Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar nýtti sér "leikbragđ Kasparovs"

Hannes og Guđmundur í Kosta RíkaEftir Evrópumót landsliđa í Varsjá á dögunum héldu tveir liđsmenn Íslands, ţeir Guđmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson, rakleiđis til Kosta Ríka međ stuttri viđkomu í New York. Sá fyrrnefndi hefur tekiđ miklu ástfóstri viđ hinn latneska heim Suđur-Ameríku og varla nema ár síđan hann sneri ţađan eftir góđa frammistöđu á fjölmörgum opnum mótum. Ţeir félagar hófu ferđalagiđ međ ţví ađ taka sćti í sitt hvoru liđinu í úrvalsdeild Kosta Ríka og ţar hlaut Hannes 8˝ vinning úr 9 skákum á 2. borđi fyrir klúbb sem ber nafniđ Mega Super en Guđmundur tefldi fyrir Pashion Ajedrez og hlaut 5˝ vinning af 9 mögulegum á 1. borđi.

Strax á eftir tóku ţeir svo ţátt í opnu móti í Kosta Ríka međ 62 ţátttakendum. Hannes, sem var eini keppandinn yfir 2.500 elo-stigum, sigrađi hlaut 7˝ vinning af átta mögulegum. Hann náđi ađ vinna helstu keppinauta sína og ţá sem nćstir komu ađ vinningum ţ.e.a.s. Guđmund og Danann Allan Rasmussen sem urđu í 2.-3. sćti međ 6˝ vinning hvor. Ţátttöku Hannesar og Guđmundar á skákmótum í ţessum heimshluta er hvergi nćrri lokiđ, Guđmundur hyggur á ţátttöku á móti i Kólumbíu sem hefst fljótlega og Hannes mun vćntanlega vera međ á móti í Nikaragúa sem hefst hinn 26. desember nk.

Í eftirfarandi sigurskák Hannesar yfir danska stórmeistaranum Rasmussen frá opna mótinu kemur fyrir ţema sem stundum sást í skákum Kasparovs; peđi er skyndilega og óvćnt leikiđ beint ofan í ţrćlvaldađan reit. Ţegar Kasparov skýrđi vinningsskák sína viđ Jan Timman á heimsbikarmótinu í Borgarleikhúsinu haustiđ 1988 minntist hann á og nýtti sér ţetta leikbragđ:

Hannes Hlífar Stefánsson - Allan Rasmussen

Móttekiđ drottningarbragđ

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4

Skarpasta leiđ hvíts til ađ mćta mótteknu drottningarbragđi.

3.... Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 7. Re2 Bg4 8. f3

Be6 9. Rbc3 Dd7 10. Re4 Bd5 11. Rc5 Dc8

Ţekkt leikađferđ runnin undan rifjum Tigran Petrosjan. Hér er oftast leikiđ 12. a3 en Hannes velur annan leik.

12. Be3 e6 13. Dc1 Rb4 14. Bb1 Bc6 15. 0-0 R4d5 16. Bf2 Be7 17. He1 Rd7 18. Re4 0-0 19. Rg5 g6 20. Re4 Kg7 21. a3 a5 22. h4 h5 23. Rg5 Bb5 24. Rc3 Rxc3 25. bxc3 Rb6?

Hyggst skorđa peđin en betri leiđ til ţess var 26.... Bc4! sem opnar fyrir framrás c7-peđsins.

26. d5!

„Leikbragđ Kasparovs" sem kemur af stađ ákveđinni keđjuverkun, peđinu er leikiđ beint í dauđann og ekki má taka ţađ međ riddara vegna 27. c4 sem vinnur mann.

26.... Bxg5

26.... exd5 má svara međ 27. e6! o.s.frv.

27. hxg5 exd5 28. e6! fxe6 29. Bd4+ Kh7 30. De3!

Ekki er minnsti vafi á ţví ađ Hannes sá fórnina 30. Bxg6+!? Kxg6 31. Db1+ t.d.. 31.... Kxg5 32. Dh7! o.s.frv. eđa 31.... Hf5 32. g4 og vinnur. Hann hefur sennilega metiđ möguleika sína ţannig ađ 30. De3 vćri öruggari leikur og skjátlast varla í ţeim efnum.

30.... De8 31. g4!

Peđ eru líka sóknarmenn! Ekki má svara ţessu međ 31.... hxg4 vegna 32. fxg4 og síđan - Dh3.

31.... Rc4 32. Dxe6 Rd2 33. De7+ Hf7

gv7rp79i.jpg34. Bxg6+! Kg8

34.... Kxg6 leiđir til máts eftir 35. He6+ Kh7 36. Hh6+ og 37. Hh8 mát.

35. Bxf7+ Dxf7 36. Dxf7+ Kxf7 37. g6+! Kxg6 38. He6+ Kh7 39. He7+ Kg8 40. Kf2

- og eftir ţennan hógvćra leik gafst Rasmussen upp. Snarplega teflt hjá Hannesi.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 32
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 181
 • Frá upphafi: 8705238

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband