Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

SŢR #8: Akureyrarhrađlestin út af sporinu

20180204_175744

Áttunda umferđ Skákţings Reykjavíkur var tefld í gćr og var andrúmsloftiđ ţrungiđ spennu. Er upp var stađiđ mátti sjá ummerki um blóđugar orrustur og drýgđar hetjudáđir. Akureyrarhrađlestin fór út af sporinu, unga fólkiđ lét til sín taka og spennan á toppnum er magnţrungin fyrir lokaumferđina sem tefld verđur á miđvikudagskvöld.

Skákheimur hefur stađiđ á öndinni yfir framgöngu Stefáns Bergssonar ađ undanförnu og hafa hvatningarskeyti borist honum víđa ađ, enda fáheyrt ađ skákmađur sem er fjórtándi í stigaröđinni vinni sjö fyrstu skákir sínar. Margir fylgdust ţví spenntir međ er Stefán (2093) stýrđi svörtu mönnunum gegn Braga Ţorfinnssyni (2426) í 8.umferđinni í gćr. Til ađ gera langa sögu stutta ţá fór Akureyrarhrađlestin, međ Stefán Bergsson viđ stýriđ, út af sporinu eftir viđburđaríka ferđ um sprengjusvćđi Kóngs-Indverjans. Bragi kunni betri skil á byrjuninni og fékk snemma unniđ tafl sem hann nýtti sér til ađ innbyrđa sigur. Bragi hefur vaxiđ ásmegin eftir ţví sem liđiđ hefur á Skákţingiđ og hefur hann nú unniđ fjórar síđustu tefldar skákir sínar. Hann situr ţví í 2.sćti međ 6 vinninga og eygir enn von um ađ verđa Reykjavíkurmeistari í annađ skipti á ferlinum.

Jafnir Braga í 2.sćti eru Hilmir Freyr Heimisson og Dagur Ragnarsson sem báđir unnu međ hvítu í dag. Hilmir Freyr (2136) vann Lenku Ptacnikovu (2218) og Dagur (2332) lagđi Braga Halldórsson (2082). Stefán Bergsson trónir hins vegar enn á toppnum međ 7 vinninga og nćgir jafntefli í lokaumferđinni.

Af öđrum úrslitum bar hćst sigur Benedikts Ţórissonar (1143) á Óskari Long Einarssyni (1785) en á ţeim munar 642 skákstigum. Benedikt hefur sýnt miklar framfarir ađ undanförnu og rýkur hann upp stigalistann ţessa mánuđina. Björn Hólm Birkisson (2084) gerđi einnig vel er hann náđi jafntefli gegn alţjóđlega meistaranum Einari Hjalta Jenssyni (2336).

Níunda og síđasta umferđ Skákţingsins verđur tefld á miđvikudagskvöld og verđa klukkur settar í gang klukkan 19:30. Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ líta viđ í skáksalinn til ađ fá spennuna beint í ćđ og skeggrćđa stöđur og gang mála. Í lokaumferđinni mćtast í ćsilegri toppbaráttu:

  • Stefán Bergsson – Dagur Ragnarsson
  • Hilmir Freyr Heimisson – Bragi Ţorfinnsson

Nánari upplýsingar um úrslit og stöđu Skákţingsins, sem og ađgengi ađ skákum, má finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 5. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.


Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţing Akureyrar: Kóngsindversk ský á himni

Ţađ blésu hvassir kóngsindverskir vindar um landsmenn í dag, bćđi sunnan og norđan heiđa. Viđ Eyjafjörđ var háđ fimmta umferđ Skákţings Akureyrar og áttunda umferđ Skákţings Reykjavíkur í fenjum syđra. Af norđanvígum er ţađ ađ frétta ađ Símon Ţórhallsson - sem í seinni tíđ hefur tekiđ ástfóstri viđ ofangreinda varnarađferđ - missté sig illilega snemma í skák sinni viđ Sigurđ Eiríksson og mátti játa sig sigrađan. Ástfóstur Rúnars Sigurpálssonar á téđri vörn á sér hinsvegar lengri sögu og varđ honum ekki skotaskuld úr ţví ađ snúa henni í kóngssókn, ţar sem hrókur, drottning og riddari surfu svo ađ kóngi Haraldar Haraldssonar ađ hann mátti gefast upp.  Fráfarandi meistari, Jón Kristinn Ţorgeirsson, ákvađ ađ leika kóngsindverskt stef á flautu sína í ţetta sinn og grípur hann ţó sjaldan til ţess ráđs. Ţađ reyndist honum heldur ekki vel í ţetta sinn; fékk ţrönga stöđu og lagđi fullmikiđ á hana.  Reyndist andstćđingur hans, Andri Freyr Björgvinsson, eiga allskostar viđ meistara fyrra árs, ţvćldi honum í erfitt hróksendatafl sem reyndist Jóni tapađ. Var ţetta önnur tapskák hans í röđ og ţví ljóst ađ hann hreppir ekki hinn eftirsóknarverđa titil í ţetta sinn. Jón hefur ţrjá vinninga og á einni skák ólokiđ, en framar honum eru ţeir Andri Freyr međ fjóra og Rúnar međ ţrjá og hálfan og eiga báđir tvćr skákir eftir, m.a. innbyrđis skák, sem háđ verđur nćsta sunnudag ţegar nćstsíđasta umferđ verđur tefld. Ţá eigast líka viđ ţeir Símon og Haraldur og Benedikt og Sigurđur. Eru ţeir allir miklir vígamenn.

Sjá stöđuna og öll úrslit á Chess-results

Úr Reykjavíkurhreppi er ţađ ađ frétta ađ Stefáni félaga vorum brást Kóngsindverjinn í ţetta sinn og beiđ ósigur fyrir Braga Ţorfinnssyni alţjóđlegum meistara. Hefur Stefán nú vinningsforskot fyrir síđustu umferđ og munu fáir frýja honum vopnfimi í lokasennunni. Ţađ gerum viđ norđanmenn í ţađ minnsta ekki. 

Heimaaíđa SA


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn lék af sér manni en vann samt!

G4C12C7B1Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson eru efstir eftir ţrjár umferđir í A-flokki skákhátíđar MótX en í 3. umferđ bar helst til tíđinda ađ Jóhann Hjartarson tapađi fyrir Björgvini Jónssyni en í vinningsstöđu var hann sleginn heiftarlegri skákblindu. Hjörvar Steinn tók ˝ vinnings yfirsetu.

Í B-flokki er einn efstur Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga en hjá „Hvítum hröfnum“ hefur Bragi Halldórsson tekiđ forystu međ ţví ađ vinna tvćr fyrstu skákir sínar.

Á Skákţingi Reykjavíkur eru tefldar tvćr skákir í viku og hefur Stefán Bergsson tekiđ forystu og unniđ allar fimm fyrstu skákir sínar. Í 2.-5. sćti međ 4 vinninga koma svo Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Hrafn Loftsson og Gauti Páll Jónsson.

Stefán mćtti Hilmi Frey í fjórđu umferđ og hafđi sigur međ skemmtilegri fléttu. En áđur hafđi Hilmir Freyr misst af góđum fćrum:

Skákţing Reykjavíkur 2018:

Hilmir Freyr Heimisson – Stefán Bergsson

Reti-byrjun

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Bg4 4. O-O Rbd7 5. d4 e6 6. Rbd2 Bd6 7. He1 c5 8. c4 cxd4 9. cxd5 exd5 10. Rxd4 O-O 11. h3 Bh5 12. Rf5 Bc5 13. Rb3 Bb6 14. Bxd5 R5 15. Bf4

Flćkir tafliđ ađ óţörfu. Eftir 15. Bxb7 hefur hvítur yfirburđastöđu.

15. ... Dd7! 16. Rxg7! Kxg7 17. Bxe5 Df5!

Skemmtilegar vendingar en hvíta stađan er ađeins betri.

18. Bxf6 Dxf6 19. Hf1?

Öruggara var 19. Bf3.

19. ... Hfd8 20. Dd3 De5 21. e4 Hac8 22. Hab1??

Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 22. g4 og stađan er í jafnvćgi eftir 22. ... f5! 23. gxh5 fxe4 24. Dxe5 Hxd5 o.s.frv.

G4C12C7B722. ... Be2!

Vinningsleikurinn. Hvíta drottningin verđur ađ sleppa taki sínu á g3-peđinu.

23. Dxe2 Dxg3+ 24. Kh1 Dxh3+ 25. Kg1 Kh8 26. Bxf7 Hg8+

– og hvítur gafst upp. Hilmir lét ekki deigan síga ţví ađ í nćstu umferđ lagđi sigrađi hann nćst stigahćsta keppandann, Einar Hjalta Jensson. 

„Magnús leikur af sér manni á nokkurra ára fresti“

Ţetta var haft eftir öflugasta skákmanni Hollendinga, Anish Giri, ţegar einni umtöluđustu skák síđari ára lauk í 8. umferđ Tata Steel mótsins í Wijk aan Zee milli heimsmeistarans og Gawain Jones. Giri vísađi til ţess ađ ţegar hann tefldi viđ Magnús á ţessum sama stađ fyrir nokkrum árum lék Norđmađurinn af sér manni snemma tafls og mátti leggja niđur vopnin eftir ađeins 23 leiki. Í báđum tilvikum var riddari hvíts ađ vandrćđast á g5. En sagan er ekki öll sögđ ţó ađ g5-riddarinn fyki út af borđinu:

 

G4C12C7ATTata Steel 2018:

Magnús Carlsen – Gawain Jones

Stađan kom upp úr hinu ţekkta „Dreka-afbrigđi“ sikileyjarvarnar. Um ţá byrjun hefur Gawain Jones skrifađ tvćr bćkur. Nú lék hvítur:

17. g4??

Og svariđ kom um hćl...

17. ... f4!

Og hvítur tapar manni.

Ţađ sem á eftir kom var furđulegt, Magnús tefldi áfram eins og ekkert hefđi í skorist og Gawain Jones lét hjá líđa ađ loka línum á kóngsvćng. Viđ ţađ vćnkađist hagur hvíts og ađ lokum hafđi Magnús sigur sem ćtti ađ gagnast vel í baráttunni um efsta sćtiđ. Í gćr hófst lokaspretturinn og ţá var stađa efstu manna ţessi:

1. – 3. Magnús Carlsen, Mamedyarov, og Giri 7 v ( af 10 ) 4. Kramnik 6 ˝ v. 5. Anand 6 v. 6. – 7. So og Karjakin 5 ˝ v. 8. Svidler 4 ˝ v. 9. – 12. Jones, Caruana, Matlakov og Wei Yi 4 v. 13. Adhiban 3 v.14. Hou Yifan 2 v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Vesturbćjarbiskupinn fer fram á miđvikudaginn - skráningu lýkur á miđnćtti

Vesturbćjarbiskupinn fer fram 6. febrúar í Hagaskóla og hefst mótiđ 16:00. Mótiđ er ćtlađ nemendum á grunnskólaaldri. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Veitt verđa verđlaun í ţremur flokkum sem sjá má međ ţví ađ klikka á myndina á viđhengi sem fylgir

Mótiđ er haldiđ af Skákakademíu Reykjavíkur og Ţjónustumiđstöđ Vesturbćjar, Miđborgar og Hlíđa međ stuđningi frá Melabúđinni og Hagaskóla.  

Skráning er á skak.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 4. febrúar. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


SŢR #7: Ekkert fćr Stefán Bergsson stöđvađ

IMG_9712

Akreyríski aflraunamađurinn, Stefán Steingrímur Bergsson, mćtti til leiks vopnađur mannganginum og eigin hugviti gegn FIDE-meistaranum Sigurbirni Björnssyni. Stefán lagđi til hliđar ćsilega sóknartilburđi og ţróttmiklar fórnir, sem hafa veriđ hans ađalsmerki í gegnum tíđina, en greip ţess í stađ til fíngerđra peđsleikja og nákvćmra hrókaflutninga um gjörvallt taflborđiđ. Stefán herti tökin jafnt og ţétt í endataflinu ţar til stađa Sigurbjörns var orđin erfiđ viđfangs. Erfitt er ađ benda á hvar Sigurbjörn fór út af sporinu enda má segja ađ tćkni Stefáns í hróksendataflinu hafi dađrađ viđ fullkomnun. Húsfyllirinn Stefán Bergsson er langefstur međ tveggja vinninga forskot á keppinauta sína ţegar tveimur umferđum er ólokiđ. Fćr eitthvađ stöđvađ KA-manninn?

Bragi Ţorfinnsson fann loks reitina sína aftur eftir nokkuđ brokkgenga taflmennsku til ţessa. Bragi stýrđi hvítu mönnunum gegn Hrafni Loftssyni og einkenndust flestir leikir Braga af árćđni og ásetningi. Snemma tafls sótti á Braga mikil fórnsótt sem áhorfendum ţótti óvíst ađ ćtti sér lćkningu. Bragi sá lengra en ađrir og mundađi sleggjuna í 19.leik sem skildi eftir djúpa dćld í miđborđinu:

20180201_210710

Bragi Ţorfinnsson lék 19.d4!! og áhorfendur tóku andköf.

Hrafn kallar ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ erfiđum varnarleik og honum lánađist ađ ţvćlast fyrir Braga og búa til möguleika á ţráskák međ ţví ađ opna tafliđ. Bragi sá hins vegar viđ öllu mótspili Hrafns og hafđi sigur í afar skemmtilegri skák.

Ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Dagur Ragnarsson hafa marga hildi háđ viđ taflborđin í gegnum tíđina. Ţeir mćttust í spennandi skák í 7.umferđinni ţar sem Dagur hafđi betur eftir taktískan darrađardans. Ţeir misstu báđir af vćnlegum leiđum í skákinni. Degi yfirsást vinningsleiđ í ţessari stöđu:

20180201_211222-747x1024

Í stađ 35…Rg5! og svartur hefur auđunniđ tafl ţá lék Dagur 35…Rh6 og skyndilega, eftir uppskipti á g6, var ţađ Vignir Vatnar sem átti skemmtilega leiđ til ađ snúa taflinu sér í vil:

20180201_223415-747x1024

Ţó Guđsmenn kćri sig sjaldnast um ađ vera settir út í horn ţá hefđi ţessi tiltekni biskup betur fórnađ sér í horniđ ţví eftir 37.Bh8!! hefđi opnast hrađbraut fyrir hennar hátign ađ ćđsta presti svarts. Vignir missti af ţessum möguleika og Dagur slapp ţví fyrir horn og gat haldiđ áfram óáreittur ađ ţrengja ađ Vigni á kóngsvćngnum. Dagur vann skákina ađ lokum og er nú kominn í röđ nćstefstu manna međ 5 vinninga.

Engin skák sveiflađist meira en viđureign Einars Valdimarssonar og Lenku Ptacnikovu. Reyk lagđi frá skákreiknum ţegar ţeir hömuđust viđ ađ meta stöđuna eftir hvern leik. Einar sem hafđi hvítt var ítrekađ hársbreidd frá ţví ađ máta Lenku en alltaf fann Lenka leik til ađ halda taflinu gangandi. Skákin ţróađist á ţann veg ađ Einar fékk mun betra, var svo međ unniđ, ţá aftur jafnt, aftur unniđ á Einar, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Einar, kolunniđ á Einar, nćstum ţví mát, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Einar, kolunniđ á Einar, jafnt, betra á Einar, betra á Lenku, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Lenku, kolunniđ á Lenku og loks 0-1. Upplifun áhorfenda var svipuđ ţví ađ fylgjast međ borđtenniskúlu Forrest Gump; umtalsverđ hćtta á svimaköstum.

Ţađ var gott ađ grípa í kökurnar hjá Birnu á milli leikja í skák Einars og Lenku ţví međ tóman maga var ógjörningur ađ átta sig á hvađ var ađ gerast.

Stefán Bergsson er sem fyrr segir efstur međ 7 vinninga og nćgir honum eitt jafntefli til ţess ađ tryggja sér sigur í mótinu. Hvorki fleiri né fćrri en níu skákmenn sitja í 2.sćti međ 5 vinninga og ţurfa ţeir ađ stóla á ađ Stefán misstígi sig í síđustu tveimur skákunum. Ţađ kemur í hlut Braga ađ takast á viđ ţá snúnu áskorun ađ setjast gegnt Stefáni Bergssyni í 8.umferđ.

Ađ lokinni 7.umferđ Skákţings Reykjavíkur liggur ljóst fyrir ađ mótiđ hefur alla burđi til ţess ađ skipa veigamikinn sess í skáksögubókunum. Ef sögukennarinn ađ norđan, Stefán Bergsson, heldur uppteknum hćtti í lokaumferđunum tveimur verđur mótsins ekki einungis getiđ í sögubókum heldur fćr ţađ sérstakan kapítula.

Skákáhugamenn munu vafalítiđ sitja á sćtisbrúnunum á sunnudag er stund sannleikans rennur upp. Ţá mćtast Stefán og Bragi og fer klukkan í gang klukkan 13:00. Muniđ ađ spenna sćtisólar.

Allir nánari upplýsingar um úrslit og stöđu, sem og innslegnar skákir, má nálgast á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst 12. febrúar međ keppni 1.-3. bekkjar

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12 mánudaginn 12. febrúar kl. 16.30 međ keppni 1.-3. bekkja. Mótiđ er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verđur skipt í ţrennt ađ ţessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.

Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram viku seinna, mánudaginn 19. febrúar.

Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bćtast 3 sekúndur viđ eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar eru hvattir til ţess ađ senda skáksveitir í mótiđ. Engar takmarkanir eru á fjölda skáksveita og er skáksveitum hvers skóla styrkleikarađađ međ bókstöfum (a-sveit, b-sveit, c-sveit og svo framvegis). Í hverri skáksveit tefla 4 keppendur og má hver sveit hafa 0-2 varamenn. Keppanda er heimilt ađ tefla í eldri flokki en aldur hans segir til um, en ţó má einungis tefla í einum flokki (sem dćmi ţá má keppandi í 3.bekk tefla í flokki 4.-7.bekkjar, en hann getur ţá ekki teflt í flokki 1.-3.bekkjar). Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla og er ćskilegt ađ hver liđsstjóri stýri ekki fleiri en ţremur liđum.

Dagskrá keppninnar:

  • Mánudagur 12.febrúar kl.16:30-19:00; 1.-3.bekkur.
  • Mánudagur 19.febrúar kl.16:30-19:00; 4.-7.bekkur.
  • Mánudagur 19.febrúar kl.19:30-22:00; 8.-10.bekkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í hverjum flokki. Einnig fćr efsta stúlknasveit hvers flokks verđlaun.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má í gula kassanum á skak.is. Skráningu í  mót 1.-3.bekkjar lýkur sunnudaginn 11.febrúar klukkan 21:00. Skráningu í hin tvö mótin lýkur sunnudaginn 18.febrúar klukkan 21:00. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ. Hér má fylgjast međ skráningunni.


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - minningarmót um Bobby Fischer hefst 6. mars

reyop-2017_banner (2)

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2018 fer fram í Hörpu dagana 6.-14. mars nk. Mótiđ ađ ţessu sinni er einnig minningarmót um Bobby Fischer en 9. mars nk. verđa 75 ár liđin frá fćđingu ellefta heimsmeistarans í skák.

Adalheadermynd

Í tilefni ţess verđur mótiđ einkar veglegt í ár. Ber ţar hćst ađ ţann 9. mars verđur frídagur á sjálfu mótinu og verđur ţá teflt Fischer-slembi skákmót sem verđur jafnframt fyrsta slíka Evrópumótiđ. Flestir sterkustu skákmenn sjálfs Reykjavíkurmótsins ćtla einnig ađ taka ţátt í ţví. Manngangurinn er sá sami en mögulegar upphafsstöđur eru 960. Jafnframt verđur sýning til heiđurs Fischer í Hörpu, hádegisfyrirlestrar tileinkađir meistaranum og bođiđ upp á ferđir ţar sem slóđir honum tengdar sýndar. Upplýsingar um sérviđburđi má finna hér.

eljanov

Um 200 keppendur eru ţegar skráđir til leiks á mótiđ og ţar af um 25 stórmeistarar. Ţeirra stigahćstur er úkraínski ofurstórmeistarinn Pavel Eljavov sem hefur 2711 skákstig.  Međal annarra keppenda má nefna Gata Kamsky fyrrum áskorenda Karpovs um heimsmeistaratitilinn, Indverjann sterka Baskaran Adhiban. Fyrrum sigurvegarar láta sig ekki vanta má ţar nefna Indverjann Abhijeet Gupta og Hollendinginn Erwin L´Ami.  

Unuk_Laura_(30795499911)

Kvennahersveitin svipa međal annars Sabina-Francesca Foisor, sem var bandarískur meistari í hitteđfyrra og löndu hennar Tatev Abrahamyan og Alinu L´Ami eiginkonu Erwins. Laura Unuk, frá Slóvakíu, heimsmeistari stúlkna undir 18 er međal keppenda.

68877 (1)

Ávallt hefur veriđ lögđ á undrabörn og er ţar engin undantekning núna.  Yngsti stórmeistari heims, Nodirbek Abdusattorv frá Úsbekistan teflir í fyrsta sinn. Hann er nćstyngsti stórmeistari skáksögunnar. Ađeins Sergei Karjakin, síđasti áskorendi Magnúsar Carlsen, hefur orđiđ stórmeistari yngri. Indversku undradrengirnir Pragganandhaa og Nihal Sarin, sem slógu eftirminnilega í gegn í fyrra, eru međal keppenda aftur í ár.  Sá fyrrnefndi hefur möguleika á ađ verđa yngsti stórmeistari skáksögunnar.

nihal-pragg

Enn er nokkur spennandi bođ útistandandi og á eiga mótshaldarar von á ţví ađ afar spennandi keppendur bćtist viđ á keppendalistann á komandi vikum.

HannesThrosturTh-96 

Heimavarnarliđ íslenskra stórmeistara skipa sem stendur Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson. Án efa á eftir fjölga í ţeim hópi enda taka iđulega nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins ţátt í Reykjavíkurskákmótinu.

1964-Reykjavíkurmótiđ-1024x695

Mótiđ er afar mikilvćgt fyrir íslenskt skáklíf og hefur veriđ flaggskip ţess síđan framsýnir menn héldu fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ í Lídó áriđ 1964. Mótiđ er afar vinsćlt og hátt skrifađ út í hinum stóra heimi og hefur síđustu ár lent í 2.-4. sćti yfir besta opna skákmót heims í vali atvinnuskákmanna.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţátttökugjöld má finna hér. Athugiđ ađ Íslendingar fá evruna á 100 kr., ţ.e. hćgt er ađ margfalda evruţátttökugjöldin međ 100 kr. og leggja inn á 101-26-12763, kt. 580269-5409. Hćgt er ađ senda fyrirspurnir um ţátttökugjöld í netfangiđ gunnar@skaksamband.is

Heimasíđa mótsins

 


Aronian sigurvegari í Gíbraltar eftir úrslitakeppni

426428.4a0c1c75.630x354o.2c47096d3bf3

Armeninn Levon Aronian (2797) sigrađi á alţjóđlega mótinu í Gíbraltar sem lauk í í gćr. Pia Cramling, sem er 54 ára, kom sá á sigrađi í kvennaflokki, og sló viđ mörgum mun yngri og stigahćrri skákkonum. 

Sjö skákmenn komu jafnir í mark á mótinu međ 7,5 vinninga. Reglur mótsins eru ţannig ađ fjórir hćstir efstir stigaútreikning mundu ţá keppa til úrslita međ styttri umhugsunartíma. Ţar voru á ferđinni auk Aronian ţeir Nakamura (2781), Rapport (2700) og MVL (2793). Aronian vann Rapport í undanúrslitum og svo MVL í úrslitum.

Mynd: Maria Emelianova/Chess.com 

Nánar á Chess.com.


Guđmundur sigrađi á alţjóđlegu móti í Brasilíu

Guđmundur Kjartansson (2438) sigrađi á alţjóđulegu móti sem er nýlokiđ í Florianpolis í Brasilíu. Guđmundur hlaut 6˝ í 9 skákum. Gummi var stigahćstur keppenda. Frammistađan samsvarađi 2400 skákstigum og lćkkar hann um 3 stig.

Guđmundur heldur nú til Úrugvć ţar sem hann teflir í alţjóđlegu móti sem hefst í dag.

Nánar á Chess-Results.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 161
  • Frá upphafi: 8778695

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband