Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Guđmundur vann í fjórđu umferđ

Guđmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2365) vann Englendinginn Adri Pickersgill (2043) í fjórđu umferđ Hastings-mótsins, sem fór í gćr. Guđmundur hefur tvo vinninga.  Í fimmtu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Guđmundur viđ enska skákmanninn Richard Almond (2126).

Efstir međ 3,5 vinning eru stórmeistararnir Gawain Jones (2540), Englandi, Igor Kurnosov (2602), Rússlandi, og Valeriy Neverov (2560), Úkraínu.

Rúmlega 100 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu og ţar af 13 stórmeistarar.   Guđmundur er u.ţ.b. nr. 60 í stigaröđinni.  

Heimasíđa mótsins


Gleđilegt ár!

Gleđilegt ár!Ritstjóri óskar skák- og skákáhugamönnum gleđilegs árs.  Ţakka samstarfiđ á árinu sem er líđa og hlakka til skákársins 2009 sem vonandi verđur skákinni gćfuríkt.

 

 


Jón Viktor sigrađi í Reggio Emila

Jón Viktor ađ tafli í BelgradJón Viktor Gunnarsson (2463) sigrađi  ítalska FIDE-meistarann Luca Barillo (2202) í fimmtu umferđ b-flokks Reggio Emila-mótsins, sem fram fór í dag á Ítalíu.  Björn Ţorfinnsson (2408) gerđi hins vegar stutt jafntefli viđ  ungverska alţjóđlega meistarann Miklos Galyas (2454).   Björn hefur 4 vinninga og er efstur í flokknum en Jón hefur 3 vinninga.

Ekki er enn öllum skákum lokiđ í a-flokki en ţar var ungverski stórmeistarinn Zoltan Almasi (2663) efstur fyrir umferđina međ fullt hús en situr enn ađ tafli gegn Rússanum Alexei Dreev (2670).  Kínverjinn Ni Hua (2710) hefur 4 vinninga ađ loknum fimm skákum og Ţjóđverjinn Jan Gustafsson (2634) er ţriđji međ 3 vinninga.

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Björn viđ ítalska FIDE-meistarann Andrea Cocchi (2305) og Jón viđ ítalska FIDE-meistarann Marco Colvi (2343).

B-flokkurinn er áfangamót ţar sem Björn er ađ gera atlögu ađ lokaáfanganum ađ alţjóđlegum meistaratitli en til ţess ţarf 6 vininninga í 9 skákum.  Jón Viktor er hins einn ţriggja alţjóđlegra meistara. 

Skákirnar eru sýndar beint á netinu og skákir morgundagsins hefjast kl. 14:30.


Björn Ívar og Ólafur Freyr Tvískákmeistarar Vestmannaeyja

Í gćrkvöldi fór fram Tvískákmeistaramót Vestmannaeyja 2008.  Sex liđ mćttu til leiks og snerist keppnin fljótlega upp í einvígi milli tveggja liđa, annars vegar Björns Ívars Karlssonar/Ólafs Freys Ólafssonar og Dađa Steins Jónssonar/Kristófers Gautasonar og eftir ađ mótinu lauk kom í ljós ađ bćđi ţessi liđ stóđu uppi međ 9 vinninga af 10 mögulegum.

Ţá var tefldur bráđabani tvćr skákir milli ţessara liđa og enn var jafnt 1-1 og var ţá brugđiđ á ţađ ráđ ađ tefla eina skák milli liđanna og dregiđ um mótherja og lit.  Fóru ţá leikar ţannig ađ Björn Ívar og Ólafur Freyr sigruđu og urđu ţar međ Tvískákmeistarar Vestmannaeyja 2008.

 


Volcano skákmót í Eyjum

Á gamlársdag fer fram skákmót á Volcano Café í Vestmannaeyjum og hefst ţađ kl. 13:00.  Allir eru velkomnir ađ taka ţátt og verđa fjölbreytt verđlaun. 

Verđlaun:
Fullorđinsflokkur
1 verđlaun 15.000 kr.
2 verđlaun gjafabréf frá Volcano Café kr. 2.500
3 verđlaun gjafabréf frá Volcano Café kr. 1.500

Yngri flokkar
Gjafabréf frá Volcano Café kr. 2.500, 1.500 og 1.000,-.

Reiknađ er međ ađ teflt verđi í einum opnum flokki en verđlaunum skipt eftir aldri.

Í kvöld ţriđjudag er svo hiđ geysiskemmtilega Tvískákmeistaramót Vestmannaeyja og hefst ţađ kl. 19:30 í Skáksetrinu ađ Heiđarvegi 9.


Sveinn Ingi og Gunnar Freyr Víkingaskákmeistarar

Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák og Víkingaskák, sem einnig var jólamót klúbbsins var haldiđ 30. desember í húsnćđi Skáksambandi Íslands.  Mótin voru tvö, ţađ er Meistaramótiđ í Víkingaskák og Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák.

Meistaramótiđ í Víkingaskák.

1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 4.5 af 5
1-2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5
3. Halldór Ólafsson 3
4. Ólafur Guđmundsson 2
5. Stefán Ţór Sigurjónsson 1
6. Víkingur Víkingsson (skotta) 0

Gunnar Fr. Rúnarsson og Sveinn Ingi skiptu á milli sín meistaratitlinum áriđ 2008.  Hvor keppandi hafđi sjö mínútur á hverja skák.

Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák

1.  Tómas Björnsson 8 vinn af 10
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7
3. Stefán Ţór Sigurjónsson 6.5
4-5 Haraldur Baldursson 3
4-5 Sigurđur Ingason 3
6. Sveinn Ingi Sveinsson 1.5

Tómas Björnsson sigrađi eftir snarpa taflmennsku og er skákmeistari Víkingaklúbbsins áriđ 2008.  Gunnar Fr. Rúnarsson var hins vegar efstur í tvíkeppni klúbbsins, en ţrír keppendur kepptu á báđum mótunum, ţeir Gunnar Fr, Sveinn Ingi og Stefán Ţór. Hvor keppandi hafđi fimm mínútur á hverja skák.

Guđmundur tapađi í ţriđju umferđ

Guđmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2365) tapađi fyrir frönsku skákkonunni Christine Flear (2103) í ţriđju umferđ Hastings-mótsins, sem fram fór í dag.  Guđmundur hefur einn vinning.  Í fjórđu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ Englendinginn Adri Pickersgill (2043).

Enski stórmeistarinn Gawain Jones (2543) er efstur međ fullt hús en eins og öllum skákáhugamönnum er kunnugt um mátti hann ţakka fyrir ađ ná jafntefli gegn Birni Ţorfinnsson og Gunnari Björnssoni fyrr á árinu.

Rúmlega 100 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu og ţar af 13 stórmeistarar.   Guđmundur er u.ţ.b. nr. 60 í stigaröđinni.  

Heimasíđa mótsins


Björn og Jón Viktor sigruđu í fjórđu umferđ

Jón ViktorBjörn Ţorfinnsson (2408) og Jón Viktor Gunnarsson (2463) sigruđu báđir í fjórđu umferđ b-flokks Reggia Emilo-mótsins sem fram fór í dag. Björn er nú efstur međ 3,5 vinning en Jón Viktor hefur 2 vinninga.    

Ungverski stórmeistarinn Zoltan Almasi (2663) er efstur í a-flokki međ 4 vinninga og kínverski stórmeistarinn Ni Hua (2710) er annar međ 3,5 vinning. Stórmeistararnir Alexei Dreev (2670), Rússlandi og Jan Gustafsson (2634), Ţýskalandi, eru í 3.-4. sćti međ 2,5 vinning. 

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Björn viđ, ungverska alţjóđlega meistarann Miklos Galyas (2454) og Jón Viktor viđ ítalska FIDE-meistarann Luca Barillo (2202).

B-flokkurinn er áfangamót ţar sem Björn er ađ gera atlögu ađ lokaáfanganum ađ alţjóđlegum meistaratitli en til ţess ţarf 6 vininninga í 9 skákum.  Jón Viktor er hins einn ţriggja alţjóđlegra meistara.  Skákirnar eru sýndar beint á netinu og skákir morgundagsins hefjast kl. 12:30.

Skákstyrktarsjóđur stofnađur í Kópavogi

Gunnar I. Birgisson, bćjarstjóri í Kópavogi, og Ómar Stefánsson, formađur bćjarráđs, undirrituđu í morgun fyrir hönd Kópavogsbćjar stofnskjal Skákstyrktarsjóđs Kópavogs ásamt fulltrúum Taflfélags Kópavogs, ţeim Hlíđari Ţór Hreinssyni og Haraldi Baldurssyni.  

Tilgangur sjóđsins er ađ efla skákiđkun barna og unglinga í bćnum og styrkja efnilega skákmenn 20 ára og yngri sem búsettir eru í Kópavogi.  

Stofnfélagar eru Kópavogsbćr og Taflfélag Kópavogs. Sjóđsstjórn skipa einn fulltrúi frá Kópavogsbć og tveir fulltrúar Taflfélagsins og skal annar ţeirra vera formađur. Dagleg umsjón sjóđsins og fjárvarsla er í höndum BYR.  

Grunnstofnframlag sjóđsins er söluandvirđi fasteignarinnar Hamraborg 5, 3. hćđ, sem er eign Taflfélags Kópavogs og Kópavogsbćjar, ađ frádregnum kostnađi viđ söluna. Stofnfélögum og öđrum velunnurum er frjálst ađ styrkja sjóđinn međ fjárframlögum. 

Allt ađ 20 verkefni geta hlotiđ styrk í hvert sinn og verđa styrkupphćđir frá 10 ţúsund ađ 500 ţúsund krónum eftir eđli verkefna. Úthlutun fer fram tvisvar á ári, í mars og október, og verđur skilafrestur umsókna til 1. febrúar og 1. september ár hvert. Fyrsta úthlutunin er ráđgerđ í mars 2009.

Til úthlutunar á hverju ári koma 95% af tekjum sjóđsins áriđ á undan.


Lenka međ fjöltefli viđ MH

Föstudaginn 19. desember sl. fór fram fjöltefli sex skákmanna viđ tékknesku skákdrottninguna Lenku Ptacnikova. Til leiks mćttu sex skákmenn međ styrkleika skákmanns á kennarstofu Menntaskólans viđ Hamrahlíđ.

 

Grípum í frásögn Stefáns Eiríkssonar eins skákmannanna:

Eftir smásögu og inngang stjórnanda um ábyrgđ og skákgetu gerđu menn sér ljóst ađ sex karlmenn voru mćttir til leiks og spurđi Lenka ţá hvers vegna engin kona vćri viđstödd. Ţessi spurning kom stjórnanda í opna skjöldu og sagđi hann ađ klúbbarnir, sem hann hefđi haft samband hefđu ekki haft kvenmann í sínum röđum. Á kennarstofu MH er ţó mjög frambćrilegur skákmađur úr hópi kvenna.  Umrćđan fór svolítiđ ţá átt ađ rćđa um ţađ, hvers vegna kvenmenn tćku ekki ţátt í hinu og ţessu sem tengdist andlegum metnađi.

Stjórnandi hafđi veriđ menntaskóla- og fjölbrautaskólakennari um tíma og vissi vel ađ hann hafđi hitt fyrir kvenkyns nemendur sem hefđu auđveldlega getađ orđiđ toppvísindamenn hefđu ţćr kosiđ ađ velja sér frama sem tengdist mikiđ andlegum metnađi.

Rebekka á kaffistofunni blandađi sér í umrćđuna og minnti á ađ konur vćru oft mikils megnugar. Hún sá um ađ kaffi og kökur fylgdu međ fyrir ţátttakendur.Skákirnar voru skemmtilegar og eftir u.ţ.b. 90-100 mínútur höfđu fimm ţátttakenda  tapađ sinni skák gegn Lenku, en Jörundur Ţórđarson náđi jafntefli. Flestir gátu ţví fariđ ánćgđir heim međ ţá tilfinningu, ađ ţeir yrđu ađ gera betur í nćsta skipti.

Skákir tapast sennilega oft vegna einbeitingarskorts, en baráttan í skákinni er yfirleitt um miđbik og miđborđ og leikjaröđ er ţví  kritísk.

Stjórnandi vill ţakka Lenku fyrir ađ bregđast svo skjótt og jákvćtt viđ beiđni hans um ađ halda fjöltefli og er ţetta í ţriđja sinn sem hann hefur sett fram ţá beiđni.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8779283

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband