Leita í fréttum mbl.is

Bolvíkingar sigruđu Hugin-b eftir bráđabana!

2014-08-18_22_52_29.jpgÍ gćrkvöld fóru fram tvćr toppviđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga.  Annars vegar mćttust liđ Taflfélags Bolungarvíkur og b-sveit Hugins í hörkuspennandi slag.

Flestum á óvart höfđu Huginsmenn lengst af forystu, ţótt stigalćgri vćru, en Bolvíkingar náđu ađ saxa á forskotiđ í lokin og jöfnuđu metin í síđustu umferđ: 36-36.

Grípa ţurfti til bráđabana og ţar tryggđi TB sér sigurinn međ minnsta mun: 3,5-2,5. Flesta vinninga Bolvíkinga fengu Bragi Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Dagur Arngrímsson en hlutskarpastir Huginsmanna voru Kristján Eđvarđsson, Andri Áss Grétarsson og Hlíđar Ţór Hreinsson.

Í hinni viđureign kvöldsins bar a-sveit Hugins sigurorđ af Taflfélagi Vestmannaeyja međ allmiklum2014-08-18_20_22_55.jpg mun. Ţess ber ađ geta ađ í sveit Eyjamanna vantađi báđa stórmeistarana, ţá Helga Ólafsson og Henrik Danielsen, og munar um minna. Huginn náđi hins vegar ađ tefla fram sínu sterkasta liđi og var styrkleikamunurinn á liđunum, mćldur í skákstigum, um 200 elóstig ađ međaltali. Flesta vinninga Huginsmanna hlaut Hjörvar Steinn Grétarsson, fullt hús, en Helgi Áss Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson og Magnús Örn Úlfarsson komu ţar skammt á eftir.

Hlutskarpastir Eyjamanna voru Ingvar Ţór Jóhannesson, Sigurbjörn Björnsson og Björn Ívar Karlsson.

Hrađskákkvöld ţetta fór hiđ besta fram. Vel fór á međ keppendum og stutt var í gamanmálin ţó svo ađ hart vćri tekist á og jafnvel grimmilega á köflum.

Áhorfendur virtust skemmta sér vel enda spennan magnţrungin á köflum. Höfđu nokkrir á orđi ađ tilţrif eflanda og baráttuvilji gćfu góđ fyrirheit um komandi leiktíđ á hvítum reitum og svörtum.

Kristjáni Eđvarđssyni og öđrum starfsmönnum Sensu er ţakkađ kćrlega fyrir afnot ađ hinum vistlegu húsakynnum félagsins.

Á heimasíđu TB er skemmtileg umfjöllun um keppnina.

Úrslitin má nálgast á Chess-Results (ţar er ţó ekki bráđabaninn)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband