kveynis efstur á Norđurljósamótinu - Hannes og Björn koma nćstir

2017-11-12 16.42.20

Litháíski stórmeistarinn (og bangsinn) Aloyzas Kveinys (2545) er efstur međ 4 vinninga ađ loknum fimm umferđum á alţjóđlega Norđurljósamótinu. Í dag vann hann Hjörvar Stein Grétarsson (2571). Fimm skákmenn eru jafnir í 2.-6. sćti međ 3˝. Í ţeim hópi eru Hannes Hlífar Stefánsson (2514) og Björn Ţorfinnsson (2395) sem gerđu jafntefli í dag.

2017-11-12 16.41.41

Björn Hólm Birkisson (2002) gerđi sér lítiđ fyrir og vann bandaríska FIDE-meistarann Nikhil Kaumar (2274) en sá varđ heimsmeistari 12 ára og yngri í fyrra. 

2017-11-12 16.43.20-2

Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16. Hannes mćtir ţá Kveinys, Björn teflir viđ kínverska stórmeistarann Yinglun Xu 2518).  Bragi, bróđir Björns, fćr krefjandi verkefni en hann mćtir indverska undrabarninu Nihal Sarin (2387).  


Fimm á toppnum á Norđurljósamótinu

Photo 12-11-2017, 10 09 09

Toppbaráttan er í algleymingi á Norđurljósamótinu. Fimm skákmenn eru efstir og jafnir eftir fjórar umferđir. Mesta spennan var í skák Björns Ţorfinnssonar (2395) og Aloyzas Kveinys (2545) en ţar var ćsispennandi kapphlaup sem lauk međ jafntefli. Öđrum skákum á efstur borđunum lauk međ jafntefli. Sömu skákmenn eru ţví sem fyrr á toppnum. Hannes Hlífar Stefánsson (2514) og Björn eru í hópi efstu manna.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2571) er ađ koma til baka eftir slćma byrjun. Hann vann í dag Ramyond Kaufamann (2295). Vignir Vatnar Stefánsson (2294) vann afar góđan sigur á hinum bandaríska Nikhil Kumar (2274) sem var heimsmeistari ungmenna undir 12 ára í fyrra. 

Fimmta umferđ hófst núna kl. 16. Hannes og Björn mćtast. Hjörvar teflir viđ Kveinys og Vignir Vatnar teflir viđ enska stórmeistarann Mark Hebden (2460). 

 


Sjö skákmenn efstir á Skákţingi Garđabćjar

6. umferđ skákţings Garđabćjar fór fram í 3 hlutum í vikunni. Áćtlađur keppnisdagur var á föstudag en ţá fóru 4 skákir fram. 3. skákir fóru fram á ţriđjudag, 1 + 2 úr fyrri umferđum á miđvikudag en ţađ tókst ađ ljúka öllum skákum áđur en pörun 7. umferđar lá fyrir.

Eftir skákirnar er ţađ ljóst ađ hvorki meira en minna en 7 skákmenn eru efstir og jafnir međ 4 vinninga af 6 mögulegum fyrir síđustu umferđ og mótiđ ţví galopiđ.

Ţađ er líka ljóst ađ vegna norđurljósamótsins verđa ţessar skákir ekki tefldar allar sama dag, heldur verđa tefldar á mánudag annarsvegar og föstudag hinsvegar eftir ađ norđurljósamótinu lýkur.

En nú ađ 6 umferđ.
á ţriđjudag tefldu.
Gauti Páll samdi jafntefli viđ Vigni Vatnar í líklega ađeins betri stöđu. 
Hilmir Freyr vann Eirík nokkuđ örugglega og í lengstu skák kvöldsins gerđu ţeir Bárđur Örn og Patrick jafntefli í skrítnustu skák kvöldsins. Patrick byrjađi á ađ villast á keppnisstađ og ţví byrjađi skákin seinna en hinar. Bárđur lék af sér í byrjun og Patrick fékk mun betri stöđu (skrímslin segja uţb. 3,5+) En í stađ ţess ađ tefla einfalt reyndi hann ađ máta og ţá náđi Bárđur vopnum sínum međ ţví ađ loka drottningu andstćđingsins inni ţannig ađ hann náđi henni fyrir hrók og Biskup. Skákin endađi svo ţar sem Patrick var međ Hrók, Riddara og Biskup gegn Drottningu Bárđar. Reyndar tefldu ţeir ţađ vel áfram svo lengi ađ stöđva varđ klukkuna, setja skákina í biđ og fćra viđureignina á annan stađ ţví öryggiskerfi Garđaskóla ţar sem viđureignin fór fram var viđ ţađ ađ fara á .
Eftir ađ skákin fór af stađ aftur ca. 15 mínútum seinna endađi hún svo fljótlega eins og áđur sagđi međ jafntefli.

Á miđvikudag fóru fram 3 skákir ţar af ein úr 6. umferđ en hinar úr 4. og 5. umferđum. Ţćr voru tefldar međfram U2000 móti TR og enduđu allar međ jafntefli.

Á föstudag mćtti Sverrir ekki gegn Goitom. Jón Úlfljóts labbađi inn í Ensku árásina í Najdorf og tapađi gegn Páli og Jóhann var ekki líkur sjálfum sér gegn Hjálmari ţar sem hann tapađi fyrst peđi og svo manni og ađ lokum skákinni. Björgvin vann svo Pál Andrason í lokaskák umferđarinnar.

Í nćstu umferđ teflir efri hluti mótsins á föstudag. Nánari tíma og stađsetning síđar. 
Ţetta verđa skákirnar
Vignir Vatnar - Hilmir Freyr
Bárđur - Gauti Páll
Patrick - Björgvin (gćti orđiđ á mánudag)
Páll Sig - Björn Hólm

Ađrar skákir fara fram á mánudag.

Keppnin um skákmeistara Garđabćjar er einnig í algleymingi ţví Páll Sig sem stendur best af vígi á eftir erfiđa skák gegn Birni Hólm og sigurvegari í skák ţeirra Dorin og Páls Andra geta hćglega náđ honum. Einnig Gćti Jóhann Ragnarsson blandađ sér í keppnina ef Páll Sig tapar og Dorin og Páll Andra gera jafntefli.

Chess-Results


Fimm á toppnum á Norđurljósamótinu - ţar á međal Hannes og Björn

23516348_10155559621145465_1613944306_o

Fimm skákmenn eru efstir og jafnir međ 2˝ vinning ađ lokinni ţriđju umferđ Alţjóđlega Norđurljósamótsins í skák. Ţeirra á međal eru Björn Ţorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Björn lagđi bandaríska alţjóđlega meistarann Raymond Kaufman (2266) örugglega ađ velli og náđi ađ komast í tíma í brúđkaup kl. 20 ţar sem hann var veislustjóri. Hannes Hlífar Stefánsson (2514) yfirspilađi (yfirtefldi?) Mark Hebden (2460). Ásamt ţeim hafa Litháinn Aloyzas Kveinys (2545) og Kínverjarnir Yinglun Xu og Yi Xu 2˝ vinning. 

23546904_10155559621435465_697563256_o

Međal annarra úrslita í gćr má nefna ađ Nihal Sarin (2487) vann Einar Hjalta jensson (2372) og Vignir Vatnar Stefánsson (2294) og Bragi Ţorfinnsson (2443) gerđu jafntefli. 

23516089_10155559606280465_997624583_o

Tvćr umferđir eru tefldar í dag og hefst sú fyrri kl. 10. Björn teflir viđ Kveinys, Hannes viđ Yinglu og Sarin viđ Yi Xu.

 


Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram 19. nóvember

Hrađskákkeppni taflfélaga verđur haldin í Rimaskóla 19. nóvember og hefst keppni kl. 13:00.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir svissnesku kerfi og verđa tímamörkin 3 2. Hver sveit er skipuđ 6 mönnum auk varamanna. Hvert félag má senda a og b liđ til leiks en ţó áskilja mótshaldarar sér rétt á ađ takmarka fjölda b liđa ef skráning er ţeim mun meiri. Mótsgjald er 10.000 krónur á liđ. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Varamenn koma ávallt inn á neđsta borđ og ţarf liđ ađ vera eins skipađ í báđum skákum hverrar umferđar. Ţađ liđ sem hlýtur flesta vinninga er Íslandsmeistari skákfélaga í hrađskák 2017 og verđi tvö liđ jöfn er einföld umferđ tefld til úrslita um titilinn (dregiđ um lit á borđi eitt og sitthvor liturinn á nćstu borđum).

Skákdeild Fjölnis sér um mótshaldiđ og hvetjum viđ sem flest liđ til ađ skrá sig til leiks!

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Myndi sóma sér vel í hvađa kennslubók sem er

Íslenska liđiđ, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson, sem tekur ţátt í Evrópumóti landsliđa á Krít, hefur átt erfitt međ ađ finna taktinn í fyrstu fimm umferđum mótsins og situr í 28 sćti af 40 ţátttökuţjóđum međ 4 stig og 8˝ vinning af 20 mögulegum. Króatar eru óvćnt efstir međ 9 stig eftir sigur á Ţjóđverjum en á hćla ţeirra koma sveitir sem telja verđur líklegri til sigurs á mótinu, Ungverjar, Rússar, Armenar og Pólverjar međ átta stig.

Tefldar verđa níu umferđir en sjötta umferđin fór fram í gćr og mćttu Íslendingar ţá Makedóníu og voru međ stigahćrri menn á öllum borđum. Í reynd mćtir íslenska sveitin til leiks án varamanns ţó ađ liđsstjórinn Ingvar Ţ. Jóhannesson sé skráđur sem slíkur, en gefiđ hefur veriđ út ađ hann muni ekki tefla nema veikindi komi upp. Ţađ er gagnrýnisverđ ákvörđun hjá stjórn SÍ ađ búa svona um hnútana ţví ađ Evrópumótiđ er alltaf geysilega krefjandi keppni og viđ marga öfluga skákmenn ađ etja. Ţarna eru mćttir til leiks Levon Aronjan, Anish Giri, Shakriyar Mamedyarov, Alexander Grischuk, Jan Nepomniachtchi, David Navara og Peter Leko svo nokkrir séu nefndir.

Ţó ađ sveitin hafi veriđ á miklu lágflugi mun endanleg niđurstađa auđvitađ ráđast í lokaumferđunum og ein virkilega góđ úrslit geta breytt miklu. Athugun á viđureignunum tuttugu leiđir í ljós ađ ţađ vantar öryggi í taflmennskuna; níu töp er allt of mikiđ.

Hannes Hlífar Stefánsson er sá eini í sveitinni sem hefur bćtt ćtlađan árangur sinn. Skákin sem hann vann í viđureign Íslands og Albaníu myndi sóma sér vel í í hvađa kennslubók sem er ţar sem fjallađ vćri um skjóta og árangursríka liđsskipan:

EM 207; 2. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Franc Ashiku

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. O-O Bd7 6. d4 b5 7. Bb3 Rxd4 8. Rxd4 exd4

Ţekkt gildra, 9. Dxd4?? er svarađ međ 9. .... c5 10. Dd5 c4 og biskupinn fellur. En Hannes kann til verka og missir ekki af besta leiknum.

9. c3! dxc3 10. Dh5 g6?

Albaninn virđist tefla ţessa sjaldséđu byrjun án ţess ađ kunna hana, 10. ... De7 eđa 10. ... Df6 er betra.

11. Dd5 Be6 12. Dc6+ Bd7 13. Dxc3 f6 14. f4 Bg7 15. e5! 

Opnar stöđuna upp á gátt. Kóngurinn á hvergi skjól gott.

15. ... dxe5 16. fxe5 f5 17. Hd1 Re7 18. Bg5 c5 19. Dxc5

Einfaldast, 19. Bf6 vinnur einnig.

19. ... Hc8 20. Df2 Dc7 21. Rc3 Dc5 22. Be3 Db4 23. Hd4 Da5 24. Had1 Bc6 25. Hd6 b4 

GOG1205I226. Bb6!

Lokahnykkurinn.

26. ... Dxe5 27. Hd8+

– og svartur gaf. Ţađ er mát í nćsta leik. 

Óvćnt úrslit

Óvćntustu úrslit Evrópumótsins urđu strax í fyrstu umferđ ţegar Aserbaídsjan tapađi fyrir Ítalíu 1˝:2˝ og í 4. umferđ töpuđu Rússar fyrir Ungverjum og hefđi ţađ einhvern tímann ţótt saga til nćsta bćjar. Nigel Short byrjađi vel en í viđureigninni viđ Grikki missté hann sig í ţessari stöđu í 5. umferđ:GNG1205HU 

Kelieres – Short

Hvítur lék síđast 30. Df3 og nú er best 30. .. Rxd7 31. Hxd7 Dxf2+ 32. Dxf2 Hxf2 33. Kxf2 fxg5 og svarta stađan er ađeins betri. En Short vildi meira og lék ...

30. ... H2e5?? 31. H1d6! Hf5 32. Hxb6 Hxf3

og ţá kom banvćn sending...

 

 

 

GOG1205I6

 

 

33. He7!

– og svartur gafst upp ţví ađ mát eđa hrókstap blasir viđ.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţrír efstir á Norđurljósamóti - Hannes og Björn efstir Íslendinganna

23484884_10155559035510465_1580757715_o

Önnur umferđ Norđurljósamótsins fór fram í morgun. Ţrír stórmeistarar eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ henni lokinni. Ţađ eru Xu Yinglun (2518), Kína, Mark Hebeden (2460), Englandi, og Aloyzas Kveinys (2545), Litháen.

Hannes Hlífar Stefánsson (2514), Björn Ţorfinnsson (2395) er efstir Íslendinga međ 1˝ vinning.

Kveinys tefldir afar vandađ gegn Braga Ţorfinnssyni (2443) og vann sannfćrandi sigur. Hannes og Simon Williams (2437) gerđu stutt stórmeistarajafntefli og Hebden náđi "ađ trikka" Einar Hjalta Jensson (2372) í baráttuskák. 

23555282_10155559035210465_1414526919_o

Hjörvar tefldi aftur lengstu skák umerđinnar. Hann reyndi sitt besta til ađ knésetja indverska undrabarniđ Nihal Sarin (2487) en sá indverski reyndist of seigur og hélt jafntefli.

Ţriđja umferđ hófst núna kl. 16.

Hannes teflir viđ Hebden, Björn viđ bandaríska alţjóđlega meistarann Raymond Kaufman (2266), Einar Hjalti viđ Sarin og Bragi viđ Vigni Vatnar Stefánsson (2294).


Hlemmur Square mót nr. 3

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 26. nóvember, klukkan átta.

Ţetta er ţriđja skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Á síđasta móti var hörku barátta, en Páll Andrason sigrađi og fékk 7 vinninga af 8 mögulegum. 

Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann. 

  1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
  2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr. 

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.

Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.


Norđurljósamótiđ: Einar Hjalti vann Hjörvar

23439342_10214435528219960_1450455021_n (1)

Alţjóđlega Norđurljósamótiđ hófst í dag í húsnćđi TR, Faxafeni 12. Hart var barist í öllum skákum umferđarinnar og ađeins einni skák lauk međ jafntefli. Hinir stigahćrri unnu iđulega hina stigalćgri en á ţví voru tvćr undantekningar. Indverska undrabarninu, Nihal Sarin, tókst ekki ađ leggja ađ velli bandaríska alţjóđlega meistarann Raymond Kaufmann. Ţau úrslit sem vöktu óneitanlegu mestu athygli voru ţau ađ Einar Hjalti Jensson lagđi stigahćsta keppendann ađ velli. Fórnaralambiđ var landsliđsmađurinn Hjörvar Stein Grétarsson  í lengstu skák umferđinnar en Hjörvar hafđi lengstum mun betri stöđu í skákinni.

2017-11-10 16.50.49

Á morgun verđa tefldar tvćr umferđir. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síđari kl. 16. Ţess má geta ađ Hjörvar fćr afar ögrandi verkefni í fyrri skák morgundagsins en hann mćtir Sarin.

Skákáhugamenn eru hvattir til fjölmenna í Feniđ. Hinir "lötu" geta fylgst međ í gegnum netiđ. Ţađ er samt ekki nćstum ţví jafn gaman. 


Norđurljósamótiđ: Pörun fyrstu umferđar

Alţjóđlega Norđurljósamótiđ í skák hefst kl. 16 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. 22 skákmenn taka ţátt og er búiđ ađ para í fyrstu umferđ.

Margar athyglisverđar viđureignir strax í fyrstu umferđ!

Pörun fyrstu umferđar

Clipboard02

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 8778787

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband