Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur varđ í 2.- 4. sćti í Hastings

Gummi Kja í HastingsÍslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson varđ í 2.-4. sćti á áramótaskákmótinu í Hastings sem lauk 6. janúar. Guđmundur var ađeins hársbreidd frá ţví ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hastings-mótiđ er elsta alţjóđlega mótiđ og hefur ađeins falliđ niđur á tímum heimsstyrjaldanna. Ţađ var haldiđ í fyrsta sinn áriđ 1895.

Of langt mál fćri í ađ telja upp alla ţá meistara sem teflt hafa í Hastings en fyrirkomulag mótsins hefur tekiđ ýmsum breytingum í tímans rás. Hin síđari ár hefur ţađ fariđ fram í opnum flokki. Í ár dró ţađ til sín 88 skákmenn og sigurvegari varđ Kínverjinn Jun Zhao, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í 2.-4. sćti urđu Guđmundur Kjartansson, Pólverjinn Alexander Mista og Alexandr Fier frá Brasilíu, allir međ 7 vinninga. Árangur Guđmundar reiknast upp á 2583 elo-stig. Hann var nýkominn úr Suđur-Ameríkuferđ ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni ţar sem ţeir tefldu međ góđum árangri á nokkrum alţjóđlegum mótum og stigatalan er ađ taka kipp upp á viđ og verđur hann međ í kringum 2500 elo-stig á nćsta stigalista.

Greinarhöfundur renndi yfir skákir Guđmundar frá Hastings og ţar ber af sigurskák hans í lokaumferđ mótsins:

Hastings 2014-2015; 9. umferđ:

Mark Hebden – Guđmundur Kjartansson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Bg5 h6 5. Bxf6 Dxf6 6. Rc3 c6 7. Db3 De7

Athyglisverđur leikur og sjaldséđur en mćlt er međ 7. ... a5 međ hugmyndinni 8. ... a4.

8. a3 Rd7 9. Hd1 g5!? 10. e4?!

Hvítur bregst hart viđ en traustara var 10. e3. Hćtt er viđ ađ kraftar svartreita biskupsins leysist úr lćđingi viđ ţennan leik.

11. Be2 g4! 12. Rd2 e5!

Stöđumynd 2015-01-10-2Snarplega teflt. Svartur hefur náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.

13. cxd5 exd4 14. dxc6 bxc6 15. Ra4 Re5 16. O-O O-O 17. Rc4 Be6 18. Dc2 Rxc4 19. Bxc4 Bxc4 20. Dxc4 Dxe4 21. Hd3?

Ţó svartur hafi unniđ peđ hefur hvítur nokkrar bćtur og hefđi gert best í ţví ađ skorđa d4-peđiđ međ riddara, 21. Rc5 og – Rd3 viđ tćkifćri var betra.

21. ... Dg6 22. Rc5 Had8 23. Hfd1 Hfe8 24. H3d2 h5!

Svartur getur ekki bćtt vígstöđu sína á betri hátt, í peđunum á kóngsvćng leynist dulinn kraftur.

25. He2 h4 26. Dd3 Dxd3

Einnig kom til greina ađ leika 26. ... Hxe2 27. Dxe2 h3. Guđmundur taldi möguleika sína ekki síđri án drottninganna.

27. Hxe8+ Hxe8 28. Rxd3 He2 29. Kf1 Hc2 30. Ke1?

Ţar fór sú von. Hann gat haldiđ í horfinu međ 30. Rb4!

30. ... c5! 31. Hd2 Hxd2 32. Kxd2 c4 33. Rb4 d3 34. Rc6 Bxb2 35. a4 

Hvítur vonast til ađ leika 36. Ra5 og sćkja ađ c4 peđinu. Í svona stöđum ţarf oft einn veikleika til viđbótar.

Stöđumynd 2015-01-10-135. ... h3! 36. g3 a6 37. Re7+ Kf8 38. Rc6 f6 39. Ra5 Bd4 40. Rxc4 Bxf2 41. Re3 Bxe3+!

- og Hebden gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 42. Kxe3 f5! 43. Kxd3 f4! og svart peđ kemst upp borđ.

 

Góđ ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur

Á vel skipuđu Skákţingi Reykjavíkur ţar sem 68 skákmenn eru skráđir til leiks hafa nokkrir valinkunnir meistarar unniđ skákir sínar í fyrstu tveim umferđunum: Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason og nokkrir til viđbótar. 

Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Breiđabliksvelli. Keppendalistinn liggur enn ekki fyrir en mótiđ mun vera vel skipađ. Meira um ţađ síđar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Stórafmćli Taflfélagsmanna

Larsen-FriđrikSkákţing Reykjavíkur sem hefst á morgun, hinn 4. janúar, er tileinkađ Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem verđur áttrćđur hinn 26. janúar nćstkomandi. Friđrik hefur alla tíđ veriđ félagsmađur í Taflfélagi Reykjavíkur, en hann tók ţátt í sínu fyrsta opinbera móti fyrir tćplega 70 árum. Ţađ hlýtur ađ gleđja Friđrik og ađra velunnara elsta taflfélags landsins hversu vel er haldiđ á málum hjá TR um ţessar mundir. Félagiđ hefur auđvitađ fariđ í gegnum hćđir og lćgđir á langri ćvi en félagsleg stađa ţess er sterk í dag. Ţađ var stofnađ aldamótaáriđ 1900 og hefur ávallt veriđ ein ađalkjölfestan í skáklífi Íslendinga. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Jón Viktor Gunnarsson, sem er skráđur til leiks ásamt mörgum sterkum skákmönnum á borđ viđ Björn Ţorfinnsson, Omar Salama, Ţorvarđ Fannar Ólafsson og Sćvar Bjarnason.

Tveir gamlir TR-ingar eiga einnig stórafmćli í ţessum mánuđi; Ólafur H. Ólafsson og Bragi Kristjánsson verđa báđir 70 ára hinn 8. janúar nćstkomandi. Ólafur og Bragi áttu stóran ţátt í vexti og viđgangi TR á löngu tímabili, ekki síst eftir ađ TR eignađist sitt eigiđ húsnćđi viđ Grensásveg. Ólafur fór fyrir miklum breytingum á starfsemi TR, sem fólust í mögnuđu barna- og unglingastarfi frá ţví um miđjan áttunda áratuginn. Bragi beitti sér fyrir skákkennslu og ţjálfun ungra skákmanna og kvenna og var um tíma skólastjóri Skákskóla Íslands. Ólafur var býsna sterkur skákmađur og átti t.d. sćti í liđi Íslands á heimsmeistaramóti stúdenta ári 1971, en ţađ ár varđ hann í 2. sćti í meistaraflokki á Skákţingi Íslands. Hann dró mjög úr taflmennsku eftir ađ hann settist í stjórn TR. Bragi Kristjánsson var einn af fremstu skákmönnum Íslands á sjöunda áratugnum; átti sćti í ólympíuliđi okkar árin 1964 og 1968, varđ Skákmeistari Reykjavíkur áriđ 1968 og tefldi á nokkrum af fyrstu Reykjavíkurskákmótunum, Međfram sat hann oft í stjórnum ţessara móta. Skipulag Reykjavíkurmótsins 1968 var ţannig til mikillar fyrirmyndar, en ţar réđst TR í útgáfu vandađs bćklings á ensku um mótshaldiđ. Bragi stóđ sig vel á ţessu Reykjavíkurmóti, sem haldiđ var voriđ 1968 í minningu Willards Fiske, og var sérstaklega hćttulegur ţegar hann fékk ađ beita Sikileyjarvörn. Hann vann ţennan ágćta fulltrúa Bandaríkjanna á sannfćrandi hátt:

William Addison – Bragi Kristjánsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. f4 Be7 8. Bf3 0-0 9. 0-0 Dc7 10. Kh1 Rc6 11. Rde2 b5 12. a3 Bb7 13. g4 d5!

Árás á vćng skal svarađ međ árás á miđborđi! Ţó ađ Scheveningen-afbrigđi Sikileyjarvarnarinnar hafi ekki veriđ mjög ţróađ á ţessum tíma teflir Bragi óađfinnanlega

14. exd5 Had8 15. g5 Rxd5 16. Rxd5 exd5 17. Rc3 Ra5 18. f5 Rc4!

Lćtur sér fátt um finnast ţó ađ f-peđiđ virki ógnandi.

19. f6 Bc5 20. fxg7 Hfe8!

Menn svarts standa allir vel til sóknar og hvítur er sérstaklega veikur fyrir á hornlínunni a8-h1.

21. Re2 d4 22. Bf4 Bxf3 23. Hxf3 Dc6 24. Rg1

Stöđumynd 2015-01-0324.... Re3!

Góđur leikur en ađrir vćnlegir kostir voru 24.... d3 og 24....Rxb2.

25. Dd3 Hd5 26. He1 Bb6 27. c3

Opnar stöđuna enn meira. Eitthvert hald var í 27. h4.

27.... dxc3 28. Dxc3 Hc5 29. Db3 Hf5!

– og hvítur gafst upp. Engin vörn fyrirfinnst viđ hótuninni 30. Hxf4 o.s.frv.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákblinda og snilldarleikir

Magnús Carlsen er skákmađur ársins 2014. Á ţví er ekki hinn minnsti vafi. Hann varđi heimsmeistaratitil sinn viđ erfiđar ađstćđur í Sochi viđ Svartahaf og heldur titlinum nćstu tvö árin. Um ţessar mundir er enginn skákmađur kominn fram á sjónarsviđiđ sem virđist geta ógnađ honum. Ţessum stćrsta skákviđburđi ársins sem er ađ líđa verđur ađ einhverju leyti minnst fyrir skákblindu beggja í 6. skák einvígisins ţegar Anand missti af tćkifćri til ađ ná fram vinningsstöđu og tapađi ađ lokum. En ţrátt fyrir allt eru ţessir snillingar mannlegir og ţađ er alls ekki óţekkt í öđrum greinum ađ menn sjái alls ekki ţađ sem blasir viđ öllum öđrum. Hliđstćtt dćmi má finna úr frćgu einvígi millistríđsáranna:

Euwe – Aljekín

16. einvígissskák, 1937:

GLVTELSJAljekín lék síđast 25. ... Dd5-e5 og nú gat Euwe leikiđ 26. Dh8+! Kxh8 27. Rxf7+ og 28. Rxe5 og endatafliđ er afar vćnlegt. En hann kaus ađ leika 26. Bb2? sem Aljekín svarađi međ 26. ... Bc6?? og enn gat Euwe leikiđ 27. Dh8+! og fengiđ auđunniđ endatafl tveim peđum yfir. En hann valdi 27. a3??, fékk ekki annađ tćkifćri og skákinni lauk međ jafntefli.

 

 

Saga heimsmeistaraeinvígjanna frá ţví fyrsta opinbera sem háđ var áriđ 1886 sýnir hinsvegar fram á svo ekki verđur um villst ađ afleikjum var yfirleitt refsađ grimmilega:

Karpov – Kortsnoj

17. einvígisskák, 1978:

GLVTELSRKortsnoj var í miklu tímahraki, sá ađ hann yrđi ađ hindra mát í borđi og lék 39. Ha1?? og Karpov svarađi ađ bragđi: 39. ... Rf3+! Eftir 40. gxf3 kemur 40. ... Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát! Kortsnoj gafst ţví upp.

 

 

 

 

Greinarhöfundur telur sig hafa nokkuđ góđa yfirsýn yfir opinberu heimsmeistaraeinvígin frá 1886-2014. Ţau eru 40 talsins ef tímabilinu 1993-2005 er sleppt. Öll viđleitni til ađ velja besta leik ţessara einvígja snýst auđvitađ um persónulegan smekk. Ţar sem einvígiđ 1972 stendur Íslendingum nálćgt er ekki úr vegi ađ velja besta leik sigurvegarans í öllum 20 skákunum:

Fischer – Spasskí,

10. einvígisskák, 1972

GLVTELSNFischer lék nú 26. Bb3! Eftir 26. ... axb5 27. Df4! sáu menn ađ 27. ... c4 er svarađ međ 28. Bxc4! Eftir 27. ... Hd7 28. Re5! Dc7 29. Hbd1! átti Spasskí í vök ađ verjast og tapađi eftir 56. leiki.

 

 

 

 

Besti biđleikur heimsmeistaraeinvígjanna kom ađ mati greinarhöfundar í ţessari stöđu:

Kasparov – Karpov

21. skák, 1986

GKVTELT0Í stađ ţess ađ valda d4-peđiđ stakk Kasparov 41. Rd7! í umslagiđ. Í ljós kom ađ stađa svarts var algerlega vonlaus eftir ţennan óvćnta leik og skákinni lauk snarlega: 41. ... Hxd4 42. Rf8+! Kh6 43. Hb4! Hc4 44. Hxc4 dxc4 45. Dd6! c3 46. Dd4 – og Karpov gafst upp.

 

 

 

Ég hallast ađ ţví ađ Armeninn Tigran Petrosjan hafi leikiđ besta leik allra heimsmeistaraeinvígjanna í ţessari stöđu:

Petrosjan – Spasskí

12. einvígisskák, 1966:

GLVTELSFPetrosjan lék nú 31. Rf3!! en eftir 31. ... exd3 (ekki 31. ... exf3 32. Bd2! og 33. Bc3) missti hann af 32. Dxd3! Bf5 33. Rxe5 Bxd3 34. Bd4! sem leiđir til vinningsstöđu međ „svikamylluţema“ eftir 34. ... dxe5 35. Bxe5+ Kh7 36. Hg7+ Kh8 37. Hxc7+ Kg8 38. Hg7+ Kh8 39. Hxa7+ Kg8 40. Hg7+ Kh8 41. Hg3+ Kh7 42. Hxd3 Hxa2 43. Kg2! og vinnur. Síđar brast Petrosjan kjark til ađ tefla vćnlega stöđu til vinnings og sćtti sig viđ jafntefli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţrjú skemmtileg mót

Guđlaug ŢorsteinsdóttirGuđlaug Ţorsteinsdóttir sigrađi á vel sóttu Skákţingi Garđabćjar sem lauk um mánađamótin nóv./des. Ţetta mót dró til sín marga af yngstu og efnilegustu skákmönnum höfuđborgarsvćđisins. Ţegar tími hefur gefist í annasömu lćknisstarfi hefur Guđlaug stundum tekiđ góđa spretti á skákborđinu og er aldrei ađ vita nema hún gefi kost á sér í verkefni kvennalandsliđsins á nćsta ári. Hún hlaut 5 ˝ vinning af sjö mögulegum, tapađi í fyrstu umferđ fyrir Birni Hólm Birkissyni en var óstöđvandi eftir ţađ. Bárđur Örn Birkisson og Páll Sigurđsson urđu í 2.-3. sćti međ 5 vinninga. Í b-flokki mótsins sigrađi Ţorsteinn Magnússon, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum en í 2.-3. sćti komu tveir ungir skákmenn, Guđmundur Agnar Bragason og Robert Luu međ 5 ˝ vinning hvor.

Vetrarmóti öđlinga, skemmtilegri keppni sem hinn Ţorvarđur, Magnús og Sverrirkunni skákdómari Ólafur Ásgrímsson á mestan heiđur af, lauk svo um svipađ leyti í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur viđ Faxafen. Ţar urđu jafnir og efstir ţeir Magnús Pálmi Örnólfsson og Ţorvarđur Ólafsson, hlutu báđir 6 vinninga af sjö mögulegum en Magnúsi var dćmdur sigur á stigum. Keppendur voru 25 talsins og má geta ţess ađ í 3.-4. sćti varđ Guđmundur Aronsson, stigalaus skákmađur sem ekki hefur teflt á opinberu móti í meira en 40 ár. 

Óvćntur sigurvegari á Meistaramóti SSON

Noah SiegelSigurvegari Meistaramóts SSON, Skáksambands Selfoss og nágrennis, sem fram fór í Fischer-setrinu á Selfossi, kom úr óvćnri átt. Ţar voru keppendur átta talsins og tefldu allir viđ alla međ klst. umhugsunartíma á skák. Ýmsum lék forvitni á ađ vita hvernig stćđi á ferđum og ţátttöku liđlega ţrítugs Bandaríkjamanns, Noah Siegel, sem hafđi nokkurra vikna dvöl í grennd viđ Selfoss í haust. Hann hélt sig ţar ađ mestu til hlés, stundađi jóga hjá Dagmar Unu Ólafsdóttur og bar ýmis merki ţess ađ hann vćri ađ flýja skarkala New York-borgar en ţađan er hann. Viđ eftirgrennslan kom svo í ljós ađ hér var á ferđinni gömul vonarstjarna Bandaríkjamanna á skáksviđinu. Hann hafđi fyrir u.ţ.b. 20 árum teflt fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramótum barna og unglinga, 12 ára og yngri og 14 ára og yngri, og kljáđst ţar viđ ungstirni á borđ viđ Armenann Levon Aronjan og Rússann Alexander Grischuk; lagt síđar út á brautir veđmála og fjárhćttuspila og viđ pókerborđiđ atti hann kappi viđ ýmsa nafntogađa einstaklinga og rakađi saman fé svo af hlutust blađaskrif og réttarhöld – ţví ađ víđa eru settar hömlur á fjárhćttuspil í Bandaríkjunum. 

Í Fischer-setrinu kom Noah Siegel mönnum fyrir sjónir sem dagfarsprúđur og ţćgilegur einstaklingur. Og ekki kunnu keppendur ţví illa ţegar tvćr vel klćddar vinkonur hans, starfandi fyrirsćtur frá New York, skruppu yfir hafiđ til heilsa upp á vin sinn og sátu í mestu rólegheitum yfir skákum hans í Fischer-setrinu. Keppinautar hans stóđust honum ekki snúning ađ ţessu sinni – kappinn hefur lofađ ađ koma aftur – og voru ţó á ferđinni býsna öflugir meistarar. Noah Siegel hlaut 6 ˝ vinning af sjö mögulegum en í 2.- 3. sćti komu Sverrir Unnarsson og Ingimundur Sigurmundsson međ 4 ˝ vinning. Ţeir tefldu svo tveggja skáka einvígi um sćmdarheitiđ Skákmeistari SSON og vann Sverrir, 1 ˝ : ˝.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Peđsfórnin

Fischer-Spassky bíómyndPawn sacrifice“ er nafn á kvikmynd sem frumsýnd var á kvikmyndahátíđinni í Toronto í Kanada á dögunum. Myndin fjallar um einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík áriđ 1972 eđa „einvígi aldarinnar“ eins og ţađ hefur löngum veriđ kallađ. Myndin var ađ hluta til tekin upp hér á landi og einnig í Montreal og Los Angeles. Hún skartar stjörnum á borđ viđ Tobey Maguire (Spiderman, The Great Gatsby) sem leikur Bobby Fischer og Liv Schreiber (Ray Donavan ) sem leikur Boris Spasskí. Leikstjóri myndarinnar er Edward Zwick sem áđur hefur leikstýrt myndum á borđ viđ Legends of the Fall, The Last Samurai og Blood Diamonds.

Leikstjórinn stillir viđfangsefni sínu upp eins og hann vćri ađ fjalla um kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Falcons Scotts á suđurpólinn 1911-'12; hinum harmrćna ţćtti leiđangurs Scotts, sem fraus í hel í tjaldi á leiđinni til baka 20 kílómetra frá birgđastöđ, svipar ţannig til skipbrots Spasskís sem líkt og Scott var samkvćmt skýringu sagnfrćđinnar fulltrúi hnignandi stórveldis.

Liv Schreiber hafđi orđ á ţví, ađ ţegar hann var ađ undirbúa sig fyrir hlutverk Spasskís, hefđi ţađ augnablik einvígisins er Spasskí klappađi fyrir Fischer međ áhorfendum eftir sjöttu einvígisskákina haft einna mest áhrif á sig. En ef velja á eina skák einvígisins ţar sem allt dramađ virđist koma saman ţá hlýtur ţađ ađ vera ţrettánda skákin. Skákin hófst kl. 17 fimmtudaginn 10. ágúst, fór í biđ um 5 klst. síđar og lauk seint ađ kveldi föstudaginn 11. ágúst. 

Spasskí – Fischer; 13. skák

Stöđumynd 2014-12-13Eftir ađ Spasskí, sem átti í vök ađ verjast, lék biđleik sinn, 42. Kg3, voru allir kraftar sovéska fylgdarliđsins ţandir til hins ýtrasta viđ sundurgreiningu á biđstöđunni – og svipađ var upp á teningnum í bandarísku herbúđunum. Lubomir Kavalek, landflótta Tékki búsettur í Bandaríkjunum, var í Reykjavík og mćtti upp á herbergi 470 á Loftleiđahótelinu til ađ ađstođa Fischer. Ţar var fyrir kvefađur séra Lombardy en Bobby rak hann út: „...Bill, ţú veist ađ ég hef ekki efni ţví ađ fá kvef akkúrat núna.“

Ţegar ţeir tóku til viđ tafliđ aftur klukkan 17 föstudaginn 11. ágúst gerđust myndirnar á skákborđinu ć skrítnari og allt ađ ţví fjarstćđukenndar, a.m.k. hafđi ekkert ţessu líkt sést í heimsmeistareinvígi áđur: 

Spasskí – Fischer; 13. einvígisskák

Stađan eftir 68 leiki – tímamörk viđ 72. leik.

Stöđumynd 2014-12-13-269. Hd1+??

Spasskí hafđi barist hetjulega en var tímanaumur og missti af jafntefli sem var ađ hafa međ 69. Hc3+! Kd4 70. Hf3 Ke4 71. Hc3 os.frv.

Ke2 70. Hc1 f3 71. Bc5 Hxg7 72. Hxc4 Hd7 73. He4+ Kf1 74. Bd4 f2

- og Spasskí gafst upp.

Ţegar skákinni lauk ríkti sérkennileg ţögn í salnum. Ţađ var eins og einhver hefđi dáiđ. Fischer var fljótur ađ yfirgefa sviđiđ en Spasskí sat eftir dágóđa stund og spurđi dómarann Lothar Schmid í lágum hljóđum: „Hvernig getur mađur tapađ svona stöđu međ hrókinn á g8 gersamlega lokađan af?“

Ţađ voru ţung spor fyrir marga ađdáendur Spasskís út úr Laugardalshöllinni. Kannski vćri hćgt ađ „...skella bjargráđinu og sáluhjálpinni: Bach,“ skrifađi Thor Vilhjálmson sem hafđi gengiđ fjađurmögnuđum skrefum yfir dalinn til ađ sjá ţessa „...menn skylmast međ vopnum ţekkingar, rökvísi og röktemprađrar dirfsku“

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Leitin ađ áskoranda Magnúsar Carlsen er hafin

Anish GiriHeimsmeistaranum Magnúsi Carlsen var vel fagnađ ţegar hann sneri aftur til Noregs eftir ađ hafa tekiđ viđ sigurlaunum sínum ađ viđstöddum Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ţann 24. nóvember hélt hann svo upp á 24 ára afmćliđ og liđur í afmćlisfagnađinum var ţriggja tíma dagskrá hjá NRK, norska sjónvarpinu, en međal efnis var skák hans viđ norsku ţjóđina sem lauk međ ţví ađ Magnús gerđi landa sína mát í 33. leik. Međ tilstilli „skák-apps“ gat ţessi skák fariđ nokkurn veginn snurđulaust fram. Í stúdói NRK sátu foreldrar Magnúsar og systurnar ţrjár: Signý, Ellen og Ingiríđur en tvćr ţćr síđastnefndu eru ágćtar skákkonur.

Í miđri ţessari fagnađarbylgju frćnda okkar stendur yfir leitin ađ nćsta áskoranda Magnúsar – og er reyndar hafin fyrir nokkru. Fyrir liggur ađ Magnús mun freista ţess ađ verja titilinn haustiđ 2016 og einvígiđ fer fram í Bandaríkjunum, ef marka má ummćli Kirsan, forseta FIDE.

Undanfarin ár hefur athyglin beinst mjög ađ Ítalanum Fabiano Caruana sem vann stórmótiđ í St. Louis međ miklum yfirburđum.

En ýmsir ađrir hafa veriđ nefndir til sögunnar. Á geysiöflugu skákmóti sem stendur yfir í Qatar gerđi Hollendingurinn Anish Giri sér lítiđ fyrir og vann sex fyrstu skákir sínar. Giri stendur á tvítugu en hefur ţrátt fyrir ungan aldur veriđ öflugasti skákmađur Hollendinga um nokkurra ára skeiđ. Fćddur í Sankti Pétursborg, móđirin rússnesk og fađirinn frá Nepal en fjölskyldan flutti til Hollands frá Sapporo í Japan áriđ 2008. Giri ţótti snemma efnilegt barn; hann talar reiprennandi sex tungumál ţ. á m. rússnesku, japönsku og nepölsku og er líkt og Magnús sterkur í tćknilegum ţćtti skákarinnar. Tekiđ var eftir ţví er hann lagđi Magnús ađ velli í ađeins 22 leikjum međ svörtu í Wijk aan Zee áriđ 2011. En kannski vantar eitthvađ uppá stađfestuna; eftir sigrana sex í Qatar tapađi hann fyrir Kramnik í sjöundu umferđ og aftur í 8. umferđ fyrir Kínverjanum Yangyi Yu. Ţađ gerđi Kramnik kleift ađ komast einn í efsta sćtiđ.

Međan á sigurhrinunni stóđ héldu Giri engin bönd og hann vann skákir sínar án ţess ađ hafa nokkuđ fyrir ţví, sbr. viđureign hans viđ Azerann Mamedyarov:

Shkariyar Mamedyarov – Anish Giri

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. g3 Bb4 4. Bg2 O-O 5. e4 Bxc3 6. bxc3

Traustara er sennilega 6. dxc3. Afbrigđiđ sem Mamedyarov velur ţykir ekki gefa mikla möguleika fyrir hvítan.

6. ... He8 7. d3 c6 8. Re2 d5 9. cxd5 cxd5 10. exd5 Rxd5 11. Hb1 Rc6 12. O-O Bg4!

Góđur stađur fyrir biskupinn er einnig á f5, svartur getur alltaf skiliđ b7-peđiđ eftir ţar sem –Hxb7 má svara međ – Rb6 og hrókurinn lokast úti á b7.

13. f3 Bf5 14. Hxb7?!

Fífldjarfur leikur sem virđist vera byggđur á illa grunduđum útreikningum.

14. ...Rb6 15. f4 e4!

Mamedyarov hafđi vonast eftir 15. ... Dc8 sem hćgt er ađ svara međ 16. fxe5! Dxb7 17. Hxf5 međ rífandi spili fyrir skiptamun.

16. Db3?

Hér varđ hann ađ leika 16. dxe4.

16. ... Be6! 17. Db5 exd3 18. Hxb6

Örvćnting en 18. Bxc6 strandar á 18. ... Bc4! o.s.frv.

18. ... dxe2 19. He1

Stöđumynd 2014-12-0619.... Bc4! 20. Dxc6

Eđa 20. Dxc4 Dxb6+ 21. Kh1 Df2! og vinnur.

20. ... Dd1! 21. Kf2 Had8

– og hvítur gafst upp. Ţađ er engin vörn til gegn hótuninni 22. .... Dxd1+ 23. Kxd1 Hd1+ og 24. e1(D)+ međ mátsókn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Davíđ Kjartansson sigrađi á Haustmóti TR

Davíđ Kjartansson (mbl)Haustmót Taflfélags Reykjkavíkur hefur löngum veriđ eitt af best skipuđu reglulegu mótum hérlendis og er ţá átt viđ mót međ fullum umhugsunartíma en minna frambođ er af slíkum mótum nú en oft áđur. Gamla góđa kappskákin stendur alltaf fyrir sínu og vonandi heldur TR áfram ađ halda haustmótiđ og Skákţing Reykjavíkur međ hefđbundnum hćtti. Haustmóti TR lauk ekki alls fyrir löngu međ öruggum sigri Davíđ Kjartanssonarsem hlaut 7 vinninga af níu mögulegum í vel skipuđum A-flokki mótsins. Ţar sem Davíđ er ekki félagsmađur í TR gengur sćmdarheitiđ „Skákmeistari TR 2014“ til Ţorvarđar Ólafssonar sem varđ í 2. – 3. sćti ásamt Ţorsteini Ţorsteinssyni, gömlum TR-ingi sem undanfariđ hefur teflt fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Ţeir hlutu báđir 6 vinninga af níu mögulegum.

Í B-flokki sigrađi Spánverjinn Damia Benet Menet međ 7 vinninga af níu mögulegum og í C-riđli var Bárđur Örn Birkisson hlutskarpastur međ 8 vinninga af níu mögulegum. Í D-riđli gerđi Ólafur Evert Úlfsson sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar níu talsins og varđ langefstur.

Davíđ Kjartansson hefur lengi veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna. Hann vann Skákţing Reykjavíkur 2009 fyrir ofan Henrik Danielssen og aftur ţetta sama mót 2013 og hefur vart tölu á sigrum sínum á haustmóti TR eđa á meistaramóti Hellis ţar sem hann var lengstum félagi. Hann varđ tvisvar Norđurlandameistari unglinga í sínum aldursflokki og Íslandsmeistari skáksveita međ Víkingasveitinni og Helli. Ţá hefur Davíđ getiđ sér gott orđ sem skákkennari en starfar nú sem hótelstjóri á ION luxury Adventury hotel ađ Nesjavöllum. Hann hefur býsna frumlega skákstíl og er ekki mikiđ fyrir ađ fara trođnar slóđir.

Um helstu keppinautar hans ţá Ţorvarđ Ólafsson og Ţorstein Ţorsteinsson er ţađ segja áttu báđir gott mót en ţó var sigur Davíđs einhvern veginn aldrei í hćttu. Í einni ađ lokaumferđunum mćtti hann reynsluboltanum Sćvari Bjarnasyni og hafđi betur:

Haustmóti TR 2014; 7. umferđ:

Sćvar Bjarnason – Davíđ Kjartansson

Kóngsindversk vörn

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 g6 4. c4 Bg7 5. Rc3 O-O 6. Be3 a5!?

Frekar óvenjulegur leikur, svartur byggir tafliđ oftar upp međ 6. .. a6, – Hb8 o.s.frv.

7. Dd2 Rc6 8. Rge2 e5 9. d5 Rb4 10. Rc1 Rd7 11. a3 Ra6 12. b4 f5 13. Bd3 Rf6 14. exf5?!

Ekkert lá á ţessum uppskiptun. Eftir 14. Rb3, sem hótar 15. b5, á hvítur góđa stöđu.

14. ... gxf5 15. Hb1 axb4 16. axb4 e4!

Setur af stađ hrinu snarpra peđsleikja sem tryggja frumkvćđi svarts.

17. Be2 exf3 18. gxf3 f4!19. Bf2 Bf5 20. Hb3 Rd7 21. Rb5 Re5 22. Rd4 Bd7 23. Re6?

Ótímabćr innrás riddarans. Hvítur gat leikiđ 23. O-O en hefr sennilega óttast 23. ... Bh3 sem má svara međ 24. Kh1 Bxf1 25. Bxf1 og ţó hvítur sé skiptamun undir er stađan býsna vćnleg, öflugur riddari á leiđ til e6.

23. ... Bxe6 24. dxe6 De7 25. O-O Kh8 26. Kh1 Dxe6 27. Dc2 Rb8 28. De4 c6 29. Bd3 Dh3 30. Bd4 Rbd7 31. De2 Hae8 32. Hg1 Rf6 33. Bb1 Rh5 34. Bf2 Bf6

Bćtir sífellt viđ sóknarmáttinn kóngsmegin.

35. Dc2 Hf7 36. Hg2 Hg8 37. Hxg8 Kxg8 38. De2 Hg7 39. Be1

Ţessi biskup reynir ađ fremsta megni ađ verja kógsstyđuna en međ nćsta leik sínum ryđur svartur honum úr vegi.

Stöđumynd 2014-11-2939. ... Bh4! 40. Hb2 Bxe1

- og Sćvar gafst upp enda stađan hrunin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús vann lokaskákina og heldur heimsmeistaratitlinum nćstu tvö árin

Skákţáttur Morgunblađsins frá 24. nóvember sl.

---------------------------------------------

Carlsen-Anand2

Taugar hans stóđust álagiđ betur,“ sagđi Wisvanathan Anand eftir ađ elleftu skák heimsmeistaraeinvígisins í Sochi lauk međ sigri Magnúsar Carlsen í 45 leikjum sem ţar međ hafđi hlotiđ 6˝ vinning gegn 4˝ og ţarf ţví ekki ađ tefla 12. skák einvígisins. Ţrátt fyrir ósigurinn í gćr var Anand afar vel undir ţessa skák búinn en í 27. leik lét hann skiptamun af hendi og reyndist ţađ afar misráđin ákvörđun ţó ađ á yfirborđinu liti fórnin vel út. Á ţví augnabliki skákarinnar höfđu áhangendur Magnúsar miklar áhyggjur af stöđu hans en hann greip tćkifćriđ sem Anand rétti honum og tefldi framhaldiđ óađfinnanlega og knúđi fram sigur međ hárnákvćmum leikjum. Hann getur nú andađ léttar ţví ađ alţjóđaskáksambandiđ FIDE gerir ráđ fyrir ađ nćsta heimsmeistaraeinvígi fari fram eftir tvö ár. Hverfandi líkur eru taldar á ţví ađ Anand verđi nćsti áskorandi hans en Indverjinn svarađi ţó spurningum fréttamanna eftir skákina í gćr á ţá leiđ ađ hann vćri alls ekki hćttur. Athyglin beinist nú ađ Ítalanum Fabiano Caruano sem fyrir nokkrum vikum vann öflugt skákmót í Saint Louis í Bandaríkjunum međ fáheyrđum yfirburđum.

Í samanburđi viđ sum önnur heimsmeistaraeinvígi telst ţetta einvígi í besta falli miđlungi gott, kannski vegna ţess hversu stutt ţađ er. Ţađ er einfaldlega söguleg stađreynd ađ ţau heimsmeistaraeinvígi sem samanstóđu af 24 skákum ađ undangengnu skipulögđu ferli svćđamóta, millisvćđamóta og áskorendaeinvígja heppnuđust yfirleitt afar vel. Keppendur gátu tekiđ meiri áhćttu í skákum sínum og svo dćmi sé tekiđ ţá var einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972 sneisafullt af nýjum hugmyndum og afar flóknum stöđum svo ekki sé minnst á óvćnta atburđi utan skákborđsins. Magnús og Anand virtust hins vegar á stundum vera fastir í viđjum kerfisbundinna byrjana sem gáfu hugmyndafluginu ekki mikiđ pláss.

Engum dylst ađ Magnús er verđugur heimsmeistari ţótt hann hafi ekki náđ sínu besta fram í einvíginu í Sochi. Og miklar breytingar hafa orđiđ á högum hans frá ţví hann kom hingađ til Íslands í fyrsta sinn fyrir röskum tíu árum. Ţá var hann tiltölulega lítt ţekktur í heimalandi sínu en skákir sem hann tefldi viđ Anatolí Karpov og Garrí Kasparov á Reykjavík rapid-mótinu í mars 2004 breyttu ţví. Nú er hann ţjóđhetja í Noregi og skákir hans eru í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netmiđlum. Um ţađ leyti ákváđu foreldrar hans ađ leggja niđur störf, selja bćđi hús og bíl og fjölskyldan ferđađist síđan víđa um lönd til ađ styđja Magnús á framabraut skákarinnar. Hann ţótti lengi vel feiminn og óframfćrinn og var af sumum talinn einhverfur en sá orđrómur var úr lausu lofti gripinn. Skákhćfni hans byggist á mögnuđu innsći, bestu leikirnir virđast „koma til hans“ alveg áreynslulaust og lok elleftu skákarinnar í gćr eru gott dćmi um ţađ:

11. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. h3 Bd7 10. Rc3 h6 11. b3 Kc8 12. Bb2 c5 13. Had1 b6 14. Hfe1 Be6 15. Rd5

Magnús eftir lét Anand ađ tefla Berlínarvörnina í ţriđja sinn í einvíginu. Sú leiđ ađ leika riddaranum til d5 virđist ógnandi en veldur svarti engum sérstökum erfiđleikum.

15.... g5 16. c4 Kb7 17. Kh2 a5 18. a4 Re7 19. g4 Rg6 20. Kg3 Be7 21. Rd2 Hhd8 22. Re4 Bf8 23. Ref6 b5!

Magnađur leikur sem almennt var talinn uppfinning „tölvuheila“. Magnus vék sér undan ţví ađ taka ţeirri áskorun sem í leiknum fólst, t.d. 24. axb5 a4! međ sterkri gagnsókn.

24. Bc3 bxa4 25. bxa4 Kc6 26. Kf3 Hdb8

Undirbýr ađ fórna skiptamun. Svartur gat tryggt sér góđa stöđu međ 26.... Be7 eđa 26.... Bg7.

27. Ke4

27.... Hb4?

Stađa5Tapleikurinn. Magnús var greinilega undir ţessa fórn búinn. Betra var 27.... b3 og stađan er í jafnvćgi.

28. Bxb4 cxb4 29. Rh5 Kb7 30. f4 gxf4 31. Rhxf4 Rxf4 32. Rxf4!

Mun sterkara en 32. Kxf4 c6! 33. Re3 Kb6 og svartur má vel viđ una.

32.... Bxc4 33. Hd7!

Eftir ţetta verđur stöđu svarts ekki bjargađ.

33.... Ha6 34. Rd5 Hc6 35. Hxf7 Bc5 36. Hxc7+! Hxc7 37. Rxc7 Kc6.

(Ekki gekk 37.... Kxc7 vegna 39. Hc1! t.d. 39.... b3 40. Hxc4 b3 41. Hxc5+ ásamt 42. Hb5 og vinnur b-peđiđ.

38. Rb5! Bxb5 39. axb5 Kxb5 40. e6 b3 41. Kd3 Be7 42. h4 a4 43. g5 hxg5 44. hxg5 a3 45. Kc3

Stađa6– og ţetta var síđasti leikur heimsmeistaraeinvígisins. Svörtu peđin komast ekki lengra og Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Tvćr skákir eftir - Magnús heldur enn vinningsforskoti

Skákţáttur Morgunblađsins frá 22. nóvember sl.

---------------------------------------------

Anand-CarlsenEftir jafntefli í níundu og tíundu skák einvígis Magnúsar Carlsen og Wisvanathan Anand heldur Norđmađurinn enn vinningsforskoti, 5˝ : 4˝ og gćti međ sigri í elleftu skákinni sem tefld verđur á morgun útkljáđ einvígiđ. En ţćr tvćr viđureignir sem eftir eru bjóđa upp á magnţrungna spennu og sennilega liggur helsta von Anands í ţví ađ flćkja tafliđ međ svörtu á morgun og freista ţess ađ ná sigri jafnvel ţó slíkri hernađartaktík fylgi áhćtta. Komist hann hjá tapi eđa vinni heldur hann enn í vonina um ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn ţar sem hann hefur hvítt í tólftu skákinni sem er á dagskrá nk. ţriđjudag.

En hvorki Anand né Magnús virđast hafa náđ áttum efir hina dramatísku viđureign sjöttu umferđar ţar sem Anand missti af frábćru tćkifćri í miđtaflinu og tapađi. Magnús lýsti ţví yfir í vikunni ađ hann vćri ekki „í formi“ og áhangendur hans og ađdáendur í Noregi komust raunar ađ ţví fullkeyptu ţegar höfgi seig á kappann í miđri áttundu skák og dottađi hann um skeiđ á međan Anand hugsađi sinn gang í krítískri stöđu. Í níundu skák einvígisins féllu leikir ţannig:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. h3 Ke8 10. Rc3 h5 11. Re2 b6 12. Hd1 Ba6 13. Rf4 Bb7

Allt frá ţví ađ Vladimir Kramnik datt ţađ snjallrćđi í huga ađ tefla Berlínarvörnina sem kemur upp úr spćnska leiknum gegn Kasparov i HM-einvígi ţeirra áriđ 2000 hefur fremstu skákmönnum reynst erfitt ađ brjóta niđur ţennan múr. Magnús gerđi enga tilraun til ţess ađ ţessu sinni og sćtti sig viđ jafntefli međ ţráskák:

14. e6!?

Stađa3Bd6! 15. exf7+ Kxf7 16. Rg5+ Kf6 17. Re4+ Kf7 18. Rg5+ Kf6 19. Re4+ Kf7 20. Rg5+

- Jafntefli.

Sagt er ađ eftir ađ níundu skákinni lauk hafi Magnús hóađ á vini sína og ţeir fóru beinustu leiđ út á körfuboltavöll og léku ţar dágóđa stund. Í gćr fékk Anand svo aftur tćkifćri međ hvítu. Nú tóku ţeir til viđ ađ „rćđa“ byrjun sem ekki hefur sést síđan í fyrstu skák einvígsins:

10. einvígisskák:

Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen

Grünfelds vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 O-O 7. e4 Ra6

Botvinnik-afbrigđiđ kom fyrst fyrir í heimsmeistaraeinvígi ţegar „patríarkinn“ sem svo var nefndur tefldi einvígi sín ţrjú viđ Smyslov á sjötta áratug síđustu aldar. Sjöundi leikur svarts er runninn unda rifjum Hollendingsins Prins en Kasparov lagđi mest til ţessa afbrigđis í einvígjum sínum viđ Karpov 1986 og '87.

8. Be2 c5 9. d5 e6 10. O-O exd5 11. exd5 He8

Kasparov lék oftast 11. ... Bf5 en ţessi leikur er ekki síđur frambćrilegur.

12. Bg5 h6 13. Be3 Bf5 14. Had1 Re4!? 15. Rxe4 Bxe4 16. Dc1!

Hér virđist vera komin fram hugmynd Anands međ ţví ađ fá fram 12. ... h6; ađ vinna tempó međ ţví ađ setja á h6-peđiđ. En Magnús kann ađ svara fyrir sig.

Stađa416. ... Df6 17. Bxh6 Dxb2 18. Dxb2 Bxb2 19. Rg5 Bd4!

Snarplega leikiđ og eina leiđin til ađ halda stöđunni saman.

20. Rxe4 Hxe4 21. Bf3 He7 22. d6 Hd7 23. Bf4 Rb4 24. Hd2 He8 25. Hc1 He6

26. h4 Be5 27. Bxe5 Hxe5 28. Bxb7

Smá-gletta í lokin. Anand vissi ađ ekki vćri eftir neinu ađ slćgjast í ţessari stöđu.

28. ... Hxb7 29. d7 Rc6 30. d8=D+ Rxd8 31. Hxd8+ Kg7 32. Hd2

Jafntefli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús ţokast nćr titilvörn

Skákţáttur Morgunblađsins frá 19. nóvember sl.

---------------------------------------------

Magnus og AnandŢegar átta skákum er lokiđ í einvígi Magnúsar Carlsen og Indverjans Wisvanathans Anands heldur Norđmađurinn vinningsforskoti, 4 ˝ : 3 ˝ og ađeins fjórar skákir eftir. Í gćr fékk Anand fékk loks tćkifćri til ađ stýra hvítu mönnunum en komst ekkert áleiđis gegn Magnúsi sem mćtti vel undirbúinn til leiks og náđi jafntefli án mikilla erfiđleika. Á mánudaginn sátu ţeir ađ tafli í sex og hálfa klukkustund og allan tímann reyndi Magnús ađ knýja fram sigur úr örlítiđ betri stöđu. Í endatafli varđ Anand ađ gefa mann fyrir tvö peđ en varđist fimlega og hélt jöfnu eftir 122 leiki. Ţetta telst nćstlengsta skák heimsmeistaraeinvígja frá upphafi en Kortsnoj og Karpov tefldu ţá lengstu; 5. einvígisskákin í Baguio á Filippseyjum sumariđ 1978 endađi međ ţví ađ Kortsnoj pattađi Karpov í 124. leik. Í sjöundu skákinni í Sochi á mánudaginn tefldi Anand hiđ trausta Berlínar-afbrigđi spćnska leiksins. Eftir 76. leiki kom ţessi stađa upp: 

Stađa1Magnús – Anand

Magnús heldur enn í eitt peđ en eftir 76.... Hc3! sá hann fram á ađ ekki gengi ađ leika 77. Hxc3 Kxc3 78. Ke3 vegna 78.... Kb4 79. Kd4 Kb5! sem heldur jöfnu. Hann lét ţví b3-peđiđ af hendi og lék 77. Rd3+ Kxb3 78. Ha1og sćttist á jafntefli 44 leikjum síđar.

Magnús var gagnrýndur fyrir ađ tefla svo lengi áfram međ kóng, hrók og riddara gegn kóngi og hrók en slíkar stöđur eru taldar dautt jafntefli. Norski heimsmeistarinn upplýsti fyrir einvígiđ ađ undirbúningur hans hefđi m.a. falist í athugun á ferli Bobbys Fischers og finna má dćmi úr skákum 11. heimsmeistarans sem tefldi svipađa stöđu lengi vel gegn Florin Gheorghiu frá Rúmeníu á skákmóti í Vinkovci í Júgóslavíu áriđ 1968.

Hafi ţađ veriđ ćtlan Magnúsar ađ „ţreyta laxinn“ tókst ţađ vel, taflmennska Anands í skákinni í gćr var fremur ţróttlaus og í fyrsta sinn í einvíginu mistókst honum ađ ná frumkvćđinu út úr byrjuninni međ hvítu:

8. einvígisskák:

Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. Dc2 He8!?

Leynivopn Magnúsar. Hann vissi ađ Anand var vel undirbúinn fyrir 9.... Da5 sem er langoftast leikiđ en ţá á hvítur ýmsa góđa kosti, t.d. ađ hrókera langt.

10. Bg5 Be7 11. Hd1 Da5 12. Bd3 h6 13. Bh4 dxc4 14. Bxc4 a6 15. O-O b5 16. Ba2 Bb7 17. Bb1 Had8 18. Bxf6 Bxf6 19. Re4

Ekki er eftir neinu ađ slćgjast međ 19. Dh7+ Kf8 20. Re4, m.a. vegna 20.... Hxd1 21. Hxd1 Hd8 o.s.frv.

19.... Be7 20. Rc5 Bxc5 21. Dxc5

Í fljótu bragđi virđist hvítur halda góđum fćrum en nćsti leikur svarts jafnar tafliđ umsvifalaust. 

Stađa221. ... b4! 22. Hc1

Eftir 22. Dxa5 Rxa5 23. axb4 Bxf3! 24. gxf3 Rc6! vinnur svartur peđiđ til baka.

22.... bxa3 23. bxa3 Dxc5 24. Hxc5 Re7 25. Hfc1 Hc8 26. Bd3 Hed8 27. Hxc8 Hxc8 28. Hxc8 Rxc8

Nú blasir jafntefli viđ.

29. Rd2 Rb6 30. Rb3 Rd7 31. Ra5 Bc8 32. Kf1 Kf8 33. Ke1 Ke7 34. Kd2 Kd6 35. Kc3 Re5 36. Be2 Kc5 37. f4 Rc6 38. Rxc6 Kxc6 39. Kd4 f6 40. e4 Kd6 41. e5+.

- og Anand bauđ jafntefli um leiđ sem Magnús vitanlega ţáđi.

Stađan: Magnús Carlsen 4 ˝ : Wisvanathan Anand 3 ˝.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 8780629

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband