Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Veronika í verđlaunasćti á Gíbraltar

IM Jón Viktor GunnarssonJón Viktor Gunnarsson er Skákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni á Skákţinginu, sem hófst í byrjun janúar og lauk í síđustu viku. Jón varđ efstur ásamt Einari Hjalta Jenssyni. Ţeir hlutu átta vinninga af níu mögulegum en Jón Viktor var sćmdur titlinum eftir stigaútreikning. Einar Hjalti varđ einnig efstur á Haustmót TR og er á mikilli siglingu. Röđ efstu manna á mótinu var ađ öđru leyti ţessi:

3. Oliver Aron Jóhannesson 7 v. 4.-6. Mikhael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson og Haraldur Baldursson 6˝ v. 7.-13. Davíđ Kjartansson, Lenka Ptacnikova, Sigurbjörn Björnsson, Ţorvarđur Ólafsson, Jón Trausti Harđarson, Stefán Bergsson og Vignir Vatnar Stefánsson 6 v.

Ýmsar niđurstöđur má lesa úr ţessu móti en athygli vekur góđ frammistađa piltanna úr Rimaskóla, Olivers Arons og Jóns Trausta, og hins tíu ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar. Af efstu mönnum hćkkuđu Jón Trausti, Einar Hjalti, Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar myndarlega á stigum.

Af hálfu TR var vel stađiđ ađ mótinu í hvívetna, skákir voru ađgengilegar degi eftir ađ umferđ lauk, svo dćmi sé tekiđ.

Frábćr frammistađa Veroniku á GíbraltarVeronika Steinunn Magnúsdóttir

Undanfarin ár hefur opna mótiđ á „Klettinum", ţ.e. Gíbraltar, veriđ ţađ vinsćlasta međal skákmanna og í ár flykktust ţangađ nafntogađir kappar. Ivantsjúk, Cheparinov og Vitiugov deildu efsta sćtinu, hlutu allir átta vinninga af tíu mögulegum í hópi meira en 250 keppenda; eftir aukakeppni var Cheparinov úrskurđađur sigurvegari.

Magnús Kristinsson bauđ dóttur sinni, Veroniku Steinunni, í ţetta ferđalag á framandi slóđir ţar sem apar leika viđ hvern sinn fingur. Feđginin voru einu fulltrúar Íslands á Gíbraltar og Veronika náđi eftirminnilegum árangri og vann til góđra verđlauna í flokki keppenda undir 2.050 elo-stigum. Hún fékk fjóra vinninga af tíu mögulegum, tefldi upp fyrir sig allt mótiđ og náđi árangri sem reiknast upp á 2.010 elo-stig en hennar stig fyrir mótiđ voru 1.561 elo.

Veronika tók ţátt í Evrópumóti barna og unglinga í Svartfjallalandi fyrir áramótin og undirbúningur hennar fyrir ţađ mót er ađ skila sér núna. Eftirfarandi skák sem tefld var í 3. umferđ er til vitnis um ţađ:

Tim R. Spanton (England) - Veronika Magnúsdóttir

Reti byrjun.

1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Bf5

Biskupinn er oft hafđur á g4 en ţetta er ágćtt líka.

5. Bb2 Rbd7 6. Bg2 h6 7. 0-0 e6 8. d3 Be7 9. Rbd2 0-0 10. He1 Hc8 11. e4 Bh7 12. e5 Re8 13. d4 Rc7

Ţótt svartur standi ţröngt á hann góđ fćri náist ađ opna tafliđ međ - c5. Hér hefđi veriđ best ađ loka taflinu međ 14. c5 en hvítur velur ómarkvissan leik.

14. Bh3? c5! 15. Hc1 cxd4 16. Rxd4 Rc5 17. Bf1 Rd3 18. Bxd3 Bxd3 19. He3 Bh7 20. c5 Ra6 21. c6 Db6 22. cxb7 Dxb7 23. a3 Hxc1 24. Dxc1 Rc5 25. Hc3 Db6 26. Df1

gubs0srr.jpg- Sjá stöđumynd -

26.... Ra4!

Skemmtileg vending, annar góđur leikur var 26.... a5.

27. Hc6 Db8 28. Bc1 Rc5!

„Músagildru-ţemađ" er hér komiđ fram, riddarinn hleypir hróknum inn til c6 en lokar svo á hann aftur međ ţví ađ stökkva til baka. Veikleikinn á d3 reynist erfiđur.

29. f4 Rd3 30. R2f3 Hc8 31. f5 Hxc6 32. Rxc6 Bc5 33. Kg2 Dxb3 34. fxe6 fxe6 35. Rd2 Dc2 36. Rd8 Be4+ 37. Kh3 Rf2+ 38. Kh4 Be7+

- og hvítur gafst upp, 39. Kh5 er svarađ međ 39.... Bg6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16 febrúar 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8764934

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband