Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefst á ţriđjudag - 50 ára afmćlismót - Helgi Ólafsson tekur ţátt

  • Kasparov kemur
  • Metţátttaka
  • Helgi Ól tekur ţátt
  • Ofurstórmeistarar
  • Undrabörn
  • Gamlar hetjur

Helgi Ólafsson  hrađskákmeistari Íslands 2013   ESE 2013 14.12.2013 15 44 49 14.12.2013 15 44 49.2013 15 44 49Fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ fór fram 1964 í Lídó og fagnar mótiđ ţví hálfrar aldar afmćli í ár. N1 Reykjavíkurskákmótiđ er elsta hátíđin sem kennd er viđ höfuđborgina og reyndar ein elsta skákhátíđ heims sem enn er haldin reglulega. N1 Reykjavíkurskákmótiđ nýtur mikillar virđingar um allan heim og var til ađ mynda valiđ ţriđja besta opna skákmótiđ áriđ 2012, en alţjóđleg skákmót skipta hundruđum ef ekki ţúsundum ár hvert.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ nú fer fram í Hörpu dagana 4.-12. Kasparovmars. Í tilefni afmćlisins verđur mótiđ nú um margt sérstakt. Heiđursgestur verđur sterkasti skákmađur allra tíma, Garry Kasparov, sem verđur á landinu 9.-11. mars nćstkomandi. Hann mun međal annars heimsćkja leiđi Bobby Fischer, á 71. fćđingardegi Fischers, 9. mars, og mun árita bćkur fyrir skákáhugamenn í Hörpu hinn 10. mars. Kasparov er í frambođi sem nćsti forseti FIDE - alţjóđlega skáksambandsins. Útsendingar á netinu frá mótinu verđa betri og flottari en nokkru sinni fyrr.  

Metţátttaka verđur á mótinu. Gera má ráđ fyrir ađ keppendur verđi á bilinu 260-270, frá um 45 löndum, en í fyrra voru ţeir 227 talsins, sem ţá var met! Međal keppenda eru 27 stórmeistarar og 30 alţjóđlegir meistarar. Um 70% keppenda mótsins koma ađ utan og ţar eru Norđmenn (28), Ţjóđverjar (26) og Bandaríkjamenn (16) fjölmennastir.

NaiditschMargir sterkir skákmeistarar eru međal keppenda. Stigahćstur keppenda er ţýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch međ 2706 skákstig. Sá er af lettneskum uppruna en leiddi ţýska landsliđiđ til afar óvćnts sigur á EM landsliđa 2011 og er fastagestur á ofurmótum. Nćststigahćstur keppenda er kínverski landsliđsmađurinn Chao Li međ 2700 skákstig. Kínverska landsliđiđ er eitt ţađ sterkasta í heimi og hlaut brons á síđasta Ólympíuskákmóti. Chao Li er ákaflega skemmtilegur skákmađur.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefur ávallt státađ af efnilegum Rapportskákmönnum, svo er einnig nú. Ţar má nefna Richard Rapport, 17 ára Ungverja sem er ekki ađeins efnilegur heldur fjórđi stigahćsti keppandi mótsins. Richard ţessi náđi ţví ađ verđa sá sjötti yngsti í sögunni til ţess ađ hampa stórmeistaranafnbótinni, en ţví náđi hann ađeins 13 ára. Hann teflir ákaflega fjörlega og frumlega og vakti gríđarlega athygli á ofurmótinu í Wijk aan Zee nýlega, ţar sem hann vann međal annars Boris Gelfand.

Henrik teflir viđ BassemMeđal annarra ofurstórmeistara má nefna Egyptann Bassim Amin, sem var međal sigurvegara í fyrra, og Rússann Mikhail Kobalia, sem er yfirţjálfari rússneska unglingalandsliđsins og verđur međ fyrirlestur hérlendis um skákţjálfun.

Margir ađrir áhugaverđir keppendur eru međal ţátttakendaSarasadat Khademalsharieh. Tveir koma alla leiđina frá Íran. Annar ţeirra, Pouya Idani, varđ heimsmeistari 18 ára og yngri í fyrra. Sá sigur vakti mikla athygli enda var Íraninn ađeins 20. stigahćsti keppandi mótsins. Einnig kemur frá Íran landsliđs- konan Sarasadat Khademalsharieh sem er stórmeistari kvenna og fyrrum heimsmeistari stúlkna 12 ára og yngri

Awonder LiangHelsta undrabarn mótsins er hins vegar hinn 10 ára Awonder Liang. Sá er heimsmeistari 10 ára og yngri og varđ jafnframt heimsmeistari 8 ára og yngri. Hann er sá yngsti í sögunni sem hefur unniđ alţjóđlegan meistara í langri skák, ţegar hann var 9 ára, og jafnframt sá yngsti sem hefur unniđ stórmeistara, en ţá var hann 10 ára! Menn skulu leggja nafn hans á minniđ og fylgjast vel međ ţessum unga meistara, sem margir telja líklegt ofurstórmeistaraefni. Hann er á forsíđu nýjasta tölublađs Chess Life Magazine.

Gamlar stjörnur láta sig ekki vanta. Ber ţar hćst ţátttöku Walter Walther BrowneBrowne, sem sigrađi á mótinu 1978, einu sterkasta Reykjavíkurskákmót sögunnar. Browne ţótti hafa ákaflega fjörlega framkomu og margir minnast hamagangs í tímahraki nokkurra viđureigna hans frá fyrri Reykjavíkurmótum.

Ađ sjálfsögđu eru margar sterkar skákkonur međal keppenda - nokkrar teljast til ţeirra sterkustu í heimi. Má ţar nefna indversku skákdrottninguna Tania Sadchev, sem sló í gegn fyrir frábćrar skákskýringar frá heimsmeistaraeinvígi Anand og Carlsen, en einnig bandarísku skákkonuna Irina Krush, sem er núverandi skákmeistari Bandaríkjanna sem eru eitt sterkasta skákland heims. Sterkar skákkonur koma svo frá löndum eins og Tania SadchevKasakstan og Íran.

Einn áhugaverđasti keppandi mótsins er ekki međal ţeirra stigahćstu. Um er ađ rćđa Elihaj Emjong sem kemur alla leiđina frá Úganda. Hann er sterkasti skákmađur lands síns og núverandi skákmeistari Vestur-Afríku. Einnig má nefna ađ međal keppenda verđur Henrik Carlsen en sá er fađir heimsmeistarans Magnusar Carlsen en teflir hér fyrst og Elihaj Emjongfremst ánćgjunnar vegna. 

Heimavarnarliđiđ lćtur sig ekki vanta. Helgi Ólafsson tekur ţátt í sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti í einu 10 ár! Ađ öđru leyti ber ađ sjálfsögđu hćst ţátttaka Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem er í senn sigursćlasti skákmađur Reykjavíkurskákmótanna og tólffaldur Íslandsmeistari í skák. Međal annarra keppenda eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn GrétarssonHenrik DanielsenStefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson

Páll G. Jónsson (80)   ese 1.10.2013 06 19 08Og svo má ekki gleyma hinum hefđbundna skákáhugamanni sem eru á öllum aldri. Má ţar nefna ađ međal keppenda eru Páll G. Jónsson (fćddur 1933), og er elstur keppenda, og Óskar Víking Davíđsson Óskar Víkingur Davíđssonog Robert Luu (fćddir 2005) og eru yngstir keppenda. Aldursmunurinn er 72 ár! Segja má međ sanni ađ skákin brúar bil!

Sérstakar ţakkir fá helstu styrktarađilar mótsins sem gera ţessa skákhátíđ mögulega. Má ţar sérstaklega nefna N1, Reykjavíkurborg og Icelandair.

Mótiđ hefst međ setningarathöfn í Hörpu 4. mars kl. 16 en sjálft mótiđ hefst kl. 16:30.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband