Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: 50 ár frá mögnuđu afreki

Fyrir sléttum 50 árum lauk á Henry Hudson-hótelinu í New York Skákţingi Bandaríkjanna, keppni sem hefur ţá sérstöđu međal átta sigra Bobby Fischers á bandaríska meistaramótinu 1957-´67 ađ hann hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum - 100% vinningshlutfall. Gćđi skáka Fischers, sem stóđ á tvítugu, voru ótvírćđ og mótherjarnir bestu skákmenn Bandaríkjanna, stórmeistarar á borđ viđ Samuel Reshevsky, Pal Benkö, Robert Byrne og Larry Evans. Nokkrar skákir rötuđu í hina frćgu bók „60 minnisverđar skákir" og viđ tökum tvö dćmi:

gr8rqj60.jpg- Sjá stöđumynd 1 -

Fischer - Benkö

Benkö hafđi vonast til ađ hrinda atlögu hvíts, hinum augljósa leik 19. e5 má nefnilega svara međ 19. ...f5! en nú kom ţrumuleikur:

19. Hf6!

Međ hugmyndinni 19. ... Bxf6 20. e5 og mátar.

Kg8 20. e5 h6 21. Re2!

- svartur gafst upp.

gr8rqj5s.jpg- Sjá stöđumynd 2 -

Robert Byrne - Fischer

Fischer hafđi fórnađ manni fyrir ţađ sem flestir áhorfendur töldu óljósar bćtur. Sumir töldu jafnvel ađ svarta stađan vćri töpuđ. En Fischer hafđi séđ lengra:

19. ... d4! 20. Rxd4 Bb7+ 21. Kf1 Dd7!

- og öllum á óvart gafst Byrne upp. Hann sá meginafbrigđi fléttunnar, 22. Df2 Dh3+ 23. Kg1 He1+!! 24. Hxe1 Bxd4 og vinnur.

Á ţessu ári 1964 stóđ Bobby Fischer á krossgötum á ferli sínum. Leiđirnar voru ekki allar greiđar. Hann hafđi ekki tekiđ ţátt í Piatigorski-mótinu í Santa Monica árinu áđur, arfur deilna um einvígi sem hann háđi viđ Reshevsky áriđ 1961 spratt ţar upp, ekki heldur á millisvćđamótinu í Amsterdam ţetta ár; áskorendamótiđ í Curacao ´62 hvíldi enn ţungt á honum, fjöltefla-túr hans um gervöll Bandaríkin varđ ađ fresta um nokkra mánuđi vegna morđsins á Kennedy forseta og á 21 árs afmćlinu sendi „Sámur frćndi" honum herkvađningu, en Fischer fór aldrei til Víetnam.

En sigurinn á meistaramótinu 1963-´64 hafđi gríđarleg áhrif á stöđu Fischers í skákheiminum. Ţađ er a.m.k. niđurstađa Kasparovs í bókaflokknum „Hinir miklu fyrirrennarar mínir". Gagnrýnendur áttu varla til orđ. Ţó skilađi Bent Larsen sératkvćđi: „Fischer var ađ tefla viđ börn," sagđi hann en sjö árum síđar tapađi hann 0:6 fyrir Fischer. Byrjanir Fischers á ţessu frćga meistaramóti voru fjölbreyttari en áđur, hann beitti meira ađ segja norska afbrigđi spćnska leiksins í eftirfarandi skák:

Bandaríska meistaramótiđ 1963-´64:

William Addison - Bobby Fischer

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5

Upphafsleikur norska afbrigđisins.

6. d4 exd4 7. Dxd4 Re7 8. c3 Rxb3 9. axb3 Bb7 10. Bf4 d5 11. e5 c5!

Snjall leikur sem leysir öll vandamál svarts, 12. Dxc5 er svarađ međ 12. ... Rf4 og drottningin á engan reit.

12. Dd3 Rg6 13. Bg3 Be7 14. Rbd2 Rf8 15. O-O Re6

Riddarinn er kjörinn til ađ skorđa e5-peđiđ. Nimzowitsch hefđi ekki gert ţetta betur.

16. Had1 g5! 17. h3 h5 18. Hfe1 Db6 19. Rf1 d4 20. R3d2

Gefur fullmikiđ eftir en eftir 20. cxd4 g4 21. d4 kemur 21. ... Hd8 o.s.frv.

20. ... g4 21. h4 Dc6 22. De4 O-O-O

Uppskipti á eigin forsendum!

23. Dxc6 Bxc6 24. c4 Kd7 25. Ha1 Ha8 26. Re4 Bxe4 27. Hxe4 Rg7 28. Rd2 Rf5 29. Hf4 Ke6

Kóngurinn tekur sćti riddarans. Svarta stađan teflir sig sjálf.

30. Re4 bxc4 31. bxc4 Hhb8 32. Ha2 Hb4 33. Rd2 Rxh4 34. Bxh4 Bxh4 35. He4 Bg5 36. f4 gxf3 37. Rxf3 Be3 38. Kh2 Hxc4

- og Addison gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband