Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţrjú skemmtileg mót

Guđlaug ŢorsteinsdóttirGuđlaug Ţorsteinsdóttir sigrađi á vel sóttu Skákţingi Garđabćjar sem lauk um mánađamótin nóv./des. Ţetta mót dró til sín marga af yngstu og efnilegustu skákmönnum höfuđborgarsvćđisins. Ţegar tími hefur gefist í annasömu lćknisstarfi hefur Guđlaug stundum tekiđ góđa spretti á skákborđinu og er aldrei ađ vita nema hún gefi kost á sér í verkefni kvennalandsliđsins á nćsta ári. Hún hlaut 5 ˝ vinning af sjö mögulegum, tapađi í fyrstu umferđ fyrir Birni Hólm Birkissyni en var óstöđvandi eftir ţađ. Bárđur Örn Birkisson og Páll Sigurđsson urđu í 2.-3. sćti međ 5 vinninga. Í b-flokki mótsins sigrađi Ţorsteinn Magnússon, hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum en í 2.-3. sćti komu tveir ungir skákmenn, Guđmundur Agnar Bragason og Robert Luu međ 5 ˝ vinning hvor.

Vetrarmóti öđlinga, skemmtilegri keppni sem hinn Ţorvarđur, Magnús og Sverrirkunni skákdómari Ólafur Ásgrímsson á mestan heiđur af, lauk svo um svipađ leyti í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur viđ Faxafen. Ţar urđu jafnir og efstir ţeir Magnús Pálmi Örnólfsson og Ţorvarđur Ólafsson, hlutu báđir 6 vinninga af sjö mögulegum en Magnúsi var dćmdur sigur á stigum. Keppendur voru 25 talsins og má geta ţess ađ í 3.-4. sćti varđ Guđmundur Aronsson, stigalaus skákmađur sem ekki hefur teflt á opinberu móti í meira en 40 ár. 

Óvćntur sigurvegari á Meistaramóti SSON

Noah SiegelSigurvegari Meistaramóts SSON, Skáksambands Selfoss og nágrennis, sem fram fór í Fischer-setrinu á Selfossi, kom úr óvćnri átt. Ţar voru keppendur átta talsins og tefldu allir viđ alla međ klst. umhugsunartíma á skák. Ýmsum lék forvitni á ađ vita hvernig stćđi á ferđum og ţátttöku liđlega ţrítugs Bandaríkjamanns, Noah Siegel, sem hafđi nokkurra vikna dvöl í grennd viđ Selfoss í haust. Hann hélt sig ţar ađ mestu til hlés, stundađi jóga hjá Dagmar Unu Ólafsdóttur og bar ýmis merki ţess ađ hann vćri ađ flýja skarkala New York-borgar en ţađan er hann. Viđ eftirgrennslan kom svo í ljós ađ hér var á ferđinni gömul vonarstjarna Bandaríkjamanna á skáksviđinu. Hann hafđi fyrir u.ţ.b. 20 árum teflt fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramótum barna og unglinga, 12 ára og yngri og 14 ára og yngri, og kljáđst ţar viđ ungstirni á borđ viđ Armenann Levon Aronjan og Rússann Alexander Grischuk; lagt síđar út á brautir veđmála og fjárhćttuspila og viđ pókerborđiđ atti hann kappi viđ ýmsa nafntogađa einstaklinga og rakađi saman fé svo af hlutust blađaskrif og réttarhöld – ţví ađ víđa eru settar hömlur á fjárhćttuspil í Bandaríkjunum. 

Í Fischer-setrinu kom Noah Siegel mönnum fyrir sjónir sem dagfarsprúđur og ţćgilegur einstaklingur. Og ekki kunnu keppendur ţví illa ţegar tvćr vel klćddar vinkonur hans, starfandi fyrirsćtur frá New York, skruppu yfir hafiđ til heilsa upp á vin sinn og sátu í mestu rólegheitum yfir skákum hans í Fischer-setrinu. Keppinautar hans stóđust honum ekki snúning ađ ţessu sinni – kappinn hefur lofađ ađ koma aftur – og voru ţó á ferđinni býsna öflugir meistarar. Noah Siegel hlaut 6 ˝ vinning af sjö mögulegum en í 2.- 3. sćti komu Sverrir Unnarsson og Ingimundur Sigurmundsson međ 4 ˝ vinning. Ţeir tefldu svo tveggja skáka einvígi um sćmdarheitiđ Skákmeistari SSON og vann Sverrir, 1 ˝ : ˝.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband