Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur vann í fimmtu tilraun

g5jr9bro.jpgGuđmundur Kjartansson - Javier Ruiz

Hver er besti leikurinn í stöđunni?

Efsta sćtiđ var undir í úrslitaskák opna mótsins í Sabella á Spáni, fimmta mótsins sem Guđmundur Kjartansson tók ţátt í á spćnsku mótaröđinni á u.ţ.b. tveim mánuđum.

Flétta Guđmundar hófst međ 20. Rxf5! Viđ blasir ađ 20. ... Bxf5 er svarađ međ 21. Dxd6! ţví eftir 21. ... Dxd6 kemur 22. Rf7 mát! Ruiz lék eđlilega 20. ... Rxf5 en eftir 21. Dxe7 Rxe7 kom baneitrađur biskupsleikur: 22. Bh3! Guđmundur hefur greinilega náđ ađ ţroska taktíska innsćiđ. Svartur valdi ađ gefa skiptamun og framhaldiđ varđ: 22. ... g5 23. Bxe6 gxf4+ 24. Bxg8 Hxg8+ 25. Kf1 en eftir 63 leiki gafst Spánverjinn upp.

Guđmundur var einn efstur af 32 keppendum, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. Hann er ţokkalega sigldur eftir ţessa miklu törn; framundan eru alţjóđlegt mót Taflfélags Reykjavíkur, Íslandsmót taflfélaga og líkur eru á ţví ađ hann taki sćti í liđi Íslands í Evrópukeppni landsliđa í Varsjá í nóvember.

Hér heima hefur vakiđ athygli sigur Olivers Arons Jóhannessonar á Meistaramóti Hellis en hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, í 2.-4. sćti komu Kjartan Maack, Sverrir Örn Björnsson og hinn 10 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson, allir međ 5 vinninga. Vignir Vatnar tapađi tveim fyrstu skákum sínum en vann síđan allar skákir sínar eftir ţađ. Enginn efstu manna er félagi í Helli og skákmeistari Hellis međ 4˝ vinning er Vigfús Vigfússon.

Friđrik Ólafsson međ á NM öldunga

Ţrír íslenskir skákmenn taka ţátt í Norđurlandamóti öldunga sem fram fer ţessa dagana í Borgundarhólmi í Danmörku. Ţátttaka Friđriks Ólafssonar vekur mesta athygli en eftir sex umferđir af níu var hann í 3. sćti međ 4 ˝ vinning, efstu menn ţ.ám. stórmeistarinn Jens Kristiansen voru međ 5 vinninga. Áskell Örn Kárason sem lyfti sér upp á öldungastigiđ međ 60 ára afmćli sínu í sumar var í 4. - 6. sćti međ 4 vinninga en Sigurđur Kristjánsson var međ 3 vinninga og í neđri helmingi af 32 keppendum. Vinningsskákir Friđriks hafa veriđ vel tefldar en eins og stundum áđur hefur hann veriđ fullgjafmildur á stutt jafntefli gegn lakari skákmönnum.

Peder Berkell (Danmörk) - Friđrik Ólafsson

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d6 5. e3 O-O 6. Be2 Rbd7 7. b3 e5 8. Bb2 He8 9. Dc2 c6 10. h3 a6 11. O-O De7 12. a4 e4 13. Rd2 Rf8 14. Hfe1 h5 15. f4

Eftir dálítiđ gamaldags byrjunartaflmennsku gefst Friđriki kostur á ađ opna tafliđ. Hann er fljótur ađ grípa tćkifćriđ.

15. ... exf3 16. Bxf3 g5!

Kóngsstađa hvíts er býsna viđkvćm og ţess vegna á ţessi leikur fullan rétt á sér.

17. e4 g4 18. e5 gxf3

Gott var einnig 18. .. dxe5 19. Hxe5 Dd7! t.d. 20. Hxe8 Dxd4+ 21. Kh1 Rxe8 o.s.frv. En Friđrik hafđi skemmtilegan millileik i huga.

19. exf6 f2+! 20. Kxf2 Dxf6+ 21. Rf3 Bf5 22. Dd1 Rg6 23. Bc1

Svartur hafđi í frammi margvíslegar hótanir en ţessum leik var ćtlađ ađ koma í veg fyrir 23. ... Rh4.

23. ... Hxe1 24. Dxe1

g5jr9brs.jpg24. ... Rh4!

Međ hugmyndinni 25. Bg5 Rxf3 26. Bxf6 Rxe1 27. Bxg7 Rd3+! og vinnur mann.

25. Rxh4 Dxh4+ 26. Kf1 Bd3+ 27. Re2 Dxd4 28. Ha2 He8

Hvíta stađan er ein rjúkandi rúst.

29. Df2 Dc3!

- og hvítur gafst upp.


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. september 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765555

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband