Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Stigahćkkanir á Evrópumótinu í Batumi

P1030073Ţótt skipulag Evrópumóts ungmenna í Batumi í Georgíu hafi mátt vera betra komast menn aldrei frá ţví ađ skákhefđ ţar í landi er stórmerk og lengi vel státuđu Georgíumenn af miklum valkyrjum, ţ.ám. heimsmeisturum kvenna, Nonu Gaprindhavsvili og Maju Chiburdanidse. Nýr forseti evrópska skáksambandsins, Zurab Azmaparasvili, er Georgíumađur en hefur átt viđ nokkurn „ímyndarvanda" ađ stríđa og ţá ađallega vegna ofsafenginna skapsmuna.

Á Evrópumótinu var tekinn í notkun nýr stigastuđull sem ţýddi ađ hćkkanir og lćkkanir skákmanna sem eru undir 18 ára aldri verđa skarpari en áđur. Í flestum tilvikum er betra ađ tefla „niđur fyrir sig", eins og ţađ er stundum orđađ. Ţess nutu Símon Ţórhallsson, sem hlaut fjóra vinninga og hćkkađi um 113 elo-stig, og Gauti Páll Jónsson, sem hlaut 3˝ vinning og hćkkađi um 77 elo-stig. Ţeir fóru báđir vel fram úr ćtluđum árangri. Dagur Ragnarsson, sem tefldi í 18 ára flokknum, byrjađi illa en var kominn á ţokkalegan skriđ undir lokin - en ţá var mótiđ líka búiđ.

Ţegar kemur ađ Oliver Jóhannessyni, sem tefldi í 16 ára flokknum međ Símoni og Gauta Páli, ţá tefldi hann allt mótiđ „niđur fyrir sig" og lćkkađi um 58 elo-stig. En hann hlaut fimm vinninga af níu mögulegum og ađ fá yfir 50% árangur í slíkum mótum, ţar sem austurblokkin teflir fram einvalaliđi, verđur ađ teljast gott, einkum ţegar litiđ er til ţess ađ í flestum jafnteflisskákunum átti hann góđa vinningsmöguleika - ţar vantađi örlítiđ upp á slagkraftinn. Greinarhöfundur hefur tekiđ eftir ţví ađ margir ţeir sem eru ađ henda á milli sín hugleiđingum um stig byggja mat sitt yfirleitt ekki á taflmennsku - heldur tölum á blađi. Ţví er ţveröfugt fariđ međ undirritađan, sem međ rýni í taflmennskuna ţykist sjá fram á ađ Oliver standi á ţröskuldi mikilla framfara. Eftir ţví sem leiđ á mótiđ áttađi hann sig á ţví ađ stundum er gott ađ breyta til. Í síđustu umferđ vann hann sigur á albönskum skákmanni sem vissi ekki sitt rjúkandi ráđ ţegar Oliver hóf ađ tefla upp byrjun sem ekki hafđi áđur sést í skákum hans:

EM ungmenna, Batumi 2014:

Oliver Aron Jóhannesson - Mico Timoleo (Albanía)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5

Ţennan leik hafđi Oliver, sem sjaldan leikur kóngspeđinu, undirbúiđ sérstaklega.

3.... g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. Be3 b6 7. Dd2 Rf6 8. Bh6 0-0 9. Bxg7 Kxg7 10. f4 Dc7 11. Rf3 Hd8 12 0-0 b5 13. e5 Rd5 14. Re4 c4 15. d4 Rb6 16. Df2

Ţetta hefur allt gengiđ eins og í sögu, yfirburđir hvíts í rými eru umtalsverđir.

16.... f5 17. exf6+ exf6 18. f5!? He8?

Svartur var ađ taka peđiđ međ 18.... Bxf5 eđa leika 18.... Df4 sem hvítur getur svarađ međ 19. De1!

gdqt5uk4.jpg19. Rxf6! Hf8

19.... Kxf6 er svarađ međ 20. Dh4+ Kg7 21. Rg5 međ myljandi sókn.

20. Rxh7! Hxf5

20.... Kxh7 kemur á svipađan stađ niđur: 21. Dh4+ Kg8 22. fxg6 o.s.frv.

21. Rhg5 Bd7 22. Hae1 Rd5 23. Re6+ Bxe6 24. Hxe6 Rf4 25. He5

Međ peđi meira er eftirleikurinn auđveldur.

25.... Hf7 26. De3 Haf8 27. He1 Dd7 28. Rg5!

Nú má hrókurinn ekki hreyfa sig vegna - He7+. Svarta stađan er vonlaus.

28.... Dg4 29. Dg3 Dd7 30. Rxf7 Dxd4+ 31. De3 Dxe3+ 32. H1xe3 Hxf7 33. He7 Rd5 34. Hxf7+ kxf7 35. Hha3 Rb4 36. Hxa7+ Ke6 37. Hg7 Rxc2 38. Hxg6 Kd5 39. h4 b4 40. Kf1 Rd4 41. Ke1

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 1. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.7.): 17
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 260
 • Frá upphafi: 8705414

Annađ

 • Innlit í dag: 13
 • Innlit sl. viku: 153
 • Gestir í dag: 13
 • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband