Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús ţokast nćr titilvörn

Skákţáttur Morgunblađsins frá 19. nóvember sl.

---------------------------------------------

Magnus og AnandŢegar átta skákum er lokiđ í einvígi Magnúsar Carlsen og Indverjans Wisvanathans Anands heldur Norđmađurinn vinningsforskoti, 4 ˝ : 3 ˝ og ađeins fjórar skákir eftir. Í gćr fékk Anand fékk loks tćkifćri til ađ stýra hvítu mönnunum en komst ekkert áleiđis gegn Magnúsi sem mćtti vel undirbúinn til leiks og náđi jafntefli án mikilla erfiđleika. Á mánudaginn sátu ţeir ađ tafli í sex og hálfa klukkustund og allan tímann reyndi Magnús ađ knýja fram sigur úr örlítiđ betri stöđu. Í endatafli varđ Anand ađ gefa mann fyrir tvö peđ en varđist fimlega og hélt jöfnu eftir 122 leiki. Ţetta telst nćstlengsta skák heimsmeistaraeinvígja frá upphafi en Kortsnoj og Karpov tefldu ţá lengstu; 5. einvígisskákin í Baguio á Filippseyjum sumariđ 1978 endađi međ ţví ađ Kortsnoj pattađi Karpov í 124. leik. Í sjöundu skákinni í Sochi á mánudaginn tefldi Anand hiđ trausta Berlínar-afbrigđi spćnska leiksins. Eftir 76. leiki kom ţessi stađa upp: 

Stađa1Magnús – Anand

Magnús heldur enn í eitt peđ en eftir 76.... Hc3! sá hann fram á ađ ekki gengi ađ leika 77. Hxc3 Kxc3 78. Ke3 vegna 78.... Kb4 79. Kd4 Kb5! sem heldur jöfnu. Hann lét ţví b3-peđiđ af hendi og lék 77. Rd3+ Kxb3 78. Ha1og sćttist á jafntefli 44 leikjum síđar.

Magnús var gagnrýndur fyrir ađ tefla svo lengi áfram međ kóng, hrók og riddara gegn kóngi og hrók en slíkar stöđur eru taldar dautt jafntefli. Norski heimsmeistarinn upplýsti fyrir einvígiđ ađ undirbúningur hans hefđi m.a. falist í athugun á ferli Bobbys Fischers og finna má dćmi úr skákum 11. heimsmeistarans sem tefldi svipađa stöđu lengi vel gegn Florin Gheorghiu frá Rúmeníu á skákmóti í Vinkovci í Júgóslavíu áriđ 1968.

Hafi ţađ veriđ ćtlan Magnúsar ađ „ţreyta laxinn“ tókst ţađ vel, taflmennska Anands í skákinni í gćr var fremur ţróttlaus og í fyrsta sinn í einvíginu mistókst honum ađ ná frumkvćđinu út úr byrjuninni međ hvítu:

8. einvígisskák:

Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. Dc2 He8!?

Leynivopn Magnúsar. Hann vissi ađ Anand var vel undirbúinn fyrir 9.... Da5 sem er langoftast leikiđ en ţá á hvítur ýmsa góđa kosti, t.d. ađ hrókera langt.

10. Bg5 Be7 11. Hd1 Da5 12. Bd3 h6 13. Bh4 dxc4 14. Bxc4 a6 15. O-O b5 16. Ba2 Bb7 17. Bb1 Had8 18. Bxf6 Bxf6 19. Re4

Ekki er eftir neinu ađ slćgjast međ 19. Dh7+ Kf8 20. Re4, m.a. vegna 20.... Hxd1 21. Hxd1 Hd8 o.s.frv.

19.... Be7 20. Rc5 Bxc5 21. Dxc5

Í fljótu bragđi virđist hvítur halda góđum fćrum en nćsti leikur svarts jafnar tafliđ umsvifalaust. 

Stađa221. ... b4! 22. Hc1

Eftir 22. Dxa5 Rxa5 23. axb4 Bxf3! 24. gxf3 Rc6! vinnur svartur peđiđ til baka.

22.... bxa3 23. bxa3 Dxc5 24. Hxc5 Re7 25. Hfc1 Hc8 26. Bd3 Hed8 27. Hxc8 Hxc8 28. Hxc8 Rxc8

Nú blasir jafntefli viđ.

29. Rd2 Rb6 30. Rb3 Rd7 31. Ra5 Bc8 32. Kf1 Kf8 33. Ke1 Ke7 34. Kd2 Kd6 35. Kc3 Re5 36. Be2 Kc5 37. f4 Rc6 38. Rxc6 Kxc6 39. Kd4 f6 40. e4 Kd6 41. e5+.

- og Anand bauđ jafntefli um leiđ sem Magnús vitanlega ţáđi.

Stađan: Magnús Carlsen 4 ˝ : Wisvanathan Anand 3 ˝.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband