Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ísland Norđurlandameistari í skólaskák

Norđurlandameistarar í skólaskákNorđurlandamóti barna og unglinga, sem fram fer ár hvert, er skipt upp í fimm aldursflokka og ţjóđirnar eiga tvo keppendur í hverjum flokki ţar sem tefldar eru sex umferđir eftir svissneska kerfinu. Samanlagđir vinningar ákvarđa síđan lokaniđurstöđuna hvađ varđar keppni milli ţjóđanna. Viđ unnum ţessa keppni í fyrra ţegar hún fór fram í Bifröst í Borgarfirđi og vörđum titilinn í ár. Danir settu mikinn metnađ í ađ vinna keppnina í ár - en ţađ tókst ekki. Viđ héldum forystunni frá upphafi en naumt var ţađ í lokin. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Ísland 35 ˝ v. 2. Danmörk 34 v. 3. Svíţjóđ 33 v. 4. Noregur 32 ˝ v. 5. Finnland 30 v. 6. Fćreyjar 15 v.

Íslenski hópurinn var ađ mestu skipađur ţeim sömu og í fyrra: Mikhael Jóhann Karlsson og Nökkvi Sverrisson tefldu í A-flokki, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson í B-flokki, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dawid Kolka í C-flokki, Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinţórsson í D-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson og Mikhael Kravchuk í E-flokki.

Íslendingar unnu til verđlauna í öllum flokkum, Jón Kristinn og Vignir Vatnar fengu silfur, Hilmir Freyr, Dagur og Nökkvi brons. Viđ höfum yfirleitt tekiđ gull í a.m.k. einum flokki og lengi vel áttu Vignir Vatnar, Jón Kristinn og Mikhael Jóhann Karlsson möguleika á ţví ađ landa sigri í sínum flokkum en andstćđingar Vignis Vatnars tefldu stíft upp á jafntefli. Frammistađa Jóns Kristins, sem er 14 ára, er aldeilis frábćr; á dögunum varđ hann Skákmeistari Akureyrar, sá yngsti í sögunni.

Hilmir Freyr Heimisson hlaut 4 vinninga en sigur hans yfir dönskum andstćđingi í lokaumferđinni var afar mikilvćgur, ţví eins og mál ţróuđust hefđu Danir unniđ flokkakeppnina međ sigri í ţeirri skák. Miklar sviptingar og óbilandi bjartsýni einkenndu skákir Hilmis:

g7ls1uj1.jpgSjá stöđumynd 1

Hilmir Freyr - Arun Ananthan

Hilmir hafđi ekki teflt byrjunina nćgilega vel, tapađi peđi, gaf síđan skiptamun fyrir „spil" en stađan er samt erfiđ og beinast liggur viđ ađ berjast áfram međ 31. Rb5. Hann lék hinsvegar:

31. Rf5+?! gxf5 32. Bxf5

Nú vonađist Hilmir eftir „traustum" varnarleik, 32. ... De7 sem hann hugđist svara međ 33. Dh6+!! Kxh6 34. Rg4+ Kgf7 (eđa 34. .. Kg5 35. f4 mát) 35. Hh7+ Kg8 36. Rh6 mát. En svartur fann bestu vörnina og lék ...

32. ... Rg6!

Hvíta stađan er töpuđ en baráttan hélt áfram og Hilmir var ekkert á ţví ađ „kasta inn handklćđinu". Eftir 42 leiki kom ţessi stađa upp:

Ekki er ástandiđ björgulegt en mikil taugaspenna enda sigur Íslands eđa Dannmerkur undir. Svartur lék...

g7ls1uj5.jpg42. ... Dd7??

og Hilmir kom samstundis međ:

43. f6+!

Drottningin á d7 fellur og svartur gafst upp.

Keppnin fór fram viđ frábćrar ađstćđur í Legolandi í Billund. Danir eiga mikinn heiđur skiliđ fyrir bestu ađstćđur sem bođiđ hefur veriđ uppá í ţessari keppni. Fyrir mótiđ gaf Tuborg 25 tölvusýningarborđ og voru allar skákirnar sýndar í beinni útsendingu. Skólaskáksamband Danmerkur sá um framkvćmdina en lítiđ samband er milli ţess og danska skáksambandsins. Athygli vakti ađ öflugustu stórmeistarar Dana, Curt Hansen og Peter Heine Nielsen, höfđu hlutverkum ađ gegna á skákstađ en samband ţeirra viđ danska skáksambandiđ hefur löngum veriđ stirt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 15
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8766084

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband