Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Skrítin mynstur "Houdini"

g32s9apt.jpgDagur Ragnarsson - Guđmundur Kjartansson

Svartur leikur og vinnur.

Ţessi stađa kom upp í 2. umferđ „Wow air-mótsins" sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Greinarhöfundur fór yfir skákina međ Degi sem vann eftir mistök Guđmundar í tímahraki. Eins og stundum ţegar kappskák lýkur eiga forrit á borđ viđ „Houdini" síđasta orđiđ um ýmsar erfiđar ákvarđanir sem skákmenn hafa tekiđ. Hiđ kalda mat forritanna er nákvćmt. Á svipstundu dćmdi „Houdini" ţessa stöđu unna á svart og vinningsleiđin er einhvern veginn svo „ómannleg" ađ viđ skelltum upp úr:

Eftir 35. ... Hf2! vinnur svartur í öllum afbrigđum og ţađ flóknasta lítur svona út: 36. hxg6 f5! 37. exf5 De3! 38. Hg2 Hf1+ 39. Hg1 Hf4 40. Dg3 De4+ 41. Hg2 Hh4+ 42. Kg1 Db1+ 43. Kf2 Dxf5+ 44. Kg1 Db1+ 45. Kf2 Dc2+ 46. Kf1 Dc1+ 47. Kf2 Hf4+

Og ef nú 48. Ke2 tilkynnir „Houdini" mát í 7 leikjum! Ţekkt mynstur geta ekki hjálpađ manni til ađ finna ţessa vinningsleiđ og rökfrćđi á borđ viđ ţá sem Capablanca notađist stundum viđ; ađ telja mennina sem voru í sókninni gegn ţeim sem voru ađ verjast - ađ kónginum međtöldum, gagnast lítiđ í ţessari stöđu.

Dagur Ragnarsson er međ sigrinum kominn međ 2 vinninga á „Wow air-mótinu" og er í efsta sćti ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Friđrik Ólafsson tók sér frí í tveimur fyrstu umferđunum en á ađ tefla viđ Sigurđ Pál Steindórsson í 3. umferđ.

Undirritađur spurđi Dađa Örn Jónsson tölvufrćđing, okkar mesta sérfrćđing í hugbúnađarmálum skákarinnar, um framţróun forrita og hann tók dćmiđ um „Dimmblá" sem lagđi Kasparov ađ velli voriđ 1997. Ţó ađ ofurtölva IBM, sem var međ sérhannađan vélbúnađ, hafi getađ reiknađ 200 milljón stöđur á sekúndu er hún, ađ mati Dađa, lakari „skákvél" en „Houdini" og „Stockfish" sem reikna 10 sinnum fćrri leiki á sekúndu en vinsa strax úr vitlausu leikina og einbeita sér ađ ţeim betri.

Gömul saga úr ađdraganda heimsmeistaraeinvígisins 1972 rifjađist upp. Bobby Fischer kom hingađ til lands í vetrarbyrjun ţađ ár til ađ kanna ađstćđur og mćtti á 1. umferđ Reykjavíkurmótsins í febrúar 1972. Ţar sem hann hallađi sér upp viđ súlu í kjallara Glćsibćjar hékk ţessi stađa uppi:

g22s9apl.jpgKeene - Stein

„Stein er međ koltapađ tafl," sagđi Bobby viđ Guđmund G. Ţórarinsson, forseta SÍ, sem stóđ viđ hliđ hans. Ungur piltur sem annađist sýningarborđiđ setti borđa á sýningartafliđ ţar sem á stóđ: jafntefli.

„Gaf Stein?" spurđi Bobby Fischer en ţegar Guđmundur kvađ nei viđ gekk meistarinn úr salnum. Keene virtist líta á sovéska stórmeistara sem einhverskonar hálfguđi og tók jafnteflistilbođi Stein. Eftir stóđ samt spurningin: Hvađ sá Bobby Fischer? Fyrir 15 árum eđa svo ţegar ég lét forritiđ „Chess Genius" malla á ţessari stöđu var ekki hćgt ađ sanna ađ stađa hvíts vćri unnin. Um daginn skellti ég lokastöđunni aftur inn í tölvu. Nú tók „Houdini" viđ. Ţá var niđurstađan allt önnur:

17. Rxc6 bxc6 18. Bd6! Be6 19. Hb7 Dxd1 20. Hxd1 Bf8 21. Be5 Hg8 22. Bf6! Bg7

g32s9app.jpg23. Be7!

Ţessi furđulegi leikur sem varla byggist á nokkru ţekktu „mynstri" vinnur. Eftir 23. ... Bf8 24. Bg5 á svartur enga haldgóđa vörn gegn hótuninni. 25. Bf3.

Bobby Fischer hafđi rétt fyrir sér í Glćsibć forđum, hvíta stađan er unnin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. apríl 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ekki vanmeta reynsluboltana

Carlsen og Anand Indverjinn Wisvanathan Anand, eini fulltrúi „gamla skólans" á áskorendamótinu í Khanty Manyisk í Síberíu vann ţar svo sannfćrandi sigur og áreynslulausan ađ ekki er hćgt ađ draga af frammistöđu hans ađra ályktun en ţessa: aldrei ađ vanmeta reynsluboltana! Anand tók út ţekkingu sína og reynslu á tímum ţegar skákir fóru fór í biđ, upplýsingar „ferđuđust" hćgt og og gagnagrunnar og tölvuforrit ţekktust ekki. Kynslóđ Magnúsar Carlsen býr á annarri plánetu, ţar finnst mikil hćfni í ţví ađ safna og vinna úr upplýsingum úr ýmsum áttum. Samt tapađi ţessi kynslóđ í Khanty. Lokaniđurstađan:

1. Anand 8 ˝ v. 2. Karjakin 7 ˝ v. 3.-5. Kramnik, Mamedyarov og Andreikin 7 v. 6.-7. Svidler og Aronjan 6 ˝ v. 8 Topalov 6 v.

Sigur Anand var svo öruggur ađ í 12. umferđ ákvađ hann ađ ţráleika í vinningsstöđu ţar sem sigurleiđin virtist áhćttusöm. Annađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Anand fer ţví fram vćntanlega í nóvember nk. Anand verđur hćttulegri andstćđingur en síđast ţar sem sigurinn í Khanty gefur honum byr undir báđa vćngi.

Friđrik Ólafsson međal ţátttakenda á WOW-air mótinu

Taflfélag Reykjavíkur er í stórsókn og er gaman ađ fylgjast međ stjórnarmönnum og liđsmönnum ţessa 114 ára félagsskapar. Nýtt mót á dagskrá TR, Wow air-mótiđ, hófst sl. mánudag og verđur teflt einu sinni i viku - á mánudagskvöldum - fram í maí, sjö umferđir. Dagskráin gefur kost á ˝ vinnings yfirsetu en teflt er í tveimur styrkleikaflokkum. Tíu stigahćstu keppendur mótsins eru Friđrik Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Kjartansson, Stefán Kristjánsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason, Ingvar Ţ. Jóhannesson og Sigurbjörn Björnsson. Í B-flokknum eru margir öflugir skákmenn.

Guđmundur Gíslason ţarf ađ taka flugiđ frá Ísafirđi til ađ tefla á mótinu og kannski gćtti einhverrar ferđaţreytu er hann mćtti hinum 16 ára Degi Ragnarssyni í 1. umferđ. En skákin var viđburđarík og fjörug:

Guđmundur Gíslason - Dagur Ragnarsson

Tarrasch - vörn

1.Rf3 e6-vörn 2.c4 Rf6 3.b3 d5 4.e3 c5 5.Bb2 Rc6 6.Be2 Be7 7.O-O

O-O 8.cxd5 exd5 9.d4 cxd4 10.Rxd4 Re8!?

Óvenjulegur leikur sem hvítur gat svarađ međ 11. Rxc6 bxc6 12. Rc3 ásamt Hc1 eđa - Ra4 eftir ţví sem verkast vill.

11.Bf3 Bf6 12.Rc3

Betra er 12. Dd1 ásamt - Hd1. Nú jafnar Dagur tafliđ.

12. ... Rxd4 13.exd4 Rc7 14.He1 Bf5 15.Ba3 He8 16.Hxe8+ Dxe8 17.Bxd5?!

Hvítur hefur teygt sig fulllangt eftir d5-peđinu. Hér var öruggara ađ leika 17. Rxd5.

17. ... Hd8 18.Bxb7 Bxd4 19.Df3 De5 20.Hd1?

Hann varđ ađ leika 20. Bb2 ţó leppunin eftir hornalínunni sé erfiđ. Nú gat Dagur leikiđ 20. ...Bc2! sem vinnur.

20. ... He8? 21.g4 Bc2 22.Hc1 Bxc3 23.Hxc2 Rb5!?

Einhvern tímann hefđi ţetta veriđ kallađ „sprikl" ţví hvítur gat bćtt stöđu kóngsins međ 24. Kg2! og á ţá vinningsstöđu.

24.Bc6? Rd4! 25.Dxc3 Hc8!

Mögnuđ stađa. Hvítur er manni yfir en á engan frambćrilegan leik.

26.Kf1 Hxc6 27. Db4 h6! 28.Hxc6 De2+!

Samvinna drottningar og riddara rćđur úrslitum.

29.Kg2 De4+ 30.Kg1 Rf3+ 31.Kg2 Rh4+!

- og hvítur gafst upp. Hann fćr ekki umflúiđ mátiđ, 32. Kf1 Dd3+ 33. Ke1 Rg2 mát eđa 32. Kh3 Df3+ 33. Kxh4 g5+ og 34. ... Dh3 mát.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. apríl 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Endurkoma Anands - efstur í áskorendakeppninni

Ţegar Wisvanathan Anand tapađi einvígi sínu um heimsmeistaratitilinn fyrir Magnúsi Carlsen var eins og skákskýrendur og sérfrćđingar afskrifuđu hann og ekki ađ ástćđuausu. Á örlagastundum missti hann af besta leiđinni og lokaniđurstađan, 3:6, benti eindregiđ til ţess hann hefđi sungiđ sitt síđasta. Anand muna hafa undirbúiđ sig vel fyrir einvígiđ en sá undibúningur komst aldrei til skila. Hann fékk ekki upp ţćr stöđur sem hann hafđi rannsakađ sérstaklćga fyrir einvígiđ. Ţar réđi kom til skjalanna sá einstćđi hćfileiki Norđmannsins ađ sneiđa hjá alfaraleiđum komat samt á áfangastađ. Ađ ţessu leyti til minnir hann á einhvern vanmetnasta heimsmeistara allra tíma, Emanuel Lasker sem ţó hélt heimsmeistaratitlinum í 27 ár.

Ţessa dagana fer áskorendamótiđ fram á „slóđum lođfílanna" í Khanty Manyisk í Síberíu og margt bendir til hin mikla vinna sem Anand innti af hendi á síđasta ári sé nú farin ađ skila sér. Eftir sex umferđir af 14 er stađan ţessi:

1. Anand 4 v. (af 6) 2. Aronjan 3 ˝ v. 3. -  6. Topalov, Kramnik, Svidler og Mamedyarov 3 v. 7. Karjakin 2 ˝ v. 8. Andreikin 2 v.

Ţađ er svolítil rússnesk slagsíđa á ţessu áskorendamóti og loft er lćvi blandiđ; minnugur  einvígisins í Elista haustiđ 2006 náđi Topalov náđi fram hefndum er hann sigrađi Kramnik í 6. umferđ og getur međ góđum endaspretti náđ efsta sćti. Armeninn Aronjan og Aserinn Mamedyarov talast ekki viđ en skćrur ţjóđa ţeirra setja mark sitt á viđureignir ţeirra. Anand hefur aldrei svo vitađ blandast deilum af slíku tagi og gengur um sali í Khanty Manyisk ćđrulaus og spakur. Magnús Carlsen hefur sent keppendum kveđjur sínar og óskađ ţeim öllum góđs gengis. Hvílíkt drenglyndi. Hvenćr í skáksögunni hefur heimsmeistari sent keppinautum sínum slíkar kveđjur? Garri Kasparov lét svo um mćlt ţegar hann kom hingađ til lands á dögunum ađ Kramnik og Aronjan vćru báđir mun hćttulegri mótstöđumenn en Anand. Er ţađ nú alveg víst? Lítum á sigur Indverjans í 3. umferđ: 

Shakriyar Mamedyarov - Wisvanathan Anand

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Dc2

( Róleg leiđ til ţess fallin ađ sneiđa hjá langri teóríu. )

4. ... dxc4 5. Dxc4 Bg4 6. Rbd2 Rbd7 7. g3 e6 8. Bg2 Be7 9. Re5 Bh5 10. Rxd7 Rxd7 11. O-O O-O 12. Rb3 a5 13. a4 Bb4!

Stađa riddarans á b3 er heldur ólánleg og biskupar svarts eru til alls vísir. 

14. e4 e5 15. Be3 exd4 16. Bxd4 Kh8 17. e5 He8 18. f4 f6 19. exf6 Rxf6

Svartur hefur gert meira en ađ jafna tafliđ og hótar nú 20. .. Be2. 

20. Bf3 Bxf3 21. Hxf3 He4 22. He3?

Eftir ţennan eđlilega leik fćr hvítur ekki rönd viđ reist, nauđsynlegt var 22. Dd3 sem heldur í horfinu.   

22. ... Hxe3 23. Bxe3 De8! 24. Bb6?

Valdar d8-reitinn en betra var 24. Bd4. Kannski hefur hann bDh5 25. Bd4 He8 26. Hf1 óttast leppunina 24. ... De4 sem á svara međ 25. Rc5. 

24. ... Dh5 25. Bd4 He8!

Hvítur er ađeins of seinn međ -Bd4 leikinn. Nú strandar á 26. Bxf6 á 26. .. gxf6 27. Hf1 He2 o.s.frv. 

26. Hf1

32452.jpg( STÖĐUMYND )

26... Rg4! 27. Dc2

Eđa 27. h4 Re3! 28. Bxe3 Hxe3 29. Kh2 Dg4 30. Hg1 Be1! og vinnur. 

27. ... c5! 28. Rxc5 Hc8! 29. Hd1 Bxc5 30. Bxc5 h6 31. Kh1

- og hvítur gafst upp um leiđ, svartur á tvo leiki sem vinna báđir, 31. ... Rf2+ eđa 31. ... Re3

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins

 

 


 


Skákţáttur Morgunblađsins: Ungu skákmennirnir bćttu sig verulega á Reykjavíkurmótinu

IMG 0018Kínverjinn Li Chao er sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn eftir spennandi lokaumferđ. Li Chao hlaut 8 ˝ vinning af 10 mögulegum. Kínverjar eru stórveldi í skákinni og ađ fulltrúi ţeirra skuli vinna ţetta mót kemur ekki á óvart. Sennilega hefur komiđ á óvart ađ greinarhöfundur sem lítiđ hefur teflt undanfariđ skyldi eiga möguleika á efsta sćtinu en í lokaumferđinni var efsta sćtiđ undir í harđri baráttuskák viđ Kanadamanninn Eric Hansen. Taktík ţeirrar viđureignar var ađ tefla frekar ţurrt í ţeirri von ađ andstćđingurinn myndi sprengja sig. En í skákinni var ákveđnu jafnvćgiVignir Vatnar i banastuđi ekki raskađ og úr varđ einhverskonar störukeppni sem endađi međ ţví ađ keppendur slíđruđu sverđin eftir mikil uppskipti. Undirritađur var ţví fyrir vikiđ í 2.-5. sćti ásamt Hollendingnum Robin Van Kampen, Eric Hansen og Litháanum Eduardas Rosentalis, allir međ 8 vinninga. Í humátt á eftir komu m.a. Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson međ 7 ˝ vinning.

Lokaúrslitin ađ öđru leyti bera međ sér ađ margir af okkar ungu skákmönnum bćttu sig verulega. Hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hćkkađi mest allra eđa um 55 elo-stig. Félagar hans í sigurliđi Íslands á NM í skólaskák hćkkuđu flestir heilmikiđ, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Oliver Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi Sverrisson og einnig ungir skákmenn á hrađri uppleiđ, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Dagur Andri Friđgeirsson og Birkir Karl Sigurđsson svo nokkrir séu nefndir. Ţá stóđ Lenka Ptacnikova sig frábćrlega.

HjörvarNýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson átti gott mót en lykilinn ađ árangrinum fann hann í 9. umferđ er honum tókst ađ leggja ađ velli 2. borđs mann Englendinga frá síđasta Ólympíumóti:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Gawain Jones

Pirc-vörn

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 a6 5. a4 Bg7 6. Dd2 O-O 7. Rf3 Bg4 8. Be2 Rc6 9. O-O e5 10. d5 Re7 11. g3

Sérstćđur leikur en 11. a5 lá beinast viđ. Eftir 11. ... Rd7 á hvítur 12. Rg5.

11. ... Bd7 12. Dd3 h6 13. Rd2 Rg4 14. Bxg4 Bxg4 15. f4 Dd7 16. fxe5 dxe5 17. Rb3 Hab8 18. Rc5 Dd8 19. Rd1 Bh3 20. Hf3 Bg4 21. Hf1 Bh3 22. Hf3 a5

Jafntefli kemur ekki til greina.

23. Rf2 Bc8 24. Hd1 b6 25. Rb3 g5 26. h3 Rg6?!

Riddarinn er fremur óvirkur ţarna. Mun betra var 26. ... f5 strax.

27. Rd2 Bd7 28. b3 h5 29. Rc4 Bh6 30. Bc1 Dc8 31. Re3!

Eftir ađ hvítur nćr ađ hertaka f5-reitinn á svartur afar erfitt um vik. 31. ... Bxh3 strandar á 32. Rxh3 Dxh3 33. Rf5! Kh7 34. g4! Dxg4 Hg3 og drottningin á engan reit.

31. ... g4 32. hxg4 Bxe3 33. Dxe3 Bxg4

gojs52s0.jpg34. Dh6!

Ţrumuleikur sem hótar 35. Bg5. Svartur er varnarlaus gagnvart ţeirri hótun.

34. ... Bxf3 35. Bg5!

Sá kostur ađ láta drottninguna af hendi međ 35. ... Dd8 var ekki fýsilegur.

35. ... f5 36. Dxg6+ Kh8 37. Dh6 Kg8 38. Dg6 Kh8 39. Bf6 Hxf6 40. Dxf6 Kg8 41. Hd3 fxe4 42. Dg6 Kf8 43. Hc3! c5 44. dxc6 Dc7 45. Rxe4 Bxe4 46. Dxe4 Hd8 47. Df3+ Ke7

Eđa 47. ... Df7 48. Dxf7+ Kxf7 49. c7 Hc8 50. Kf2 og endatafliđ er auđunniđ.

48. Dxh5 Dd6 49. Dh7+ Ke8 50. Dg8+ Ke7 51. Dg7+ Ke8 52. Hf3 Dc5+ 53. Kh2 Hd1 54. Dg8+ Ke7 55. Hf7+ Ke6 56. Dg6+ Kd5 57. Hd7+

- og loks gafst Gawain Jones upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Funheitur Walter Browne mćtir aftur á Reykjavíkurskákmót

Walther BrowneWalter Shawn Browne sem er 65 ára gamall er sá eini međal 155 erlendra ţátttakenda á 50 ára afmćli Reykjavíkurskákmótanna sem sigrađ hefur á ţessu móti. Ţađ gerđist á Hótel Loftleiđum á hinu geysisterka 8. Reykjavíkurmóti áriđ 1978 og keppinautar hans, sem tefldu allir viđ alla, voru ekki af verri endanum: Bent Larsen, Tony Miles, Lev Polugajevskí, Vlastimil Hort auk íslensku meistaranna međ Friđrik Ólafsson fremstan í flokki. Bćgslagangurinn í tímahraki í skák viđ Polugajevskí og almenn baráttugleđi hans eru mönnum enn í fersku minni. Walter Browne vann bandaríska meistaratitilinn sex sinnum og fyllti ađ sumu leyti ţađ pláss í bandarísku skáklífi sem Bobby Fischer skildi eftir. Eldmóđurinn er ţarna ennţá og hann hefur unniđ ţrjár fyrstu skákir sínar á sannfćrandi hátt.

Fađir hins nýbakađa heimsmeistara, Henrik Carlsen, er hingađ kominn til ađ slaka ađeins á eftir fjölmiđlafáriđ í kringum einvígi sonarins á dögunum. Hann á góđar minningar frá ţví á Reykjavíkurmótinu 2004; samsetning keppenda ţá međ Magnús Carlsen, Lev Aronjan og Hikaru Nakamura á keppendalistanum sannar ađ framkvćmdarađilar ţessara móta hafi veriđ lagnir ađ fá til keppni menn framtíđarinnar. Hinn 10 ára gamli Awonder Liang er heimsmeistari barna í sínum aldursflokki en Hjörvar Steinn Grétarsson vann piltinn ţó örugglega í 2. umferđ.

Reykjavíkurmótin eru nú öllum opin međ skemmtilegum hliđarviđburđum á borđ viđ barna-blitz og Tinnapub quiz. En fyrst og síđast er mótiđ frábćr vettvangur fyrir íslenska skákmenn, ekki síst ţá yngstu. Keppendur eru alls 254 en erlendu gestirnir eru 155. Mótiđ er vel skipulagt og salurinn í Hörpu er stórglćsilegur. Hlutur kvenna er alltaf ađ aukast og margar öflugar skákkonur mćta til leiks, áhorfendur sópuđust ađ skjánum ţegar indverska skákprinsessan Tania Sachdev sá um skákskýringar á heimasíđu heimsmeistaraeinvígis Anands og Magnúsar Carlsens í Indlandi. Af mörgum óvćntum úrslitum er ađ taka en hér birtist sigur Tinnu Kristínar Finnbogadóttur í 1. umferđ en stigamunur var upp á nćstum 500 elo-stig. Góđ taflmennska Tinnu í endataflinu réđ svo úrslitum:

Mate Bagi (Ungverjaland) - Tinna Kristín Finnbogadóttir

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. Bc4 Rc6 4. c3 Bg7 5. d4 d6 6. O-O e6 7. Bf4 cxd4 8. cxd4 Rge7 9. Rc3 d5 10. Bb3 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Bg5 Da5

Eftir byrjun ţar sem hvítur missti af ýmsum vćnlegum leiđum, t.d. 7. d5, hefur svartur náđ prýđilegri stöđu međ ţrýsting á staka peđiđ á d4.

13. Dc1 Rf5 14. Hd1 Rfxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. De3 e5 17. Bf6 Db6 18. Bxg7 Kxg7 19. Hac1 Rxb3 20. Dxb3 Dxb3 21. axb3 Be6 22. Rc5 Hfe8!

23. Rxe6+ Hxe6 24. Hc7 Hc6 25. Hxb7 Hd8!

Notfćrir sér valdleysiđ í borđinu, 26. Hxd8 strandar auđvitađ á 26. ... Hc1+ og mátar.

26. Hf1 Hd2 27. Hxa7 Hxb2 28. Ha5 e4 29. Hb5 Hcc2

Hótar 29. ... e3. Lakara var 29. ... e3 vegna 30. fxe3 Hcc2 31. Hg5! og hvítur nćr jafntefli.

30. He5 He2 31. h4 f6 32. He7+ Kh6 33. g3 Hxb3

Hvítur gat ekki variđ b-peđiđ og átt viđ hótun svarts ađ leika e4-e3.

34. Kg2 Hbb2 35. Kg1 Ha2 36. He6 f5 37. He7 Hab2 38. He6

Hvítur er í leikţröng og nú brýst svarti kóngurinn fram.

38. ... Kh5! 39. He7 h6 40. He5 Kg4 41. He6 e3 42. Hxg6+ Kh3

- og hvítur gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Víkingarnir í skákinni

Ögmundur Kristinsson Ég hef´ann," hrópađi markvörđur Víkings í 2. flokki, Ögmundur Kristinsson, ţegar hann kom askvađandi út úr markteignum í leik Víkings og ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum sumariđ 1971, og uppskar mikinn hlátur áhorfenda ţegar hann hugđist kýla bolta í burtu en hafđi ekki meiri stjórn á atburđarásinni en svo ađ boltinn skrúfađist einhvern veginn aftur fyrir hann og sleikti síđan markstöngina. En sá hlćr best sem síđast hlćr, segir einhversstađar. Árin 1981 og 1982 var Ögmundur ađalmarkvörđur í liđi Íslandsmeistara Víkings og var valinn í A-landsliđ Íslands áriđ 1983.

Ögmundur var á ţessu tíma einn öflugasti ungi skákmađurinn í Taflfélagi Reykjavíkur, ţekktur fyrir sóknartilţrif og varasama gambíta eins „Marshall-árásina" og „Búdapestar-bragđ". Taflfélag Reykjavíkur hafđi eignast húsnćđi viđ Grensásveg - í miđju hverfi Víkinga og ţar steig hann sín fyrstu skref í skákinni. Síđan eru liđin mörg ár en undanfariđ hefur Ögmundur veriđ ađ auka ţátttöku sína á mótum međ styttri umhugsunartíma, og hann er líka ađ tefla kappskákirnar; var t.d. međ á Reykjavíkurskákmótinu í fyrr a og sýndi klćrnar á nýafstöđnu móti GM Hellis, Nóa Síríus-mótinu. Ţar hlaut hann 4 vinninga af sjö mögulegum, náđi árangri upp á 2300 elo-stig og hćkkađi um meira en 30 stig.

Í skák sinni viđ Andra Áss Grétarsson úr ţví móti var ţađ ekki byrjanakunnáttan sem réđ úrslitum, heldur miklu fremur snemmbćr og tvísýn atlaga á drottningarvćng, síđar beindust spjótin ađ f7-reitnum og loks brast á međ innrás eftir c-línunni. Laglegur sigur:

Nóa Síríus-mótiđ; 1. umferđ:

Ögmundur Kristinsson - Andri Áss Grétarsson

Kóngsindversk vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O 5. d4 d6 6. Rf3 Rbd7 7. O-O e5 8. b3

He8 9. e3 c6 10. dxe5 dxe5 11. Bb2 Dc7 12. b4?!

Svartur á viđ enga erfiđleika ađ etja eftir bitlausa byrjun hvíts.

12. ... a5 13. a3 Bf8 14. c5 b6 15. cxb6

Dxb6 16. b5!?

Gefur peđ fyrir spil og nćr ađ rugla Andra í ríminu.

16. ... cxb5 17. Rg5 Hb8?

Hér lá beinast viđ ađ leika 17. ... Bb7 en ţá ţarf ađ taka međ í reikninginn leikinn 18. Rd5 sem hćgt er ađ svara međ 18. .. Da7!

18. Db3 He7 19. Rd5 Rxd5 20. Bxd5

Skyndilega er hvítur kominn međ óţćgilegan ţrýsting á f7-peđiđ.

gpis30p9.jpg18. ... Rc5?

Eftir ţetta fer ađ halla undir fćti. Hér varđ svartur ađ leika 20. ... Bb7 og eftir 21. Bxf7+ Kh8 er stađan í jafnvćgi.

21. Bxf7+ Kh8 22. Dd5!

Öflugur leikur sem hótar 23. Bxe5+ o.s.frv.

22. ... Bg7 23. Hac1 Rd7 24. Hc6 Da7 25. Dd6 Bf6 26. Hfc1

Hvítur bćtir stöđu sína í hverjum leik.

26. ...Bxg5 27. Hxc8+ Kg7 28. H8c7 Hb7 29. Bd5!

Og nú fćr svartur ekki varist liđstapi.

29. ... Db6 30. H1c6 Da7 31. Hxb7 Dxb7 32. Hc7 Db6 33. Hxd7 Dxd6 34. Hxd6

- og svartur gafst upp.

Stefán Kristjánsson sigrađi á Nóa Síríus-mótinu, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum, Björgvin Jónsson og Davíđ Kjartansson komu nćstir međ 5 ˝ vinning og í 4.-7. sćti urđu Bragi Ţorfinnsson, Karl Ţorsteins, Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson, allir međ 5 vinninga.

Jón Ţorvaldsson á allan heiđur af framkvćmdinni en honum tókst ađ lađa til keppni marga af bestu skákmönnum landsins sem tefldu eina umferđ á viku í Stúkunni á Kópavogsvelli en keppendur voru 70 talsins.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ísland Norđurlandameistari í skólaskák

Norđurlandameistarar í skólaskákNorđurlandamóti barna og unglinga, sem fram fer ár hvert, er skipt upp í fimm aldursflokka og ţjóđirnar eiga tvo keppendur í hverjum flokki ţar sem tefldar eru sex umferđir eftir svissneska kerfinu. Samanlagđir vinningar ákvarđa síđan lokaniđurstöđuna hvađ varđar keppni milli ţjóđanna. Viđ unnum ţessa keppni í fyrra ţegar hún fór fram í Bifröst í Borgarfirđi og vörđum titilinn í ár. Danir settu mikinn metnađ í ađ vinna keppnina í ár - en ţađ tókst ekki. Viđ héldum forystunni frá upphafi en naumt var ţađ í lokin. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Ísland 35 ˝ v. 2. Danmörk 34 v. 3. Svíţjóđ 33 v. 4. Noregur 32 ˝ v. 5. Finnland 30 v. 6. Fćreyjar 15 v.

Íslenski hópurinn var ađ mestu skipađur ţeim sömu og í fyrra: Mikhael Jóhann Karlsson og Nökkvi Sverrisson tefldu í A-flokki, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson í B-flokki, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dawid Kolka í C-flokki, Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinţórsson í D-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson og Mikhael Kravchuk í E-flokki.

Íslendingar unnu til verđlauna í öllum flokkum, Jón Kristinn og Vignir Vatnar fengu silfur, Hilmir Freyr, Dagur og Nökkvi brons. Viđ höfum yfirleitt tekiđ gull í a.m.k. einum flokki og lengi vel áttu Vignir Vatnar, Jón Kristinn og Mikhael Jóhann Karlsson möguleika á ţví ađ landa sigri í sínum flokkum en andstćđingar Vignis Vatnars tefldu stíft upp á jafntefli. Frammistađa Jóns Kristins, sem er 14 ára, er aldeilis frábćr; á dögunum varđ hann Skákmeistari Akureyrar, sá yngsti í sögunni.

Hilmir Freyr Heimisson hlaut 4 vinninga en sigur hans yfir dönskum andstćđingi í lokaumferđinni var afar mikilvćgur, ţví eins og mál ţróuđust hefđu Danir unniđ flokkakeppnina međ sigri í ţeirri skák. Miklar sviptingar og óbilandi bjartsýni einkenndu skákir Hilmis:

g7ls1uj1.jpgSjá stöđumynd 1

Hilmir Freyr - Arun Ananthan

Hilmir hafđi ekki teflt byrjunina nćgilega vel, tapađi peđi, gaf síđan skiptamun fyrir „spil" en stađan er samt erfiđ og beinast liggur viđ ađ berjast áfram međ 31. Rb5. Hann lék hinsvegar:

31. Rf5+?! gxf5 32. Bxf5

Nú vonađist Hilmir eftir „traustum" varnarleik, 32. ... De7 sem hann hugđist svara međ 33. Dh6+!! Kxh6 34. Rg4+ Kgf7 (eđa 34. .. Kg5 35. f4 mát) 35. Hh7+ Kg8 36. Rh6 mát. En svartur fann bestu vörnina og lék ...

32. ... Rg6!

Hvíta stađan er töpuđ en baráttan hélt áfram og Hilmir var ekkert á ţví ađ „kasta inn handklćđinu". Eftir 42 leiki kom ţessi stađa upp:

Ekki er ástandiđ björgulegt en mikil taugaspenna enda sigur Íslands eđa Dannmerkur undir. Svartur lék...

g7ls1uj5.jpg42. ... Dd7??

og Hilmir kom samstundis međ:

43. f6+!

Drottningin á d7 fellur og svartur gafst upp.

Keppnin fór fram viđ frábćrar ađstćđur í Legolandi í Billund. Danir eiga mikinn heiđur skiliđ fyrir bestu ađstćđur sem bođiđ hefur veriđ uppá í ţessari keppni. Fyrir mótiđ gaf Tuborg 25 tölvusýningarborđ og voru allar skákirnar sýndar í beinni útsendingu. Skólaskáksamband Danmerkur sá um framkvćmdina en lítiđ samband er milli ţess og danska skáksambandsins. Athygli vakti ađ öflugustu stórmeistarar Dana, Curt Hansen og Peter Heine Nielsen, höfđu hlutverkum ađ gegna á skákstađ en samband ţeirra viđ danska skáksambandiđ hefur löngum veriđ stirt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Veronika í verđlaunasćti á Gíbraltar

IM Jón Viktor GunnarssonJón Viktor Gunnarsson er Skákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni á Skákţinginu, sem hófst í byrjun janúar og lauk í síđustu viku. Jón varđ efstur ásamt Einari Hjalta Jenssyni. Ţeir hlutu átta vinninga af níu mögulegum en Jón Viktor var sćmdur titlinum eftir stigaútreikning. Einar Hjalti varđ einnig efstur á Haustmót TR og er á mikilli siglingu. Röđ efstu manna á mótinu var ađ öđru leyti ţessi:

3. Oliver Aron Jóhannesson 7 v. 4.-6. Mikhael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson og Haraldur Baldursson 6˝ v. 7.-13. Davíđ Kjartansson, Lenka Ptacnikova, Sigurbjörn Björnsson, Ţorvarđur Ólafsson, Jón Trausti Harđarson, Stefán Bergsson og Vignir Vatnar Stefánsson 6 v.

Ýmsar niđurstöđur má lesa úr ţessu móti en athygli vekur góđ frammistađa piltanna úr Rimaskóla, Olivers Arons og Jóns Trausta, og hins tíu ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar. Af efstu mönnum hćkkuđu Jón Trausti, Einar Hjalti, Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar myndarlega á stigum.

Af hálfu TR var vel stađiđ ađ mótinu í hvívetna, skákir voru ađgengilegar degi eftir ađ umferđ lauk, svo dćmi sé tekiđ.

Frábćr frammistađa Veroniku á GíbraltarVeronika Steinunn Magnúsdóttir

Undanfarin ár hefur opna mótiđ á „Klettinum", ţ.e. Gíbraltar, veriđ ţađ vinsćlasta međal skákmanna og í ár flykktust ţangađ nafntogađir kappar. Ivantsjúk, Cheparinov og Vitiugov deildu efsta sćtinu, hlutu allir átta vinninga af tíu mögulegum í hópi meira en 250 keppenda; eftir aukakeppni var Cheparinov úrskurđađur sigurvegari.

Magnús Kristinsson bauđ dóttur sinni, Veroniku Steinunni, í ţetta ferđalag á framandi slóđir ţar sem apar leika viđ hvern sinn fingur. Feđginin voru einu fulltrúar Íslands á Gíbraltar og Veronika náđi eftirminnilegum árangri og vann til góđra verđlauna í flokki keppenda undir 2.050 elo-stigum. Hún fékk fjóra vinninga af tíu mögulegum, tefldi upp fyrir sig allt mótiđ og náđi árangri sem reiknast upp á 2.010 elo-stig en hennar stig fyrir mótiđ voru 1.561 elo.

Veronika tók ţátt í Evrópumóti barna og unglinga í Svartfjallalandi fyrir áramótin og undirbúningur hennar fyrir ţađ mót er ađ skila sér núna. Eftirfarandi skák sem tefld var í 3. umferđ er til vitnis um ţađ:

Tim R. Spanton (England) - Veronika Magnúsdóttir

Reti byrjun.

1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Bf5

Biskupinn er oft hafđur á g4 en ţetta er ágćtt líka.

5. Bb2 Rbd7 6. Bg2 h6 7. 0-0 e6 8. d3 Be7 9. Rbd2 0-0 10. He1 Hc8 11. e4 Bh7 12. e5 Re8 13. d4 Rc7

Ţótt svartur standi ţröngt á hann góđ fćri náist ađ opna tafliđ međ - c5. Hér hefđi veriđ best ađ loka taflinu međ 14. c5 en hvítur velur ómarkvissan leik.

14. Bh3? c5! 15. Hc1 cxd4 16. Rxd4 Rc5 17. Bf1 Rd3 18. Bxd3 Bxd3 19. He3 Bh7 20. c5 Ra6 21. c6 Db6 22. cxb7 Dxb7 23. a3 Hxc1 24. Dxc1 Rc5 25. Hc3 Db6 26. Df1

gubs0srr.jpg- Sjá stöđumynd -

26.... Ra4!

Skemmtileg vending, annar góđur leikur var 26.... a5.

27. Hc6 Db8 28. Bc1 Rc5!

„Músagildru-ţemađ" er hér komiđ fram, riddarinn hleypir hróknum inn til c6 en lokar svo á hann aftur međ ţví ađ stökkva til baka. Veikleikinn á d3 reynist erfiđur.

29. f4 Rd3 30. R2f3 Hc8 31. f5 Hxc6 32. Rxc6 Bc5 33. Kg2 Dxb3 34. fxe6 fxe6 35. Rd2 Dc2 36. Rd8 Be4+ 37. Kh3 Rf2+ 38. Kh4 Be7+

- og hvítur gafst upp, 39. Kh5 er svarađ međ 39.... Bg6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16 febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen stóđst fyrstu prófraunina

Gelfand og CarlsenFyrsta keppni nýs heimsmeistara í skák vekur alltaf athygli. Sá „nýbakađi" finnur yfirleitt hjá sér ríka ţörf til ađ sanna ađ hann sé verđugur handhafi krúnunnar. Ţannig var ţađ međ Aljekin eftir sigur í maraţoneinvíginu viđ Capablanca í Buenos Aires 1927, hann varđi titilinn 1929 gegn óverđugum áskoranda, Efim Bogljubow, en síđan vann hann mótin í San Remo 1930 og Bled 1931 međ fáheyrđum yfirburđum.

Á fyrsta móti sem Spasskí tók ţátt í eftir ađ hafa velti Petrosjan úr sessi vann hann glćsilega. Ţađ fór fram í San Juan í Púertó Ríkó sumariđ 1969.

Anatolí Karpov varđ heimsmeistari voriđ 1975 án ţess ađ tefla viđ Bobby Fischer. Hann var keyrđur áfram af knýjandi ţörf til ađ sanna sig og vann strax sigur á sterku móti sem skipt var á milli Portoroz og Ljubljana í Slóveníu.

Sem heimsmeistari byrjađi Kasparov á ţví ađ skrifa bók um einvígi nr. 2 viđ Karpov, nokkrum vikum síđar tefldi hann stutt einvígi viđ Jan Timman.

Ekki verđur annađ sagt en ađ Magnúsi Carlsen hafi tekist vel upp í sinni fyrstu prófraun sem lauk í Zürich í vikunni. Ţetta sex manna skákmót hófst međ stuttu hrađskákmóti sem ákvarđađi töfluröđ, síđan var tekiđ til viđ umferđ kappskáka og loks umferđ atskáka. Kappskákirnar giltu tvöfalt en ţar hlaut Magnús 4 vinninga af fimm og hafđi nánast tryggt sér sigur er atskákirnar hófust. En á ýmsu gekk í kappskákahlutanum; hann var t.d. međ tapađ tafl gegn Nakamura í 3. umferđ en slapp međ skrekkinn og náđi sigri. Nakamura hefur nýveriđ gefiđ út ţá yfirlýsingu ađ á nćstu árum verđi hann hćttulegasti andstćđingur Magnúsar. Betri fćri fá menn varla gegn heimsmeistaranum og hann hlýtur ađ naga sig í handarbökin fyrir klúđriđ.

Í atskákunum voru Magnúsi mislagđar hendur og fékk hann ađeins 2 vinninga en ţađ dugđi til sigurs. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Magnús Carlsen 10 v. 2. - 3. Caruana og Aronjan 9 v. 4. Nakamura 7 ˝ 5. Anand 5 v. 6. Gelfand 4 ˝ v.

Skákin viđ Boris Gelfand var fyrsta kappskák Magnúsar Carlsen sem heimsmeistara og hann tefldi sem slíkur:

Magnús Carlsen - Boris Gelfand

Grünfelds-vörn

1. c4 g6 2. d4 Rf6 3. Rf3 Bg7 4. g3 c6 5. Bg2 d5 6. Da4

Enn eitt dćmiđ um sjaldséđa leiki í byrjun tafls hjá Magnúsi. Hér er oftast leikiđ 6. cxd5.

6. ... O-O 7. O-O Rfd7 8. Dc2 Rf6 9. Bf4 Bf5 10. Db3 Db6

11. Rbd2 Re4 12. e3 Dxb3?!

Dálítiđ hćpiđ en erfitt er ađ finna góđa leiki, t.d. 12. ... Da6 13. Hfc1 ásamt -Bf1 viđ tćkifćri.

13. axb3 Ra6 14. cxd5 cxd5 15. g4!

Djarfur leikur sem hefur ţađ ađ markmiđi ađ opna fyrir biskupinn á g2.

15. ... Bxg4 16. Rxe4 dxe4 17. Rd2 f5 18. f3 e5!?

Geldur í sömu mynt en öruggara var 18.... exf3 19. Rxf3 Had8 međ jöfnu tafli.

19. dxe5 exf3 20. Rxf3 Hae8 21. Ha5 Rb4 22. Rd4 b6 23. Hxa7 Bxe5 24. Bh6 Hf6 25. h3 Bh5

gjjrvomt.jpg- Sjá stöđumynd -

26. Rc2!

Sannkallađur heimsmeistaraleikur. Ef nú 26. ... Rxc2 ţá kemur 27. Bd5+ Hfe6 28. Hc1! og vinnur, t.d. 28. .. Rb4 29. Bxe6+ og 29. ... Hxe6 strandar á 30. Hc8+ og mátar.

26. ... g5 27. Bxg5 Hg6

28. Hxf5 h6

Enn hangir riddarinn á c2, 28. ... Rxc2 er svarađ međ 29. Bd5+ Kh8 30. Hxe5! Hxe5 31. Ha8+ Kg7 31. Hg8 mát.

29. Bxh6 Hxh6 30. Rxb4 Bxb2 31. Rd5 Kh8 32. Hb7 Bd1 33. b4 Hg8 34. Re7 Hd8 35. Be4 Bf6 36. Hxb6 Kg7 37. Hf2

- og Gelfand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsta mót heimsmeistarans Magnúsar Carlsen

Carlsen og Anand Nýbakađur heimsmeistari, Magnús Carlsen, er aftur sestur ađ tafli eftir ađ hafa bađađ sig í sviđsljósinu um stund sem eđlilegt hlýtur ađ teljast; hann sparkađi af stađ leik hjá uppáhaldsliđi í spćnsku deildinni, Real Madrid, heimsótti höfuđstöđvar Google í Kísildalnum og tefldi fjöltefli viđ toppana ţar, var heiđrađur í bak og fyrir í Noregi og sitthvađ fleira hefur veriđ á dagskrá hjá norsku ţjóđhetjunni.

En nú er hann aftur sestur ađ tafli í Zürich í Sviss, borg sem státar af ýmsum frćgum mótum, t.d. hinu ofmetna áskorendamóti sem fram fór áriđ 1953. Kostnađarmađur er rússneskur auđkýfingur, Oleg Skvortsov. Keppendur auk Magnúsar eru Lev Aronjan, sem sigrađi međ yfirburđum á Wijk aan Zee mótinu á dögunum, Anand fyrrverandi heimsmeistari, Nakamura, Caruana og Gelfand. Međalstigatala keppenda er 2801 elo og í stigum telst ţetta sterkasta skákmót allra tíma.

Á miđvikudaginn var töfluröđin ákveđin međ hrađskákmóti, ađferđ sem fyrst var notuđ á Reykjavik rapid 2004 og hefur notiđ vaxandi vinsćlda síđustu misserin. Skákmennirnir munu tefla eina umferđ kappskáka og síđan ađra umferđ atskák. Í hrađskákinni á fimmtudaginn varđ Magnús efstur ásamt Aronjan; ţeir hlutu 3 vinninga af 5 mögulegum.

Í 1. umferđ kappskákanna á fimmtudaginn vann Magnús öruggan sigur yfir Gelfand og Aronjan vann Anand.

Mörgum lék forvitni á ađ vita hvernig Magnús reiddi af í viđureignum sínum viđ gamla heimsmeistarann Anand. Ekki verđur betur séđ en ađ Norđmađurinn hafi áfram sterkt tak á Indverjanum. Hrađskákirnar hafa ţann kost ađ skemmtileg afbrigđi sjá oftar dagsins ljós m.a. vegna ţess ađ mönnum gefst ekki kostur á ţví ađ rýna djúpt í stöđurnar. Taflmennska Magnúsar minnti á laufléttan stíl Paul Murphy sem hefđi ţó áreiđalega ekki sleppt ţví ađ leika riddaranum strax til e8.

Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand

Vćngtafl

1. Rf3 d5 2. b3 c5 3. e4!?

Magnús velur létt og leikandi afbrigđi. Vitaskuld getur Anand hafnađ áskoruninni og reynt ađ loka taflinu međ 3. ... d4 en hann vill sjá hvađ hvítur hefur fram ađ fćra peđi undir.

3. ... dxe4 4. Rg5 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Bb2 Be7 8. O-O O-O 9. Rcxe4 Rxe4 10. Rxe4 e5 11. f4 exf4 12. Dh5 Rd4 13. Hxf4 g6 14. De5!

Magnađur reitur fyrir drottninguna. Ţađan verđur hún ekki hrakin í burtu og ţessi stađa er unnin á hvítt!

14. ... b6 15. Haf1 Bf5 16. g4 Be6 17. Bxe6 fxe6 18. Hxf8 Bxf8 19. Rf6 Kh8

20. c3

Frá fagurfrćđilegum sjónarhól séđ var 20. Re8+ fallegri leikur; svartur er óverjandi mát: 20. ... Kg8 21. Dh8+! Kxh8 22. Hxf8 mát.

20. ... Rc6

21. Re8+!

- og Anand gafst upp ţar sem mátiđ blasir viđ.

Barátta Jóns Viktors og Einars Hjalta á Skákţingi Reykjavíkur

Fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fer í dag stendur baráttan um efsta sćtiđ milli Jóns Viktors Gunnarssonar og Einars Hjalta Jenssonar. Ţeir eru međ 7 vinninga af átta mögulegum. Í 3. - 7. sćti koma svo Davíđ Kjartansson, Ţorvarđur Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Jón Trausti Harđarson og Oliver Aron Jóhannesson, öll međ međ 6 vinninga. Af ţessum hefur hinn ungi Jón Trausti Harđarson komiđ mest a óvart međ stigahćkkun uppá 34 stig.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband