Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Mót í Brekkuskóla og Lundarskóla

Tvö mót hafa nýlega veriđ háđ í grunnskólum Akureyrarbćjar. Í Brekkuskóla var teflt á skákdaginn 26. janúar og tóku ţá tíu ţátt í meistaramóti skólans. Ţessi lentu í efstu sćtum eftir fimm umferđir:

Tumi Snćr Sigurđsson    5

Helgi Hjörleifsson      4

Hermann Ţór Edvardsson  3

Sigurđur Máni Guđmundsson 2,5

Benjamín Ţorri Bergsson  2,5

Tumi, sem er í 10. bekk, er ţví skákmeistari Brekkuskóla 2018. Nćstu menn eru allir í 6. bekk skólans. Myndirnar hér á síđunni eru frá ţessu móti.

Í Lundarskóla var teflt ţann 7. febrúar og var mikill áhugi fyrir mótinu. Tafliđ hófu 38 börn úr fjórđa, fimmta og sjöunda bekk skólans og komust ţó fćrri ađ en vildu. Vegna hins óvćnta fjölda var ákveđiđ ađ tefla fyrst fjórar umferđir og eftir ţćr voru ţrír keppendur međ fullt hús vinninga, allir úr sjöunda bekk. Ţeir eru:

Ágúst Ívar Árnason, Ívar Ţorleifur Barkarson, Vignir Otri Elvarsson og Hjalti Valsson.  Ţessir keppendur munu tefla til úrslita um skákmeistaratitil Lundarskóla síđar í mánuđinum. 

Eftirtaldir nemendur sem fengu ţrjá vinninga:

Arnar Eyfjörđ Jóhannsson4 bk
Viktor Máni Sćvarsson4 bk
Ólafur Kristinn Sveinsson5 bk
Tómas Kristinsson5 bk
Gabríel Ómar Logason7 bk
Íris Harpa Hilmarsdóttir7 bk
Jóhannes Hafţór Búason7 bk
Sigrún Rósa Víđisdóttir7 bk
Vilhjálmur Svanberg Arngrímsson7 bk
Víđir Guđjónsson7 bk

 Mótiđ var sérlega skemmtilegt og vel heppnađ. Hin góđa ţátttaka var óvćnt og ánćgjuleg!  

Nánar á heimasíđu SA.


Puffins brćddu snjóboltana frá Stokkhólmi!

Thorhallsson_preview

Reykjavík Puffins komust aftur á sigurbraut í hinni vinsćlu netdeild PRO Chess League.

Andstćđingar gćrdagsins voru Stockholm Snowballs frá Svíaveldi. Tónninn var settur snemma ţegar Ţröstur lagđi Agrest glćsilega og í kjölfariđ fylgdu tveir sigrar til viđbótar og ađeins eitt tap. Puffins leiddu 3-1.

Í nćstu umferđum var skipst á höggum og enduđu ţćr allar 2-2 ţannig ađ Puffins leiddu 7-5 ţegar kom ađ lokaumferđinni. Mjótt var ţó á mununum ţegar Jóhann sneri snaggarlega á Agrest eftir ađ hafa veriđ međ hrók og mann fyrir drottningu og tapađ tafl. Mikiđ munađi um ţann viđsnúning.

Í lokaumferđinni skildu Puffins ekki neitt eftir fyrri ímyndunarafliđ og slátruđu Svíunum aftur 3-1 og lokastađan ţví 10-6 fyrir Puffins!

Hćgt er ađ horfa á viđureignina í heild sinni hér:

 

Árangur einstakra liđsmanna:

PuffinsSnowballs

 

 

 

 

 

 

 

 

Stađan í riđli Puffins er ţá ţessi:

Standings

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Riđill Puffins er skipađur liđum úr Evrópu og er einn af fjórum riđlum. Fjögur efstu liđ í hverjum riđli fara í úrslitakeppni ţar sem keppt er međ útsláttarfyrirkomulag en tvö neđstu liđin falla úr deildinni!

 

Frétt Chess.com međ klippum úr útsendingu ţeirra:

https://www.chess.com/blog/PROChessLeague/reykjavik-puffins-punish-stockholm-snowballs

 

Heimasíđa PRO Chess League:

http://www.prochessleague.com

 


Háspenna og Gordonshnútar í 5. umferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0091

Fimmta umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 6. febrúar. Ţessi umferđ var sú ćsilegasta á mótinu hingađ til, ţrungin ţvílíkri spennu og flćkjum ađ viđ lá skammhlaupi í taugakerfum teflenda frammi fyrir agndofa áhorfendum.

A flokkur

Efstur fyrir umferđina var Suđurnesjamađurinn geđţekki, Björgvin Jónsson, međ 31/2 vinning en hann sat yfir ađ ţessu sinni. Á efsta borđi öttu stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson kappi í rammaslag miklum. Jóhann tefldi byrjunin hratt og náđi ţannig forskoti á tíma er reyndist skipta máli ţegar á leiđ. Eftir mannsfórn Jóhanns á g7 kom upp gríđarflókiđ tafl ţar sem Hjörvar Steinn hafđi tvo menn fyrir hrók en möguleikarnir voru svo margslungnir ađ erfitt var fyrir mennskan heila ađ tćma stöđuna. Hvortveggi fékk fćri á ađ hrifsa til sín vinninginn en ađ lokum veitti Jóhann betur. Vel tefld skák en ekki hnökralaus.

Á öđru borđi mćttust stórmeistararnir og Huginskapparnir Hannes Hlífar og Ţröstur Ţórhallsson. Hannes, sem stýrđi hvítu mönnunum, langhrókađi og náđi sóknarfćrum gegn kóngi svarts. Ţröstur varđist ţeim hótunum fimlega en upp kom ađ lokum endatafl ţar sem veikleikarnir í kringum kóng svarts riđu baggamuninn.

Jón Viktor fékk snemma betra tafl og vann peđ gegn Baldri sem varđist af útsjónarsemi en varđ ađ játa sig sigrađan. Helgi Áss kom Halldóri Grétari á óvart í byrjun međ óvenjulegri leikjaröđ. Hann náđi smám saman tökum á miđtaflinu og vann mann og ţar sem Halldóri Grétari tókst ekki ađ tryggja frípeđi sínu sćluvist í himnaríki 8. reitarađarinnar voru örlög svarts ráđin. Jón L. fékk ţćgilegra tafl gegn Oliver, tefldi markvisst eins og hans er háttur og knúđi fram sigur í endatafli.

Örn Leo tefldi af mikilli varfćrni gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni sem vann mann međ lúmskri gildru. En Arnarljóniđ var ekki á ţví ađ láta í minni pokann heldur braust inn bakdyramegin hjá bóndanum á Steinastöđum og knúđi fram jafntefli. Kristján Eđvarđsson lagđi Bárđ Örn laglega, Ingvar Ţór sveiđ félaga sinn í Hugin, Sigurđ Dađa, peđi yfir í endatafli og Vignir Vatnar sigrađi Guđmund Halldórsson nokkuđ snaggaralega.

TR-ingarnir Björn Ţorfinnsson og Dađi Ómarsson sćttust á skiptan hlut og sömu sögu var ađ segja af Huginskempunum Ásgeiri og Lenku ţar sem Ásgeir náđi ekki ađ ryđja sér sigurbraut í örlítiđ betra endatafli.

Áhugaverđar viđureignir í 6. umferđ

Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson eru efstir ađ fimm umferđum loknum međ fjóra vinninga hvor. Í humáttina koma Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor sem situr yfir í 6. umferđ. Ţriđjudaginn 13. febrúar kl. 19.30 verđur baráttunni haldiđ áfram. Hannes Hlífar hefur ţá hvítt á Jóhann Hjartarson en takist öđrum hvorum ţeirra ađ sigra, nćr sá forystu á mótinu fyrir 7. og síđustu umferđina. Á öđru borđi mun reyna á ţrćtubćkur skákfrćđanna ţar sem Helgi stýrir hvítu mönnum gegn Björgvini. 

A-flokkurinn á Chess-Results.


Hvítir hrafnar

Lítiđ var flogiđ í Hrafnabjörgum í 4. umferđ. Kapparnir Jónas Ţorvaldsson og Friđrik Ólafsson sćttust á skiptan hlut en skákir Braga Halldórssonar gegn Jóni Ţorvaldssyni og Björns Halldórssonar gegn Júlíusi Friđjónssyni verđa tefldar 13. febrúar.

Hvítir hrafnar á Chess-Results.

B flokkur

Gauti Páll, sem hafđi unniđ allar fjórar skákir sínar, mćtti Agnari Tómas Möller í fimmtu umferđ. Úr varđ hörku skák sem Agnar Tómas vann eftir mikla baráttu. Nánar er fjallađ um skákina á Skákhuganum.

Á öđru borđi tefldu Blikarnir Birkir Ísak og Stephan Briem vel. Birkir Ísak hafđi betur ađ ţessu sinni og hefur unniđ fjórar skákir í röđ.
Siguringi heldur áfram međ gott mót og sigrađi Björn Hólm örugglega.

Sigurđur Freyr var međ mun betri stöđu gegn Hilmi Frey ţegar mađur datt í hafiđ og ţrátt fyrir álitlega sókn sem fylgdi í kjölfariđ ţá héldu varnir Hilmis og hann sigldi vinningnum örugglega í höfn. 

Eftir fimm umferđir eru fjórir skákmenn jafnir og efstir međ fjóra vinninga: Gauti Páll, Siguringi, Birkir Ísak og Agnar Tómas.

Margar spennandi viđureignir verđa í sjöttu umferđ:

B-flokkurinn á Chess-Results

Ítarlegri umfjöllun á Skákhuganum


Stefán Steingrímur Bergsson skákmeistari Reykjavíkur

27709414_10156297905653291_5284690553855246906_o

Stefán Steingrímur Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018! Ţađ er ljóst eftir lokaumferđ mótsins sem fram fór í kvöld. Stefán vann sannfćrandi sigur á Degi Ragnarssyni í lokaumferđinni og hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Bragi Ţorfinnsson varđ annar og Einar Hjalti Jensson og Sigurbjörn Björnsson urđu í 3.-4. sćti. Á myndinni ađ ofan fagnar Stefán sigrinum ásamt Ingvari Ţór Jóhannessyni.

Ađ myndinni ađ neđan bregđur Bragi Halldórsson á leik viđ upphaf skákarinnar. Bragi sýndi svo snilldartaka í skák sinni gegn Birni Hólm Birkissyni.

27750626_10156208684652728_1761886306083750383_n

 

Lokastöđuna má finna á Chess-Results

Nánar verđur fjallađ um Skákţingiđ og glćsilegan árangur Stefáns á morgun. 


Reykjavik Puffins gegn Stockholm Snowballs í kvöld

Tile_Reykjavik_PuffinsÍ kvöld klukkan 19:25 hefst 4. umferđ í PRO Chess League. Umferđin sjálf hefst í raun fyrr um daginn en viđureign Reykjavik Puffins og Stockholm Snowballs hefst á slaginu 19:25 á Chess.com.

Um síđustu helgi tóku Lundarnir ţátt í Super Sunday sem taldi sem ein viđureign í töflunni. Ţar munađi í lokin ađeins hálfum vinningi ađ Lundarnir fengu jafntefli á töfluna. Atti Helgi Ólafsson međan annars tafli viđ heimsmeistarann Magnus Carlsen ásamt fjölmörgum öđrum sterkum meisturum svosem Andreikin og Gupta svo einhverjir séu nefndir.

Stockholm Snowballs liđiđ er leitt af ţýska stórmeistaranum Georg Meier. Í raun er liđsuppstilling Svíana nákvćmlega sú sama og í fyrra ţegar ţeir lögđu okkur í spennandi viđureign. Viđ komum sterkari til leiks ađ ţessu sinni!

Liđ Lundana ađ ţessu sinni skipa:

GM Jóhann Hjartarson (2539),GM Hannes Stefansson (2512), GM Ţröstur Ţórhallsson (2420) og IM Björn Ţorfinnsson (2398).

Allir tefla viđ alla á fjórum borđum og ţví 16 vinningar í bođi. Búast má viđ jöfnum og spennandi match.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum og Chess.com en viđ mćlum međ ţví ađ kíkja á beina útsendingu Puffins í umsjón FM Ingvars Ţórs Jóhannessonar sem verđur hér: http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins

Heimasíđa PRO Chess League

Útsending Chess.com


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram 11. febrúar

20170205_155311

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 11.febrúar og hefst tafliđ kl.13:00.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga og er opiđ öllum.

Ţátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótiđ fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Skráning fer fram á skákstađ og lýkur henni kl.12:50.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem krýndur verđur Hrađskákmeistari Reykjavíkur. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum verđur skoriđ úr um sćtaröđ međ stigaútreikningi (tie-break). Röđ stigaútreiknings: 1.Innbyrđis úrslit 2.Bucholz (-1) 3.Bucholz (median) 4.Sonneborn-Berger.

Ríkjandi hrađskákmeistari Reykjavíkur er Dagur Ragnarsson. Sigurvegari mótsins í fyrra varđ hins vegar Vestfjarđarvíkingurinn Guđmundur Gíslason sem vann ţađ ţrekvirki ađ vinna međ fullu húsi! Undanfarin 11 ár hafa sex skákmeistarar boriđ titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar af einn stórmeistari og fjórir FIDE-meistarar:

2017: Dagur Ragnarsson 2016: Róbert Lagerman 2015: Dagur Ragnarsson 2014: Róbert Lagerman 2013: Oliver Aron Jóhannesson 2012: Davíđ Kjartansson 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson 2010: Torfi Leósson 2009: Hjörvar Steinn Grétarsson 2008: Davíđ Kjartansson 2007: Davíđ Kjartansson.


Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 1.-3. mars

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2017-2018 fer fram dagana 1.3. – 3.3. nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla. Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 1. mars.  Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 2. mars  kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 3. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  

Ţau félög sem enn skulda ţátttökugjöld ţurfa ađ gera upp áđur en seinni hlutinn hefst.

Vakin er athygli á nýrri grein í reglugerđ.  Taflfélög í 1. deild eru beđin ađ tilkynna til SÍ nöfn skákstjóra sinna. 

  1. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra. 


Mót 4 í Bikarsyrpu TR fer fram helgina 16.-18. febrúar

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Fjórđa mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 16. febrúar og stendur til sunnudagsins 18. febrúar. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 16. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 17. febrúar  kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 17. febrúar  kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 17. febrúar  kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 18. febrúar  kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 18. febrúar  kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 18. febrúar  kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson, s. 867 3109, thorirbe76@gmail.com


Toyotamót öldunga: Gylfi Ţórhallsson vann

TOYOTAMÓTĐ 2018  ESE

Hiđ árlega skákmót eldri borgara í bođi Toyota fór fram sl. föstudag i höfuđstöđum ţess í Kauptúni, Garđabć. Mótiđ sem nú var haldiđ í 11. sinn var afar vel sótt og fór hiđ besta fram eins og vćnta mátti undir styrkri stjórn ĆSIS manna ţeirra Finns og Garđars. 

Úlfar Steindórsson, forstjóri afhenti hinum sigursćlu efstu mönnum verđlaun sín, ţeim Gylfa Ţórhallssyni, Jóhanni Erni Sigurjónssyni og Ólafi Bjarnasyni, auk 10 nćstu og tveimur neđstu peningaverđlaun. Gylfi vann mótiđ einnig 2016 og Jóhann áriđ 2009. 

TOYOTAMÓT ELDRI BORGARA 2018 - MÓTSTAFLA MEĐ MYNDUM - ESE

Afar skemmtilegt mót í alla stađi og vel viđ gamlingjana gert á öllum sviđum.


Kapptefliđ um Friđrikskónginn VII: Örn Leó í forystu

Mótaröđin um Taflkóng Friđriks Ólafssonar heldur áfram í kvöld og nćstu tvö mánudagskvöld vestur í skáksal KR í Frostaskjóli og hefst kl. 19.30. Örn Leó Jóhannsson vann fyrsta mótiđ af fjórum á stigum en Björgvin Víglundsson var jafn honum ađ vinningum eftir harđa keppni og skemmtilega baráttu eins og ávallt ţegar svona öflugum hópi lýstur saman. Báđir fengu ţeir 8 viinninga af 9 mögulegum. Muniđ ađ mćta.

Friđrikskóngurinn


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778678

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband