Fćrsluflokkur: Spil og leikir
20.8.2014 | 17:10
Meistaramót Hugins hefst á mánudaginn
Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 8 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-6 umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.
Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skráning verđur hér Skákhuganum og hér á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.
Ađalverđlaun:
- 50.000
- 40.000
- 30.000
Upplýsingar um aukaverđlaun koma síđar.
Ţátttökugjöld:
- Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
- Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.500; Ađrir 3.500.
- Allir titilhafar fá frítt í mótiđ
Umferđartafla:
- 1. umferđ, mánudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
- 2. umferđ, ţriđjudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
- 3. umferđ, miđvikudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
- 4. umferđ, mánudaginn, 1. september, kl. 19:30
- 5. umferđ, ţriđjudaginn, 2. september, ágúst, kl. 19:30
- 6. umferđ, miđvikudaginn, 3. september, kl. 19:30
- 7. umferđ, mánudaginn, 8. september, kl. 19:30
- 8. umferđ ţriđjudaginn, 9. september, kl. 19:30
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2014 | 08:57
Unglingasveit TR komin áfram í 2.umferđ
Unglingaliđ Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur á UMSB í 1.umferđ hrađskákkeppni taflfélaganna. Teflt var í skákhöllinni í Faxafeni 12. Lokatölur urđu 43,5-28,5 eftir ađ ungmennin höfđu leitt 22-14 í hálfleik.
Gauti Páll Jónsson stóđ sig best TR-inga og skammt á eftir komu ţeir Vignir Vatnar og Bárđur Örn. Sá síđastnefndi fór hamförum lengst af en missti ađeins flugiđ í lokin. Hjá Borgnesingum urđu ţeir Einar Valdimarsson og Bjarni Sćmundsson hlutskarpastir.
Skákstjórn var í öruggum höndum Ţorvarđs Fannars Ólafssonar.
TR-unglingar:
Gauti Páll Jónsson 10,5 af 12
Vignir Vatnar Stefánsson 10 af 12
Bárđur Örn Birkisson 9,5 af 12
Björn Hólm Birkisson 6 af 12
Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4,5 af 11
Guđmundur Agnar Bragason 2 af 10
Ţorsteinn Magnússon 1 af 3
UMSB:
Einar Valdimarsson 7 af 12
Bjarni Sćmundsson 7 af 12
Kristinn Jens Sigurţórsson 5 af 12
Gunnar Nikulásson 4,5 af 10
John Ontiveros 3 af 11
Jón Jóhannesson 2 af 12
Garđar Ingólfsson 0 af 3
Röđun/úrslit fyrstu umferđar
- Taflfélag Bolungavíkur - Skákdeild Hugins b-sveit 39˝-38˝
- Skákdeild Hauka - Vinaskákfélagiđ (19. ágúst kl. 19:30 í Vin)
- Skakfélags Selfoss og nágrennis - Taflfélag Reykjavíkur (21. ágúst, kl. 20 í Fischersetrinu)
- UMSB - Taflfélag Reykjavíkur unglingasveit 33-39
- Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélagiđ Huginn a-sveit 16˝-55˝
- Taflfélag Garđabćjar - Skákdeild Fjölnis 18-56
- Skákfélag Íslands - Víkingaklúbburin (21. ágúst, kl. 20 í SÍ)
- Skákfélag Akureyrar - Skákfélag Reykjanesbćjar 33-39
19.8.2014 | 16:06
Hrađskákkeppni taflfélaga: Nýliđar mćtast í kvöld
Ţrjár viđureignir fóru fram í Hrađskákkeppni taflfélaga í gćrkveldi eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is. Huginn, Bolvíkingar og Fjölnismenn komust ţá áfram. Reyknesingar höfđu áđur tryggt sér keppnisrétt í átta liđa úrslitum. Í kvöld heldur áfram ţví ţá eru tvćr viđureignir. Í annarri ţeirri tefla unglingasveit TR og UMSB en bćđi liđ eru ađ hefja frumraun sína í keppninni. Hins vegar mćtast svo Vinaskákfélagiđ og Skákdeild Hauka.
Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ unglingasveit TR sem hefur innanborđs marga sterka hrađskákmenn og Borgnesinga sem hafa veriđ ađ sanka ađ sér nýjum félagsmönnum síđustu daga. Gćti orđiđ mjög spennandi viđureign. Viđureignin fer fram Skákhöll TR og hefst kl. 19:30.
Hin viđureignin er á milli Vinaskákfélagsins og Skákdeildar Hauka. Ţćr mćtast tvö sterk annarrar deildar félög og ţar má jafnframt búast viđ jafnri og spennandi viđureign. Viđureignin fer fram í Vin og hefst kl. 19:30.
Fyrstu umferđ lýkur svo 21. ágúst.
Áhorfendur eru velkomnir á báđa mótsstađi.
Röđun/úrslit fyrstu umferđar- Taflfélag Bolungavíkur - Skákdeild Hugins b-sveit 39˝-38˝
- Skákdeild Hauka - Vinaskákfélagiđ (19. ágúst kl. 19:30 í Vin)
- Skakfélags Selfoss og nágrennis - Taflfélag Reykjavíkur (21. ágúst, kl. 20 í Fischersetrinu)
- UMSB - Taflfélag Reykjavíkur unglingasveit (19. ágúst, kl. 19:30 í TR)
- Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélagiđ Huginn a-sveit 16˝-55˝
- Taflfélag Garđabćjar - Skákdeild Fjölnis 18-56
- Skákfélag Íslands - Víkingaklúbburin (21. ágúst, kl. 20 í SÍ)
- Skákfélag Akureyrar - Skákfélag Reykjanesbćjar 33-39
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2014 | 12:46
Bolvíkingar sigruđu Hugin-b eftir bráđabana!
Í gćrkvöld fóru fram tvćr toppviđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga. Annars vegar mćttust liđ Taflfélags Bolungarvíkur og b-sveit Hugins í hörkuspennandi slag.
Flestum á óvart höfđu Huginsmenn lengst af forystu, ţótt stigalćgri vćru, en Bolvíkingar náđu ađ saxa á forskotiđ í lokin og jöfnuđu metin í síđustu umferđ: 36-36.
Grípa ţurfti til bráđabana og ţar tryggđi TB sér sigurinn međ minnsta mun: 3,5-2,5. Flesta vinninga Bolvíkinga fengu Bragi Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Dagur Arngrímsson en hlutskarpastir Huginsmanna voru Kristján Eđvarđsson, Andri Áss Grétarsson og Hlíđar Ţór Hreinsson.
Í hinni viđureign kvöldsins bar a-sveit Hugins sigurorđ af Taflfélagi Vestmannaeyja međ allmiklum mun. Ţess ber ađ geta ađ í sveit Eyjamanna vantađi báđa stórmeistarana, ţá Helga Ólafsson og Henrik Danielsen, og munar um minna. Huginn náđi hins vegar ađ tefla fram sínu sterkasta liđi og var styrkleikamunurinn á liđunum, mćldur í skákstigum, um 200 elóstig ađ međaltali. Flesta vinninga Huginsmanna hlaut Hjörvar Steinn Grétarsson, fullt hús, en Helgi Áss Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson og Magnús Örn Úlfarsson komu ţar skammt á eftir.
Hlutskarpastir Eyjamanna voru Ingvar Ţór Jóhannesson, Sigurbjörn Björnsson og Björn Ívar Karlsson.
Hrađskákkvöld ţetta fór hiđ besta fram. Vel fór á međ keppendum og stutt var í gamanmálin ţó svo ađ hart vćri tekist á og jafnvel grimmilega á köflum.
Áhorfendur virtust skemmta sér vel enda spennan magnţrungin á köflum. Höfđu nokkrir á orđi ađ tilţrif eflanda og baráttuvilji gćfu góđ fyrirheit um komandi leiktíđ á hvítum reitum og svörtum.
Kristjáni Eđvarđssyni og öđrum starfsmönnum Sensu er ţakkađ kćrlega fyrir afnot ađ hinum vistlegu húsakynnum félagsins.
Á heimasíđu TB er skemmtileg umfjöllun um keppnina.
Úrslitin má nálgast á Chess-Results (ţar er ţó ekki bráđabaninn)
Spil og leikir | Breytt 20.8.2014 kl. 08:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2014 | 03:34
Ólympíuskákmótiđ 2014 - Uppgjör liđsstjóra kvennaliđs
Áđur hafđi ég ritađ pistla um fyrstu umferđirnar og mótsstađinn auk ţess sem ritađur var pistill ţegar mótiđ var hálfnađ. Mun reyna ađ skrifa um ţađ sem gerđist hjá okkur seinni part móts ásamt ţví ađ gera ađeins upp árangurinn og annađ.
Árangur í "seinni hálfleik"
Fyrstu sex umferđirnar hafđi kvennasveitin meira og minna unniđ ţćr sveitir sem ţćr átti ađ vinna en fylgt ţví svo eftir međ ţví ađ tapa 3,5-0,5 gegn ţeim sterkari. Nokkur styrkleikamunur var í ţeim viđureignum en engu ađ síđur voru töpin og stór og sérstaklega gegn Venezuela sem virđst hafa eitthvađ tak á okkar sveit.
Sigurinn á Bangladesh var ţó góđur ţar sem sú sveit var örlítiđ stigahćrri en okkar. Í 7. umferđ unnum viđ annan góđan sigur á svipađri sveit ţar sem Mexíkó lá í valnum 2,5-1,5 ţó ađ viđ höfum snemma lent 0-1 undir í ţeirri viđureign.
Áframhald varđ á jójó-inu og enn töpuđum viđ 3,5-0,5 og nú gegn nokkuđ ţéttri tékkneskri sveit. Fyrir ţetta tap var kvittađ strax í nćstu umferđ međ mjög góđum 4-0 sigri á sveit IBCA (fatlađir) sem ţó voru ađeins örlítiđ stigalćgri en okkar sveit.
Tapiđ gegn El Salvador voru nokkur vonbrigđi í 10. umferđinni en ţar tapađist viđureignin međ minnsta mun en fyrirfram hélt ég ađ viđ ćttum ađ hafa ţar sigur.
Mótiđ kláruđum viđ ţó á góđum nótum međ 3,5-0,5 sigri gegn Jamaíku en ţar náđu ansi margar stöđur ađ snúast okkur í hag ţví snemma stefndi ekki í svo góđan sigur!
Í seinni hálfleik hjá karlaliđinu vannst fínn skyldusigur á Pakistan 3,5-0,5 og ţví var fylgt eftir međ ţéttum sigri á nokkuđ reyndri skoskri sveit 3-1. Í kjölfariđ komu tvö jafntefli gegn Katar og Tyrklandi sem voru fín úrslit ţó sóknarfćri hefđi e.t.v. mátt reyna ađ finna gegn Katar.
Ţessi fíni endasprettur ţýddi ađ mikiđ sóknarfćri var í síđustu umferđ gegn Egyptum ţar sem möguleiki var ađ ná besta sćti sveitarinnar í mjög langan tíma. Ţví miđur hittum viđ ekki áđ góđan dag og úr varđ gott mót í stađ frábćrs móts.
Ég mun fara yfir einstaklingsárangur í niđurlagi ţessa pistils.
Kasparov-partýiđ
FIDE kosningarnar voru á mánudaginn 11. ágúst en laugardaginn 9. ágúst hélt Kasparov smá teiti ţar sem međal annars Nigel Short spilađi á gítar, Elisabeth Paetz tók lagiđ međ honum og magnađur töframađur frá Indlandi lék listir sínar. Ýmis hamagangur var einnig á sviđinu eins og sjá má hér:
Ţeir sem hamast ţarna á sviđinu voru ţeir sem dregnir voru í happdrćtti ađgangsmiđa en gefnir voru heilir ţrettán (auđvitađ 13!!) Samsung Tablets. Gummi var međ miđa nr. "H 13" og sturlađist ţegar lesiđ var "H thirtee.........TWO"
Myndir úr partýinu:
Töframađurinn ađ störfum, hann var frábćr...ađ neđan er stutt myndbrot ţar sem hann hafđi veriđ bundinn af fjórum sjálfbođaliđum. Ţađ varđi ekki lengi!

Kosningarnar
Boltinn var misskemmtilegur. Mjög gaman var ţegar jöfn og vel spilandi liđ voru á ferđinni en auđvitađ er allur gangur á ţví og sumir blessunarlega mjööööög góđir í skák ţví hreyfigeta ţeirra ekki beint á háu stigi!
Á leiđinni upp.
Helga varđ á orđi viđ upphafi móts viđ liđsstjóra Dana (Lars Schandorff) ţegar hann var spurđur hvort hann vćri ađ tefla: "I can still play some chess you know!"
3. borđ Tinna Kristín
5. borđ Elsa María
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2014 | 00:19
Fjölnismenn lögđu Garđbćinga
Skákdeild Fjölnis vann öruggan sigur á Taflfélagi Garđabćjar í fyrstu umferđ (16 liđa úrslitum) Hrađskákkeppni taflfélaga. Á Facebook-síđu TG segir:
Okkar menn voru full gjafmildir á vinninga í kvöld gegn sterkum andstćđingum frá Skákdeild Fjölnis í hrađskákkeppni taflfélaga, auk ţess sem okkar menn voru einum fćrri fram ađ hálfleik vegna mismunandi ástćđna, Svanberg Pálsson sem kom inn sem varamađur tefldi ţví bara 6 skákir.
Stađan í hálfleik var 9,5 vinningur TG gegn 26,5 vinning. Lokastađan varđ svo 16 vinningar gegn 56 og TG ţví úr leik í mótinu í ár.
Guđlaug Ţorsteinsdóttir var sú eina sem eitthvađ stóđ í andstćđingunum međ 6 vinninga af 12. mögulegum. Hjá Fjölnismönnum var stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson bestur međ 10,5 vinning af 11 og sama vinningshlutfall var hjá Tómasi Björnssyni. Ađrir fengu lítiđ minna.
TG óskar Fjölnismönnum góđs gengis í framhaldinu.
Tvćr ađrar viđureignir fóru fram í kvöld. Huginn vann öruggur sigur á TV. Taflfélag Bolungarvíkur vann b-sveit Hugins í ćsispennandi viđureign eftir bráđabana en nánar verđur fjallađ um ţćr tvćr viđureignir á morgun.
Tvćr ađrar viđureignir fara fram á morgun. Annars mćtast UMSB og unglingasveit TR og hins vegar mćtast Haukar og Vinaskákfélagiđ. Nánar verđur sagt frá ţeim viđureignum einnig á Skák.is á morgun.
Úrslitn (hćgt ađ stćkka)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2014 | 10:25
Hrađskákkeppni taflfélaga: Toppliđ mćtast í kvöld
Í kvöld fara fram toppviđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga. Í kvöld mćtast annars Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Vestmannaeyja og hins vegar Taflfélag Bolungarvíkur og b-sveit Hugins. Allt eru ţetta sveitir sem eiga sćti í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga og samtals eru átta íslenskir stórmeistarar í ţessum ţremur félögum. Búast má ţví viđ hörkuviđureignum.
Áhorfendur eru velkomnir enda ekki á hverjum degi sem ađ tćkifćri gefst til sjá sterkustu hrađskákmenn okkar ađ tafli
Teflt verđur í hinum vistlegu húsakynnum Sensu, Kletthálsi 1, og hefst viđureignirnar kl. 20:00. Áhorfendur velkomnir
Röđun/úrslit fyrstu umferđar
Ađeins einni viđureign er lokiđ en flestar viđureignirnar fara fram á allra nćstu dögum. Ritstjóri hefur ekki upplýsingar um dagsetningu á einni viđureign (SFÍ-Víkingar)
- Taflfélag Bolungavíkur - Skákdeild Hugins b-sveit (18. ágúst)
- Skákdeild Hauka - Vinaskákfélagiđ (19. ágúst)
- Skakfélags Selfoss og nágrennis - Taflfélag Reykjavíkur (21. ágúst)
- UMSB - Taflfélag Reykjavíkur unglingasveit (19. ágúst)
- Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélagiđ Huginn a-sveit (18. ágúst)
- Taflfélag Garđabćjar - Skákdeild Fjölnis (18. ágúst)
- Skákfélag Íslands - Víkingaklúbburinn (???)
- Skákfélag Akureyrar - Skákfélag Reykjanesbćjar 33-39
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarataktar í Tromsö
Kvennasveitin hefur hlotiđ 11 ˝ vinning úr skákum sem er nokkuđ eftir bókinni. Sjö ţjóđir eru međ 9 stig en í efsta sćti á stigum er sveit Aserbaídsjan. Í kvennaflokknum leiđa Kínverjar međ 10 stig.
Norska sjónvarpiđ hefur veriđ međ beinar útsendingar alla keppnisdagana og beinist athyglin mest ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Honum hefur veriđ fylgt hvert fótmál eftir sigurinn í heimsmeistaraeinvíginu sl. haust og skákir hans frá ýmsum mótum sem hann hefur tekiđ ţátt í eftir Indlandseinvígiđ oft í beinni á norsku sjónvarpsstöđvunum. Ungur landi hans, Frode Urkedal, sem teflir fyrir Noreg 2, stal ţó senunni er hann lagđi Vasilí Ivantsjúk ađ velli í 2. umferđ. Tapiđ virđist hafa slegiđ Ivantsjúk út af laginu en hann tapađi aftur í fimmtu umferđ og er nú vart mönnum sinnandi.
Opni flokkurinn er fyrir bćđi kynin en ađeins fjórar konur tefla á ţeim vettvangi. Judit Polgar er ađ venju farsćl og hefur unniđ allar skákir sínar hingađ til fyrir ungversku sveitina.
Ađstćđur eru ađ mörgu leyti góđar í Tromsö og flestir virđast vera búnir ađ gleyma ţeirri óvissu sem ríkti áđur en mótiđ hófst. Öryggisgćsla er afar ströng.
Aftur ađ Magnús Carlsen. Eftir dauft jafntefli i fyrstu umferđ gegn Finnanum Tomi Nyback vann hann nćstu skák án ţess ađ sýna mikiđ en í fjórđu umferđ komu loks heimsmeistaratilţrif. Pólverjinn Wojtaszek er geysiöflugur skákmađur og er vel heima í flóknum byrjanaafbrigđum. En eins og stundum áđur vék Magnús frá alfaraleiđum, fór í smiđju til Spasskí ţegar hann valdi lokađa afbrigđiđ gegn Sikileyjarvörn og vann međ tilţrifum:
Magnús Carlsen - Radoslaw Wojtaszek
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. d3 Bg7 6. Be3
Spasskí tefldi lokađa afbrigđiđ yfirleitt međ ţví ađ leika 6. f4 strax.
6. ... e5 7. Rh3 Rge7 8. f4 Rd4 9. O-O O-O 10. Dd2 Bd7 11. Rd1 Dc8 12. Rdf2!?
Fram ađ ţessu hefur ţetta allt veriđ eftir bókinni en ţessi leikur er óvenjulegur.
12. ... Rdc6 13. c3 b5 14. fxe5 Rxe5 15. Bh6 R7c6 16. Bxg7 Kxg7 17. Rf4 Dd8 18. Had1 Hc8 19. De2!
Eftir rólega byrjun ţar sem leikir svörtu drottningarinnar hafa kannski orkađ tvímćlis finnur Magnús góđa áćtlun. Bein hótun er nú 20. d4.
19. ... h5 20. d4 cxd4 21. cxd4 Rg4 22. h3 Rxf2 23. Dxf2 Re7 24. Hd3!
Beinir spjótum ađ f7-peđinu.
24. ... b4 25. Hf3 De8?
Slakur varnarleikur. Hann gat haldiđ í horfinu međ 25. ... Kg8.
26. g4!?
Blćs til sóknar. Annar góđur leikur var 26. d5!
26. ... hxg4 27. hxg4 Bb5 28. He1 Dd8 29. g5! Db6 30. Bh3 Hcd8
Bćtir biskupinum í sóknina.
31. ... Be8 32. Rd5 Rxd5 33. Bxd5
og Pólverjinn gafst upp. Ađalhótun svarts er 34. Hh3 og 35. Df6+. Svartur á engan nothćfan leik, t.d. 33. ... De7 34. Hh4 f6 35. Hh7+! Kxh7 36. Dh4+ og 37. Dh6 mát. Glćsileg skák tefld í sönnum heimsmeistarastíl.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 9. ágúst 2014
Spil og leikir | Breytt 13.8.2014 kl. 18:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2014 | 10:43
Hrađskákmót Hugins (suđursvćđi) fer fram á fimmtudaginn
Hrađskákmót Hugins í Mjóddinni hefur veriđ frestađ til fimmtudagsins 21. ágúst nk. vegna viđureigna í Hrađskákkeppni taflfélaga. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliđ kl. 20. Tefldar verđa 7 umferđir 2*5 mínútur.
Stefnt er ađ ţví ađ reikna mótiđ til hrađskákstiga. Heildarverđlaun á mótinu eru kr. 20.000.
Núverandi hrađskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson. Ţetta er í nítjánda sinn sem mótiđ fer fram. Björn Ţorfinnsson og Davíđ Ólafsson hafa hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum.
Verđlaun skiptast svo:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Huginn eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra.
Minnt er á skráning í Meistaramót Hugins (suđursvćđi) er í gangi á Skák.is.
16.8.2014 | 15:25
Skákstuđ Skákakademíunnar á Menningarnótt!
Rétt eins og síđustu ár stendur Skákakademían fyrir skemmtilegum skákdegi á Menningarnótt. Nú verđur ađaláherslan á Alheimsmótiđ í leifturskák. Keppendur munu ađeins hafa eina mínútu á klukkunni og tefla tvćr skákir sín á milli. Ţegar hafa nokkrir af bestu leifturskákmönnum borgarinnar stađfest ţátttöku sína. Má ţar á međal nefna stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson og Íslandsmeistarann Guđmund Kjartansson. Ţá eru ónefndir landsliđsţjálfari kvenna Ingvar Ţór Jóhannesson, formađur TR Björn Jónsson, formađur SFÍ Kristján Örn Elíasson og kantmađurinn knái Halldór Brynjar Halldórsson sem fór mikinn í viđureign SA og Skákfélag Reykjanesbćjar sem háđur var nýveriđ en ţar krćkti hann í ellefu vinninga af tólf sem dugđu ţó skammt fyrir Norđanmenn. Keppendur verđa alls um 12-14.
Samhliđa taflmennskunni verđa spilađir skemmtilegir tónar á torginu góđa ţar sem Alheimsmótiđ fer fram. Herlegheitin fara fram á Vitatorgi sem er nýtt torg viđ Hverfisgötu, rétt neđan Vitastígs. Sjálft mótiđ hefst um 14:30. Ađ loknu móti munu meistararnir taka skákir viđ gesti og gangandi auk ţess sem allir geta gripiđ í tafl sín á milli frá ţví tvö um daginn.
http://menningarnott.is/skakstud-skakakademiunnar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 10
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 181
- Frá upphafi: 8779187
Annađ
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ţađ hefur vakiđ athygli hér heima ađ sumar stelpurnar okkar hafa veriđ ađ klára skákirnar sínar (tapađ) međ klukkutíma eftir á skáklukkunni (hafa leikiđ nćr viđstöđulaust). Hvet ţćr til ađ nýta tímann betur, tefla í botn og hafa gaman af ţessu!