Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Spennan magnast í heimsmeistaraeinvíginu

Anand og Carlsen„Er ţetta kannski einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans? hugsađi ég," skrifađi gamli heimsmeistarinn Botvinnik örlítiđ háđskur í skýringum viđ skák sem hann tefldi viđ Bent Larsen áriđ 1967 í Palma á Mallorca. Á einum punkti hafđi hann úr ađ velja fleiri en eina vinningsleiđ. Ţetta var mjög gott ár hjá Larsen og hann var ţá helsta von Vesturlanda og Norđurlanda eins eins og Magnús Carlsen í dag. Heimsmeistarinn Anand gćti hafa spurt sig ţessarar sömu spurningar á međan ţriđja einvígisskák hans viđ Magnús stóđ yfir. Ónákvćmni og linkulega tefld byrjun héldust í hendur og ýmsir spámenn voru farnir ađ efast um ađ Norđmađurinn ungi hefđi yfirleitt nokkuđ fram ađ fćra međ hvítu sem hefur hingađ til veriđ taliđ nauđsynlegt á ţessum vettvangi. Hann náđi ţó jafntefli eftir talsverđa erfiđleika. Kannski er hann hćttulegri međ svörtu ţví ađ í fjórđu skákinni sló hann Anand út af laginu međ bírćfnu peđsráni sem minnti á hinn frćga leik Fischers í 1. skákinni viđ Spasskí, 29. ... Bxh2.

„Forskot Magnúsar Carlsen liggur ekki á sviđi byrjana," sagđi Garrí Kasparov, nýkominn til Chennai. Anand sá hinsvegar til ţess ađ Garrí karlinn fengi ekki ađ sitja á fremsta bekk og vangaveltur voru uppi ađ ţessi FIDE-forsetaframbjóđandi hefđi orđiđ ađ kaupa sér ađgöngumiđa ţegar hann mćtti á keppnisstađ í Chennai sl. miđvikudag.

4. einvígisskák:

Wiswanathan Anand - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8

Berlínar-vörnin er í vopnabúri Magnúsar. Svartur hefur ýmsar leiđir til ađ skipa liđi sínu fram. Ýmsir hafa haldiđ ţví fram ađ ţessi byrjun hafi velt Kasparov úr sessi sem heimsmeistara í HM-einvíginu viđ Kramnik áriđ 2000.

9. h3 Bd7 10. Hd1 Be7 11. Rc3 Kc8 12. Bg5 h6 13. Bxe7 Rxe7 14. Hd2 c5 15. Had1 Be6 16. Re1 Rg6 17. Rd3 b6 18. Re2?

Ónákvćmni. Magnús hafđi teflt byrjunina hratt og Anand á ţađ enn til ađ tefla of hratt!

- Sjá stöđumynd -

gmfrjh5j.jpg18. ...Bxa2!

Minnir óneitanlega á hinn frćga leik Fischers. Munurinn er sá ađ biskupinn sleppur út.

19. b3 c4! 20. Rdc1 cxb3 21. cxb3 Bb1 22. f4 Kb7 23. Rc3 Bf5 24. g4 Bc8

Aftur á heimareit eftir „peđsrániđ". Svartur á góđa möguleika ađ ţróa ţessa stöđu til vinnings en Anand hefur meira rými.

25. Rd3 h5 26. f5 Re7 27. Rb5 hxg4 28. hxg4 Hh4 29. Rf2 Rc6 30. Hc2 a5 31. Hc4 g6 32. Hdc1 Bd7 33. e6 fxe6 34. fxe6 Be8 35. Re4! Hxg4+ 36. Kf2 Hf4+ 37. Ke3 Hf8

37. ... g5 var betra og svartur á nokkra vinningsmöguleika.

38. Rd4 Rxd4 39. Hxc7+ Ka6 40. Kxd4 Hd8+ 41. Kc3

Betra var 41. Ke3 og stađan má heita í jafnvćgi.

41. ... Hf3+ 42. Kb2 He3 43. Hc8 Hdd3 44. Ha8+ Kb7 45. Hxe8 Hxe4 46. e7 Hg3 47. Hc3 He2+ 48. Hc2 Hee3 49. Ka2 g5 50. Hd2 He5 51. Hd7+ Kc6 52. Hed8 Hge3 53. Hd6+ Kb7 54. H8d7 Ka6 55. Hd5 He2+ 56. Ka3 He6!

Jafntefliđ er auđfengiđ nái hvítur ađ skipta upp á hrókum en Magnús hefur náđ ađ magna flćkjustigiđ. Hér leggur hann lćvísa gildru fyrir Anand, 57. Hxg5 er svarađ međ 57. ... b5! og vinnur vegna hótunarinnar 58. ... b4+.

57. Hd8 g4 58. Hg5 Hxe7 59. Ha8+ Kb7 60. Hag8 a4 61. Hxg4 axb3 62. H8g7! Ka6 63. Hxe7 Hxe7 64. Kxb3

Jafntefli! B-peđ svarts er hćttulaust. Stađan 2:2. Frábćr barátta.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnúsi Carlsen spáđ sigri í HM-einvíginu viđ Anand

Anand og Carlsen í Bilbaó 2010Eitt ţađ fyrsta sem Magnús Carlsen og fylgdarliđ hans gerđi eftir ađ hafa skráđ sig inn á Hyatt Regency-lúxushóteliđ í Chennai í Indlandi ţar sem einvígiđ um heimsmeistaratitilinn hefst um helgina, var ađ leita ađ hlerunar- og njósnabúnađi í híbýlum sínum. Prúđmenniđ Anand er manna ólíklegastur til ađ hafa rangt viđ en Magnús hefur lćrt lexíu sem skáksagan hefur kennt honum og vill bćgja frá sér öllum grunsemdum.

„Ofsóknarbrjálćđi" hefur alltaf veriđ fylgifiskur heimsmeistaraeinvígja. Sundurhlutun ljósahjálms og stóla í „einvígi aldarinnar" í Laugardalshöll 1972 er frćgt dćmi; í ţriđja einvígi Kasparovs og Karpovs í Leningrad haustiđ 1986 knúđu dyra hjá ađstođarmanninum Vladimirov „górillur" tvćr og Kasparov sjálfur og veiddu upp úr farangri hans „grunsamlegar glósur". Vladimirov var rekinn úr liđi Kasparovs - alsaklaus ađ flestra mati.

„Toilet-gate", speglunargleraugu, dulsálfrćđingurinn Zoukhar, kaffibrúsar, tvö umslög fyrir einn biđleik, jógúrt. Ţetta eru hugtök og nöfn sem tengjast öll tortryggni heimsmeistaraeinvígja.

Magnús Carlsen sem er 22 ára er mćttur á heimavöll Anands međ tölvuver í farangrinum, norskan kokk, foreldrana Henrik og Sigrúnu og systurnar Ellen og Ingrid, umbođsmanninn Espen Agdestein og ađstođarmennina Jon Ludwig Hammer og Laurent Fressinet. Ýmsir fleiri verđa „á kantinum", Kasparov hefur bođađ komu sína og Anand hefur ekki vandađ honum kveđjurnar en ţađ mun eiga rćtur ađ rekja til ummćla sem Garrí lét falla um taflmennsku hans međan á HM-einvíginu viđ Gelfand stóđ.

Ţađ er skođun undirritađs ađ nokkur mikilvćg atriđi gefi heimsmeistaranum Anand von ţó hann sé 95 stigum lćgri á stigalista FIDE. Í fyrsta lagi er ţađ heimavöllurinn sem fyrir Magnús Carlsen og ţá sem koma til Indlands í fyrsta sinn er framandi menningarsvćđi sem tekur tíma ađ ađlagast. Í öđru lagi reynsla Anands og frábćr árangur í heimsmeistaraeinvígjum og snilldar undirbúningur. Hafa ber í huga ađ Magnús er ađ heyja sitt fyrsta alvöru einvígi á ferlinum. Anand hefur hinsvegar háđ HM-einvígi viđ Kasparov, Shirov, Kramnik, Topalov og Gelfand.

Engu ađ síđur spá flestir ţví ađ Magnúsi sigri og hann verđi ţannig fyrsti Norđurlandabúinn til ađ verđa heimsmeistari. Í breskum veđbönkum eru sigurhorfur hans taldar 3:1. Til samanburđar má geta ţess ađ sigurhorfur Kasparovs gegn Short áriđ 1993 voru 4:1.

Norska pressan stendur á öndinni og flykkist til Indlands. Magnús og Anand munu tefla 12 kappskákir međ venjulegum umhugsunartíma og hefjast ţćr kl. 9.30 ađ íslenskum tíma.

Skákirnar eru á dagskrá 9. nóvember, 10. nóvember, 12. nóvember, 13. nóvember, 15. nóvember, 16. nóvember, 18. nóvember, 19. nóvember, 21. nóvember, 22. nóvember, 24. nóvember og 26. nóvember.

Verđi jafnt eftir 12 skákir tefla ţeir fjórar at-skákir. Verđi enn jafnt taka viđ tvćr hrađskákir, síđan Armageddon-skák. Verđlaunaféđ deilist í hlutföllunum 60% - 40%, en 55% - 45% verđi jafnt eftir 12 skákir hafa veriđ tefldar.

Heimasíđa einvígisins er:

http://chennai2013.fide.com.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ einvíginu á fjölmörgum vefsíđum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn á eftir ađ vinna marga sigra á komandi árum

Hjörvar Steinn GrétarssonNýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er ađeins tuttugu ára gamall, er glćsilegur ungur mađur sem mun án efa vinna mörg glćsileg afrek á nćstu árum. Ţá fjallgrćnu vissu byggir undirritađur á meira en tíu ára samvinnu. Metnađur Hjörvars hefur alltaf veriđ til stađar auk mikils baráttuvilja sem er sennilega mikilvćgasti eiginleiki sem nokkur skákmađur getur haft. Auđvitađ getur hann bćtt sig á ýmsum sviđum en ţađ á nú viđ flesta. Á EM taflfélaga á Rhodos tefldi Hjörvar Steinn á 2. borđi fyrir enska klúbbinn Jutes of Kent og náđi lokaáfanganum. Félag Hjörvars hér heima, Víkingaklúbburinn, sendi einnig sveit á ţetta Evrópumót en báđar ţessar sveitir áttu erfitt uppdráttar en mótiđ er skemmtileg blanda af áhugamönnum og öflugum stórmeisturum.

Fyrri áfanginn í Porto Carras í Grikklandi haustiđ 2011 reiknast tvöfaldur vegna sérstakra ákvćđa FIDE varđandi titilumsóknir en ţar er gert ráđ fyrir a.m.k. 24 skákum tefldum. Ţađ var ađeins tímaspursmál hvenćr Hjörvar myndi ná lokaáfanganum en nokkuđ er um liđiđ síđan hann skipađi sér í flokk međ bestu skákmönnum ţjóđarinnar. Hann mun tefla á 3. borđi fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Varsjá.

Og ţá er ţađ spurningin um skákstílinn. Sé litiđ yfir skáksöguna og frćgustu meistara hennar eiga ţeir ţađ sameiginlegt ađ hafa snemma fundiđ sinn stíl - og skákstíllinn endurspeglar persónuleikann. Ţetta átti a.m.k. viđ um ţá tóku út skákţroska sinn fyrir daga tölvutćkninnar, sem hefur gerbreytt landslagi skákarinnar. Í Time á dögunum gaf Garrí Kasparov ţá athyglisverđu lýsingu á stíl Magnúsar Carlsen ađ hann vćri byggđur á innsći. Stíll Hjörvars er býsna dýnamískur og hann tekur oft áhćttu til ađ halda vinningsmöguleikum opnum. Í eftirfarandi skák, sem hann vann gegn ţekktum rússneskum stórmeistara í fyrra, komu ţessir ţćttir fyrir:

Ortisei, Ítalíu 2012

Mikhael Ulibin - Hjörvar Steinn Grétarsson

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 0-0

Víkur strax frá algengari leiđum, 4.... d5 eđa 4.... c5.

5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re8 7. e4 b6 8. Bd3 Ba6 9. Rh3 Rc6

Hyggst ráđast gegn c4-peđinu međ - Ra5 og jafnvel - Rd6.

10. e5 Dh4+ 11. Rf2 Ra5 12. De2 c5 13. 0-0 cxd4 14. Re4 f5 15. exf6 gxf6

15.... Rxf6 má svara međ 16. Bg5 Dg5 17. Bxf6 og 18. cxd4.

16. g3 Dh5 17. g4 Dh4 18. Bd2?!

Fyrsti ónákvćmi leikur hvíts. Sjálfsagt var 18. cxd4 Rb3 19. Hb1 Rxd4 20. Dd1 og hvítur hefur góđar bćtur fyrir peđiđ. Hér er 18.... Rb3 sennilega best en Hjörvar velur lakari leik.

18.... Hc8 19. cxd4 Rxc4 20. d5?!

Lítur vel út en traustara var 20. Bf4 og hvítur má vel viđ una.

20.... exd5 21. Rc3 Bb7 22. Bf4 Rg7 23. Bxc4?

Aftur ónákvćmni. Stađan er í járnum eftir 23. Rb5.

23.... Hxc4 24. Dd2 Re6 25. Bd6 Hfc8

Vegna yfirráđa eftir c-línunni hefur svartur nú sterkt frumkvćđi.

26. Rxd5 Hc2 27. Re7+ Kf7 28. De1

Komist hvíti riddarinn til f5 á hvítur enn von. En nćsti leikur kom Ulibin í opna skjöldu.

gtorhbnd.jpg28.... Dxg4+!

Međ hugmyndinni 29. fxg4 Hg2+ 30. Kh1 Hxg4 og mátar.

29. Dg3 Dxg3+ 30. hxg3 H8c3 31. Rf5 Bxf3 32. Rh4 Rg5!

Hótar máti međ 33.... Rh3. Ef 34. Rxf3 Rxf3+ kemur 35.... Hh2 sem er „arabískt mát".

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. nóvember 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Skrýtnar myndir á skákborđi

Eftir fyrri helming Íslandsmóts skákfélaga hélt haustmót Taflfélags Reykjavíkur áfram og ţar hélst stađan hvađ varđar efsta sćtiđ óbreytt. Einar Hjalti Jensson vann sinn stćrsta sigur á ferlinum, hlaut 7 ˝ vinning úr 9 skákum. Á Norđurlandamótinu í skák sem haldiđ var í strandbćnum Köge í Danmörku tefldu fyrir Íslands hönd Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson. Henrik hlaut 6 ˝ vinning og varđ í 3.-5. sćti en Guđmundur fékk 5 ˝ vinning og varđ í 15.-23. sćti. Norđurlandameistari varđ Svíinn Axel Smith.

Í lok síđustu viku hélt Víkingasveitin til Rhodos án nokkurra lykilmanna en ţó međ Hannes Hlífar, Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson innanborđs. Hjörvar Steinn Grétarsson sem í haust gekk til liđs viđ Víkingana valdi ađ tefla fyrir hitt liđiđ sitt, ensku sveitina Jutes of Kent. Ţeir eru búnir ađ standa sig vel, Hannes međ 3 vinninga úr fjórum skákum og Hjörvar og Björn međ 2 ˝ vinning.

En á ţessu móti ţar sem saman koma margir af sterkustu skákmönnum heims hefur veriđ tefld ein furđuleg skák. Viđ nána skođun finnst varla rökréttur ţráđur. Samt eigast viđ öflugir stórmeistarar sem hitta á frábćra leiki. Morozevich sem er meistari sjónhverfinga leikur einum slćmum leik í byrjun og á undir högg ađ sćkja eftir ţađ. Og tilţrifin eru mögnuđ:

EM Rhodos 2013

Alexander Morozevich - Viktor Laznicka

Enskur leikur

1. g3 e5 2. c4 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. e3 d5!? 6. cxd5 Rb4 7. Rf3!?

Býđur riddaranum til d3! Hér var öruggast ađ leika 7. d4 exd4 8. cxd4 Be7 o.s.frv.

7. ... Rd3+ 8. Ke2 Rxd5 9. Da4+

Vitaskuld ekki 9. Kxd3 Rxe3+ og vinnur.

9. ... Bd7 10. De4 R5b4 11. a3 Bc6 12. Dc4 b5 13. Dg4 Rc2 14. Dxg7 Hf8 15. Ha2?

Moro átti ýmsar vćnlegar leiđir í byrjun, t.d. 12. Rxe5 eđa jafnvel 13. Rxb5. En ţetta er fyrst beini afeikur hans og héđan í frá á hann undir högg ađ sćkja. Best var 15. Hb1.

g34rg2dp.jpg15. ... b4! 16. axb4 Rcxb4 17. Ha5 Dd6 18. Dg4 Bb6 19. Ha3 Hd8 20. Re4 De7?!

Missir af 20. ... Dg6! 21. dxg6 fxg6 22. Rg5 h6 23. Rh3 g5 24. g4 Rc5 og svartur á ađ vinna - „Houdini".

21. Df5?!

21. Rh4! skorđar f6-peđiđ betur. Baráttan í framhaldinu snýst um „blokkeringar" ađ hćtti Nimzowitch „og drottningunni hentar ekki vel ţađ hlutverk," skrifađi sá góđi mađur.

21. ... f6 22. Rh4 Bb5 23. Kf3?!

Kóngurinn leggur í óvissuferđ.

23. ... Rc2 24. Hxd3 Hxd3 25. Dh5 Kd8 26. Rf5 Db4 27. Kg4 Hd7

g34rg2dv.jpg28. Kh3 Bd3 29. Df3 c6 30. g4 h5 31. gxh5 Hh7 32. Reg3 Hfh8 33. e4 Dc4 34. Kh4 Kc7?!

Hann gat unniđ međ 34. .... Hxh5+! 35. Rxh5 Be2 o.s.frv.

35. b3 Dxb3 36. Bb2 Dxb2 37. Dxd3 Hd7 38. Df3 Rb4 39. Re3 Bxe3 40. dxe3 Rd3 41. Hd1?!

Hvítur gat leikiđ 41. Dxf6 sem heldur jafnvćgi.

41. ... a5 42. Bh3 Hd6 43. Dg4 Hhd8 44. Dg7 Kb6 45. h6 Dxf2 46. Hb1 Rb4 47. h7 Dxe3 48. Bf5 Hd2 49. Hh1 Dg5 50. Dxg5 fxg5 51. Kxg5 a4 52. Kf6 a3 53. Be6 H2d6 54. Rf5 Hxe6 55. Kxe6 Hh8 56. Kxe5 a2 57. Ha1 Hxh7 58. h4 Ha7 59. Re3 Kc5 60. Hc1 Kb5 61. Ha1 Ha3 62. Rf5 Kc4 63. h5 Rc2

Loks gat Laznicka andađ léttar. Ţessi stađa er auđunnin.

64. Hxa2 Hxa2 65. h6 Ha7 66. Kf6 Rd4 67. Re7 Ha1 68. h7 Hh1 69. Kg7 Re6 70. Kg8 Hg1 71. Kf7 Rg5 72. Kg6 Rxh7 73. Kxh7 c5 74. Rf5 He1

- og Morozevich gafst upp. Stórkostleg baráttuskák.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Vestmannaeyingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélag   Deildakeppnin haust 2013  ESE 13.10.2013 14 44 40Taflfélag Vestmannaeyja er međ naumt forskot í fyrri umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í fjórum deildum í Rimaskóla um síđustu helgi. Eyjamenn eru međ 28˝ vinning af 40 mögulegum en ný sameinuđ sveit Hellis og Gođans-Máta sem heitir GM Hellir er ˝ vinningi á eftir međ 28 vinninga. Víkingasveitin er svo í 3. sćti međ 27 vinninga. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn mun vćntanlega standa milli ţessara liđa. Sveit Taflfélags Reykjavíkur er í 4. sćti međ 24˝ vinning og Bolvíkingar og Skákfélag Akureyrar í 5.-6. sćti međ 24 vinninga. Allt getur gerst á lokasprettinum.

Nýjar reglur taka nú til keppninnar í 1. deild, fjölgađ hefur veriđ úr átta í tíu sveitir og ađeins tveir erlendir skákmenn leyfđir í hverju liđi. Sameining Hellis og Gođans-Máta korteri fyrir keppnina hefur sćtt gagnrýni en greinarhöfundur ćtlar ađ leiđa ţćr deilur hjá sér. Stađreyndin er nefnilega sú, ađ ýtrustu túlkanir á ófullkomnum reglum hljóta ađ setja allt í bál og brand og ganga ţvert á ţann skemmtilega anda sem svífur yfir vötnum í keppni ţar sem u.ţ.b. 400 félagar hittast og tefla sjálfum sér og öđrum til ánćgju.

Gleymdir meistarar hafa átt sína endurkomu um helgina; „Unglingameistari Íslands 1962", Sveinn Rúnar Hauksson, sneri sér ađ öđrum hugđarefnum eftir sigurinn fyrir meira en 50 árum en tefldi nú opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma fyrir Vinaskákfélagiđ. Ţađ virđist eiga betur viđ flesta ađ tefla í liđi en ađ berjast ţetta einir og sér. „Rimaskóla-strákarnir" í Fjölni, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson, sem allir eru í 1. deildarliđi Fjölnis, vöktu athygli fyrir góđa frammistöđu. Ţó ađ liđsmenn efstu sveitanna komi úr ýmsum áttum er samt ákveđinn kjarni „heimamanna" í flestum sveitum. Eyjamenn hafa innanborđs Björn Ívar Karlsson, Nökkva Sverrisson, Ingvar Ţ. Jóhannesson og undirritađan. Hjá Akureyringum hefur heiđursfélagi SÍ, Gylfi Ţórhallsson, varla misst úr skák frá fyrstu viđureign „deildarkeppninnar" haustiđ 1974. Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guđmundur Dađason og Stefán Arnalds eru Bolvíkingar í húđ og hár og ýmsir ađrir virđast vera ađ leita upprunans. Rúnar Sigurpálsson er aftur kominn í sveit Skákfélags Akureyrar og vann sannfćrandi sigur yfir nýjasta međlimi Víkingasveitarinnar:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Rúnar Sigurpálsson

Kóngsindversk vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rf3 O-O 5. Bf4 d6 6. h3 Rbd7 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. O-O Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Rd2 Bb7 12. Bf3 Bxf3 13. Rxf3 e5 14. Bh2 De7 15. Dc2 Hfe8 16. Had1 a5 17. Da4 Hac8 18. dxe5 Rxe5 19. Rd4 Rd7 20. Rc6 De4 21. b3?

Fram ađ ţessu allt tíđindalaust en ţetta er ónákvćmur leikur. Stađan má heita í jafnvćgi eftir 21. Hd2.

21. ... Rc5! 22. Db5 Dc2!

Skyndilega riđa peđ hvíts á drottningarvćng til falls.

23. Ra7 Hb8 24. Dc6 Re6 25. Rb5 Hbc8 26. e4?

Hann varđ ađ reyna ađ ná jafntefli međ 26. Ra7 og aftur 27. Rb5.

26. ... Dxa2 27. f4 Dxb3 28. f5 De3+ 29. Kh1 Dc5!

gatrev3s.jpgHindrar allt mótspil.

30. Db7 Rg5 31. f6 Bf8 32. e5 dxe5 33. Hc1 Re6 34. Rc3 Rd4 35. De4 Hcd8 36. Rd5 b5 37. Re7+ Bxe7 38. fxe7 Dxe7 39. cxb5 Rb3!

Hótar hróknum og 40. ... Rd2 sem vinnur skiptamun. Hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Yfirburđir Úkraínumanna á TR-mótinu

Henrik - FedorchukÚkraínumađurinn Sergei Fedorsjúk sigrađi á alţjóđlegu móti sem Taflfélag Reykjavíkur stóđ fyrir og lauk í vikunni. Haustmóti TR var frestađ á međan en verđur til lykta leitt eftir fyrri hluta Íslandsmóts taflfélaga. Fedorsjúk hlaut 7 vinninga af átta mögulegum en landi hans Mikhailo Olisenko kom nćstur međ 6 ˝ vinning. Guđmundur Kjartansson og Henrik Danielsen urđu svo nćstir í 3. - 4. sćti međ 4 ˝ vinning. 10 skákmeistarar hófu keppni. Arnar Gunnarsson hćtti eftir tvćr umferđir. Samkvćmt reglum eiga skákir hans ađ strikast út í heildaruppgjöri ţó ţćr séu reiknađar til elo-stiga. Guđmundur Kjartansson tefldi af mikilli hörku og var óheppinn ađ fá ekki fleiri vinninga, missti t.d. unniđ tafl gegn Fedorsjúk niđur í tap.

Eins og lokaniđurstađan ber međ sér höfđu Úkraínumennirnir talsverđa yfirburđi á mótinu. Fyrir lokaumferđina voru ţeir jafnir ađ vinningum en Olisenko gerđi ţá jafntefli viđ Guđmund Kjartansson en á sama tíma vann Fedorsjúk eftirfarandi skák međ snarpri kóngssókn:

Simon Bekker Jensen - Segei Fedorsjúk

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 c6 6. a3 Ba5 7. Rg3

Hvítur mćtir óvćntum leik, 5. .. c6 á hefđbundinn hátt. En meira í anda stöđunnar var 6. b4 Bc7 7. e4 međ hugmyndinni 7. ...d5 8. Bg5 o.s.frv.

7. ... d5 8. Dc2 Rbd7 9. Be2 dxc4 10. Bxc4 e5 11. dxe5 Rxe5 12. Be2 h5!?

Litlaus taflmennska hvíts í byrjun gefur kost á ţessum leik. Hugmyndin er 13. Rxh5 Rxg5 14. Bxh5 Dg5! međ vinningsstöđu.

13. O-O h4 14. Rf5 h3 15. Hd1 Dc7 16. f4?!

16. Re4 var betra og hvítur má vel viđ una.

16. ...Rg6 17. g3 Hd8 18. Bd2 Re7 19. Rb5!?

Ekki alslćmt ţó atlagan geigi. Nćstu leikir eru meira eđa minna ţvingađir. 19. ... Hxd2! 20. Dxd2 cxb5 21. Rxe7+ Dxe7

Ekki gengur 21. ... Kf8 vegna 22. b4! o.s.frv.

22. Dxa5 Dxe3+ 23. Kf1

Hér lítur 23. .. Re4 vel út en hvítur á svariđ 24. Dd8+ Kh7 25. Dh4+! og mátar!

g9frdu1q.jpg23. ... Bg4! 24. Bxg4 Rxg4 25. Hd2?

Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 25. Dd2 sem leiđir til jafnteflislegs hróksendatafls eftir 25. ... He8 26. Dxe3 Rxe3+ 27. Kf2 Rxd1+ 28. Hxd1 o.s.frv.

25. ...He8 26. Dxb5 Rxh2+!

Glćsilegt ţó 26. .... Dxd2 vinni einnig, 27. Dxe8+ Kh7 28. De2 Rxh2+ 29. Kf2 Dd4+ 30. Ke1 Dg1+ og hrókurinn fellur.

27. Hxh2 Df3+ 28. Kg1 Dxg3+ 29. Kf1.

Eđa 29. Kh1 He1+ og mátar.

29. ... He4! 30. Hc2 Hxf4+ 31. Ke2 Hf2+

- og hvítur gafst upp.

Góđ frammistađa á EM ungmenna

Vignir Vatnar Stefánsson náđi bestum árangri íslensku ţátttakendanna á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Budva í Svartfjallalandi á ţriđjudaginn. Vignir hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og varđ í 13. sćti af 123 keppendum í flokki keppenda 10 ára og yngri. Jón Kristinn Ţorgeirsson sem tefldi í flokki keppenda 14 ára og yngri, Hilmir Freyr Heimisson sem tefldi í flokki keppenda 12 ára og yngri og Óskar Víkingur Davíđsson í flokki keppenda 8 ára og yngri hlutu allir 4 ˝ vinning af 9 mögulegum og voru fyrir miđju í sínum aldursflokkum. Mestri stigahćkkun íslensku keppendanna náđi Dawid Kolka sem hćkkađi um 26 elo-stig fyrir frammistöđu sína.

Mótiđ var geysilega öflugt ţar sem langstćrsti hluti keppenda kom frá stórveldum skákarinnar á borđ viđ Rússland, Úkraínu, Armeníu og Aserbaídsjan.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Međ bjartsýni ađ vopni

Íslenski hópurinn á EM ungmennaÍ byrjun ţessa árs urđu Íslendingar í efsta sćti á Norđurlandamóti ungmenna sem fram fór á Bifröst. Ţar var tekin saman vinningatala í öllum fimm aldursflokkum einstaklingskeppninnar. Á Norđurlandamóti grunnskóla fyrr í ţessum mánuđi bar Álfhólsskóli úr Kópavogi sigur úr býtum í yngri aldursflokkunum og í eldri flokknum vann sveit Rimaskóla öruggan sigur. Samanburđur viđ Norđurlönd er okkur ţví hagstćđur um ţessar mundir. Evrópumót ungmenna 8-18 ára sem nú fer fram í Budva í Svartfjallandi í sex aldursflokkum pilta og stúlkna er verđugt verkefni fyrir íslenska hópinn sem í eru átta keppendur. Ţađ er auđvitađ viđ ramman reip ađ daga ţví austurblokkin eins og hún leggur sig stimplar sig sterkt inn: Rússland, Úkraína, Armenía, Aserbaídsjan, svo nokkur af fyrrverandi lýđveldum Sovétríkjanna séu nefnd „sturta niđur" keppendum í hvern einasta flokk. Og fyrir ţessar ţjóđir er mun styttra ađ ferđast; vettvangur ţessara móta er oftast sá sami, Tyrkland, Búlgaría, Tékkland og nú Svartfjallaland.

Af íslensku keppendunum ćtti hinn tíu ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson ađ eiga mesta von um verđlaunasćti en hann er međ 3 ˝ vinning ţegar lokiđ er fjórum umferđum af níu. Óskar Víkingur Davíđsson sem er ađeins átta ára gamall er einnig til alls líklegur međ 2 vinninga en átti um tíma vinningsstöđu í tapskák sinni í ţriđju umferđ. Ýmsir ađrir hafa teflt vel. Dawid Kolka sem er međ 2 vinninga og Hilmir Freyr Heimisson sem er međ 1 ˝ vinning hafa báđir unniđ sannfćrandi sigra og eru til alls líklegir. Í viđureign sinni í eftirfarandi skák mćtti Hilmir Freyr til leiks međ bjartsýni og sókndirfsku ađ vopni. Svartur missti vissulega af tćkifćrum til ađ verjast betur en í skákinni sem hér fer á eftir hefđi hann vissulega getađ varist betur en líkt og í skákum Mikhaels Tal í gamla daga kom ţađ ekki ljós fyrr en í rannsóknum eftir á:

Hilmir Freyr Heimisson - Kai Pannwitz

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 a6 3. Rge2

Hilmir hefur dálítiđ veriđ ađ fást viđ „Grand prix-afbrigđiđ" sem hefst međ 3. f4 en ákvađ ađ hvíla ţađ ađ ţessu sinni.

3. ... e6 4. g3 b5 5. a3 Bb7 6. Bg2 d5 7. exd5 Rf6 8. O-O Rxd5 9. Rxd5 Bxd5 10. Bxd5 Dxd5 11. d4 Rc6 12. Rf4!?

Fórnar peđi fyrir frumkvćđiđ.

12. ... Dxd4 13. Df3 Dd7 14. Be3 Be7 15. Had1?

Hér var sennilega öruggara ađ leika 15. Rd3 og ná peđinu aftur ţar sem 15. .. c4 strandar á 16. Re5! o.s.frv.

15. .... Dc7 16. Dg4 g6

Gott var einnig ađ hrókera stutt.

17. Rxe6!?

Međ bjartsýni ađ vopni!

17....Dc8

Gott var einnig 17. ... fxe6 18. Dxe6 Dc8 19. De4 Kf7 .

18. Rg7+ Kf8 19. Dxc8 Hxc8 20. Bh6 Kg8 21. Hfe1

Hilmir ćtlađi ađ mćta besta leiknum 21. ... Bf8 međ stórskemmtilegri vendingu, 22. Hd6!? Hugmyndin er 22. ... Bxg7 23. Hxc6! og vinnur eđa 22. ... Bxd6 23. Re8 Be7 24. Hxe7! Rxe7 25. Rf6 mát. En svartur á 22. ... Rd4 sem vinnur!

21. ...Bf6? 22. He8+! Hxe8 23. Rxe8 Be5

Eđa 23. ... Bxb2 24. Hd6 Re7 25. Hd8 og mátar.

24. Hd6! f6 25. Hxc6

Manni undir ţráast svartur viđ í nokkra leiki.

25. ... Kf7 26. Rd6+ Bxd6 27. Hxd6 g5 28. f4 g4 29. f5 He8 30. Hd7+ Kg8 31. Hg7+ Kh8 32. Hf7 c4 33. Hxf6 Kg8 34. Kf2 a5 35. He6 Hd8 36. Hf7 Hd2+ 37. Bxd2

- og Pannwitz gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Stúlkurnar setja svip á Gagnaveitumót TR

Hrund og DonikaJón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson eru efstir ţegar tefldar hafa veriđ fjórar umferđir á Haustmóti TR - Gagnaveitumótinu sem nú stendur yfir. Ţeir Jón Viktor og Einar Hjalti hafa unniđ allar skákir sínar en mega búast viđ harđri samkeppni frá Stefáni Kristjánssyni sem er međ 3 ˝ vinning. Ólokiđ er innbyrđis viđureign ţessara efstu manna.

Gagnaveitumótiđ er undanfari alţjóđlegs móts TR sem hefst 1. október nk. og lýkur skömmu fyrir Íslandsmót taflfélaga. Ţar munu tíu skákmenn tefla allir viđ alla. Hinn nýi formađur TR, Björn Jónsson, hefur ásamt stjórn félagsins skipulagt ýmsa hliđarviđburđi í tengslum viđ ţađ mót sem hefur á ađ skipa Úkraínumönnunum Sergei Fedorsjúk og Mikhaylo Oleksienko sem einnig munu tefla fyrir TR á Íslandsmóti skákfélaga.

Haustmót TR fer ađ ţessu sinni fram í ţrem tíu keppenda riđlum og opnum flokki. Keppni B-riđils er athyglisverđ en ţar tefla m.a. ţrjár landsliđskonur, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir. Hallgerđur Helga er sem stendur í efsta sćti međ 3 ˝ vinning.

Og fleiri af okkar fremstu skákkonum setja sterkan svip á haustmótiđ. Elsa María Kristínardóttir leiđir í C-riđli ásamt Kristófer Ómarssyni, bćđi međ 3 vinninga. Hin margreynda Sigurlaug Friđţjófsdóttir, sem varđ Norđurlandameistari áriđ 1981, lét í vor af formennsku í TR eftir farsćlan feril, hefur auk félagsmálavafsturs veriđ dugleg viđ ađ tefla á innlendum mótum. Í viđureign hennar viđ hina 17 ára gömlu Hrund Hauksdóttur varđ hún ađ láta í minni pokann eftir kraftmikla taflmennsku Hrundar sem sparađi ekki púđriđ undir lokin skákarinnar:

Sigurlaug Friđţjófsdóttir - Hrund Hauksdóttir

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7

Ţessi leikur sést alltaf annađ veifiđ. Bent Larsen beitti honum stundum og í seinni tíđ Ivan Sokolov.

4. O-O g6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bg7 7. Rxc6 Rxc6 8. Bxc6 bxc6 9. Dd3 O-O 10. Rc3 a5 11. He1 Ba6 12. Df3 Hb8 13. Hb1 d6 14. Bd2 Dd7 15. b3 c5 16. Ra4 f5!

Eftir fullrólega taflmennsku hvíts hrifsar svartur til sín frumkvćđiđ. Biskuparnir njóta sín vel í opnum stöđum.

17. exf5 Hxf5 18. Dh3 Df7 19. Be3 Be5 20. Dg4 Hb4 21. Dd1?

Sigurlaugu gast ekki ađ 21. c4 Bxc4 og svartur vinnur peđ. Ţetta var samt besta leiđin ţar sem hrókurinn kemst nú yfir á h5.

21. ... Hh4 22. h3 Bb7 23. Rxc5 Bc6 24. Rd3 Bc3 25. Hf1 Hf3!

g2rrbitm.jpgLamar kóngsstöđu hvíts og heldur vakandi hótunum á borđ viđ 26. .... Df5 og í sumum tilvikum hróksfórn á h3.

26. Kh2

Ţessi leikur bćtir ekki úr skák en ţađ var enga vörn a finna.

26. ...Hfxh3+! 27. gxh3 Bf3 28. Dc1 Hxh3+! 29. Kxh3 Df5 30. Kg3 Dg4+

- og hvítur gafst upp. Ţađ er mát í nćsta leik.

Hou Yifan heimsmeistari kvenna í annađ sinn

Kínverska stúlkan Hou Yifan sem tefldi á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu í fyrra er nú 19 ára gömul og hefur ekkert slakađ á. Í fyrra missti hún óvćnt heimsmeistaratitilinn í hendur úkraínsku skákkonunnar Önnu Usheninu. Í flóknu ferli vann Hou Yifan aftur áskorunarréttinn og HM-einvígi hennar viđ Önnu Usheninu fór fram á dögunum í Jiangsu í Kína. Hou Yifan hafđi yfirburđi á öllum sviđum skákarinnar og vann 5 ˝ : 1 ˝ og er ţví nýkrýndur heimsmeistari kvenna.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. september 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Teflt um Norđurlandameistaratitil á ţrennum vígstöđvum

IMG 2483Íslenskir skákmenn tefldu um Norđurlandameistaratitil á ţrennum vígstöđvum um helgina. Hin sigursćla sveit Rimaskóla hélt til Hökksund í Noregi til ađ verja titil sinn á Norđurlandamóti grunnskóla, eldri deild. Međ Dag Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausta Harđarson og Nansý Davíđsdóttur í liđinu var almennt búist viđ titilvörn og sumir voru á ţví ađ sveitinni tćkist ađ bćta árangur sinn frá 2012 en ţá hafđist 18 ˝ vinningur úr 20 skákum, sem er hćsta vinningshlutfall skáksveitar í ţessari keppni fyrr og síđar. En í fyrstu umferđ Norđurlandameistarar Álfhólsskólafóru viđvörunarbjöllur ađ klingja; Rimaskóli náđi einungis jafntefli, 2:2, gegn danska Aby-skólanum. Á öđrum degi vann Rimaskóli hinsvegar allar átta skákir sínar og vann svo mótiđ ađ lokum örugglega međ 16 ˝ vinningi af 20 mögulegum, vinningi á undan dönsku sveitinni. Í Helsinki í Finnlandi á sama tíma stóđ sveit Álfhólsskóla úr Kópavogi í stórrćđum á NM grunnskóla, yngri deild. Ţar hafđist einnig sigur, 15 ˝ v. af 20 mögulegum. Sveitina skipa Dawid Kolka, Felix Steinţórsson, Guđmundur Agnar Bragason, Oddur Ţór Unnsteinsson og Halldór Atli Kristjánsson. Fimm einstaklingar úr ţessum tveim liđum skipuđu sigursveit Íslands á Norđurlandamóti einstaklinga á Bifröst sl. vetur.

Áskell og FriđrikÍ Borgundarhólmi í Danmörku lauk svo Norđurlandameistaramóti öldunga. Ţar voru Friđrik Ólafsson og Áskell Örn Kárason í toppbaráttunni en náđu ţó ekki titlinum. Ţeir hlutu 6 ˝ vinning hvor og voru hnífjafnir í 2. sćti. Hinn gamalreyndi danski stórmeistari Jens Kristiansen sigrađi, hlaut 7 vinninga. Friđrik Ólafsson sem er kominn fast ađ áttrćđu tók ţá skynsamlegu stefnu ađ spara kraftana í nokkrum skákum. Auđvitađ gaf ţađ helsta keppinaut hans ákveđiđ forskot. En gaman var ađ fylgjast međ taflmennsku hans. Sigurskákin viđ Heikki Westerinen var sennilega besta skákin sem hann tefldi á mótinu:

Friđrik Ólafsson Heikki Westerinen

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 O-O 5. Bg2 d6 6. d4 c5 7. c4 cxd4 8. Rxd4 d5 9. cxd5 Rxd5 10. O-O Rb4?!

Mislukkuđ atlaga. Best er 10. ... Dd7! ásamt - Hd8

11. Dd2 R8c6 12. Rxc6 Rxc6 13. Bxg7 Kxg7 14. Bxc6! ´

Svartur ţarf nú ađ fást viđ erfiđan veikleika á c-línunni.

14... bxc6 15. Hd1 Dxd2 16. Hxd2 Be6 17. Rc3 c5 18. Hc1 c4 19. b4!

C4-peđinu er borgiđ í bili en á móti kemur ađ peđastađa hvíts á drottningarvćng er afar ógnandi og riddarinn en betri en biskupinn í ţessari stöđu.

19. ... Hfb8 20. Hb2 Hd8 21. f3 f5 22. Kf2 Bf7 23. b5 e5 24. a4 Kf6 25. a5 Ke7 26. f4 exf4 27. gxf4 Hab8 28. Ke3 Hd6 29. Hd1 He6 30. Kf2 Ha6 31. Ha2 Hd6 32. Had2 Hbd8 33. Hxd6 Hxd6 34. Ke3!

Betra en 34. Hxd6 Kxd6 og kóngurinn kemst til c5.

34. ... Hf6 35. Kd4 Be6 36. Kc5 Hf8 37. Hd6 Hc8 38. Hc6 Kd7 39. Hxc8 Kxc8 40. b6 Kb7 41. bxa7 Kxa7 42. Rb5 Kb8

- sjá stöđumynd -

43. Kb6!

Ţetta er kóngssókn! Ein hugmyndin er ađ leika riddaranum til c7 og síđan a-peđinu fram.

43. ... Bd5 44. Rc3

Einfaldara var 44. a6 Kc8 45. e4! međ hugmyndinni 45. ... fxe4 46. Rc7! eđa 45. .. Bxe4 46. Rd6+ og 47. Rxe4.

44. ... Ba8 45. Kc5 Ka7 46. Kxc4 Ka6 47. Kb4 Bc6 48. Ra4 Kb7 49. Rc5 Kc7 50. Kc4 Kd6 51. Kd4 Bb5 52. e3 Kc6 53. Re6 Be2 54. Ke5 Bc4 55. Rf8

- og Westerinen gafst upp. Svörtu peđin á kóngsvćng eru ađ falla.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. september 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur vann í fimmtu tilraun

g5jr9bro.jpgGuđmundur Kjartansson - Javier Ruiz

Hver er besti leikurinn í stöđunni?

Efsta sćtiđ var undir í úrslitaskák opna mótsins í Sabella á Spáni, fimmta mótsins sem Guđmundur Kjartansson tók ţátt í á spćnsku mótaröđinni á u.ţ.b. tveim mánuđum.

Flétta Guđmundar hófst međ 20. Rxf5! Viđ blasir ađ 20. ... Bxf5 er svarađ međ 21. Dxd6! ţví eftir 21. ... Dxd6 kemur 22. Rf7 mát! Ruiz lék eđlilega 20. ... Rxf5 en eftir 21. Dxe7 Rxe7 kom baneitrađur biskupsleikur: 22. Bh3! Guđmundur hefur greinilega náđ ađ ţroska taktíska innsćiđ. Svartur valdi ađ gefa skiptamun og framhaldiđ varđ: 22. ... g5 23. Bxe6 gxf4+ 24. Bxg8 Hxg8+ 25. Kf1 en eftir 63 leiki gafst Spánverjinn upp.

Guđmundur var einn efstur af 32 keppendum, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. Hann er ţokkalega sigldur eftir ţessa miklu törn; framundan eru alţjóđlegt mót Taflfélags Reykjavíkur, Íslandsmót taflfélaga og líkur eru á ţví ađ hann taki sćti í liđi Íslands í Evrópukeppni landsliđa í Varsjá í nóvember.

Hér heima hefur vakiđ athygli sigur Olivers Arons Jóhannessonar á Meistaramóti Hellis en hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, í 2.-4. sćti komu Kjartan Maack, Sverrir Örn Björnsson og hinn 10 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson, allir međ 5 vinninga. Vignir Vatnar tapađi tveim fyrstu skákum sínum en vann síđan allar skákir sínar eftir ţađ. Enginn efstu manna er félagi í Helli og skákmeistari Hellis međ 4˝ vinning er Vigfús Vigfússon.

Friđrik Ólafsson međ á NM öldunga

Ţrír íslenskir skákmenn taka ţátt í Norđurlandamóti öldunga sem fram fer ţessa dagana í Borgundarhólmi í Danmörku. Ţátttaka Friđriks Ólafssonar vekur mesta athygli en eftir sex umferđir af níu var hann í 3. sćti međ 4 ˝ vinning, efstu menn ţ.ám. stórmeistarinn Jens Kristiansen voru međ 5 vinninga. Áskell Örn Kárason sem lyfti sér upp á öldungastigiđ međ 60 ára afmćli sínu í sumar var í 4. - 6. sćti međ 4 vinninga en Sigurđur Kristjánsson var međ 3 vinninga og í neđri helmingi af 32 keppendum. Vinningsskákir Friđriks hafa veriđ vel tefldar en eins og stundum áđur hefur hann veriđ fullgjafmildur á stutt jafntefli gegn lakari skákmönnum.

Peder Berkell (Danmörk) - Friđrik Ólafsson

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d6 5. e3 O-O 6. Be2 Rbd7 7. b3 e5 8. Bb2 He8 9. Dc2 c6 10. h3 a6 11. O-O De7 12. a4 e4 13. Rd2 Rf8 14. Hfe1 h5 15. f4

Eftir dálítiđ gamaldags byrjunartaflmennsku gefst Friđriki kostur á ađ opna tafliđ. Hann er fljótur ađ grípa tćkifćriđ.

15. ... exf3 16. Bxf3 g5!

Kóngsstađa hvíts er býsna viđkvćm og ţess vegna á ţessi leikur fullan rétt á sér.

17. e4 g4 18. e5 gxf3

Gott var einnig 18. .. dxe5 19. Hxe5 Dd7! t.d. 20. Hxe8 Dxd4+ 21. Kh1 Rxe8 o.s.frv. En Friđrik hafđi skemmtilegan millileik i huga.

19. exf6 f2+! 20. Kxf2 Dxf6+ 21. Rf3 Bf5 22. Dd1 Rg6 23. Bc1

Svartur hafđi í frammi margvíslegar hótanir en ţessum leik var ćtlađ ađ koma í veg fyrir 23. ... Rh4.

23. ... Hxe1 24. Dxe1

g5jr9brs.jpg24. ... Rh4!

Međ hugmyndinni 25. Bg5 Rxf3 26. Bxf6 Rxe1 27. Bxg7 Rd3+! og vinnur mann.

25. Rxh4 Dxh4+ 26. Kf1 Bd3+ 27. Re2 Dxd4 28. Ha2 He8

Hvíta stađan er ein rjúkandi rúst.

29. Df2 Dc3!

- og hvítur gafst upp.


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. september 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 8780636

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband