Leita í fréttum mbl.is

SŢR #7: Ekkert fćr Stefán Bergsson stöđvađ

IMG_9712

Akreyríski aflraunamađurinn, Stefán Steingrímur Bergsson, mćtti til leiks vopnađur mannganginum og eigin hugviti gegn FIDE-meistaranum Sigurbirni Björnssyni. Stefán lagđi til hliđar ćsilega sóknartilburđi og ţróttmiklar fórnir, sem hafa veriđ hans ađalsmerki í gegnum tíđina, en greip ţess í stađ til fíngerđra peđsleikja og nákvćmra hrókaflutninga um gjörvallt taflborđiđ. Stefán herti tökin jafnt og ţétt í endataflinu ţar til stađa Sigurbjörns var orđin erfiđ viđfangs. Erfitt er ađ benda á hvar Sigurbjörn fór út af sporinu enda má segja ađ tćkni Stefáns í hróksendataflinu hafi dađrađ viđ fullkomnun. Húsfyllirinn Stefán Bergsson er langefstur međ tveggja vinninga forskot á keppinauta sína ţegar tveimur umferđum er ólokiđ. Fćr eitthvađ stöđvađ KA-manninn?

Bragi Ţorfinnsson fann loks reitina sína aftur eftir nokkuđ brokkgenga taflmennsku til ţessa. Bragi stýrđi hvítu mönnunum gegn Hrafni Loftssyni og einkenndust flestir leikir Braga af árćđni og ásetningi. Snemma tafls sótti á Braga mikil fórnsótt sem áhorfendum ţótti óvíst ađ ćtti sér lćkningu. Bragi sá lengra en ađrir og mundađi sleggjuna í 19.leik sem skildi eftir djúpa dćld í miđborđinu:

20180201_210710

Bragi Ţorfinnsson lék 19.d4!! og áhorfendur tóku andköf.

Hrafn kallar ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ erfiđum varnarleik og honum lánađist ađ ţvćlast fyrir Braga og búa til möguleika á ţráskák međ ţví ađ opna tafliđ. Bragi sá hins vegar viđ öllu mótspili Hrafns og hafđi sigur í afar skemmtilegri skák.

Ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Dagur Ragnarsson hafa marga hildi háđ viđ taflborđin í gegnum tíđina. Ţeir mćttust í spennandi skák í 7.umferđinni ţar sem Dagur hafđi betur eftir taktískan darrađardans. Ţeir misstu báđir af vćnlegum leiđum í skákinni. Degi yfirsást vinningsleiđ í ţessari stöđu:

20180201_211222-747x1024

Í stađ 35…Rg5! og svartur hefur auđunniđ tafl ţá lék Dagur 35…Rh6 og skyndilega, eftir uppskipti á g6, var ţađ Vignir Vatnar sem átti skemmtilega leiđ til ađ snúa taflinu sér í vil:

20180201_223415-747x1024

Ţó Guđsmenn kćri sig sjaldnast um ađ vera settir út í horn ţá hefđi ţessi tiltekni biskup betur fórnađ sér í horniđ ţví eftir 37.Bh8!! hefđi opnast hrađbraut fyrir hennar hátign ađ ćđsta presti svarts. Vignir missti af ţessum möguleika og Dagur slapp ţví fyrir horn og gat haldiđ áfram óáreittur ađ ţrengja ađ Vigni á kóngsvćngnum. Dagur vann skákina ađ lokum og er nú kominn í röđ nćstefstu manna međ 5 vinninga.

Engin skák sveiflađist meira en viđureign Einars Valdimarssonar og Lenku Ptacnikovu. Reyk lagđi frá skákreiknum ţegar ţeir hömuđust viđ ađ meta stöđuna eftir hvern leik. Einar sem hafđi hvítt var ítrekađ hársbreidd frá ţví ađ máta Lenku en alltaf fann Lenka leik til ađ halda taflinu gangandi. Skákin ţróađist á ţann veg ađ Einar fékk mun betra, var svo međ unniđ, ţá aftur jafnt, aftur unniđ á Einar, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Einar, kolunniđ á Einar, nćstum ţví mát, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Einar, kolunniđ á Einar, jafnt, betra á Einar, betra á Lenku, jafnt, betra á Lenku, unniđ á Lenku, kolunniđ á Lenku og loks 0-1. Upplifun áhorfenda var svipuđ ţví ađ fylgjast međ borđtenniskúlu Forrest Gump; umtalsverđ hćtta á svimaköstum.

Ţađ var gott ađ grípa í kökurnar hjá Birnu á milli leikja í skák Einars og Lenku ţví međ tóman maga var ógjörningur ađ átta sig á hvađ var ađ gerast.

Stefán Bergsson er sem fyrr segir efstur međ 7 vinninga og nćgir honum eitt jafntefli til ţess ađ tryggja sér sigur í mótinu. Hvorki fleiri né fćrri en níu skákmenn sitja í 2.sćti međ 5 vinninga og ţurfa ţeir ađ stóla á ađ Stefán misstígi sig í síđustu tveimur skákunum. Ţađ kemur í hlut Braga ađ takast á viđ ţá snúnu áskorun ađ setjast gegnt Stefáni Bergssyni í 8.umferđ.

Ađ lokinni 7.umferđ Skákţings Reykjavíkur liggur ljóst fyrir ađ mótiđ hefur alla burđi til ţess ađ skipa veigamikinn sess í skáksögubókunum. Ef sögukennarinn ađ norđan, Stefán Bergsson, heldur uppteknum hćtti í lokaumferđunum tveimur verđur mótsins ekki einungis getiđ í sögubókum heldur fćr ţađ sérstakan kapítula.

Skákáhugamenn munu vafalítiđ sitja á sćtisbrúnunum á sunnudag er stund sannleikans rennur upp. Ţá mćtast Stefán og Bragi og fer klukkan í gang klukkan 13:00. Muniđ ađ spenna sćtisólar.

Allir nánari upplýsingar um úrslit og stöđu, sem og innslegnar skákir, má nálgast á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband