Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Jan Timman aftur til Wijk aan Zee

Jan Timman í Wijk aan ZeeJan Timman og Max Euwe eru ţeir stórmeistarar Hollendinga sem lengst hafa náđ. Euwe varđ heimsmeistari áriđ 1935 og eftir ţví sem árin liđu dró hann úr ţátttöku á skákmótum og varđ ađ lokum forseti FIDE á miklu umbrotatímabili frá 1970-´78. Um svipađ leyti tók Timman viđ kyndlinum sem fremsti skákmađur Hollendinga. Hann er nú 62 ára gamall og hin síđari ár hefur hann stundum skort úthald á sterkum mótum og hvergi hefur ţađ komiđ betur fram en í hinni hörđu keppni A-flokks Wijk aan Zee-mótanna. Fyrir tveim árum var Timman ákaft fagnađ í Wijk ţegar hann tók sćti í B-stórmeistaraflokki og í ár lét hann sig hafa ţađ ađ tefla ţar aftur. Eftir ţrjár umferđir var hann međ einn vinning en ţá var eins og birti til og hann vann hverja skákina á fćtur annarri međ stórskemmtilegri taflmennsku. Ţegar ţetta er ritađ er hann í 3. sćti međ 7 vinninga af 10 mögulegum, ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. Ţetta ţykja ekki minni tíđindi í Hollandi en úrslitin í A-flokki ţar sem flest hefur fariđ eftir bókinni og Levon Aronjan er efstur. Reynslumiklir skákmenn hafa ţađ oft fram yfir ţá yngri ađ getiđ gripiđ til gamalla og „gleymdra" leikja eins og í eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferđ:

Etienne Goudriann - Jan Timman

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. O-O b6

Leikur sem sést sjaldan nú orđiđ en var í vopnabúri Keres, Spasskí og Friđriks Ólafssonar.

8. cxd5 exd5 9. Re5 He8

Góđ er einnig sú leiđ sem Friđrik valdi ađ leika 9. ... Bxc3 10. bxc3 Ba6 sbr. skák hans viđ Matera á Reykjavíkurskákmótinu 1976.

10. Re2 c4 11. Bc2 Bd6 12. b3 Dc7 13. Bb2 b5 14. Hc1 Rbd7 15. f4 Rb6

Svartur leitar fćra á drottningarvćngnum. Ţađ kemur aldrei til álita ađ taka á e5.

16. De1 a5 17. Dh4 Be7 18. f5 b4 19. Hf3 c3 20. Hg3 Re4!

20. .. cxb2 leiđir til jafnteflis eftir 21. hxg7+ Kxg7 22, Dg5+ Kf8 23. Dh6+ o.s.frv. Timman vill meira.

21. Dh5

Hótar máti í tveim leikjum, 22. Dxf7+ og 23. Dxg7. Svartur getur variđ f7-peđi međ ýmsum hćtti, 21. ... Bf6 lítur vel út en ţá kemur 22. Bxe4 dxe4 23. Rg4! og hvítur vinnur. Annar möguleiki er 21. ... Rd6 22. Hxg7+! Kxg7 23. f6+! Bxf6 24. Dxh7+ Kf8 25. Rg6+! fxg6 26. Dxc7 međ vinningsstöđu. Timman hittir á besta leikinn.

21. ... Bh4! 22. Bxe4 Bxg3 23. f6 h6! 24. Rxg3 Hxe5!

Aftur besti leikurinn en 24. ... dxe4 kom einnig til greina.

25. dxe5 dxe4 26. Hf1 cxb2 27. fxg7 Kxg7!

Hótunin var 28. Dxh6. Ţetta er besti varnarleikurinn.

28. Dh4 Rd5 29. Rh5 Kf8 30. Rf6 Rxf6 31. exf6 Ha6 32. Dxe4

Lítt stođar 32. Dxh6+ Ke8 og kóngurinn sleppur.

32. ...Be6 33. Hd1 Ke8 34. Db1 De5 35. Dh7 Hd6 36. Hxd6 Dxe3+ 37. Kf1 Df4+

- og hvítur gafst upp.

Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Ţegar ţrjár umferđir eru eftir af Skákţingi Reykjavíkur eru sigurstranglegustu keppendurnir ţeir Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson í efsta sćti međ 5 ˝ vinning af sex mögulegum. Allt getur gerst á lokasprettinum ţví ţrír ungir skákmenn sćkja hart ađ ţeim. Dagur Ragnarsson, Örn Leó Jóhannsson og Ţorvarđur Ólafsson eru í 3. - 5. sćti međ 5 vinninga. Í 6. - 8. sćti koma svo Davíđ Kjartansson, Loftur Baldvinsson og Júlíus Friđjónsson međ 4 ˝ v.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Teflt í námunda viđ Nćturvörđinn

Aronian og NakamuraTata Steel-mótiđ í Wijk aan Zee hófst um síđustu helgi. Litli strandbćrinn í grennd viđ Amsterdam hefur haldiđ ţessu móti úti í nćstum 80 ár og hollenskir skákáhugamenn flykkjast ţangađ bćđi til ađ tefla og fylgjast međ. Á mótinu í ár sakna menn hins nýbakađa heimsmeistara, Magnúsar Carlsen, sem sigrađi međ glćsibrag í fyrra og jafnađi í vinningum taliđ gamalt stađarmet Kasparovs frá 1999. Í efsta flokknum sem í eru 12 keppendur fór fram fjórđa umferđin á Rikjsmuseum í Amsterdam.

Tata Steel-keppendurFyrir umferđina stilltu keppendur sér upp til myndatöku viđ frćgasta málverk safnsins, Nćturvörđinn eftir Rembrandt. Undirrituđum fannst nú ađeins halla á skáklistina í samanburđi viđ snilldarverk gömlu meistaranna, a.m.k. ef tekin er til međferđar sigurskák Aronjans yfir Nakamura. Byrjunin tók ţekkta stefnu og Aronjan hafđi svo sem aldrei neitt nema örlítiđ betri stöđu ţar sem riddarinn átti alls kostar viđ biskupinn. Samt gat Nakamura haldiđ jafntefli en hann kiknađi undan pressunni:

Levon Aronjan _ Hikaru Nakamura

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d6 5. e4 O-O 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bh4 g5 10. Bg3 Rh6 11. c5 g4 12. Rh4 Rc6 13. cxd6 cxd6 14. dxe5 dxe5 15. Bc4 Kh8 16. Dxd8+ Hxd8 17. O-O Rd4 18. Had1

Allt hefur ţetta sést áđur, 11. leikur hvíts er dálítiđ erfiđur viđfangs og svartur situr uppi međ lakara endatafl ţar sem hann hefur enga vinningsmöguleika en jafnteflisfćri. Ţannig gerast kaupin á eyrinni í dag; međ góđri byrjunarţekkingu geta menn oft tryggt sér örlítiđ betri stöđu og teflt til sigurs án ţess ađ taka áhćttu.

18. ... Bxe6 Rxe6 20. f3 gxf3 21. gxf3 Hxd1 22. Hxd1 Hd8

Nakamura bauđ jafntefli eftir ţennan leik sem Aronjan hafnađi og taldi bođiđ klárt dćmi um vanmat á hćttum stöđunnar. Ţađ liggur í augum uppi ađ vinningsmöguleikar ef einhverjir eru liggja hjá Aronjan.

23. Hxd8 Rxd8 24. Bf2 a6 25. Kf1 Kg8 26. Ke2 Kf7 27. Be3 Ke6 28. Ra4 Bf8 29. Bxh6 Bxh6 30. Rc5+ Kf7 31. Kd3 Bf4 32. h3 Bg5 33. Rf5 Re6 34. Rxe6?

Enginn heimsmeistaraklassi yfir ţessum leik, eftir 44. Rxb7! Rf4+ 45. Kc4 Rxh3 36. b4 Rf4 37. a4 h5 38. b5 axb5 39. axb5 á hvítur ađ vinna.

34. ... Kxe6 35. Kc4 b6 36. a4 Bd2 37. b3 h5 38. b4 a5 39. bxa5 bxa5 40. Kb5

Riddarinn stendur vel ţar sem ekki verđur sótt ađ honum. Nakamura var ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik og stígur feilspor.

grmrsnvl.jpg40. ... Kd7??

Eftir 40. ... Kf7 er erfitt ađ sýna fram á vinning, t.d. 41. Rd6+ Kg6 42. Rc4 Be1 43. Rxa5? Kg5! og hvítur getur hćglega tapađ ţessari stöđu!

41. Rg7! h4 42. Rf5 Be1 43. Re3 Ke6 44. Rc4

- og svartur gafst upp.

1. Aronjan 3 v. 2.-5. Harikrishna, Giri, Karjakin og So 2 ˝ v. 6.-8. Dominguez, Caruana og Nakamura 2 v.

Ţrír efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Ţrír skákmenn eru efstir ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Sá sigurstranglegasti međal ţeirra er tvímćlalaust Jón Viktor Gunnarsson. Hann er međ fullt hús ásamt Ţorvarđi Ólafssyni og Einari Hjalta Jenssyni. Davíđ Kjartansson er enn í fjóra sćti eđ 3 ˝ vinning. Í fimmtu umferđ sem fram fer í dag, 19. janúar, tefla saman Einar Hjalti og Jón Viktor, Davíđ og Ţorvarđur. Tefldar verđa níu umferđir og er teflt tvisvar í viku á sunnudögum og miđvikudögum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Metţátttaka á mótum í Reykjavík og Kópavogi

Skákáriđ 2014 byrjar vel hér á landi hvađ ţátttöku varđar. Á 83. Skákţingi Reykjavíkur sem Björn Jónsson, formađur Taflfélags Reykjavíkur, setti sl. sunnudag eru keppendur 75 talsins og er ţađ mesta ţátttaka í 15 ár. Tefldar verđa níu umferđir og er teflt ţrisvar í viku. Fyrstu umferđirnar hafa ađ mestu fariđ eftir bókinni en međal ţeirra sem hlotiđ hafa 2 vinninga eru Jón Viktor Gunnarsson, Sigurbjörn Björnsson, Einar Hjalti Jensson, Davíđ Kjartansson, Lenka Ptacnikova og ungu ljónin Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson.


Vćntanlega fara línur ađ skýrast í nćstu umferđum. Myndarlega er ađ málum stađiđ hvađ varđar skrár tefldra skáka en ţćr hafa veriđ birtar degi eftir ađ umferđ lýkur.

Teflt vikulega á Nóa Síríus-mótinu

Jón Ţorvaldsson og félagar í GM Helli halda enn og aftur hiđ vinsćla vetrarmót sitt og er ţađ ađ ţessu sinni gert í samvinnu viđ Skákdeild Breiđabiks og ađalstyrktarađilann, Nóa Síríus. Jón Ţorvaldsson sem er ađalskipuleggjandi ţessa móts komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ fjölmargir öflugir skákmenn geta hugsađ sér ađ tefla eina kappskák á viku en eiga erfiđara međ fleiri umferđir. Tefld verđur ein umferđ á viku og nćstu sex fimmtudaga fer fram geysiöflugt mót í Stúkunni á Kópavogsvelli. Međal tćplega 70 ţátttakenda eru nokkrir sem einnig taka ţátt í Skákţingi Reykjavíkur en stigahćstu keppendurnir eru Stefán Kristjánsson, Karl Ţorsteins, Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Ţá eru ţarna skákmenn sem lítiđ hafa teflt undanfariđ og er ţátttaka ţeirra árangur af yfirlýstri stefnu GM Hellis ađ lađa slíka skákmenn aftur til keppni. Kvennalandsliđiđ í skák er ţarna líka og einnig margir af yngstu og efnilegustu skákmönnum ţjóđarinnar. Full ástćđa er til ađ óska ţeim Birni Jónssyni, formanni TR, og Jóni Ţorvaldssyni frá GM Helli til hamingju međ ţessi tvö glćsilegu skákmót.

Karpov ekki dauđur úr öllum ćđum

Ţessa helgi hefst í Wijk aan Zee í Hollandi eitt vinsćlasta og sterkasta mót ársins. Nýbakađur heimsmeistari Magnús Carlsen er ekki međal ţátttakenda og keppendur í A-flokknum verđa 12 talsins. Annar bćr í Hollandi, Groningen, getur líka státađ af merkri skákhefđ og um jólin var ţar haldin mikil skákhátíđ ţar sem međfram ýmsum öđrum viđburđum fór fram fjögurra skáka einvígi Anatolí Karpovs og Jan Timmans. Ţessir tveir hafa auđvitađ marga hildi háđ á löngum tíma og eins og oftast áđur hafđi Karpov betur og vann 2 ˝ : 1 ˝ . Tilţrifin voru gamalkunn eins og lokaskák einvígisins ber međ sér; Karpov eygđi smá veikleika á c6-reitnum og eftir ađ hann var lentur ţar ţjarmađi hann ađ andstćđingi sínum eftir öllum kúnstarinnar reglum:

Anatolí Karpov - Jan Timman

Drottnigarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 b5 6. cxb5 Bxb5 7. Bg2 Bb4 8. Bd2 a5 9. a3 Bxd2 10. Dxd2 Bc6 11. O-O Dc8 12. Dc2 Db7 13. Rbd2 O-O 14. Hfc1 Ha7 15. Ha2 Bd5 16. Hb2 d6 17. Re1 Bxg2 18. Rxg2 Rbd7

gcorrlks_1.jpg19. Dc6 Hb8 20. Hbc2 h6 21. Dxc7 Da6 22. Dc4 Dxc4 23. Hxc4 Rb6 24. Hc6 Re8 25. e4 Kf8 26. Re3 Ke7 27. d5 Kd7 28. dxe6+ fxe6 29. e5 d5 30. H6c5 Kd8 31. f4 Rd7 32. Hc6 Rc7 33. a4 Hb6 34. Hxb6 Rxb6 35. Hc6 Rd7 36. Rf3 Rb8 37. Rd4 Kd7 38. Hb6 Rba6 39. f5 Rc5 40. fxe6+ R5xe6 41. Hd6+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: 50 ár frá mögnuđu afreki

Fyrir sléttum 50 árum lauk á Henry Hudson-hótelinu í New York Skákţingi Bandaríkjanna, keppni sem hefur ţá sérstöđu međal átta sigra Bobby Fischers á bandaríska meistaramótinu 1957-´67 ađ hann hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum - 100% vinningshlutfall. Gćđi skáka Fischers, sem stóđ á tvítugu, voru ótvírćđ og mótherjarnir bestu skákmenn Bandaríkjanna, stórmeistarar á borđ viđ Samuel Reshevsky, Pal Benkö, Robert Byrne og Larry Evans. Nokkrar skákir rötuđu í hina frćgu bók „60 minnisverđar skákir" og viđ tökum tvö dćmi:

gr8rqj60.jpg- Sjá stöđumynd 1 -

Fischer - Benkö

Benkö hafđi vonast til ađ hrinda atlögu hvíts, hinum augljósa leik 19. e5 má nefnilega svara međ 19. ...f5! en nú kom ţrumuleikur:

19. Hf6!

Međ hugmyndinni 19. ... Bxf6 20. e5 og mátar.

Kg8 20. e5 h6 21. Re2!

- svartur gafst upp.

gr8rqj5s.jpg- Sjá stöđumynd 2 -

Robert Byrne - Fischer

Fischer hafđi fórnađ manni fyrir ţađ sem flestir áhorfendur töldu óljósar bćtur. Sumir töldu jafnvel ađ svarta stađan vćri töpuđ. En Fischer hafđi séđ lengra:

19. ... d4! 20. Rxd4 Bb7+ 21. Kf1 Dd7!

- og öllum á óvart gafst Byrne upp. Hann sá meginafbrigđi fléttunnar, 22. Df2 Dh3+ 23. Kg1 He1+!! 24. Hxe1 Bxd4 og vinnur.

Á ţessu ári 1964 stóđ Bobby Fischer á krossgötum á ferli sínum. Leiđirnar voru ekki allar greiđar. Hann hafđi ekki tekiđ ţátt í Piatigorski-mótinu í Santa Monica árinu áđur, arfur deilna um einvígi sem hann háđi viđ Reshevsky áriđ 1961 spratt ţar upp, ekki heldur á millisvćđamótinu í Amsterdam ţetta ár; áskorendamótiđ í Curacao ´62 hvíldi enn ţungt á honum, fjöltefla-túr hans um gervöll Bandaríkin varđ ađ fresta um nokkra mánuđi vegna morđsins á Kennedy forseta og á 21 árs afmćlinu sendi „Sámur frćndi" honum herkvađningu, en Fischer fór aldrei til Víetnam.

En sigurinn á meistaramótinu 1963-´64 hafđi gríđarleg áhrif á stöđu Fischers í skákheiminum. Ţađ er a.m.k. niđurstađa Kasparovs í bókaflokknum „Hinir miklu fyrirrennarar mínir". Gagnrýnendur áttu varla til orđ. Ţó skilađi Bent Larsen sératkvćđi: „Fischer var ađ tefla viđ börn," sagđi hann en sjö árum síđar tapađi hann 0:6 fyrir Fischer. Byrjanir Fischers á ţessu frćga meistaramóti voru fjölbreyttari en áđur, hann beitti meira ađ segja norska afbrigđi spćnska leiksins í eftirfarandi skák:

Bandaríska meistaramótiđ 1963-´64:

William Addison - Bobby Fischer

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5

Upphafsleikur norska afbrigđisins.

6. d4 exd4 7. Dxd4 Re7 8. c3 Rxb3 9. axb3 Bb7 10. Bf4 d5 11. e5 c5!

Snjall leikur sem leysir öll vandamál svarts, 12. Dxc5 er svarađ međ 12. ... Rf4 og drottningin á engan reit.

12. Dd3 Rg6 13. Bg3 Be7 14. Rbd2 Rf8 15. O-O Re6

Riddarinn er kjörinn til ađ skorđa e5-peđiđ. Nimzowitsch hefđi ekki gert ţetta betur.

16. Had1 g5! 17. h3 h5 18. Hfe1 Db6 19. Rf1 d4 20. R3d2

Gefur fullmikiđ eftir en eftir 20. cxd4 g4 21. d4 kemur 21. ... Hd8 o.s.frv.

20. ... g4 21. h4 Dc6 22. De4 O-O-O

Uppskipti á eigin forsendum!

23. Dxc6 Bxc6 24. c4 Kd7 25. Ha1 Ha8 26. Re4 Bxe4 27. Hxe4 Rg7 28. Rd2 Rf5 29. Hf4 Ke6

Kóngurinn tekur sćti riddarans. Svarta stađan teflir sig sjálf.

30. Re4 bxc4 31. bxc4 Hhb8 32. Ha2 Hb4 33. Rd2 Rxh4 34. Bxh4 Bxh4 35. He4 Bg5 36. f4 gxf3 37. Rxf3 Be3 38. Kh2 Hxc4

- og Addison gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Teflt á netinu

Mennirnir á bakviđ velgegni einvígisins 72, Hilmar og Guđmundur G. ásamt GuđnaTaliđ er ađ nálega milljarđur manns hafi fylgst međ eđa haft einhverja vitneskju um heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsens og Wisvanathans Anands í Indlandi á dögunum. Ţetta er býsna stór hluti mannkyns en tölurnar eru m.a. fengnar međ uppsöfnuđu áhorfi frá viđburđinum í Chennai. Norska ţjóđin sat sem límd fyrir framan skjáinn og hafi einhverjir haft áhyggjur af hćgu tempói skáklistarinnar er vert ađ minnast ţess ađ ţessi sama ţjóđ lét sér vel líka fremur tilbreytingasnauđar sjónvarpsútsendingar frá stafni skips sem sigldi á sex dögum um firđi Noregs sumariđ 2011. Ólíklegasta fólk fylgdist međ útsendingum einvígisins sem voru matreiddar međ snilldarlegum hćtti ţannig ađ allir gátu skiliđ hvar vinningsmöguleikar lágu, hversu öflugir leikirnir vćru, hverjir vćru helstu möguleikar o.s.frv.

Skákin hefur fyrir löngu markađ sér ákveđna stöđu innan hugbúnađargeirans og hefur ţá sérstöđu fram yfir langflestar keppnisgreinar ađ hćgt er ađ stunda hana á netinu. Í dag, sunnudaginn 29. desember, fer fram á ICC Íslandsmótiđ í netskák en ţar hefur hinn nýráđni hótelstjóri á Nesjavöllum, Davíđ Kjartansson, titil ađ verja. Mótiđ var haldiđ fyrst áriđ 1996. Tímamörk verđa 4-2.

Skákklúbbarnir á netinu eru býsna margir en ég hygg ađ ICC, sem stendur fyrir Internet chess club, hljóti ađ teljast vinsćlasta vefsvćđiđ. Ţangađ hafa annađ veifiđ vaniđ komur sínar allir sterkustu skákmenn heims. Vinsćlustu tímamörkin eru sennilega 3-0 og „bullet" sem er 1-0 sem ţýđir ein mínúta og enginn aukatími. Ţađ skemmtilega viđ taflmennsku á netinu er ađ heimskunnir stórmeistarar og afar öflugir skákmenn gefa oft kost á ţví ađ taka eina „bröndótta" viđ ýmsa ađra spámenn. Nýlega barst mér skák ţar sem „skákmeistari Rússlands 2012", landsliđsmađur sem háđi úrslitaeinvígiđ viđ Vladimir Kramnik í heimsbikarkeppni FIDE sl. sumar, tefldi viđ Hilmar Viggósson, kunnan skákmeistara sem átti fast sćti í sigursćlli sveit Landsbanka Íslands ţegar vinsćldir Skákkeppni stofnana risu sem hćst.

ICC 2009:

Hilmar Viggósson - Dmitry Andreikin

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. g3 Bb4 6. Bg2 Bxc3+ 7. bxc3 d6 8. 0-0 h6 9. d5 exd5 10. Rd4 c5 11. Rf5 Dd7 12. g4!

Vinnur h5-reitinn fyrir riddarann.

12.... Rxg4?!

Hćpiđ. Betra er 12.... O-O 13. cxd5 og ef 13.... Rxg4 ţá kemur 14. e4 Rf6 15. Bf4 međ góđum fćrum fyrir peđiđ.

13. Rxg7+ Kf8 14. Rh5 Hg8 15. Kh1 dxc4 16. e4 Rc6 17. h3 Rge5 18. Rf6 De6. 19. Rxg8 Kxg8 20. Hg1 Kh7 21. f4 Rd3 22. Be3 Hg8 23. Dh5 Re7 24. f5 Df6 25. Haf1 Hxg2?

Lítur ágćtlega út en ýmsir rólegir leikir voru betri ţar sem svarta stađan er býsna traust.

26. Kxg2 Bxe4+ 27. Kh2 Rxf5

g4irpt0m.jpg- Stöđumynd -

Svartur hefur fjögur peđ fyrir annan liđsmun. Kóngsstađan er viđsjárverđ og riddarar svarts eru hćttulegir. Nú eru góđ ráđ dýr.

28. Bxh6!

Ekki eins dýr og ţér haldiđ! Ţessi biskupfórn splundrar kóngsstöđu svarts. En Hilmar varđ ađ hafa séđ fyrir 30. leikinn.

28.... Dxh6 29. Dxf7+ Rg7 30. Hxg7+! Dxg7 31. Dh5+ Dh6 32. Hf7+ Kg8 33. Dxh6 Kxf7 34. Dxd6 b5 35. Dd7+ Kf6 36. Dd8+ Ke5 37. Kg3 b4 38. Dh8+

- og svartur gafst upp. Eftir 38.... Kd5 kemur 39. Dg8+ og 40. Dxc4. Skemmtilega skák en tímamörk voru 3-0.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 29. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar nýtti sér "leikbragđ Kasparovs"

Hannes og Guđmundur í Kosta RíkaEftir Evrópumót landsliđa í Varsjá á dögunum héldu tveir liđsmenn Íslands, ţeir Guđmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson, rakleiđis til Kosta Ríka međ stuttri viđkomu í New York. Sá fyrrnefndi hefur tekiđ miklu ástfóstri viđ hinn latneska heim Suđur-Ameríku og varla nema ár síđan hann sneri ţađan eftir góđa frammistöđu á fjölmörgum opnum mótum. Ţeir félagar hófu ferđalagiđ međ ţví ađ taka sćti í sitt hvoru liđinu í úrvalsdeild Kosta Ríka og ţar hlaut Hannes 8˝ vinning úr 9 skákum á 2. borđi fyrir klúbb sem ber nafniđ Mega Super en Guđmundur tefldi fyrir Pashion Ajedrez og hlaut 5˝ vinning af 9 mögulegum á 1. borđi.

Strax á eftir tóku ţeir svo ţátt í opnu móti í Kosta Ríka međ 62 ţátttakendum. Hannes, sem var eini keppandinn yfir 2.500 elo-stigum, sigrađi hlaut 7˝ vinning af átta mögulegum. Hann náđi ađ vinna helstu keppinauta sína og ţá sem nćstir komu ađ vinningum ţ.e.a.s. Guđmund og Danann Allan Rasmussen sem urđu í 2.-3. sćti međ 6˝ vinning hvor. Ţátttöku Hannesar og Guđmundar á skákmótum í ţessum heimshluta er hvergi nćrri lokiđ, Guđmundur hyggur á ţátttöku á móti i Kólumbíu sem hefst fljótlega og Hannes mun vćntanlega vera međ á móti í Nikaragúa sem hefst hinn 26. desember nk.

Í eftirfarandi sigurskák Hannesar yfir danska stórmeistaranum Rasmussen frá opna mótinu kemur fyrir ţema sem stundum sást í skákum Kasparovs; peđi er skyndilega og óvćnt leikiđ beint ofan í ţrćlvaldađan reit. Ţegar Kasparov skýrđi vinningsskák sína viđ Jan Timman á heimsbikarmótinu í Borgarleikhúsinu haustiđ 1988 minntist hann á og nýtti sér ţetta leikbragđ:

Hannes Hlífar Stefánsson - Allan Rasmussen

Móttekiđ drottningarbragđ

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4

Skarpasta leiđ hvíts til ađ mćta mótteknu drottningarbragđi.

3.... Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 7. Re2 Bg4 8. f3

Be6 9. Rbc3 Dd7 10. Re4 Bd5 11. Rc5 Dc8

Ţekkt leikađferđ runnin undan rifjum Tigran Petrosjan. Hér er oftast leikiđ 12. a3 en Hannes velur annan leik.

12. Be3 e6 13. Dc1 Rb4 14. Bb1 Bc6 15. 0-0 R4d5 16. Bf2 Be7 17. He1 Rd7 18. Re4 0-0 19. Rg5 g6 20. Re4 Kg7 21. a3 a5 22. h4 h5 23. Rg5 Bb5 24. Rc3 Rxc3 25. bxc3 Rb6?

Hyggst skorđa peđin en betri leiđ til ţess var 26.... Bc4! sem opnar fyrir framrás c7-peđsins.

26. d5!

„Leikbragđ Kasparovs" sem kemur af stađ ákveđinni keđjuverkun, peđinu er leikiđ beint í dauđann og ekki má taka ţađ međ riddara vegna 27. c4 sem vinnur mann.

26.... Bxg5

26.... exd5 má svara međ 27. e6! o.s.frv.

27. hxg5 exd5 28. e6! fxe6 29. Bd4+ Kh7 30. De3!

Ekki er minnsti vafi á ţví ađ Hannes sá fórnina 30. Bxg6+!? Kxg6 31. Db1+ t.d.. 31.... Kxg5 32. Dh7! o.s.frv. eđa 31.... Hf5 32. g4 og vinnur. Hann hefur sennilega metiđ möguleika sína ţannig ađ 30. De3 vćri öruggari leikur og skjátlast varla í ţeim efnum.

30.... De8 31. g4!

Peđ eru líka sóknarmenn! Ekki má svara ţessu međ 31.... hxg4 vegna 32. fxg4 og síđan - Dh3.

31.... Rc4 32. Dxe6 Rd2 33. De7+ Hf7

gv7rp79i.jpg34. Bxg6+! Kg8

34.... Kxg6 leiđir til máts eftir 35. He6+ Kh7 36. Hh6+ og 37. Hh8 mát.

35. Bxf7+ Dxf7 36. Dxf7+ Kxf7 37. g6+! Kxg6 38. He6+ Kh7 39. He7+ Kg8 40. Kf2

- og eftir ţennan hógvćra leik gafst Rasmussen upp. Snarplega teflt hjá Hannesi.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Sextugur Áskell Örn og enn í framför

Áskell á HM öldungaÉg hef tekiđ ţetta dćmi áđur: ímyndum okkar ađ Ingvar Ásmundsson hefđi veriđ međ á ţriđja Reykjavíkurskákmótinu, hinu svonefnda á Fiske-móti voriđ 1968. Ég er ansi hrćddur um ađ hann hefđi fariđ illa út úr samanburđi viđ stjörnur ţess móts, Mark Taimanov, Sovétmeistara 1956, Wolfgang Uhlmann eđa Evgení Vasjúkov. En nokkrum áratugum síđar var Ingvar hinsvegar ađ keppa viđ ţessa ţekktu stórmeistara á heimsmeistaramóti öldunga og hafđi í fullu tré viđ ţá og hafđi stundum betur. Sannar ţađ sem Jón Ţorvaldsson er alltaf ađ segja, ađ mönnum getur fleygt fram á öllum sviđum langt fram eftir aldri. Áskell Örn Kárason, sem varđ sextugur fyrr á ţessu ári, er manna líklegastur til ađ halda uppi merki Ingvars. Í gegnum tíđina hefur Áskell međfram taflmennsku unniđ ötullega ađ félagsmálum skákhreyfingarinnar bćđi syđra og nyrđra og var forseti Skáksambands Íslands um nokkurra ára skeiđ. Áskell varđ jafn Friđriki Ólafssyni í 2. sćti á Norđurlandamóti öldunga í Borgundarhólmi í september sl. Annađ sćtiđ gaf ţátttökurétt á HM öldunga og Friđrik bauđ sessunaut sínum ađ tefla fyrir Íslands hönd í Króatíu.

Aldursviđmiđ á heimsmeistaramótinu sem fram fór viđ góđar ađstćđur dagana 11.-24. nóvember í Rijeka í Króatíu var 60 ár og ţar yfir. Hafđi Áskell orđ á ţví hversu gott hefđi veriđ ađ geta einbeitt sér ađ taflmennskunni og engu öđru. Hann hlaut 7 vinninga af 11 mögulegum og hafnađi í 18. sćti af 200. Árangur hans reiknast upp á 2388 stig, hann rétt missti af áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en hćkkađi um tćplega 40 stig fyrir frammistöđuna. Gunnar Finnlaugsson tefldi einnig í Rijeka og stóđ sig vel, hlaut 5 ˝ vinning og varđ í 108. sćti. Lítum á bestu skák Áskels sem kom í 9. umferđ:

Vladimir Karasev (Rússland) - Áskell Örn Kárason

Sikileyjarvörn

1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. e4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Be2 d6 9. O-O Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. Kh1 Rd7 14. Bxg7 Kxg7 15. f4 a4

Margeir Pétursson lék 15. ... Rc5 gegn Chandler í Chicago 1983. Báđir leikirnir eru góđir.

16. Bg4 Rf6 17. Bf3 Da5 18. Dd4 Had8 19. Rd5 Dc5!

Besti leikurinn og hér hefđi hvítur átt ađ víkja og leika 20. Dd3. Drottningauppskiptin styrkja stöđu svarts.

20. Dxc5 dxc5 21. Had1 e6 22. Rc3 e5 23. Hxd8 Hxd8 24. fxe5 Rd7 25. e6 fxe6 26. Hd1 Hf8 27. e5?

Mislukkuđ atlaga. Sjálfsagt var 27. Kg1 Re5 28. Be2 ţó svarta stađan sé örlítiđ betri.

gfgrns5n.jpg27. ... Hxf3!

Ţetta sást Karasev yfir. Endatafliđ sem nú kemur upp er talsvert betra á svart og Áskell leysir tćknilega ţáttinn afar vel.

28. Hxd7 Bxd7 29. gxf3 Bc6 30. Kg2 g5 31. Kg3 Kg6 32. f4 Kf5 33. fxg5 Kxg5 34. Kf2 Kf4 35. Ke2 Kxe5 36. Ke3 Kf5 37. Re2 e5 38. Rc1 b6 39. a3 h5 40. Re2 h4! 41. Rc3

Ţó ađ hvítur geti lokađ fyrir innkomuleiđir kóngsins međ 41. Rg1 lendir hann leikţröng fyrr eđa síđar.

41. ... Kg4 42. Kf2 Kf4 43. Ke2 e4 44. Rd1 Bd7 45. Rc3 Bg4 46. Ke1 Kf3 47. Rxa4 Kg2 48. Rxb6 Kxh2 49. Kf2 e3+ 50. Kxe3 Kg3 51. Ra4 h3 52. Rxc5 Bf5!

Valdar „hálfhring" riddarans. Alls ekki 52. ... h2 vegna 53. Re4+ og 54. Rf2.

53. Rb3 h2 54. Rd4 Bg4

Aftur sama ţema og síđast.

55. b4 h1=D 56. c5 Dc1 57. Ke4 Dxa3

- og Karasev gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Tinna Kristín og Lenka stóđu sig best í Varsjá

TinnaJudit Polgar var eina konan sem tefldi í Opnum flokki Evrópumóts landsliđa í Varsjá á dögunum en 25 ár eru síđan hún tefldi međ ungversku kvennasveitinni á Ólympíumótinu í Saloniki í Grikklandi og hreppti gullverđlaun. Síđan hefur hún ekki tekiđ ţátt í „kvennamótum". Ţćr konur sem tóku sćti í bestu liđum kvennaflokksins í Varsjá á dögunum standa Judit ekki langt ađ baki. En Judit hefur samt algjöra sérstöđu međal kvenna og er réttnefnd skákdrottning heimsins. Af henni má margt lćra og ţađ vita stúlkurnar í íslensku sveitinni sem voru ţćr sömu og tefldu á OL í Istanbul í fyrra. Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir hafa ekki áđur fengist viđ jafnerfitt verkefni og taka áreiđanlega ýmislegt međ sér frá mótinu. Sveitin hafnađi í 31. Lenkasćti af 32 ţátttökuţjóđum en ekki var langt á milli sveitanna sem lentu í neđri helmingi mótsins. Ţó liggur fyrir ađ einungis Lenka Ptacnikova sem hlaut 4˝ vinning úr 9 skákum og Tinna Kristín Finnbogadóttir, međ 4 vinninga af 7 mögulegum geta veriđ sáttar međ frammistöđu sína. Ţannig náđi Tinna Kristín árangri upp á 2151 elo stig og hćkkađi um 35 elo-stig. Skákir hennar taka oft óvćnta stefnu og hún á ţađ til ađ láta liđsafla af hendi fyrir óljósar bćtur. Fleyg orđ Jóhanns Ţóris um ţankagang sinn ţegar hann tefldi viđ Norđmanninn Leif Ögaard á Norđurlandamótinu sumariđ 1973: „Grugga, grugga", eiga vel viđ sumar ákvarđanir hennar viđ skákborđiđ. Í Póllandi var ţó meira öryggi yfir stílnum sem kom vel fram í bestu skák hennar sem tefld var í 1. umferđ:

EM 2013, Varsjá 2013:

Tinna Kristín Finnbogadóttir - Giedre Vanagaite (Litháen)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. d3 Bg7 5. Be3 d6 6. Bg2

Lokađa-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar stendur býsna traustum fótum. Tinna velur hér leiđ sem kom býsna oft upp skákum Nigel Short í byrjun aldarinnar.

6. ... Hb8 7. Dd2 b5 8. Rge2 Rd4 9. O-O Rxe2 10. Dxe2 b4 11. Rd1 Rf6 12. e5!?

Óvćntur leikur og ekki slćmur. Gott var einnig 12. a3 eđa 12. f4.

12. ... Rg4 13. exd6 Dxd6 14. Bf4 e5 15. h3 O-O 16. Bc1 Rh6 17. Re3 Rf5 18. Rc4 Dc7 19. Hb1

Full hćgfara. betra er 19. c3 má hvítur vel viđ sína stöđu una.

19. ...Rd4 20. Dd1 Bb7 21. Be3 Re6 22. Bxb7 Hxb7 23. Dd2 Hd8 24. f3 f5 25. Hbe1 f4 26. gxf4 exf4 27. Bf2 Rg5 28. Kg2 Dd7 29. Hh1 Dd5 30. De2 Bf6 31. h4

Ţađ veitist létt verk ađ bćgja atlögum svarts frá. Brátt nćr hvítur yfirráđum eftir e-línunni.

31. ... He7 32. Dd1 Re6 33. He4 Df5 34. De2 Hdd7 35. Re5 Hc7 36. Rg4 Bg7 37. He1 Kf7

Litháíska stúlkan sem var í miklu tímahraki hefur stillt upp í vörn í kringum riddarann á e6.

gngrmsji.jpg- Sjá stöđumynd -

38. He5!

Óvćntur hnykkur. Er 38. ... Bxe5 ţá 39. Rh6+ og drottningin fellur.

38. ... Rd4 39. Hxf5+

Einfaldara var 39. Hxe7+. Tinna var fegin a losna viđ svörtu drottninguna og valdi ţví ţennan leik sem dugar auđveldlega til sigurs.

39. ... gxf5 40. Dd2 fxg4 41. Dxf4+ Kg8 42. fxg4 Hb7 43. Dd6 Hxe1 44. Bxe1 Rxc2 45. Dd8 Bf8 46. Bf2 Rd4 47. Bxd4 cxd4 48. Dxd4 h6 49. g5 Hg7 50. Dd5 Kh8 51. Df5 Be7 52. g6 Bxh4 53. Df8+

- og svartur gafst upp, 53. ... Hg8 er svarađ međ 54. Dxh6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Alltaf gaman ađ leggja Dani ađ velli

Héđinn og Sune heilsast viđ upphaf skákarÍslendingar sendu liđ í opinn flokk og kvennaflokk á Evrópumót landsliđa í Varsjá í Póllandi í byrjun mánađarins. Ţetta mót féll í skuggann af heimsmeistaraeinvíginu í Indlandi en var geysilega sterkt ţar sem flestir bestu skákmenn Evrópu voru saman komnir. Tekin hefur veriđ upp stigakeppni í ţessu móti og á Ólympíuskákmótum en deildar meiningar eru um ţađ hvort ţetta fyrirkomulag hafi bćtt ţessar keppnir.

Íslenska liđiđ í opna flokknum í borđaröđ var skipađ Héđni Steingrímssyni sem hlaut 3˝ vinning af átta mögulegum, Hannesi Hlífari Stefánssyni sem hlaut 5 vinninga af níu, Hjörvari Steini Grétarssyni sem hlaut 3 vinninga af sjö, Henrik Danielsen sem hlaut 3˝ vinning af sjö og Guđmundi Kjartansson sem hlaut 2˝ vinning af fimm. Sveitin hafnađi í 29. sćti af 38 ţátttökuţjóđum međ 7 stig og 17˝ vinning.

Aserbadsjan sigrađi, hlaut 14 stig og 21 vinning, síđan komu Frakkar međ 13 stig og Rússar ţriđju, einnig međ 13 stig. Konurnar urđu í 31. sćti af 32 ţátttökuţjóđum en gerđ verđur betur grein fyrir frammistöđu sveitarinnar í nćsta pistli.

Ţótt fátt félli međ međ íslensku sveitinni í opna flokknum - pörun í síđustu umferđ bauđ t.d. uppá öfluga sveit Spánverja - stendur upp úr sigur yfir Dönum í 6. umferđ. Ţar kom í ljós hve miklu máli skiptir ađ vera vel undirbúinn. Héđinn Steingrímsson hafđi veriđ seinn í gang og ófarsćll í viđureignum sínum viđ Tékka og Pólverja en í einu skák ţessarar viđureignar sem ekki lauk međ jafntefli hafđi hann lćrt sína lexíu og skaut út fyrstu leikjunum međ ógnarhrađa og náđi miklu tímaforskoti. Úrvinnsla hans í betra endatafli var góđ:

Héđinn Steingrímsson - Sune Berg Hansen

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 Bb7 9. O-O Be7 10. e4 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Re5 c5 13. Rg5 g6 14. Bc4 Rd5 15. Rgxf7!?

Ađ ţví er virđist fífldjarfur leikur en allt saman undirbúiđ fyrir skákina. Sune Berg var ekki eins vel ađ sér í ţessum frćđum og notađi mikinn tíma.

15. ... Hxf7 16. Rxf7 Kxf7 17. Hd1 Dc7?

Slakur leikur, 17. ... cxd4, 17. ... Kg7 eđa 17. ... R7f6 eru allt leikir sem halda jafnvćgi í stöđunni.

18. dxc5 R7f6 19. cxb6 axb6 20. Bxd5 Rxd5 21. Dxc7 Rxc7 22. Hd7 Hd8 23. Hxe7+ Kxe7 24. Bg5 Kd7 25. Hd1+ Rd5 26. Bxd8 Kxd8 27. f3

Eftir meira og minna ţvingađa atburđarás er komin upp stađa ţar sem hvítur hefur hrók og tvö peđ fyrir tvo létta. Ţekkt er ađ slíkar stöđur er erfitt ađ verja og Héđinn vinnur vel úr yfirburđum sínum.

27. ... Ke7 28. Kf2 Bc6 29. Hd4 Kf6 30. a4 Ke5 31. He4 Kd6 32. Hh4 h5 33. Hc4 Bd7 34. Kg3 Bf5 35. b4 b5 36. axb5 Bd7 37. f4 Bxb5 38. Hd4 Kc6?

Betri möguleiki til ađ halda velli fólst í ađ leika 38. ... Bd7. Ţarna er kóngurinn of langt frá peđum sínum.

39. Kh4 Rc7 40. f5!

Ryđur kóngnum braut. Gott var einnig 40. Hd2.

40. ... gxf5 41. Kxh5 Bf1 42. Hd2 Re6 43. Kh6 Kb5 44. Hb2 Bd3 45. h4 f4 46. h5 Bf5 47. He2 Kxb4 48. He5 Bg4 49. Kg6 Rd4 50. Kg5 f3

gb9rltp0.jpgReynir ađ fórna manni fyrir h-peđiđ og skipta upp á f- og -peđi. En hvítur á einfalt svar.

51. He4! Bxh5 52. Hxd4+ Kc3 53. Kxh5

- og svartur gafst upp. Hvítur nćr andspćninu: 53. ... Kxd4 54. gxf3 Ke5 55. Kg5! Ke6 56. f4 Kf7 57. Kf5! o.s.frv.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnus Carlsen er nýr heimsmeistari

Magnus Carlsen
Ţá hefur ţađ gerst. Norđmađur er orđinn heimsmeistari í skák! Viđ hljótum ađ óska frćndum okkar til hamingju međ Magnus og heimsmeistaratitilinn. Lokatölur í einvíginu, 6 ˝ : 3 ˝, eru mćlikvarđi á ţá yfirburđi sem Magnus Carlsen hafđi yfir hinn geđţekka indverska heimsmeistara, Viswanathan Anand. Íslenskir skákunnendur hafa fylgst náiđ međ frammistöđu norska undrabarnsins allt frá ţví ađ hann tefldi fyrst hér á landi 13 ára gamall í mars áriđ 2004 og vann Anatolí Karpov í hrađskákhluta Reykjavik rapid á NASA viđ Austurvöll og gerđi síđan jafntefli viđ Garrí Kasparov í atskák-hluta mótsins. Ţessar skákir vöktu á Magnusi gríđarlega athygli heima fyrir og nú tćplega 10 árum síđar berast ţćr fréttir ađ skákćđi hafi gripiđ um sig međ norsku ţjóđinni. Minna fór fyrir Magnusi ţegar hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2006; hann var ţá orđinn magnađur baráttumađur sem var á fleygiferđ upp styrkleikalistann.

Áhugi á ţessu einvígi út um allan heim náđi nýjum hćđum og tengdist einkum persónu Magnusar Carlsen sem verđur 23 ára gamall eftir viku og er nćstyngsti heimsmeistari skáksögunnar.

Hinn nýi heimsmeistari er góđ fyrirmynd, kurteis, snyrtilega klćddur og á sér svipuđ áhugamál og ađrir ungir menn, ágćtur á skíđum, grimmur í fótbolta, „tístir" og bloggar. Hann hefur efnast vel á verđlaunafé og auglýsingasamningum, t.d. fyrir tískuvörur G-Star Raw. Er enn ólofađur og býr í foreldrahúsum í Bćrum í grennd viđ Ósló. Lítill vafi leikur á ţví ađ góđur stuđningur foreldra og systra hefur skipt miklu máli fyrir Magnus en ţau ferđast međ honum út um allar ţorpagrundir. Viđ skákborđiđ er hann allajafna pollrólegur og virkar stundum dálítiđ syfjulegur. Hann virđist hafa hćfileika til ţess ađ vinna úr gríđarlega magni upplýsinga - og kann einnig ađ forđast upplýsingar! Og ţegar horft er yfir ţessar tíu skákir einvígisins er vart hćgt ađ benda á slakan leik hjá Magnusi. Anand náđi sér aldrei á strik en í 9. skákinni vissi hann ađ einungis sigur kom til greina, hann lagđi allt undir:

9. einvígisskák:

Viswanathan Anand - Magnus Carlsen

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5 exd5

Algengara er 7. ... Rxd5 en ađ venju sniđgengur Magnus ţekktustu leiđir.

8. e3 c4 9. Re2 Rc6 10. g4 O-O 11. Bg2 Ra5 12. O-O Rb3 13. Ha2 b5 14. Rg3 a5 15. g5 Re8 16. e4 Rxc1 17. Dxc1 Ha6 18. e5 Rc7 19. f4 b4 20. axb4 axb4 21. Hxa6 Rxa6 22. f5 b3

Spurningin var auđvitađ sú hvort peđastormur hvíts á kóngsvćng vćri meira en ógnandi en ţetta frípeđ. „Houdini" metur stöđuna ađeins betri á svart.

23. Df4 Rc7 24. f6 g6 25. Dh4 Re8 26. Dh6 b2

g5krl4q9.jpg- Sjá stöđumynd -

27. Hf4!

Fífldjarfur leikur, ađ ţví er virđist ekki lakari en 27. Re2 sem einnig kemur til greina. Hótunin er 28. Hh4 og mátar.

27. ... b1(D)+ 28. Rf1??

Óskiljanleg mistök. Eftir 28. Bf1 verđur svartur ađ gefa nýju drottninguna til baka og framhaldiđ gćti orđiđ: 28. ... Dd1 29. Hh4 Dh5 30. Rxh5 gxh5 31. Hxh5 Bf5 32. g6! Bxg6 33. Hg5 Da5 34. Hg3. Menn svarts er bundnir í báđa skó og ýmsir möguleikar leynast í stöđunni. Ţarna fór lokatćkifćri Anands í einvíginu.

28. ... De1!

Međ hugmyndinni 29. Hh4 Dxh4 30. Dxh4 Da5 og vinnur. Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband