Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Magnus Carlsen byrjar vel í heimsmeistaraeinvíginu

Magnus Carlsen (2863) byrjar vel í heimsmeistaraeinvíginu gegn Vishy Anand (2792) sem hófst á laugardag. Fyrstu skákinni sem fram fór á laugardag lauk međ jafntefli en ţar styrđi Anand hvítu mönnunum og tefld var Grunfelds-vörn. Carlsen vann svo fremur góđan sigur í gćr ţar sem hann braut aftur Berlínar-vörn Anands. Caruana tísti svo:

Í dag er frídagur en einvíginu verđur framhaldiđ á morgun međ ţriđju skák. Ţá verđur Anand međ hvítt.

Ţađ er ljóst ađ Carlsen notar ekki eingöngu frídaga í skákstúderingar!

 


Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ í skák

Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára +  í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn, en stefnt er ţví ađ gera ţau ađ árlegum viđburđi sem hluta af Skákţingi Íslands, sem fer í mörgum flokkum eins og kunnugt er.  

Mótin verđa haldin laugardaginn 22. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, í samstarfi viđ RIDDARANN,  annan skákklúbb eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu. Mótshaldiđ tengist 100 ára afmćli kirkjunnar nú um ţessar mundir. Bođiđ verđur upp á góđan viđurgerning  og ađstćđur á mótsstađ.  

Teflt verđur í tveimur flokkum 50 ára og eldri ( f. 1964 og síđar) og 65 ára og eldri (f. 1949 og fyrr). Verđi skráđir keppendur í öđrum hvorum flokknum fćrri en 12 verđur teflt í einum flokki en engu ađ síđur teflt um tvo Íslandsmeistaratitla.

Nánar verđur sagt frá fyrirkomulagi mótsins á nćstum dögum. 

Skráning

  • Skák.is (guli kassinn efst)
  • Sími: 568 9141 (á milli 10-13)
  • Einnig er hćgt ađ skrá sig á ţriđjudagsmótum hjá Ásum eđa hjá Riddurnum á miđvikudögum.

 

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Stigahćkkanir á Evrópumótinu í Batumi

P1030073Ţótt skipulag Evrópumóts ungmenna í Batumi í Georgíu hafi mátt vera betra komast menn aldrei frá ţví ađ skákhefđ ţar í landi er stórmerk og lengi vel státuđu Georgíumenn af miklum valkyrjum, ţ.ám. heimsmeisturum kvenna, Nonu Gaprindhavsvili og Maju Chiburdanidse. Nýr forseti evrópska skáksambandsins, Zurab Azmaparasvili, er Georgíumađur en hefur átt viđ nokkurn „ímyndarvanda" ađ stríđa og ţá ađallega vegna ofsafenginna skapsmuna.

Á Evrópumótinu var tekinn í notkun nýr stigastuđull sem ţýddi ađ hćkkanir og lćkkanir skákmanna sem eru undir 18 ára aldri verđa skarpari en áđur. Í flestum tilvikum er betra ađ tefla „niđur fyrir sig", eins og ţađ er stundum orđađ. Ţess nutu Símon Ţórhallsson, sem hlaut fjóra vinninga og hćkkađi um 113 elo-stig, og Gauti Páll Jónsson, sem hlaut 3˝ vinning og hćkkađi um 77 elo-stig. Ţeir fóru báđir vel fram úr ćtluđum árangri. Dagur Ragnarsson, sem tefldi í 18 ára flokknum, byrjađi illa en var kominn á ţokkalegan skriđ undir lokin - en ţá var mótiđ líka búiđ.

Ţegar kemur ađ Oliver Jóhannessyni, sem tefldi í 16 ára flokknum međ Símoni og Gauta Páli, ţá tefldi hann allt mótiđ „niđur fyrir sig" og lćkkađi um 58 elo-stig. En hann hlaut fimm vinninga af níu mögulegum og ađ fá yfir 50% árangur í slíkum mótum, ţar sem austurblokkin teflir fram einvalaliđi, verđur ađ teljast gott, einkum ţegar litiđ er til ţess ađ í flestum jafnteflisskákunum átti hann góđa vinningsmöguleika - ţar vantađi örlítiđ upp á slagkraftinn. Greinarhöfundur hefur tekiđ eftir ţví ađ margir ţeir sem eru ađ henda á milli sín hugleiđingum um stig byggja mat sitt yfirleitt ekki á taflmennsku - heldur tölum á blađi. Ţví er ţveröfugt fariđ međ undirritađan, sem međ rýni í taflmennskuna ţykist sjá fram á ađ Oliver standi á ţröskuldi mikilla framfara. Eftir ţví sem leiđ á mótiđ áttađi hann sig á ţví ađ stundum er gott ađ breyta til. Í síđustu umferđ vann hann sigur á albönskum skákmanni sem vissi ekki sitt rjúkandi ráđ ţegar Oliver hóf ađ tefla upp byrjun sem ekki hafđi áđur sést í skákum hans:

EM ungmenna, Batumi 2014:

Oliver Aron Jóhannesson - Mico Timoleo (Albanía)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5

Ţennan leik hafđi Oliver, sem sjaldan leikur kóngspeđinu, undirbúiđ sérstaklega.

3.... g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. Be3 b6 7. Dd2 Rf6 8. Bh6 0-0 9. Bxg7 Kxg7 10. f4 Dc7 11. Rf3 Hd8 12 0-0 b5 13. e5 Rd5 14. Re4 c4 15. d4 Rb6 16. Df2

Ţetta hefur allt gengiđ eins og í sögu, yfirburđir hvíts í rými eru umtalsverđir.

16.... f5 17. exf6+ exf6 18. f5!? He8?

Svartur var ađ taka peđiđ međ 18.... Bxf5 eđa leika 18.... Df4 sem hvítur getur svarađ međ 19. De1!

gdqt5uk4.jpg19. Rxf6! Hf8

19.... Kxf6 er svarađ međ 20. Dh4+ Kg7 21. Rg5 međ myljandi sókn.

20. Rxh7! Hxf5

20.... Kxh7 kemur á svipađan stađ niđur: 21. Dh4+ Kg8 22. fxg6 o.s.frv.

21. Rhg5 Bd7 22. Hae1 Rd5 23. Re6+ Bxe6 24. Hxe6 Rf4 25. He5

Međ peđi meira er eftirleikurinn auđveldur.

25.... Hf7 26. De3 Haf8 27. He1 Dd7 28. Rg5!

Nú má hrókurinn ekki hreyfa sig vegna - He7+. Svarta stađan er vonlaus.

28.... Dg4 29. Dg3 Dd7 30. Rxf7 Dxd4+ 31. De3 Dxe3+ 32. H1xe3 Hxf7 33. He7 Rd5 34. Hxf7+ kxf7 35. Hha3 Rb4 36. Hxa7+ Ke6 37. Hg7 Rxc2 38. Hxg6 Kd5 39. h4 b4 40. Kf1 Rd4 41. Ke1

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 1. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Jón Kristinn og Nansý Íslandsmeistarar í unglingaflokki í dag

P1030172

Íslandsmót 15 ára og yngri og 13 ára og yngri lauk í dag í Rimaskóla. Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059) vann mjög öruggan sigur á mótinu en hann alla andstćđinga sína níu ađ tölu! Jón varđi ţví titilinn sem hann vann í fyrra. Nansý Davíđsdóttir (1641), sem varđ í fjórđa sćti, varđ efst keppenda 13 ára og yngri og varđ ţar međ Íslandsmeistari í ţeim aldursflokki.

P1030170

Gauti Páll Jónsson (1843) varđ í öđru sćti međ 7 vinninga. Nansý, Dawid Kolka (1829), og tvíburabrćđurnir Björn Hólm (1856) og Bárđur Örn Birkissynir (1736) urđu í 3.-6. sćti međ 6,5 vinning. Gauti og Dawid hlutu silfur og brons í 15 ára og yngri.

P1030165

Vignir Vatnar Stefánsson (1959), sem hlaut 6 vinninga, varđ annar á Íslandsmóti 13 ára og yngri. Róbert Luu (1323), sem einnig hlaut 6 vinninga tók ţriđja sćti. Aron Ţór Mai (1294) fékk jafnmarga vinninga.

Mótshaldiđ tókst afar vel en ađstćđur í Rimaskóla eru afar góđar. Skákstjórn önnuđust Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

Rg.NameEloVereinGrPkte
1Jón Kristinn Ţorgeirsson2059SAU159
2Gauti Páll Jónsson1843TRU157
3Dawid Kolka1829HuginnU15
4Nansý Davíđsdóttir1641FjölnirU13
5Björn Hólm Birkisson1856TRU15
6Bárđur Örn Birkisson1736TRU15
7Vignir Vatnar Stefánsson1959TRU136
8Róbert Luu1323TRU136
9Aron Ţór Mai1294TRU136
10Heimir Páll Ragnarsson1490HuginnU13
11Jóhann Arnar Finnsson1477FjölnirU15
12Guđmundur Agnar Bragason1293TRU13
13Joshua Davíđsson0FjölnirU13
14Jón Ţór Lemery0TRU135
15Mykhaylo Kravchuk1462TRU135
16Óskar Víkingur Davíđsson1398HuginnU135
17Ţorsteinn Magnússon1289TRU155
18Sindri Snćr Kristófersson1298HuginnU135
19Daníel Ernir Njarđarson0TRU135
20Brynjar Haraldsson1016HuginnU135
21Stefán Orri Davíđsson1061HuginnU135

 

 

 


Örn Leó unglingameistari Íslands

Hjörvar og Örn Leó
Örn Leó Jóhannsson (2048) varđ í gćr unglingameistari Ísland (u20). Örn Leó hlaut 5,5 vinning í 7 skákum. Oliver Aron Jóhannesson (2170) og Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059) urđu í 2.-3. sćti. Sigur Arnar verđur ađ teljast fremur óvćntur enda ađeins fimmti í stigaröđ keppenda. Örn tryggđi sér sigur á mótinu međ sigri á Oliver í lokaumferđinni.

Fimmtán keppendur tóku ţátt. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Páll Sigurđsson.

Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari, afhendi verđlaunin.

Lokastađan á Chess-Results

 

 


Stefán Kristjánsson er Karlöndin 2014

Í gćrkvöld fór fram ţriđja skemmtikvöld Talffélags Reykjvíkur ţar sem keppt var um titilinn Karlöndin 2014.  Átján keppendur voru mćttir til leiks til ađ hita upp fyrir heimsmeistareinvígi Carlsen og Anand sem hófst í dag međ bráđskemmtilegri skák.  Ţađ var ekki síđur fjörlega teflt á skemmtikvöldinu og keppnin hörđ.  Forgjafarkerfiđ á klukkunni var skemmtileg nýbreitni og máttu margir stigaháir keppendur međ naumt skammtađan tíma hafa sig allan viđ ađ knésetja sér mun stigalćgri andstćđinga.

Ingvar Ţór Jóhannesson gékk vel í byrjun og var einn međ fullt hús eftir fyrstu fjórar skákirnar, en ţá var gert langţráđ hlé á taflmennskunni til ađ heimsćkja vini vor á Billiardbarnum.  Athygli vakti ađ fullyrđingu Björns Ţorfinnssonar fyrir mót ţess efnis ađ ţađ vćri nánast formsatriđi ađ vinna var algjörlega hafnađ í byrjun móts.  Ţađ voru Stefán Steingrímur og Jón Viktor sem sáu um ađ bjóta drauma Húnsins um Karlöndina 2014. 

 

 

Eftir fyrsta hlé mćtti Ingvar hinum eitilharđa Don Róbert Lagerman og var ekki eins brosmildur eftir ţá rimmu og fyrir.  Róbert vann 1.5 - 0.5 og tók ţar međ forystuna í mótinu.  Athyglisverđ viđureign fór ţá einnig fram milli Björns Ţorfinnssonar og Pirc sérfrćđingsins síkáta Kristjáns Arnar Elíassonar.  Svo virtist sem Kristján ćtlađi ađ feta sömu braut og Stefán og Jón V. og hafna Birni og hafđi yfirburđatafl í fyrri skákinni. Međ tvćr og hálfa mínútu á klukkunni gegn 25 sekúndum andstćđingsins lék hann svo leik mótsins.

Í sirkađ ţessari stöđu fékk Kiddi ţá frábćru vídeoflugu í höfuđiđ ađ gott vćri bara ađ skipta upp á drottningunni sinni og hróknum og vinna svo létt međ peđunum.  Hann lék ţví hinum epíska leik Dd2! til ađ leppa hrókinn!  Björn nýtti ţá öll 2378 stigin sín til ađ svara ţessari snilld međ Hxd2!  Kristján sá sitt óvćnna og gaf.  Hann fór svo örugglega niđur í logum í seinni skákinni og báđir voru ţeir kapparnir svo meira og minna íkjallaranum ţađ sem eftir lifđi móts.

 

 

Í fjórđu umferđ mćtti Róbert Stefáni Kristjánssyni og lauk ţeirri viđureign 1-1. Ţađ nýtti skákkennarinn knái Björn Ívar Karlsson sér vel og leiddi međ hálfum vinning ţegar annađ hlé var gert á taflmennskunni.  Fyrir lokaumferđina hafđi hann ennţá hálfan vinning á Stefán Kristjánsson og mćtti Jóhanni Ingvasyni í lokaumferđinni međan Stefán tefldi viđ Ingvar Ţór.  Björn Ívar og Jóhann sćttust á skiptan hlut, međan Stefán knúđi fram 1.5 - 0.5 sigur á internet stjörnunni Ingvar Ţór.

 

 

 

Stefán og Björn Ívar enduđu jafnir međ níu vinninga og hálfum betur međan Jóhann Ingvason náđi ţriđja sćtinu međ 8 vinninga.  Stefán var úrskurđađur sigurvegari á bindisbroti og er ţví Karlöndin 2014.  Fékk hann í verđlaun forláta veldissprota međ ţremur ljósastillingum. Hann er ţví kominn í pottinn líkt og Mórinn 2014 Hannes Hlífar Stefánsson fyrir skemmtikvöldakóngakeppni vorsins.

 

 

Skemmtikvöldiđ var vel heppnađ, engin deiluefni komu upp í skákunum ţrátt fyrir ađ Jón Gunnar Jónsson hefđi veriđ međal keppenda, og allir skemmtu sér konunglega á Billiardbarnum í mótslok.

 

 

 

Taflfélag Reykjavíkur óskar Stefáni til hamingju međ sigurinn og titilinn og vill ţakka öllum ţeim miklu meisturum sem tóku ţátt.  Síđasta skemmtikvöld félagsins fyrir jól verđur svo haldiđ í lok nóvember.


Tómas 15 mín skákmeistari Hugins

Tómas Veigar Sigurđarson vann sigur á hinu árlega 15. mín skákmóti Hugins á norđursvćđi sem fram fór á Húsavík í gćr. Tómas fékk sex og hálfan vinning af sjö mögulegum og einungis Smári Sigurđsson náđi ađ halda jöfnu gegn Tómasi. Ţetta er annar titill Tómasar í vikunni ţví hann er nýkrýndur atskákmeistari Akureyrar eftir sigur á atskákmóti Akureyrar um sl. helgi.

Smári, Tómas og RúnarSmári, Tómas og Rúnar

Rúnar Ísleifsson varđ í öđru sćti međ sex vinninga og Smári Sigurđsson varđ ţriđji međ fimm vinninga. Í flokki 16 ára og yngri vann Jón Ađalsteinn Hermannsson sigur međ ţrjá og hálfan vinning, Jakub Piotr Statkiewicz varđ annar međ ţrjá vinninga og Eyţór Kári Ingólfsson varđ ţriđji, einnig međ ţrjá vinninga en stigalćgri. Átta keppendur tóku ţátt í fullorđinsflokki en sex keppendur í flokki 16 ára og yngri og tefldu allir saman ein einum flokki. Skemmtikvöld Hugins fór svo fram um kvöldiđ í Dalakofanum á Laugum og verđur nánar sagt frá ţví eftir helgi.

Jakub, Jón og EyţórJakub, Jón og Eyţór

Jón Kristinn efstur á Íslandsmóti 15 ára og yngri

P1030140Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059), er efstur međ fullt hús á Íslandsmóti 15 ára og yngri en fyrstu fimm umferđir mótsins fóru fram í dag í Rimaskóla. Dswid Kolka (1829) kemur nćstur međ 4,5 vinning. Fimm skákmenn koma nćstir međ 4 vinninga. 

Mótiđ í dag er jafnframt Íslandsmót 13 ára og P1030130yngri. Ţar eru ţau Vignir Vatnar Stefánsson (1959), Nansý Davíđsdóttir (1641) og Mykhaylo Kravchuk (1462) efst međ 4 vinninga. 

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun međ umferđum 6-9. Klukkurnar verđa settar í gang kl. 11.

Núna kl. 17 hófst síđari hluti Unglingameistaramóts Íslands (u20). Hćgt er ađ fylgjast međ gangi mála á Chess-Results.

 


Íslandsmót 15 ára og yngri hefst í dag í Rimaskóla

Keppni á Íslandsmótinu í skák 2014 - 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar) verđur haldiđ í Rimaskóla dagana 8. og 9. nóvember nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 20 mín + 5 sek. viđbótartími á hvern leik. Teflt verđur í einum flokki.

Skráning fer fram á www.skak.is (skráningarform í gula kassanum efst).

Umferđataflan er ţannig:

Laugardagur 8. nóvember     

  • kl. 12.00 1. umferđ
  • kl. 13.00 2. umferđ
  • kl. 14.00 3. umferđ
  • kl. 15.00 4. umferđ
  • kl. 16.00 5. umferđ

Sunnudagur 9. nóvember      

  • kl. 11.00 6. umferđ
  • kl. 12.00 7. umferđ
  • kl. 13.00 8. umferđ
  • kl. 14.00 9. umferđ

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun: Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Mótiđ á Chess-Results.


Mikael Jóhann og Jón Kristinn efstir á Unglingameistaramóti Íslands

P1030110Félagarnir úr Skákfélagi Akureyrar, Mikael Jóhann Karlsson (2077) og Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059) eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á Unglingameistaramóti Íslands sem hófst í kvöld í húsnćđi SÍ.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.P1030107

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun međ umferđum 4-7. Taflmennskan hefst kl. 17. 

Íslandsmót 15 ára og 13 ára og yngri hefst á morgun kl. 12 í Rimaskóla. Enn er opiđ fyrir skráningu (guli kassinn efst á Skák.is).

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8778750

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband