Leita í fréttum mbl.is

SŢR #8: Akureyrarhrađlestin út af sporinu

20180204_175744

Áttunda umferđ Skákţings Reykjavíkur var tefld í gćr og var andrúmsloftiđ ţrungiđ spennu. Er upp var stađiđ mátti sjá ummerki um blóđugar orrustur og drýgđar hetjudáđir. Akureyrarhrađlestin fór út af sporinu, unga fólkiđ lét til sín taka og spennan á toppnum er magnţrungin fyrir lokaumferđina sem tefld verđur á miđvikudagskvöld.

Skákheimur hefur stađiđ á öndinni yfir framgöngu Stefáns Bergssonar ađ undanförnu og hafa hvatningarskeyti borist honum víđa ađ, enda fáheyrt ađ skákmađur sem er fjórtándi í stigaröđinni vinni sjö fyrstu skákir sínar. Margir fylgdust ţví spenntir međ er Stefán (2093) stýrđi svörtu mönnunum gegn Braga Ţorfinnssyni (2426) í 8.umferđinni í gćr. Til ađ gera langa sögu stutta ţá fór Akureyrarhrađlestin, međ Stefán Bergsson viđ stýriđ, út af sporinu eftir viđburđaríka ferđ um sprengjusvćđi Kóngs-Indverjans. Bragi kunni betri skil á byrjuninni og fékk snemma unniđ tafl sem hann nýtti sér til ađ innbyrđa sigur. Bragi hefur vaxiđ ásmegin eftir ţví sem liđiđ hefur á Skákţingiđ og hefur hann nú unniđ fjórar síđustu tefldar skákir sínar. Hann situr ţví í 2.sćti međ 6 vinninga og eygir enn von um ađ verđa Reykjavíkurmeistari í annađ skipti á ferlinum.

Jafnir Braga í 2.sćti eru Hilmir Freyr Heimisson og Dagur Ragnarsson sem báđir unnu međ hvítu í dag. Hilmir Freyr (2136) vann Lenku Ptacnikovu (2218) og Dagur (2332) lagđi Braga Halldórsson (2082). Stefán Bergsson trónir hins vegar enn á toppnum međ 7 vinninga og nćgir jafntefli í lokaumferđinni.

Af öđrum úrslitum bar hćst sigur Benedikts Ţórissonar (1143) á Óskari Long Einarssyni (1785) en á ţeim munar 642 skákstigum. Benedikt hefur sýnt miklar framfarir ađ undanförnu og rýkur hann upp stigalistann ţessa mánuđina. Björn Hólm Birkisson (2084) gerđi einnig vel er hann náđi jafntefli gegn alţjóđlega meistaranum Einari Hjalta Jenssyni (2336).

Níunda og síđasta umferđ Skákţingsins verđur tefld á miđvikudagskvöld og verđa klukkur settar í gang klukkan 19:30. Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ líta viđ í skáksalinn til ađ fá spennuna beint í ćđ og skeggrćđa stöđur og gang mála. Í lokaumferđinni mćtast í ćsilegri toppbaráttu:

  • Stefán Bergsson – Dagur Ragnarsson
  • Hilmir Freyr Heimisson – Bragi Ţorfinnsson

Nánari upplýsingar um úrslit og stöđu Skákţingsins, sem og ađgengi ađ skákum, má finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 8766240

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband