Leita í fréttum mbl.is

Háspenna og Gordonshnútar í 5. umferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0091

Fimmta umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 6. febrúar. Ţessi umferđ var sú ćsilegasta á mótinu hingađ til, ţrungin ţvílíkri spennu og flćkjum ađ viđ lá skammhlaupi í taugakerfum teflenda frammi fyrir agndofa áhorfendum.

A flokkur

Efstur fyrir umferđina var Suđurnesjamađurinn geđţekki, Björgvin Jónsson, međ 31/2 vinning en hann sat yfir ađ ţessu sinni. Á efsta borđi öttu stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson kappi í rammaslag miklum. Jóhann tefldi byrjunin hratt og náđi ţannig forskoti á tíma er reyndist skipta máli ţegar á leiđ. Eftir mannsfórn Jóhanns á g7 kom upp gríđarflókiđ tafl ţar sem Hjörvar Steinn hafđi tvo menn fyrir hrók en möguleikarnir voru svo margslungnir ađ erfitt var fyrir mennskan heila ađ tćma stöđuna. Hvortveggi fékk fćri á ađ hrifsa til sín vinninginn en ađ lokum veitti Jóhann betur. Vel tefld skák en ekki hnökralaus.

Á öđru borđi mćttust stórmeistararnir og Huginskapparnir Hannes Hlífar og Ţröstur Ţórhallsson. Hannes, sem stýrđi hvítu mönnunum, langhrókađi og náđi sóknarfćrum gegn kóngi svarts. Ţröstur varđist ţeim hótunum fimlega en upp kom ađ lokum endatafl ţar sem veikleikarnir í kringum kóng svarts riđu baggamuninn.

Jón Viktor fékk snemma betra tafl og vann peđ gegn Baldri sem varđist af útsjónarsemi en varđ ađ játa sig sigrađan. Helgi Áss kom Halldóri Grétari á óvart í byrjun međ óvenjulegri leikjaröđ. Hann náđi smám saman tökum á miđtaflinu og vann mann og ţar sem Halldóri Grétari tókst ekki ađ tryggja frípeđi sínu sćluvist í himnaríki 8. reitarađarinnar voru örlög svarts ráđin. Jón L. fékk ţćgilegra tafl gegn Oliver, tefldi markvisst eins og hans er háttur og knúđi fram sigur í endatafli.

Örn Leo tefldi af mikilli varfćrni gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni sem vann mann međ lúmskri gildru. En Arnarljóniđ var ekki á ţví ađ láta í minni pokann heldur braust inn bakdyramegin hjá bóndanum á Steinastöđum og knúđi fram jafntefli. Kristján Eđvarđsson lagđi Bárđ Örn laglega, Ingvar Ţór sveiđ félaga sinn í Hugin, Sigurđ Dađa, peđi yfir í endatafli og Vignir Vatnar sigrađi Guđmund Halldórsson nokkuđ snaggaralega.

TR-ingarnir Björn Ţorfinnsson og Dađi Ómarsson sćttust á skiptan hlut og sömu sögu var ađ segja af Huginskempunum Ásgeiri og Lenku ţar sem Ásgeir náđi ekki ađ ryđja sér sigurbraut í örlítiđ betra endatafli.

Áhugaverđar viđureignir í 6. umferđ

Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson eru efstir ađ fimm umferđum loknum međ fjóra vinninga hvor. Í humáttina koma Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor sem situr yfir í 6. umferđ. Ţriđjudaginn 13. febrúar kl. 19.30 verđur baráttunni haldiđ áfram. Hannes Hlífar hefur ţá hvítt á Jóhann Hjartarson en takist öđrum hvorum ţeirra ađ sigra, nćr sá forystu á mótinu fyrir 7. og síđustu umferđina. Á öđru borđi mun reyna á ţrćtubćkur skákfrćđanna ţar sem Helgi stýrir hvítu mönnum gegn Björgvini. 

A-flokkurinn á Chess-Results.


Hvítir hrafnar

Lítiđ var flogiđ í Hrafnabjörgum í 4. umferđ. Kapparnir Jónas Ţorvaldsson og Friđrik Ólafsson sćttust á skiptan hlut en skákir Braga Halldórssonar gegn Jóni Ţorvaldssyni og Björns Halldórssonar gegn Júlíusi Friđjónssyni verđa tefldar 13. febrúar.

Hvítir hrafnar á Chess-Results.

B flokkur

Gauti Páll, sem hafđi unniđ allar fjórar skákir sínar, mćtti Agnari Tómas Möller í fimmtu umferđ. Úr varđ hörku skák sem Agnar Tómas vann eftir mikla baráttu. Nánar er fjallađ um skákina á Skákhuganum.

Á öđru borđi tefldu Blikarnir Birkir Ísak og Stephan Briem vel. Birkir Ísak hafđi betur ađ ţessu sinni og hefur unniđ fjórar skákir í röđ.
Siguringi heldur áfram međ gott mót og sigrađi Björn Hólm örugglega.

Sigurđur Freyr var međ mun betri stöđu gegn Hilmi Frey ţegar mađur datt í hafiđ og ţrátt fyrir álitlega sókn sem fylgdi í kjölfariđ ţá héldu varnir Hilmis og hann sigldi vinningnum örugglega í höfn. 

Eftir fimm umferđir eru fjórir skákmenn jafnir og efstir međ fjóra vinninga: Gauti Páll, Siguringi, Birkir Ísak og Agnar Tómas.

Margar spennandi viđureignir verđa í sjöttu umferđ:

B-flokkurinn á Chess-Results

Ítarlegri umfjöllun á Skákhuganum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 197
 • Sl. sólarhring: 212
 • Sl. viku: 1653
 • Frá upphafi: 8656227

Annađ

 • Innlit í dag: 96
 • Innlit sl. viku: 863
 • Gestir í dag: 71
 • IP-tölur í dag: 67

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband